Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 18.12.1992, Qupperneq 63
seer flaaMaaaa .sr HU0AauT8öa GiaAjaMUOHOM_ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DÉSEMBÉR 1992 S8 63 Hallfríður Böðvars dóttír — Minning Fædd 8. júní 1913 Dáin 12. desember 1992 Þegar einhver nákominn fellur frá verður það gjarna til þess að maður hugleiðir hversu tíminn líður hratt. Mér finnst t.d. ekki ýkjalangt síðan ég var smástrákur í sveit hjá Hall- fríði móðursystur minni og Svavari vestur í Dölum, eða hjá Fríðu frænku eins og ég kallaði hana. Síðan eru þó liðnir um fjórir áratugir. Hallfríður Marta var fædd í Búð- ardal í Dalasýslu hinn 8. júní 1913. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur og Böðvars Marteinsson- ar sem þar bjuggu og var næst- yngst fjögurra systkina. Systkinin voru Árni, sem dó ung- ur, Sólveig (d. 1988), Hallfríður og Magnús bóndi á Hrútsstöðum í Dala- sýslu. Þá höguðu örlögin því þannig til að við fjölskylduna bættist fóstur- sonur, Kristinn Siguijónsson, síðar húsasmíðameistari í Reykjavík. Árið 1920 fluttist svo Böðvar Marteins- son með fjölskyldu sína að Hrúts- stöðum í Laxárdal en þessi sögu- fræga jörð var þá í eyði og varð því að reisa hús öll frá grunni. Þetta voru erfið ár á íslandi og lífsbarátta margra snerist einfaldlega um það að komast af. Fyrir kom að þær systur, Sólveig móðir mín og Hall- fríður, sögðu mér frá þessum frum- býlisárum á Hrútsstöðum og mér varð ljóst að líf þessara landnema á eyðijörð var enginn dans á rósum og afar fjarri lífsstíl nútímans með sín rafmagnsljós og hitaveitu. Árið 1943 giftist Hallfríður eftirlifandi manni sínum, Svavari Jóhannessyni, ættuðum úr Húnavatnssýslu og tóku þau við búi á Hrútsstöðum. Þau hjón eignuðust tvö börn, Björgvin Böðvar og Elísabetu Jóhönnu, sem bæði eru kennarar í Kópavogi. Árið 1954 bregða þau svo búi og flytja í Kópa- vog. Kópavogur var þá í hraðri upp- byggingu og þau hjón byggðu sér notalegt hús að Löngubrekku 4 sem þau svo fluttu í árið 1960. Fékkst Svavar lengst af við húsa- smíði en Fríða gætti bús og barna. Hjá þeim dvöldust foreldrar Hallfríð- ar, Guðbjörg og Böðvar, og náðu bæði hárri elli. Eftir að foreldrar hennar féllu frá sinnti hún húshjálp á vegum Kópavogsbæjar um nokk- urra ára skeið. Þær systur, móðir mín og Fríða, voru tengdar afar traustum vina- böndum sem enn styrktust við komu Fríðu og Svavars í Kópavog. Ég minnist þess m.a. að eftir að sími kom á heimili þeirra systra lauk kvöldinu gjarna á símtali þeirra á milli. Ekki voru þær systur þó alltaf sammála og áttu það til að deila fim- lega um fjarskyldustu hluti en þótt sitt sýnist hvorri skyggði það aldrei á vináttu þeirra. Fríða var vel lesin í íslendingasögum, einkum þó Lax- dælu eins og jafnvel enn þykir, góðu heilli, siðferðileg skylda í Dölum vestur, en hún fylgdist einnig vel með málum líðandi stundar. Hana tók sárt allt ranglæti í heiminum og þá ekki síst þegar böm áttu í hlut. Við hjón vorum þeirrar gæfu að- njótandi að Fríða tók að sér að gæta eldri sonar okkar innan skóla- aldurs um alllangt skeið. Þetta var mikill fengur fyrir okkur og son okkar því Fríða var einstaklega barngóð og kunni að umgangast börn án þess að ofdekra þau. Fríða hafði sannarlega stórt hjarta og var alltaf boðin og búin að líkna og hjálpa og margur var sá sem leitaði til Svavars og Fríðu í vanda sínum. Fríða var því vinmörg og lagði afar mikla rækt við ættar- og vin- áttubönd. í raun hef ég fáum kynnst sem svo sterkum rótum stóð í fornu ættarsamfélagi sem hún. Eins og fyrr agði átti ég því láni að fagna að fá að vera í sveit hjá Fríðu frænku og var það löngum mikið tilhlökkun- arefni á vorin. Heimili Svavars og Fríðu var mér því sem mitt annað heimili og óvíða hefur mér liðið bet- ur. Ég minnist þess eitt sinn þegar ég var á leið í bæinn eftir sumar- dvöl, staddur í rútu Dala-Brandar á miðri Bröttubrekku, að ég væri í miklum vanda staddur ef ég þyrfti að velja á milli heimilanna tveggja. Sem betur fer þurfti ég aldrei að standa frammi fyrir því vali. Kæri Svavar, Beta og Böðvar, við Halla, Ingunn systir og fjölskyldur, vottum ykkur okkar einlægustu samúð sem og öðrum aðstandendum. Kveðjuorð Eva Jónsdóttír Hvorki fyrir hefð né valdi hopar dauðinn eitt strik, fæst sízt með fógru gjaldi frestur um eitt augnablik. (Hallgrimur Pétursson) Síðast þegar ég bað góðan guð um frestun á óumflýjanlegri kveðju- stund var þegar afi Ingólfur dó árið 1984. Núna dó elsku amma. Þessi sterka kona sem maður hélt að ekk- ert fengi grandað. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan hún samgladdist fjölskyldunni síðast á heimili mínu. Þá fannst manni að hún væri að sigrast á veik- indum sínum. Hún væri að vinna sigur, í bili a.m.k. Kannski var þetta álit blandað óskhyggju. Óskinni um að amma næði fyrri kröftum og við þiggjendurnir, ekki síst börnin mín, fengjum notið samvistanna við hana í nokkur ár til viðbótar. Æska mín og systkina minna var samofin ömmu og afa. Það var ekki nóg með að mamma og pabbi fylgd- ust grannt með námsárangri okkar, hegðun, íþróttaiðkun og öðru því er krakkar taka sér fyrir hendur. Amma og afí létu sitt ekki eftir liggja. Svo til á hveijum degi, allt árið um kring, komu þau í heim- sókn. Þau stoppuðu sjaldnast lengi, það þurfti að sinna ýmsu öðru, en nógu lengi samt til þess að veita okkur athygli og hlýju. Og iðulega barst talið að stjómmálum. Afí var þá þingmaður og ráðherra og amma studdi hann af öllum krafti. Og sá stuðningur var ekki lítill. Amma var sú stoð og stytta sem menn verða að hafa ætli þeir sér stóra hluti í lífinu. Hún stóð alltaf við hlið afa. Hversu lítið sem tilefnið var. Án hennar hefði afi ekki komið eins miklu í verk. Þetta vissum við sem þekktum. Það að vera ráðherrafrú á þeim árum sem amma mín var það var mikið starf. Það voru ófáar veislum- ar og boðin fyrir innlenda og erlenda höfðingja sem haldin voru heima hjá afa og ömmu. Og meðlætið var sjaldnast aðkeypt. Þess þurfti heldur ekki með þegar amma átti í hlut. Amma var fræg fyrir hlaðin borð. Ég hef ennþá engan hitt sem ekki hefur fengið eitthvað í svanginn þegar hann heimsótti ömmu. Jafnvel þegar heilsu hennar var tekið að hraka. Alltaf átti hún eitthvað til. Og það urðu allir að þiggja. Enginn átti sér undankomu auðið. Ég man eftir leiðara DV eftir að afi hafði verið til moldar borinn: „Að Ingólfí látnum". Þar var sagt að mannkostir afa hefðu m.a. verið drenglyndi og höfðingsskapur, stað- festa og tröllatryggð. Eiginleikar sem væru á undanhaldi í íslenskum stjórnmálum. Þessa mannkosti hafði amma alla. Þessa og marga fleiri. Hún kom t.d. alltaf hreint fram. Hún þekkti engan annan framgangs- máta. Tilgerð eða uppgerð var ekki til. Ég kveð elsku ömmu með þökk og virðingu. Ólafur Garðarsson. KVIK KLÆÐASKAPAR ÓTRÚLEGA ÓDÝRIR T bj r Gerð 50-hvítur 50 x 210 x 60 sm m/hattahillu, slá fyrir herðatré og höldum. AÐEINSKR. 9A78,~ Gerð 100 tvöfaldur, hvítur 100 x 210 x 60 sm m/skilrúmi, hattahillu, 3 hillum, slá fyrir herðatré og höldum. feoöfó Uu BÆJARHRAUNI 8 • HAFNARFIRÐI SlMI 651499 Til afhendingar strax AÐEINSKR. 14.760,- Minnumst þess ætíð þegar náinn samferðamaður kveður að góðar minningar verða aldrei frá okkur teknar. Árni Stefánsson. Okkar ástkæra amma er farin yfír móðuna miklu. Hún barðist hetjulega í gegnum erfið veikindi og lét aldrei bilbug á sér fínna. Hún hefur fylgt okkur systkinunum frá blautu bamsbeini í gegnum súrt og sætt og því er söknuðurinn mikill. Sem börn dvöldum við oft hjá henni, hún sagði okkur skemmtilegar sögur frá fyrri tíð og var alltaf til í að slá á létta strengi. Amma var okkar stoð og stytta þegar eitthvað bjátaði á og lagði sig alla fram við að að- stoða okkur. Allar góðar minningar um ömmu geymum við í hjarta okk- ar og höfum styrk hennar að leiðar- ljósi í lífinu. Elsku afi, við vottum þér okkar dýpstu samúð. Helga og Svavar. Ég þekkt hefi vetrarins hörku og hjam og haft af eldsglóðum kynni, en þó er ég alltaf sem óharðnað barn andspænis minningu þinni. Sé varzlan örugg og skorti ei skjól, er skeiði gróandans nemur, þá geturðu reitt þig á rætumar þar, er reynslu frostnóttin kemur. (Indriði Þórkelsson á Fjalli) í örfáum orðum vil ég minnast þeirrar konu sem leiddi mig fyrstu spor ævibrautar minnar. Hallfríður Marta Böðvarsdóttir, eða Fríða eins og hún var jafnan kölluð, fæddist 8. júní 1913 í Búðar- dal. Foreldrar hennar voru Böðvar Marteinsson, bóndi á Hrútsstöðum í Dalasýslu, og Guðbjörg Jónsdóttir, kona hans. Systkini hennar voru þau Sólveig og Ámi, sem eru látin, og Magnús, bóndi á Hrútsstöðum, en fósturbróðir hennar var Kristinn Sig- uijónsson, nú búsettur í Reykjavík. Fríða giftist eftirlifandi manni sín- um, Svavari Jóhannessyni, árið 1943 og hefðu þau því fagnað gullbrúð- kaupi að ári. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Hrútsstöðum, en 1954 Iá leiðin suður. Foreldrar hennar fluttu með þeim og áttu þar heimili meðan lifðu. Fríða og Svavar fluttu að Löngu- brekku 4 í Kópavogi vorið 1960 og með þeim börn þeirra, Björgvin Böð- var og Elísabet Jóhanna, og bjuggu þau fjögur á því heimili þegar leiðir okkar Fríðu lágu fyrst saman. Ég mun hafa verið tveggja ára þegar mig bar upp á fjörur þeirra hjóna eins og hún gjarnan orðaði það, og ólst ég upp hjá þeim næstu árin. Allar götur síðan hefur heimili þeirra staðið mér opið, og hef ég haldið hátíðir með þeim frá unglings- aldri. Það eru gömul sannindi að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, en svo sjálfsagður hlutur er ástúð hennar og umhyggja orðin í lífí mínu að erfitt er að hugsa sér að ég eigi þangað ekki lengur að sækja. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál, 76) Sá orðstír sem lifir er minningin um góða konu og þakklætið fyrir þá dýrmætu eign að hafa notið hjálp- arhandar hennar frá fyrstu ævispor- um. Fríða verður borin til moldar í dag, föstudag, en hún lést 12. des- ember sl. eftir langvarandi veikindi sem hún bar með þeirri reisn og því æðruleysi sem einkenndi líf hennar allt. Ég veit að henni og hennar nánustu var mikils virði að hún fékk að kveðja á heimili sínu, þar sem hún vildi helst vera og veita heimilis- fólki og gestum hlýlegan og rausnar- legan aðbúnað. Ég votta eftirlifandi maka, börn- um og öðru venslafólki samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Kári Bjarnason. Leðurjakkar Leðurvesti Mokkajakkar Leður- og rúskinnshanskar Shinn-gallerí, Laugavegi 66 sími 20301 JÓLATILBOÐ afsláttur af úlpum og útigöllum í stærðum 80-104 l=IORII.DIÐ Borgarkringlan 103 Reykjavík, sími 689525
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.