Morgunblaðið - 18.12.1992, Side 28

Morgunblaðið - 18.12.1992, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Þorskurinn, einn stofn eða fleiri? eftir Vilhjálm Þorsteinsson Að undanfömu hefur töluvert ver- ið rætt um það sem kalla mætti stofngerð þorsksins í Norður-Atl- antshafi eða skiptingu hans í stofna. Stofngerð þorsksins (og raunar allra nytjafíska) skiptir óneitanlega miklu máli. Stjórnun veiða tekur í stórum dráttum mið af stofnum. Mörg reiknilíkön í fískifræði ganga út frá því að stofngerð sé þekkt. Yfírráðaréttur þjóða yfír nytjastofn- um er oft mismunandi eftir því hvort þeir halda sig að staðaldri innan lög- sögu þeirra eða eru flökkustofnar sem fleiri en eitt ríki þurfa að koma sér saman um veiðar á. Rannsóknir á stofngerð ýmissa nytjafíska hafa raunar verið stund- aðar alla þessa öld og mismunandi kenningar um stofngerð þorsksins eru ekki nýjar af nálinni. Ástæða fyrir því að við erum ekki lengra komnir í þessum fræðum er sú að hér er um mjög flókið mál að ræða og erfitt að afla afgerandi sönnunar- gagna t.d. um erfðafræðilega ein- angrun stofna. Aðferðir þær sem notaðar hafa verið til að greina á milli stofna byggjast á mörgum vís- indagreinum. Sumar þessar aðferðir eru tiltölulega nýtilkomnar og því ekki löng reynsla komin á notagildi þeirra. Frá byijun rannsókna hefur verið gengið út frá því að þorskur í Norð- ur-Atlantshafí skiptist í marga stofna. Lengst af voru merkingar sú aðferð sem aðallega var notuð til að sýna göngur þorsks og samband eða sambandsleysi þorskstofna á ákveðn- um svæðum. Fjöldi þorska sem merktir hafa verið í merkingart- ilraunum ýmissa rannsóknastofnana í Norður-Atlantshafí skiptir líklega hundruðum þúsunda og er ekki hægt að líta fram hjá niðurstöðum merk- inganna, sem benda eindregið til þess að þorskur í Norður-Atlantshafí skiptist í mjög marga misstóra stofna, sem eru miseinangraðir hver frá öðrum. Hrygningarsvæði þorsks eru einnig mjög mörg og merkingar hafa sýnt að þorskur heldur gjarnan tryggð við hrygningarstöðvar sínar, en það út af fyrir sig bendir til þess að stofngerð tegundarinnar sé marg- brotin. Nýlega kom fram sú kenning að í Norður-Atlantshafí sé aðeins einn þorskstofn. Kenningin um einn þorskstofn í Norður-Atlantshafi var bæi sett fram í vísindagrein í erlendu tímariti og í sérriti frá Háskóla ís- lands. Einar Árnason dósent í stofn- erfðafræði við Líffræðideild HÍ er aðalhöfundur þessara greina og einn- ig upphafsmaður kenningarinnar. Ályktun hans er byggð á rannsókn sem gerð var á erfðaefni hvatbera (DNA orkukorna) í þorski á tímabil- inu frá 1987 til 1991. Hvað varðar kenningu Einars um einn stofn þá verður að taka fram að þar er náttúrulega átt við erfða- fræðilegan stofn. Með aðferð hans finnst ekki erfðafræðilegur munur á þorski hvaðan sem hann kemur úr Norður-Atlantshafi. Skýringu á þessu telur Einar vera þá að þorskur flakki það mikið á milli svæða, að ekki sé nein cinangrun milli mismun- andi hópa, sem sagt að ekki sé um neina stofnskiptingu að ræða. Mér er þetta mál skylt vegna þess að ég tók þátt í þessu verkefni í byijun og var gagnastofnun skipu- iögð og að mestu leyti framkvæmd af mér auk þess sem ég var meðhöf- undur íslensku greinarinnar. Sumum gæti því þótt sem ég sé meðsekur um kenningu þessa. Mínar skoðanir í þessu máli hafa hins vegar ekki komið fraam í ofangreindum skrif- um. Það bætist síðan við að efni þessara greina hefur flogið víða og þá verið bætt við eða rangfært þann- ig að skaði gæti jafnvel hlotist af. Fyrir nokkru fréttist t.d. að útgerð- armenn í Færeyjum eygðu vonarg- lætu í þeirri mynd að Barentshafs- þorskurinn myndi ganga á þeirra mið eða að þeir gætu hafið sókn í sameiginlegan flökkustofn á öðrum miðum. Svipaðar hugmyndir hafa komið fram víðar jafnvel hér á landi. Ef almennt verður lagður trúnaður á kenningu Einars erlendis gæti hugsanlega orðið mun erfiðara í framtíðinni að halda fískveiðiflotum erlendra ríkja utan okkar fískveiði- lögsögu. Ég er mjög ósammála Einari um túlkun hans á niðurstöðum þessara rannsókna. f fyrsta lagi er það viður- kennt af flestum þeim sem vinna við stofngerðarrannsóknir að þótt ein aðferð sýni ekki skiptingu tegundar í stofna er ekki þar með sagt að tegundin sé ekki stofnskipt. Mögu- legt er að sú aðferð dugi ekki til þess að greina einkenni mismunandi stofna. I þessu sambandi má benda á það að reynt var að nota sömu aðferð (breytileika í hvatbera DNA) til að skoða stofnskiptingu hrefnu í Norður-Atlantshafí, eins og Jóhann Siguijónsson segir frá í Morgunblað- inu 8. des. síðastliðinn. Þegar þess- ari aðferð var beitt, sýndi rannsókn- in engan mun milli hafsvæða þótt tilvist mismunandi stofna hafí síðar verið staðfest óyggjandi með öðrum aðferðum. Annað dæmi sem bendir til þess að aðferð Einars sé hvorki heppileg til að sýna skiptingu tegundar í stofna né í sumum tilfellum til að sýna erfðafræðilegan mun milli teg- unda, má fínna í greinum eftir vís- indamennina Dr. John C. Avis og Axel Meyer í tímaritinu Nature (Vol. 347). Greinarnar fjalla um rannsókn- ir á nokkrum tegundum ferskvatns- físka í tveimur af stóru vötnunum í Afríku nánar tiltekið í Viktoríuvatni og Malawivatni. í rannsóknum þess- um var reynt að nota ýmsar lífefna- fræðilegar aðferir til að fínna erfða- fræðilegan mun milli nokkurra físk- tegunda. Fram kom að aðferðin sem byggir á breytileika hvatbera DNA til að greina milli hópa (þ.e. sama Vilhjálmur Þorsteinsson „Kenning Einars Árna- sonar um einn þorskstofn í öllu Norður-Atlantshafi hefur ekki vísindalegan bakgrunn. Ef ekki er hægt að nota þessa aðferð hans til að greina milli mismunandi fisktegunda er ekki hægt að ætlast til þess að hún dugi til að greina milli stofna innan sömu tegundar.“ aferð og Einar byggir sínar ályktan- ir á) getur ekki sýnt erfðafræðilegan mun milli ýmissa tegunda sem próf- aðar voru, en margar þeirra eru þó mjög ólíkar bæði í útliti og lífshátt- um. Skýring þessara fræðimanna á því að tegundimar skuli vera svo lík- ar erfðafræðilega að ekki er hægt að greina þær í sundur með lífefna- fræðilegum aðferðum er merkileg ekki síst fyrir þá vísindamenn sem vilja nota aðferðir sem byggjast á lífefnafræði eða erfðafræði til að greina milli stofna. Skýring þeirra var sú að tiltölulega stutt sé síðan þessar tegundir aðskildust og ein- angruðust hvor frá annari. Ekki er vitað með vissu hve langt er síðan aðskilnaður þessara tegunda hafí orðið í þróuninni. Miðað við aldur vatnanna er það innan 200.000 ára tímabil en það er raunar ekki mjög langur tími þróunarfræðilega séð. Þetta leiðir hugann að því hversu langan tíma taki fyrir fiskstofna sem einangrast frá öðmm stofnum sömu tegundar að öðlast mismunandi ein- kenni erfðafræðilega eða í útliti, þannig að hægt sé að greina á milli þeirra. Það sem ég reyni hér að leiða rök að er sú staðreynd að stofnar geta verið það ungir þróunarfræði- lega séð að ekki sé hægt að fínna neitt varðandi erfðafræði eða útlit, sem einkenni þá frá öðrum stofnum innan sömu tegundar. Hæfíleg ein- angrun yfir hæfílega langan tíma verður hins vegar yfírleitt til þess að einhver einkenni verða sérstök með hveijum stofni. Kenning Einars Ámasonar um einn þorskstofn í öllu Norður-Atl- antshafí hefur ekki vísindalegan bak- grunn. Ef ekki er hægt að nota þessa aðferð hans til að greina milli mis- munandi físktegunda er ekki hægt að ætlast til þess að hún dugi til að greina milli stofna innan sömu teg- undar. Við getum því ekki ályktað neitt um stofngerð út frá slíkum nið- urstöðum. Rannsókir á því hvemig þorskur- inn í Norður-Atlantshafi skiptist í stofna halda að sjálfsögðu áfram. Verið er að vinna að verkefnum á Hafrannsóknastofnun sem í náinni framtíð gæti gefíð okkur nánari þekkingu á því hvemig þessu er háttað. Hér er átt við þorskmerking- ar og ýmsar líffræðilegar rannsóknir t.d. rannsóknir á hrygningu þorsks og afkomu seiða. Höfundur er fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Tilvísanir: Avis, J.C. 1990. Flocks of African fishes. Nature 347: 512-513. Einar Ámason, Snæbjörn Pálsson, Aðalgeir Arason og Villý’álmur Þorsteinsson 1992. Stofngerð þorsks (Gadus morhua) við ísland og víðar metin með breytileika i DNA orkukoma (mtDNA). Líffræðistofnun Háskólans. Rit. nr. 33, 51 bls. Einar Árnason, Snæbjöm Pálsson og Aðalgeir Arason 1992. Gene flow and lack of population differentiation in Atiantic cod Gadus morhua L., and comparison of cod from Norway and Newfoundland. Joumal of Fish Biology, 40:751-770. Meyer, A., T.D. Kocher, P. Basasibwaki, og A.C. Wiison 1990. Monophyletic origin of Lace Victoria cichlid fish suggested by mitochondrial DNA sequences. Nature 437:550-553. SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.