Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 57
ísland upp á gátt, fyrir þessum
morðóða múg? Þið ætlið að gera
leiðina sem greiðasta fyrir hryðju-
verkamenn og fleiri upprennandi
ofbeldisseggi, sem einskis svífast
og depla ekki auga þótt myrt sé
blásaklaust fólk, aðeins vegna þess
að það er ekki af réttum kynþætti?
Eruð þið virkilega steinblindir á
allt nema peninga? Samt vitið þið
að öll heimsins auðæfi megna ekki
að færa ykkur eða öðrum, ham-
ingju og sálarró, þvert á móti
áhyggjurnar aukast og hlið Himna-
ríkis síga jafnt og þétt að stöfum
í réttu hlutfalli við efnislegan gróða
„aukinn hagvöxt" og allt þetta
stagl, og að lokum verður Gullna
hliðinu skellt aftur við nefið á ykk-
ur með háum dynk, Sankti Pétur
hýsir ekki fólk sem hugsar aðeins
um peninga og meiri peninga, en
skeytir ekkert um hag fólks —
manneskjuna. Þið hugsið í milljón-
um og milljörðum ekki til að bæta
fátækum kjör, ónei — þið eyðið og
sóið fé í vitleysu, óþarfa og hégóma
ykkur sjálfum til dýrðar. Þið leggið
kolrangar áherslur. Peningar eru
ekki til þess ætlaðir að við fórnum
öllu fýrir þá, frelsi, föðurlandi,
mannorði og sálarró. Peningar eru
til þess að við getum varðveitt allt
þetta og stuðlað að velferð almenn-
ings og þá á ég við sæmilega af-
komu fjárhagslega án óhófs og
andlegt jafnvægi.
Þið stefnið í þveröfuga átt, þar
sem við blasir ringulreið og sukk í
peningamálum, óöryggi og vansæld
ásamt vaxandi fátækt í þess orðs
fyllstu merkingu. Ég hef ekki trú
á að aðild að EES og EB, bæti þar
um. Þið vitið ekki hve mikla fjár-
muni þið verðið að greiða til allra
þessara sambanda, sem þið eru svo
óðir í að ánetjast. Þið vitið ekki
hvort það verður eftir fiskur í sjón-
um til að selja tollfijálst, eftir fá
ár? Þið vitið örugglega ekki hvað
það er búið að kosta þjóðarbúið,
allar ykkar ferðir og setur úti í lönd-
þröngva okkur inn í EES og svo
EB. Þannig mun fullvinnsla sjávar-
afurða í landi smám saman leggjast
af og sá hluti fiskvinnslunnar sem
getur farið fram úti á sjó mun flytj-
ast þangað. Afleiðingin mun svo
verða almennt fjöldaatvinnuleysi
fiskvinnslufólks, fólksflótti og bú-
seturöskun og aðrar hörmungar.
Fjöldi sjávarplássa mun leggjast af
og fjöldi fólks fara á vergang eins
og á fyrri öldum. Hrun fiskvinnsl-
unnar mun hafa mjög kveðjuverk-
andi áhrif um allt þjóðfélagið sem
mun m.a. koma fram í miklum sam-
drætti í þjónustugreinum, m.a. á
höfuðborgarsvæðinu, en atvinnu-
leysi verður síst minna þar. Endan-
leg afleiðing þessa mun væntanlega
verða ríkis- og þjóðargjaldþrot eins
og nú í Færeyjum.
Hvað liggur að baki?: Hvers
vegna stefnir ríkisstjórnin lands-
mönnum að því er virðist leynt eða
ljóst í þennan voða? Það er ekki
gott að segja, en það er ljóst að
það eru ekki hagsmunir íslensku
þjóðarinnar sem ráða mestu um
stefnuna á þeim bæ. Hverra hags-
munir þá? Sá orðrómur er uppi að
forsvarsmenn Alþýðuflokksins eigi
von á fjárhagslegum stuðningi frá
þýskum krötum ef þeir komi íslend-
ingum inn í EB, en eins og er kunn-
ugt er fjárhagsleg staða Alþýðu-
flokksins slæm og um líf eða dauða
fyrir hann að tefla að fá fjárhags-
legan stuðning einhvers staðar frá.
Vandamálið er að það er erfitt að
trúa því að forsvarsmenn nokkurs
íslensks stjórnmálaflokks geti feng-
ið sig til að fórna lífshagsmunum
íslensku þjóðarinnar á altari flokks-
legra hagsmuna. Atburðir síðastlið-
ins eins og hálfs árs fá mann þó
til að gruna hið versta. Sama er
um Sjálfstæðisflokkinn, þ.e. erfitt
er að sjá hvaða hag fjölskyldumar
fjórtán ættu að sjá sér í þessu, en
sagan sýnir að sannleikurinn er oft
lygilegri en lygin hver svo sem hann
er í þessu tiltekna máli. Eitt er víst,
eins og áður er komið fram, að
hvað svo sem ræður gerðum núver-
andi valdhafa eru það ekki hags-
munir íslensku þjóðarinnar.
Höfundur er nemi í
stjórnm&lafræði.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
57
um í þeim tilgangi að selja landið
rækilega? Skyldu þær upphæðir líka
vera „bara smáræði sem engan
munar um“, eins og viðkvæðið er
þegar ríkisstjórnin eyðir milljónum
og milljörðum til engrar farsældar
fýrir land og þjóð?
Hvað gera Islendingar þegar þeir
eru búnir að gerast aðilar að hern-
aðarbandalagi V-Evrópuþjóða, ef
allt fer í bál og brand í Evrópu, sem
allt útlit er fyrir að eins geti orðið?
Ætla Jón Baldvin og Davíð að
vígbúast? Og í lokin: Hvar er lýð-
ræðið og frelsið ef þjóðinni er neit-
að um að velja um hvort hér verði
eftirleiðis fijáls þjóð í ftjálsu landi
eða þjóð hneppt í ánauð valdasjúkra
manna út í löndum? Hvað hefur
orðið af metnaði og gorgeir íslend-
inga, sem aldrei hafa þolað yfirráð
eða aga af neinu tagi? Er það sam-
boðið þjóð sem frá því land byggð-
ist, hefur álitið sig gáfuðustu og
best menntuðu bókaþjóð í heimi að
leggjast svo lágt að skríða hundflöt
fyrir stórþjóðum Evrópu, aðeins
vegna þess að nokkrar krónur eru
í boði? Og til hvers höfum við stjóm-
arskrá, ef að það má þverbijóta
hana þegar hentar misvitrum
stjórnmálamönnum?
Eða þurfum við nokkra stjórnar-
skrá eftir að „allt vald er mér gef-
ið“ frá Brussel? og það sem liggur
i augum uppi, við höfum heldur
engin not fyrir Jón og Davíð, þing-
ið og Báknið yfirleitt, við getum
„sagt þeim upp vinnunni". Að þeirra
tilstuðlan, ef áfram er haldið á sömu
braut — verða Islendingar að beygja
sig undir ofurvald ráðamanna í
Brussel. Emð þið alveg vissir um
að það verði eins ljúft og þið haldið
og eruð þið alveg vissir um að fá
fleiri krónur en þið látið? Það er
víst það sem allt snýst um eða hvað?
Höfundur er ellilífeyrisþegi,
búsett á Akureyri.
Húsavík
Mesta brim
í áratugi
Húsavík.
ÓVEÐRIÐ sem verið hefur á
Norðurlandi síðan á sunnudag
hefur á Húsavík valdið miklum
erfiðleikum en ekki verulegum
sköðum þó ýmislegt hafa farið
úr skorðum við höfnina i mesta
brimi, sem komið hefur um ára-
tugi, enda nú norðvestan átt, sem
er sú hættulegasta fyrir höfnina.
Brimið hefur aðeins brotið skarð
og fært til smæsta grjótið efst
úr varnagarðinum sunnan hafn-
arbryggjunnar.
Margir bátar lágu í höfninni þeg-
ar mesti hamagangurinn varð og
voru þeir vaktaðir af sjómönnum
og Björgunarsveitarmönnum Garðs
og ekki teljandi skaðar á þeim, þó
ókyrrð hafi verið mikil.
Lögreglan var á vakt um nóttin,
sem ekki er venjulegt, en hún seg-
ist ekki vita um nein óhöpp í veðr-
inu og hennar starf hafi mest verið
að flytja fólk til og frá vinnu og
aðstoða bílstjóra, sem ætluðu sér
meira en gátu.
Á föstudaginn var kveikt á jóla-
tré bæjarins en aðfaranótt sunnu-
dags bilaði stag sem festi það og
það féll. Eitthvað brotnaði af perum
en meiru var búið að stela af neðstu
greinunum og það er óskiljanlegur
árviss viðburður og þeim sem gera
til lítils sóma.
Vegir hér í nágrenninu er færir
svo mjólkurbílar hafa flestir getað
farið sinna ferða en leiðir til Akur-
eyrar og austur um Tjörnes eru
ófærar og verða ekki ruddar fyrr
en veðurhorfur verða batnandi.
- Fréttaritari.
HyAÐA
SILD
FINNST
ÞÉR
BEST?
Síld er herramannsmatur. Hún er auk þess holl, næringarrík og
frískandi. Þú getur valið úr 10 ólíkum tegundum frá íslenskum
matvælum, öllum ljúfengum.
Skrifaðu heitið á eftirlætis síldinni þinni frá íslenskum matvælum og
sendu okkur seðilinn útfylltan í pósti. Við drögum út 10 nöfn
og hver vinningshafi fær vöruúttekt frá okkur* að verðmæti 5.000
krónur. Skilafrestur er til 15. janúar 1993.
Mér finnst
best.
Nafn
Heimilisfang
Sími---------
ICEFOOD
ÍSLENSK
MATVÆLI
HVALEYRARBRAUT 4 - 6
220 HAFNARFJÖRÐUR
Bækur er varða
alla
Haukur Hár Haraldsson
Ögmundur Heigason
IDNSÖGU j
ÍSLENDINGA
Frætt um farartæki
og ferðabúnað
ásamt kafia um glersiipun
*Við framleiðum einnig reykta síld, kryddlax, ferskan, reyktan og grafinn
lax, graflaxsósu, laxasalat, beikon -, kína-, og vorrúllur.
Þessi bók fjallar
um víðtæk svið
Söðla og aktygjasmíði
Gerð ferðabúnaðar
Smíði farartækja
Ðifreiða- og vagnasmíði
Glerslípun og speglagerð
Með þessari bók eru (
komnar út þrjár bækur
er tengjast bíliðnum * jr ^
áíslandi lif*l6 ,
HIÐISLENSKA
BÓKMENNTAFELAG
SÍÐUMÚLA 21-108 REYKJAVÍK- SÍMI91-679060
Q
':!t v.
Fróðlegar frásagnir byggðar á heimildum
iðnaöarmannana sjálfra,
kryddaöar kímnisögum. Ríkulega myndskreyttar.