Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 1990 Neyðartilvik 9.9% 129 Vélarbilanir 36.3% 104 Háskieða yfirvofandi háski 29.3% 9 Hafvillur 2.5% Læknisaðstoð 22.0% SAMTALS 355 TILVIK. með frönskum og sósu =99 - uw Mrlinn Neyðar- og öryggisþj ónusta strandstöðva Pósts og síma eftirLárus Jóhannsson SKIPTING NEYÐARTILVIKA OG HJÁLPARBEEÐNA. AFGREITT UM STRANDARSTÖÐVAR PÓSTS OG SÍMA 1990 OG 1991. Skipaþjónusta. . Jóla- prennan Skemmtileg í SKÓINN kjörin með JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. Allir landsmenn kannast við til- kynningar í Ríkisútvarpinu til báta og skipa, sem láðst hefur að til- kynna sig á tilskyldum tíma, um að tilkynna sig til næstu strand- stöðvar Landsíma íslands strax“. Strandstöðvar Pósts og síma eru: Reykjavík Radio/TFA, ísafjörður Radio/TFZ, Siglufjörður Rad- io/TFX, Nes Radio/TFM (fjarstýrt frá Reykjavík Radio), Hornafjörður Radio/TFT og Vestmannaeyjar Radio/TFV. Strandstöðin kemur slíkum til- kynningum um ferðir skipa og báta til aðalstöðva Tilkynningaskyld- unnar, sem staðsett er í annarri björgunarmiðstöð landsins (RCC) og rekin er af SVFÍ. Hin björgun- armiðstöðin er rekin af Landhelgis- gæslunni og eru þær báðar með þjónustutíma allan sólarhringinn, eins og strandstöðvarnar. Ekki er víst að allir landsmenn, fyrir utan sjófarendur, geri sér grein fyrir að öðru leyti en að ofan greinir, hvert er hlutverk eða hvaða starfsemi fer fram á strandstöðvum Pósts og síma. Forgangsverksvið hjá strand- stöðvum Pósts og síma auk al- mennrar símtala- og skeytaaf- greiðslu við sæfarendur er örygg- is-, háska- og neyðarþjónusta í formi hlustvörslu allan sólarhring- inn á kall- og neyðartíðnum, auk aðailjarskiptarása stöðvanna. Komi til neyðar- og háskafjarskipta við skip stjómar viðkomandi strand- stöð þeim fjarskiptum og verða all- ir þeir aðilar, sem taka þátt í þeim að lúta fyrirmælum strandstöðvar- innar varðandi fjarskipin. Eftir að beiðni um aðstoð berst stöðinni, er henni komið eins fljótt og auðið er til viðkomandi björgunarmiðstöðv- ar. Öll fjarskipti við skip, til og frá björgunarmiðstöðinni fara síðan um viðkomandi strandstöð, nema í ein- staka tilfellum þegar björgunar- sveit er komin á vettvang. Auk þeirra atriða, sem að ofan er getið sinna strandstöðvarnar margvíslegri annarri öryggisþjón- ustu, eins og fram kemur hér á eftir. Reykjavík Radio sendir út veður- spár til skipa um talsenda bæði á íslensku og ensku, fjórum sinnum á sólarhring. Auk þess eru veður- fregnir lesnar frá Veðurstofu um sendi stöðvarinnar á 1650 kHz á hverri nóttu kl. 4.30. Veðurspár eru einnig lesnar frá hinum strand- stöðvunum tvisvar til fjórum sinn- um á sólarhring. Þar fyrir utan eru sendar út stormaðvaranir frá stöðv- unum um leið og þær berast. Allar stöðvarnar senda þar að auki út viðvaranir (Securité) til skipa um hættuleg fyrirbæri í sjónum, t.d. skipsflök, reköld, bilaða vita, bauj- ur, sem hafa færst úr stað, bilun í Loran-sendingum, borgarísjaka o.s.frv. Auk framangreinds annast Reykjavík Radio svonefndar NAV- TEX útsendingar. Um er að ræða reglubundnar útsendingar á veð- urspám og ýmsum viðvörunum og tilkynningum til skipa. Um borð í skipunum er viðtaka á útsendingum þessum sjálfvirk, með sambyggðu viðtæki og prentara, sem ekki er stærra en lítið símtæki. Notuð er tíðnin 518 kHz og eru útsendingar á ensku. Reykjavík Radio er hluti af keðju strandstöðva við Atlants- haf, sem senda út NAVTEX aðvar- anir. Flest skip eiga að geta tekið við NAVTEX sendingum frá og með ágúst á næsta ári. NAVTEX útsendingar verða einnig heimilaðar á þjóðtungum viðkomandi landa. Einn ónefndur en mikilvægur þáttur strandstöðvanna (Reykjavík Radio) er viðtaka og dreifing til björgunarmiðstöðva innanlands og „Þótt farsíminn geti verið þægilegnr innan síns útbreiðslusvæðis er farsíminn „bara sími“, sem gefur samband á milli tveggja aðila, án þess að aðrar farstöðv- ar nær eða fjser hafi nokkra vitneskju þar um.“ skipa, á svonefndum COSPAS/ SARSAT skeytum, en það eru upp- lýsingar frá neyðar-radíóbaujum, sem senda um gervihnetti á pólferl- um til fýrirfram ákveðinna jarð- stöðva, sem svo dreifa þeim til ann- arra eftir því sem við á, með tilliti til staðsetningar viðkomandi neyð- arbauja. Hér er tekið við COSP- AS/SARSAT skeytum frá jarðstöð í Noregi. Reykjavík Radio er eina strand- stöðin hér á landi, sem heldur uppi vaktþjónustu og annast fjarskipti á morse, en vegna aukinnar tækni og fullkomnari tækjabúnaðar, hefur dregið mjög úr morse-fjarskiptum. Þetta er þróun, sem hefur átt sér stað á undanförnum árum um allan heim. Gert er ráð fýrir að morse- fjarskipti leggist af um næstu alda- mót þegar nýtt alheims neyðar- og öryggiskerfi hefur að fullu verið tekið í notkun. Þegar langbylgjuloftnet Ríkisút- varpsins á Vatnsendahæð féll niður fýrir tveimur árum, gerði fólk sér ljóst, hvílíkur öryggisþáttur Útvarp Reykjavík á 207 kHz er fyrir þjóð- Reykhólar Einangruð byggð í fjötr- um vetrar Midhúsum. SÍÐASTA rúta kom í Reykhóla á föstudagskvöld og er hér enn því að samgöngulaust er við byggðina. Hægt er að komast inn á Króksfjarðarnes en Gilsfjörð- urinn er ófær. Öll læknisþjónusta kemur frá Búðardal en það hefur ekki komið að sök ennþá því starfandi eru á Reykhólum tveir hjúkrunarfræðing- ar, annar er héraðshjúkrunarfræð- ingur og hinn starfar á Dvalarheim- ili aldraðra á Reykhólum sem jafn- framt er hjúkrunarheimili. Hins vegar getur margt komið upp á þar sem þörf yrði á lækni. - Sveinn. ina, því að FM-stöðvar RÚV ná ekki yfir nema hluta af útbreiðslu- sviði langbylgjusendisins. Dagskrá RÚV var því send út allan sólar- hringinn með þremur stuttbylgju- sendum Reykjavíkur Radios á með- an langbylgjusendingamar lágu niðri. Tókst þannig að viðhalda að mestu þeim öryggisþætti, sem Rík- isútvarpið er sjófarendum. Um árabil hefur fjarskiptaþjón- ustan við bifreiðar verið starfrækt hjá Reykjavikur Radio undir kall- heitinu „Gufunesradio“. Þessi þjón- usta hefur farið fram á millibylgju, en með tilkomu sjálfvirka farsímans hefur eðlilega dregið mjög úr henni. Bílaradíóið, eins og það er kallað, er þó enn mikilvægur hlekkur í fjar- skiptakerfi landsins, því það þjónar bílum um allt landið, eins og komið hefur í ljós við leitar- og björgunar- störf á landi. Notaður er fjarstýri- búnaður senda- og viðtækjabúnaðar á alls sjö stöðum, vítt og breitt um landið. Mikilvægi þessarar þjónustu fer þó hratt minnkandi með stöð- ugri fjölgun móðurstöðva far- símans. Það skal áréttað til sjófarenda o.fl. að þótt farsíminn geti verið þægilegur innan síns útbreiðslu- svæðis er farsíminn „bara sími“, sem gefur samband á milli tveggja aðila, án þess að aðrar farstöðvar nær eða fjær hafi nokkra vitneskju þar um. Farsíminn getur því aldrei orðið aðalöryggistæki skipa og báta. Þar gegnir talstöðin því hlut- verki og er tíð notkun hennar því mikilvæg skipstjórnarmönnum, til að tryggja fumlausa notkun hennar þegar á reynir, eins og í öryggis-, háska- og neyðartilfellum. I þessu sambandi er sérstaklega áríðandi að skipin temji sér notkun talstöðv- arinnar til að tilkynna sig til Til- kynningarskyldunnar, enda til þess ætlast af björgunaraðilum. Með þessari grein fylgir skífurit og tafla yfir fjölda og skiptingu neyðartilvika og hjálparbeiðna á árunum 1990 og 1991, sem af- greiddar voru um strandstövarnar. Skipting tilvika: Árið 1990 1991 Neyðartilvik 35 31 Háski/yfirv.háski 104 75 Læknisaðstoð 78 69 Hafvillur 9 7 Vélarbilanir 129 117 Samtals 355 299 Af framanrituðu sést, að hlusta- varsla og fjarskipti strandstöðv- anna er mikilvægur þáttur í örygg- ismálum landsmanna. Þeirra er þó sjaldan getið þegar fjallað er um þessi mál í fjölmiðlum. Höfundur er eftirlitsmnður við fjarskiptastöðina í Gufunesi. 1991 31 Neyöartilvik 10.4% SAMTALS 299 TILVIK. 117 Vélarbilanir 39.1% 75 Háski eða yfirvofandi háski 25.1% 7 Hafvillur 2.3% Læknisaðstoð 23.1% ...alltafþegar það er betra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.