Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 48

Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 Forgangsröðun verkefna heilbrigðisþj ónustunnar Betri nýting á fjármunum til langframa Slys eftir Ólaf Ölafsson Kostnaður við heilbrigðisþjónustu er í stórum dráttum tvíþættur: Greiðslur fyrir læknisverk og stofn- anavistun en í öðru lagi útgjöld ríkis- ins vegna örorku, veikinda, ótíma- bærs dauða að ógleymdu atvinnu- leysi o.fl. Svo virðist sem almennt sé álitið að eina ráðið til spamaðar í heilbrigð- isþjónustunni sé niðurskurður á fjár- magni til læknisverka og sjúkrahúsa- þjónustu. Fleiri leiðir eru þó færar. Oruggasta leiðin til þess að ná betri nýtingu á fjármunum til heilbrigðis- þjónustu er að koma í veg fyrir sjúk- dóma, draga úr sjúkdómatíðni eða afleiðingum sjúkdóma t.d. með bólu- setningu, slysavömum, reykinga- vömum og endurhæfíngu o.fl. Enn- fremur að hagræða í þjónustunni. Skynsamleg og farsæl hagstjóm sem tryggir ömgga atvinnu og kemur þannig í veg fyrir langvinnt atvinnu- --^.leysi stuðlar einnig að betri heilsu og að öllu jöfnu minni aðsókn borg- ara að heilbrigðisþjónustu. Ég mun í þessari grein ræða nokkur þessara atriða og leiða rök að því að með þessum aðgerðum, má ná fram góðri nýtingu á fjármunum ríkisins ef til lengri tíma er litið. • Alvarleg mænu- og heila- sköddun einstaklingsins hefur í för með sér að meðaltali 7-9 mánaða sjúkrahúslegu og ævilanga örorku. Varlega áætlað er kostnaður 15-20 milljónir á einstakling vegna sjúkra- hjálpar og framleiðslutaps. Með bíl- beltanotkun hefur þessum slysum fækkað um 50-60%. • Alvarlegum andlitsslysum fækkaði um 70% og augnslys vegna framrúðubrots hafa horfið með lög- um um skyldunotkun bílbelta. • Framhandleggs-, herðablaða-, og viðbeinsbrotum hefur fækkað um 60-80%. • Fjöláverkum hefur fækkað um 50%. í kjölfar öflugrar fræðsluaðgerðar, sem beindist að öllum heimilum landsins og kostaði 3-4 milljónir (án stuðnings þess opinbera) tókst að fækka komum bama á slysadeild Borgarspítalans vegna slysaeitrana um 60% á árunum 1979-1987. Að vísu fækkaði innlögnum ekki eins mikið. í kjölfar árlegra slysavama- þinga Landlæknisembættisins í sam- vinnu við lögreglu, Umferðarráð, SVFÍ og síðan Slysavamaráð íslands ásamt Qölmargra annarra aðila, þar sem allar tegundir slysavarna hafa verið ræddar hafa markvissar slysa- varnaaðgerðir haft í för með sér að dauðaslysum, aðallega meðal ungs fólks, hefur í heild fækkað um helm- ing frá 1970 og erum við nú orðnir lægstir á Norðurlöndum en vorum hæstir. Dauðaslysum bama og ungl- inga hefur fækkað um 45%, þó erum við enn hæstir miðað við Norðurlönd- in. Mikill sparnaður í heilbrigðisþjon- ustu hefur hlotist af þessum aðgerð- um og lítill tilkostnaður. Hálshnykksáverkum Ijölgaði gíf- urlega eftir 1987, trúlega aðallega vegna breytinga á reglum um ör- orkubætur (Slysavamaráð íslands, Slysadeild Borgarspítalans). Bótakr- öfur á hendur vátryggingafélaga vegna hálsmeiðsla skipta hundruðum og árlegur tjónakostnaður félags- manna vegna slíkra áverka nálgast milljarð króna. Matsgerðum hjá Tryggingastofnun ríkisins fjölgaði um tæp 250% milli áranna 1987- 1990. Háar tjónabætur og mikil ör- orka er þó ekki í hlutfalli við meiðsl- in sem í allflestum tilfellum eru frek- arléttvæg, þarsem aðeins 0,5% slas- aðra þarfnast innlagnar á sjúkrahús. Ákvörðun um breytingar á reglum frá 1987 virðist því hafa verið van- hugsuð og ekki byggð á læknisfræði- legum rökum - en dýr var hún! Tryggingastofnun ríkisins og trygg- ingafélögum hefur verið bent á þetta misræmi. Nú hafa verið lagðar fram tillögur frá landlækni, Slysavarnaráði ís- lands og Umferðarráði um hjálma- notkun bama og unglinga við reið- hjólaakstur sem fækka mun alvar- legum höfuð- og heilaáverkum um 60-70% og enn fremur voru lagðar fram tillögur um heimild ráðherra til þess að setja reglugerð um loftp- úðanotkun í bifreiðum frá árinu 1995. Þessar aðgerðir gætu dregið úr alvarlegum slysum ökumanna um 20-30% (bandarískar niðurstöður). í fmmvarpi til umferðarlaga em framangreind atriði felld burt með þeim rökum að Danir hafi hafnað slíkum óskum! Án efa höfum við lært margt hagnýtt af Dönum en í slysavömum líkt og varðandi bólu- setningar og alhliða skimanir læram við lítið af þeim því að þeir búa við hæstu dánartíðni vegna umferð- arslysa á Norðurlöndum og eru yfir- leitt eftirbátar annarra Norðurlanda- þjóða í heilsuvemd. Vonandi hefst hér ekki 10 ára þóf líkt og þegar baráttan stóð um gildistöku bílbelta. Framlög til Slysavarnaráðs Is- lands og landlæknis vegna slysa- vama hafa verið skorin niður. Bólusetningar Flestir þekkja afleiðingar heila- himnubólgu, meðal annars dauða og alvarlegar heilaskemmdir. Svo virðist sem við séum á góðri leið með að útrýma sjúkdómnum. Einni tegund heilahimnubólgu (Hib) héfur verið útrýmt og vom íslendingar þar fyrst- ir í flokki vestrænna þjóða. Allur undirbúningur var kostaður af Land- læknisembættinu. Þennan góða árangur má þakka góðri skipulagn- ingu á heilsugæslustöðvum. í tvi- gang hefur faraldur Meningococc C verið stöðvaður með bólusetningu, þ.e. í Vestmannaeyjum og á Austur- landi. Fyrir tilstilli Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar og bandarísku farsóttanefndarinnar er unnið að bólusetningartilraunum varðandi Meningococc B heilahimnubólgu hér á landi. Ef vel tekst til verður unnt að koma í veg fyrir heilahimnu- bólgufaraldur í framtíðinni. Kostnað- ur hins opinbera vegna eins heil- askaddaðs bams er talinn vera um 100 milljónir króna. Tilraunakostn- aður var greiddur af WHO og Land- læknisembættinu en síðan hefur bóluefni verið keypt fyrir opinbert fé. Lungnabólgubólusetning sem get- ur veitt 60-70% vemd gegn lungna- bólgu er hafin á öllum heilsugæslu- stöðvum. Allur undirbúningur var kostnaður af Landlæknisembættinu. Nú þegar er búið að bólusetja milli 20-30% fólks 60 ára og eldra en kostnaður hvers einstaklings er 700-800 krónur og er það nokkur fjárhæð fyrir ellilífeyrisþega. Lungnabólga veldur oft innlögnum á sjúkrahús og er ein algengasta dán- arorsök eldra fólks en framleiðslutap er ómælt. Ekkert fé hefur fengist til þessara aðgerða. Erlendir aðilar vilja leggja fé til þessara aðgerða. Fjölónæmir lungnabólgusýklar. Á örfáum árum hefur tíðni fjölónæmra lungnabólgusýkla í innsendum sýn- um fjölgað úr 1% í 20%. Þetta þýðir að nú þarf að leggja börn inn á sjúkrahús vegna þessara sýkingar og getur meðferðin með „3ja kyn- slóða“ dýrum sýklalyfjum kostað allt að 100.000 kr. fyrir utan sjúkrahús- legu en hver dagur kostar 25.000 kr. Sé ekki er rétt við bmgðist nú þegar, mun kostnaður vegna inn- lagna á sjúkrahús aukast verulega á næstu árum og lungnabólgumeðferð gæti farið í svipað horf og fyrir hálfri öld. Nú er óskað eftir 1 Vi milljón króna til þess að prófa nýtt bóluefni í sam- vinnu við bandarísku heilsufræði- stofnunina. Þetta bóluefni gæti, ef vel tekst til, komið í veg fyrir þessa sýkingu. Þakkir em færðar heilbrigð- ismálaráðherra fyrir að veita fé í þessa tilraun. Rauðhundabólusetning. Fyrir 28 ámm fæddust 37 heyrnarskert börn vegna rauðhundasýkinga. Bólusetn- ing hófst 1975. Síðan hafa ekki fæðst rauðhundasködduð böm. Ómældur er sá spamaður sem af þessari að- gerð hefur hlotist. Mislinga- og hettusóttabólusetn- ing. Langt er komið útrýmingar þessara sjúkdóma eftir að bólsetn- ingar hófust. Eyðni og aðrir kynsjúkdómar. Mikil áhersla hefur verið lögð á að taka upp fræðslu um eyðni og aðra kynsjúkdóma í efstu bekkjum skyldu- náms allt frá árinu 1985. Reglulega em gefnir út fræðslubæklingar sem sendir era í skóla og á heilsugæslu- stöðvar. Allar heilsugæslustöðvar hafa verið heimsóttar, flestar tvisvar til þrisvar á tímabilinu og meðal annars rætt um eyðnivamir. Sam- kvæmt niðurstöðum embættisins er nú haldið uppi 2ja til 3ja klukku- stunda fræðslu á ári í 9. og 10. bekk m* fh lía Fjórir hamborgarar r r á 995,-hrónur {LiAJ Www* } Jarlinn Sprengisandi - Kringlunni Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Ólafur Ólafsson „Með vel rekinni heilsu- vernd er hægt að koma í veg fyrir marga alvar- lega sjúkdóma og draga úr tíðni og afleiðingum alvarlegra algengra sjúk- dóma. Það er því hag- kvæmt bæði fyrir ein- staklinga og þjóðfélagið. Hingað til hafa allir haft jafnan rétt til þessarar þjónustu og er það mikil- vægt. Við megum ekki hverfa frá þeirri stefnu.“ (83%). Um fræðsluna sjá kennarar, skólahjúkrunarfræðingar og læknar. Fræðslu til annarra aldurshópa hefur einnig verið haldið uppi. Á tímabilinu 1970-1980 jókst tíðni lekanda um ^100% en sýfilis um 400% á 100.000 íbúa. Eftir 1985 hefur tíðni lekanda lækkað um 75% en tíðni sýfilis stað- ið að mestu í stað. Sjálfsagt má rekja hæga útbreiðslu alnæmis á íslandi, í samanburði við önnur lönd í Evr- ópu, að verulegu leyti til þessarar starfsemi. Góðar fjárveitingar hafa fengist frá Alþingi til eyðnivarna. Breytingar á berklaprófum og sýfilisprófum. í samvinnu við berklayfírlækni hefur berklaprófum skólabama verið fækkað vemlega. Enn fremur lögð niður sýfilispróf á blóðgjöfum. Nokkur sparnaður hefur hlotist af þessum aðgerðum. Meðfæddur vanskapnaður Árið 1981 var haldinn samráðs- fundur með heilbrigðisstarfsfólki. Þá var mælt með því að gefa þunguðum konum á 17.-18. viku og 36. viku kost á ómskoðun. Síðan kom í ljós að ísland var fyrst af Norðurlöndun- um til þess að taka upp þessa skoð- un. Við athugun hefur komið í ljós að börnum með heilaleysu og hrygg- rauf (klofín máena) hefur fækkað um helming á ámnum 1977-1981 og 1982-1986. Fóstureyðingar Með reglulegu millibili frá 1976 hefur Landlæknisembættið gefíð út fræðslubæklinga um getnaðarvarnir. Athyglisvert er að heildartíðni fóst- ureyðinga á 1.000 fæðingar hefur fækkað allt frá 1980-1985 ogmeðan 15-19 ára frá 1987. Fóstureyðingarpillan RU 486. Landlæknir gerði tillögu til Kvenna- deildar Landspítalans um að taka upp notkun þessa lyfs. Vemlegur spamaður getur hlotist af, þvl að aðeins 10% af konum er gangast undir fóstureyðingu með notkun pill- unnar þurfa á innlögn á sjúkrahús að halda. Deildin mun taka upp þessa aðferð eftir áramótin 1992-1993. Glákublinda Fyrir um 40 ámm var tíðni gláku- blindu einna hæst á íslandi miðað við Evrópulönd. Nú er tíðnin lægst á íslandi. Vel skipulögð augnlækna- þjónusta og skimun fyrir háum augn- þrýstingi eem hófst með stofnun Hjartavemdar hefur borið ríkulegan árangur varðandi fækkun örorku vegna blindu. Erfðaráðgjöf við mongolisma Nú er unnt að greina um 30% þessara barna í fósturlífí og þvi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.