Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 55

Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992 55 Yarði doktorsrit- gerð við Sorbonne í júnímánuði síðastliðnum varði Torfi H. Tulinius, lektor í frönsku við Háskóla íslands, doktorsrit- gerð við Université Paris IV — Sorbonne. Ritgerðin heitir „Efni- viðurinn úr norðri“; fornaldarsög- ur Norðurlanda og skáldskapur í íslenskum bókmenntum í óbundnu máli frá 13. öld og var unnin und- ir leiðsögn Régis Boyer, prófess- ors í norrænum fræðum við Sor- bonne-háskóla í París. Heitið „Efniviðurinn úr norðri“ vísar til flokkunar sem gerð var undir lok tólftu aldar á frönskum frásagnarskáldskap sem þá var nýlega farið að festa á bókfell. Frá- sögnum þessum var skipt í þrjá flokka eftir því hvort söguhetjurnar voru franskar, keltneskar eða forn- rómverskar. Allur þessi skáldskap- ur varð til þegar vopnaður aðall á tólftu öld fer að tileinka sér menn- ingarform kirkjunnar til að smíða eigin menningu og með henni sjálfs- mynd. Tilgátan sem sett er fram í ritgerðinni er sú að fornaldarsögur Norðurlanda komi fram á íslandi undir lok tólftu aldar eða í upphafi hinnar þrettándu þegar íslensk goðastétt er að breytast í stétt höfð- ingja sem sækir menningarlega fyr- irmynd til norsks aðals, sem sjálfur sækir fyrirmyndir til aðals sunnar í álfunni. Á sama hátt og franskir höfundar á tólftu öld smíðuðu frá- sagnir um kappa þeirrar fortíðar sem frönskum aðli stóðu næstir — rómverskrar, keltneskrar auk fran- skrar — unnu íslenskir höfundar úr fornum kvæðum og frásögnum um fortíð norrænna þjóða og bjuggu til það form sem við köllum nú fornaldarsögur Norðurlanda. Þessar sögur væru því sjálfstæð útfærsla íslendinga á bókmennta- tísku sem breiddist út um alla Evr- ópu á þrettándu öld. Tilgáta þessi er studd með ýms- um hætti. Farið er yfir eldri kenn- ingar um tilurð fornaldarsagna og sýnt hvernig fomaldarsögurnar kunna að hafa sprottið úr samhliða þróun konungasagnaritunar annars vegar og hetjukvæða hins vegar. Á ofanverðri tólftu öld og öndverðri þrettándu öld fara höfundar kon- ungasagna að reyna að skrá sögur æ eldri konunga. Heimildir þeirra eru ótraustar og þeir verða að not- ast við hetjukvæði sem eru nær goðsögunni en sögunni. Á hinn bóg- inn má greina á sama tíma þróun hetjukvæða sem verða fyrir áhrifum frá suðrænni hirðmenningu en auk þess eru í handritum hetjukvæða gjaman kaflar í óbundnu máli þar sem ýmsum atvikum sem tengjast kvæðinu er lýst. Skrefið í átt að fomaldarsögunni er stutt þar sem elstu sögur í þeim flokki einkennast af því að blandað er saman lausu máli og kveðskap í edduháttum. Líklegt má telja að skref hafí verið stigið í síðasta lagi á fyrsta þriðj- ungi þrettándu aldar. Örðugt er að sanna það en í ritgerðinni er sýnt að líklegt sé að höfundur Egils sögu Skalla-Grímssonar, sem talin er frá því um 1230, hafí þekkt fornaldar- söguna Hervarar sögu og Heiðreks. Tilgátan er rökstudd enn frekar með nákvæmri rannsókn á sex fom- aldarsögum sem líklegt má telja að séu frá þrettándu öld. Greining á þeim leiðir í ljós að þó þær gerist í fjarlægri fortíð þá íjalla þær um veruleika þrettándu aldar og oftar en ekki um þá breytingu á samfé- laginu sem fylgir aðlögun íslenskrar höfðingjastéttar að evrópskri hirð- menningu. Aðferðin sem notuð er til að greina sögurnar byggist á goðsagnagreiningu mannfræðings- ins Claude Sévi-Strauss. Helsta kennisetning hans er að frásagnir sem tiltekin menning elur af sér hljóti að endurspegla gildi hennar og samfélagsskipan en einnig þær mótsagnir sem búa í henni, því það eru einmitt gildin og áhyggjuefnin sem stjórna því hvað er frásagnar- vert. Seinni hluti ritgerðarinnar er til- raun til að beita sömu aðferð á Dr. Torfi H. Tulinius Egils sögu Skalla-Grímssonar. Eins og fornaldarsögurnar er hún skoðuð fyrst og fremst sem heimild um þrettándu öldina. Bygging hennar er könnuð nákvæmlega og skoðuð í víðara samhengi íslenskra og evr- ópskra samtímabókmennta, en þannig er reynt að komast að því um hvað sagan fjallar og þar með að skýra hvers vegna slíkt verk var samið, en það er einstakt í bók- menntasögunni hvort sem miðað er við önnur verk sem samin voru á íslandi á sama tíma eða annars staðar í Evrópu á miðöldum. í dómnefndinni um ritgerðina áttu sæti, auk Régis Boyer, Her- mann Pálsson, prófesson emeritus í norrænum fræðum við Edinborg- arháskóla, Jean Renaud, prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Caen í Normandí, og Michel Zink, prófessor í frönskum bókmenntum við Sorbonne. Torfi er kvæntur Guðbjörgu Vil- hjálmsdóttur, kennslustjóra í náms- ráðgjöf við Háskóla íslands, og eiga þau tvö börn. Foreldrar hans eru Hrafn Tulinius prófessor og Helga Brynjólfsdóttir tónlistarkennari. A TILBOÐSVERÐI FLOT- VINNUGALLAR með sjótöskum Seljum nokkurt magn af MULLION/66°N flotvinnugöllum með sjótöskum á tilboðsverði næstu daga. 66‘N EZOOSDEQCKBH SKÚLAGÖTU 51 REYKJAVÍK SÍMI 91-11520 PHILIPS farsíminn. Ný og glæsileg hönnun sem fer vel allsstaðar.Þú getur treyst Philips. Premier símsvari, þægilegt tæki sem auðvelt er að tengja við hefðbundna síma. CD ROM, Skemmtilegt viðbótartæki við PC tölvur fyrir böm jafnt sem fullorðna Ótæmandi upplýsingabanki á geisladiski. LASER tölva 486 DX/33 ■ Lággeisla skjár ■ 4 MB minni ■ 107 MB diskur ■ Lyklaborð og mús - MS-DOS, MS-Windows ■ MS-Works PC-tools PC Sound system Gefur tölvunni fullkominn hljóm, búnaöur sem gefur tölvuleikjunui meira líf. HP Desk Jet 500, hágæða 300 punkta bleksprautuprentari. Tækni&tölvudeild Heimilistæki hf Aöeins kr. Aðeins kr. stgr m/vsk 1 r ' Aftpin1? kr \ ®É9< M stg )0 r IsS m L SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.