Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 49 hægt að gefa móður kost á fóstur- eyðingu. Þróuð hefur verið aðferð til þess að greina allt að 70% þessara bama í fósturlífi. Nú er beðið um 5-6 milljónir króna til þessara að- gerða. Hagfræðistofnun Háskólans vinnur nú í samvinnu við Landlækn- isembættið að úttekt á þeim sparn- aði er af þessu hlýst en hann er veru- legur. Vitaskuld verður slík aðgerð algjörlega á valdi foreldra. Krabbamein Leghálskrabbamein. Engin efast nú um að regluleg skimum hefur borið gífurlegan árangur. Ristilkrabbamein. Ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið hér á landi. Ættingjum þeirra er fengið hafa ristilkrabbamein er margfalt hættara við þessum sjúk- dómi. Með reglulegri skimun er unnt að koma í veg fyrir að svo verði. Þesi skimun nær til 8 heilsugæslu- stöðva, þ.e. í Hafnarfirði, Garðabæ, Selfossi, Akureyri, Dalvík, Ólafsfírði, Húsavík og Egilsstöðum. Starfinu er stjómað frá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, FSA, Krabbameinsfé- lagi íslands og Landlæknisembætt- inu. Brjóstakrabbamein. íslendingar voru fyrstir þjóða að hefja skimun á þessum sjúkdómi og hefur þegar náðst góður árangur. Niðurstöður 3ja víðtækra rannsókna í Skandin- avíu og á Englandi eru að 5-8 árum eftir að skimun hófst er dánartíðni skimaðra allt að helmingi lægri en kvenna sem ekki vom skimaðar. Nokkuð hefur verið deilt um þá stefnu að konur 40-50 ára séu þát- takendur í slíkri skimun. Einnig virð- ist dánartíðni skimaðra kvenna 40-49 ára lægri en þeirra er ekki vom skimaðar eða um 13% en mun- urinn var ekki tölfræðilega marktæk- ur. Að 45 ára kona fellur ekki frá börnum og heimili í blóma Iífsins - svo að ekki sé rætt um þjáninguna - hlýtur þó að mega skrá sem samfé- lagslegan ávinning. Samkvæmt sænsku rannsókninni lækkaði tíðni dauðsfalla 50-69 ára skimaðra kvenna um 30%. Neikvæðar niður- stöður bámst úr kandadískri rann- sókn en sú rannsókn var illa hönnuð og koma niðurstöður ekki á óvart. Þess hefur ekki verið nægilega vel getið að konur greinast nú mun fyrr en áður með bijóstakrabbamein (á lægri stigum) og minni aðgerða er þörf. Hjarta- og æðasjúkdómar Samkvæmt Monica-rannókn Hjartavemdar hefur nýgengi og dán- artíðni kransæðasjúkdóms lækkað um 20% eftir 1980. Ennfremur hefur dánartíðni vegna heilablóðfalls lækk- að verulega. Þessi árangur hefur aðallega náðst vegna fræðslu um áhættuþætti, þ.e. reykingar, matar- æði og líkamsæfingar en auk þess kemur til bætt læknisþjónusta. Rekja má upphaf þessarar fræðslu til stofn- unar Hjartaverndar. Reykinganámskeið í samvinnu við Þorstein Blöndal berklayfirlækni stóð Landlæknis- embættið fyrir reykinganámskeiðum á 15 heilsugæslustöðvum á áranum 1987-1989. Árangur var að mörgu leyti viðunandi. Skortur á fé hefur nokkuð hamlað frekari framgangi málsins. Á árinu 1993 verður unnið að víðtækari reykingavamanám- skeiðum og óskað eftir stuðningi Tóbaksvarnanefndar. Reynt verður að hafa meiri samvinnu við kennara á hinum ýmsu stöðum. Auka þarf mjög fé til tóbaksvarna og tengja starfsemina meira þeim aðilum er fylgjast með sjúkdómatíðni í landinu. Ómælt fé fer nú til með- ferðar vegna reykingarsjúkdóma og örorku vegna þessara sjúkdóma. Það er góð fjárfesting til lengri tíma að veita fé í reykingavarnanámskeið. Endurhæfing Að hjálpa fólki til sjálfshjálpar Það er rangt að skera niður fé til endurhæfíngar. Góð endurhæfing dregur úr leit fólks til heilbrigðisþjón- ustunnar. Fólk kemur fyrr til starfa, einnig dregur endurhæfing úr þörf fyrir aðstoð og örorku sem er dýr- keypt oe kostar bióðfélacrið milljarða á ári hveiju. Athyglisvert er að við athugun á ferli kransæðasjúklinga er leituðu til Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar á ámnum 1974-1976 kom í Ijós að yfir 75% þeirra starfa lengur en 40 klukkustundir eða leng- ur á viku í aðalvinnu. Félagar þeirra í nágrannalöndum komast ekki með tæmar þar sem þessir menn hafa hælana. Þetta er ágætt svar til þeirra er hamra á því að þessir „fyrrver- andi“ sjúklingar liggi í hægu fleti á kostnað þess opinbera! Hveijum skal hjálpað til sjálfshjálpar ef ekki þess- um aðilum? Vitaskuld á að efla sem mest endurhæfmgu og koma upp góðum endurhæfingarstöðvum úti um allt land. Ég hef ítrekað við stærstu heilsugæslustöðvarnar úti á landi að svo verði gert. Kristneshæli hefur verið mikið í fréttum. Það er þversögn að draga úr endurhæfíng- arstarfsemi þar. En vissulega má hkgræða rekstrinum. Það á að breyta reglum um örorkuvottorð á þann veg að læknum sé jafnframt skylt að leggja fram áætlun um endurhæf- ingu. Undirritaður hefur ítrekað skrifað Tryggingastofnun ríkisins um þetta mál. Hvers vegna er fleira ungt fólk örorkuþegar hér á landi en í nágrannalöndunum? Er kominn tími til að velja fólk með kunnáttu í endur- hæfíngu, til þess að sjá um þessi mál. Reglulegar íþrótta- og líkamsæfingar Rannsóknastöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína 1967. Samfara starfí Hjartavemdar hófst mikill fræðsluá- róður gegn áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma en trimmherferðir ÍSI hófust' 1970. Samkvæmt niðurstöð- um hóprannsókna Hjartavemdar jókst tíðni reglulegra líkamsæfinga yfír 50% meðal karla og kvenna á tímabilinu 1967-1984 (marktæk aukning). Heimahjálp og heimahjúkrun Núverandi heilbrigðisráðherra er fyrstur til að skilja þýðingu þess að við íslendingar emm aðeins hálf- drættingar á við nágrannaþjóðir varðandi heimaaðstoð við aldraða. Fullyrða má að í dag er vemlegur hópur eldra fólks á stofnunum vegna þess að heimaaðstoð hefur ekki verið valkostur. Verra er öryggisleysi gamals fólks í heimahúsum hrekur það inn á stofnanir. Þar af leiðandi fá jafnvel hjúkmnarsjúklingar ekki pláss eftir þörfum. Enn er því málum þannig háttað að veríð er að reisa öldrunarstofnanir þó að t.d. íReykja- vík séu 100 rúm auð á deildaskiptum sjúkrahúsum. Jafnvel þó að við höf- um á að skipa til muna fleiri stofn- anaplássum en nágrannaþjóðirnar. Að öllu jöfnu kostar heimaaðstoð ‘A á einstakling af því sem stofnana- þjónusta kostar. Hér er hægt að hagræða án niðurskurðar. Sjálfsagt þarf að auka gæði heimaþjónustunn- ar. Rekstur spítala og annarra sjúkrastofnana Fimm daga deildir virðast hafa gjörbreytt afkastagetu sjúkrahúsa. Þesar deildir em nú loksins reknar á allflestum deildaskiptum sjúkra- húsum þó að læknar hafí bmgðist nokkuð seint við og nú saxast mjög á biðlista. Flestar minniháttar að- gerðir hafa flust út fyrir sjúkrahús- veggina. Legutími vegna gall-, nýrnasteina- og blöðmhálskirtlaað- gerða hefur styst um vikur vegna nýtískulegra aðferða. Magasársað- gerðum, sem áður vom einna algeng- ustu aðgerðimar, hefur fækkað gíf- urlega vegna bættrar lyfjameðferð- ar. I nágrannalöndunum hafa svipað- ar aðgerðir meðal annars valdið því að 20-30% rúm á deildaskiptum sjúkrahúsum standa auð og að kostn- aður við sjúkrahúsrekstur hefur lækkað um 10-15%. Betri nýting á fjármunum hefur náðst með hagræð- ingu en án niðurskurðar. Trúlega verður sama þróunin hér. Ofnotkun róandi-, svefn- og eftirritunarskyldra lyfja Á árunum 1968-1975 vargífurleg notkun eftirritunarskyldra lyfja. A skrá Landlæknisembættisins vom t.d. yfir 2.000 manns er neyttu af- metamíns í meira eða minna mæli. Eftir hertar aðgerðir, m.a. með út- gáfu „sérstaks leyfís" 1976, fækkaði neytendum svo að nú neyta aðeins um 30 einstaklingar afmetamíns en 30 narolepsi börn fá þetta lyf. Me- bunalnatri töflur voru mikið notaðar en era nú að mestu horfnar. Neysla róandi- og svefnlyfja var mikil og mest á Norðurlöndum eða um 116 dagskammtar á 100 íbúa árið 1976. Með fræðslu og öðmm aðgerðum hefur neyslan minnkað um 25% þrátt fyrir að streita hafí aukist meðal fólks (Hóprannsókn Hjartavemdar). Trúlega hefur af þessu hlotist nokkur samfélagslegur spamaður. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af landsframleiðslu fer lækkandi Utgjöld hins opinbera virðast hafa náð hámarki 1988, þ.e. 7,47% af vergri landsframleiðslu en síðan hefur kostnaður farið lækkandi og er nú 7,14% (staðvirt útgjöld). Kostnaður við sjúkrahús var 4,36% 1988 en er nú 3,79% af vergri landsframleiðslu. Lægri hefur kostn- aðurinn ekki verið síðan 1985. Lyf og hjálpartæki. Lyfjakostn- aður var 1990 0,91% en 1991 0,84%. Kostnaður við heilsugæsluþjón- ustu, öldmnarlækningar og endur- hæfíngu hefur aukist (sjá töflu). Stjórnunarkostnaður er 0,35%. Upplýsingar frá Jóhanni Bjorgvinssyni, Þjóðhagsstofnun. Vissulega hefur því náðst góður árangur varð- andi betri nýtingu Qármuna og koma þar til verulegar framfarir í læknisfræði, betra skipu- lag og aukið aðhald. Lokaorð Með vel rekinni heilsuvemd er hægt að koma íveg fyrir marga al- varlega sjúkdóma og draga úr tíðni og afleiðingum alvarlegra algengra sjúkdóma. Það er því hagkvæmt bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélag- ið. Hingað til hafa allir haft jafnan rétt til þessarar þjónustu og er það mikilvægt. Við megum ekki hverfa frá þeirri stefnu. Höfundur er landlæknir. Kymiing á Bosch heimilistœkjurw í Has.tzuum^^mglunnr Hjjf laugardaginn 19. og sunnuuaginn 20. aesemtxe gœöi úrval þjónusta ■ 1 6Í JjM já
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.