Morgunblaðið - 18.12.1992, Side 64

Morgunblaðið - 18.12.1992, Side 64
J£L MdRGÚÍNBLÁÐÍÐ FOSTUDÁGUR 18. DESEMBER lðð2 Fanney Haralds- dóttir - Minning Fædd 16. maí 1940 Dáin 11. desember 1992 Mig langar að minnast örfáum orðum systur minnar, Fanneyjar Haraldsdóttur, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju. Við sem eftir stöndum höfum varla áttað okkur á skyndilegu fráfalli hennar. Glæsileiki hennar, lífsgleði og bjartsýni er okkur svo ofarlega í huga. Þegar fyrstu sólargeislamir sýndu sig var hún komin undir bert !oft. Innandyra á heimili hennar voru alls staðar blóm. Aldrei hef ég séð jafn fagurgræn og falleg blóm. Allt virtist dafna í höndum hennar. Systir mín var sterkur persónu- leiki. Alltaf var jafn gott að leita til hennar, ætíð hafði hún lausnir á vanda annarra. Þegar ég talaði við hana þann 9. desember óraði mig ekki fyrir því að þetta væri síðasta samtalið okkar. Hún hafði fyrst kennt sér meins í nóvember sl. en engan grunaði að sláttumaðurinn slyngi væri svo nærri. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ung giftist Fanney Grétari Páls- syni og eignuðust þau þrjú böm, Kolbrúnu, Karl og Harald, og sex "tíarnabörn. Búa þau öll í Sandgerði. Ömmubömin áttu því láni að fagna að þau gátu alltaf leitað til ömmu sinnar og var samband íjölskyldunn- ar mjög fallegt og náið. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu á eftir þér í sárum trega. Þá blómgvast enn, og blómgvast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Ég bið góðan Guð að styrkja Grétar, bömin, barnabömin og jtengdabömin í þeirra miklu sorg. Ennfremur móður mína, Halldóm Guðvarðardóttur, og stjúpa, Eystein Viggósson, svo og systkini mín. Bettý. Það er erfitt að kveðja kæran vin og mig brestur orð. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Fanney og eiga með henni samleið. Hún var elskuð og virt af svo mörgum, alltaf jákvæð og brosti við lífinu og vildi lifa því lifandi. Hún var fagurkeri og sá alltaf kjarnann í öllu. Fanney var ákaflega afkastamikil kona. Okkur hinum fannst oft óskilj- anlegt hversu miklu hún kom í verk. -Hún var þmngin lífsgleði og hreif aðra með sér, bæði í vinnu og leik. Hún sagði oft með léttleika: „Við eigum aðeins eitt kerti, sem brennur upp að lokum.“ Fanney lifði fyrir fjölskyldu sína og hennar aðal var hversu hún mat manneskjuna mikils. Fáa hef ég þekkt jafnfordómalausa. Hún var söngelsk og ég minnist þess, þegar annar drengurinn hennar sagði einu sinni fyrir löngu: „Mamma, viltu syngja." Þá vildi hann að við heyrð- um hversu vel hún söng. Auðvitað söng hún fyrir hann. Hann horfði upp til hennar með stjömur í augun- um. Þetta eru góðar minningar. Fann- ey var búin að tendra öll jólaljósin heima hjá sér, enda mikið jólabam í sér. Nú er hún sjálf gengin á vit ljóss og dýrðar. Elsku Grétar, Kolla, Kalli, Harry og Dúdda. Ég og fjölskylda mín biðj- um algóðan Guð að styrkja ykkur. Móðurmissir er ætíð sár, en minning- in um góða móður græðir. Mig þreytir harmur og þungt er að ríma. Við eigum að skilja um örlítinn tíma (Stefán frá Hvítadal) Ég þakka góðri vinkonu allt og allt. Hanna Friðjónsdóttir. Það dró skyndilega ský fyrir sólu um miðjan dag 11. desember. Síminn hringdi og Kolla sagði að mamma sín hefði dáið á skurðarborðinu. Því- lík harmafregn og sársauki gagntók okkur. Því fékk hún ekki að vera lengur hjá elskuðum eiginmanni, bömum, tengdabömum og bama- bömunum 6 sem öll elskuðu hana og dáðu. Okkur setti hljóða. Hvemig gat nokkrum manni dottið í hug að þegar hún fór { myndatökuna um morguninn og í skurðaðgerð tveim tímum seinna að hún myndi ekki vakna aftur. Að hún hefði kvatt okk- ur hinstu kveðju. Nei, okkur finnst þetta ekki vera satt og okkur finnst þetta óréttlátt. En svona er lífið. Við vitum hvað getur verið stutt á milli gleði og sorgar, en það snertir mann svo sárt að vita til þess að eiga ekki eftir að sjá Fanney aftur hér í þessu lífi. Við vitum að hún lifir annars staðar, hress og kát eins og hún var alltaf. Okkur langar til að þakka henni fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Vð minnumst þess hve gott var að heimsækja hana og hve rausnarleg og gjafmild hún var. Fanney var gift Grétari Pálssyni útgerðarmanni i Sandgerði en þar höfðu þau hjón búið í 15 ár. Þau eignuðust 3 böm sem em: Kolbrún fædd 1958, hún er gift Jóni B. Páls- syni og eiga þau 3 böm. Karl, fædd- ur 1961 og á hann einn son. Harald- ur, fæddur 1963, hann er kvæntur Rósu Guðnadóttur og eiga þau 2 böm. Minningin um sívakandi um- hyggju hennar yljar öllum þeim sem þekktu Fanney, þeim mest sem þekktu hana best. Fanney lifir í hug- um allra þeirra sem kynntust henni. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Grétari, börnum, tengdabömum, barnabörnum, móður hennar, stjúp- föður og systkinum. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hrefna, Páll, Herdís, Guðni, Siguijón og Marianni. Mig langar að setja á blað örfá orð til að minnast Fanneyjar, systur minnar, sem verður jarðsungin föstu- daginn 18. desember 1992. Það kom mér mjög á óvart þegar ég frétti að Fanney hefði greinst með erfíðan sjúkdóm, en um leið var ég sannfærð um að hún myndi hrista hann af sér eins og annað sem hún hafði tekist á við um ævina og standa jafn sterk eftir. Því var það sem reið- arslag þegar að vart var vika liðin að mér var tilkynnt að Fanney væri látin. Fanney varð aldrei misdægurt hvorki sem bami né eftir að hún óx úr grasi. Lífsorkan og þrekið geislaði af henni hvar sem hún fór og fólk sneri sér við þegar það mætti þess- ari tápmiklu konu á fömum vegi. Hún var eins og gangandi auglýsing fyrir hreysti og heilbrigt líferni og þegar spurt var: „Hver er þessi lag- lega stúlka?“, „Hver er þessi glæsi- lega kona?“ þá var ekki laust við að gætti stolts í rödd minni: „Þetta er hún Fanney, stóra systir mín.“ Fanney var sterkust í stómm hópi systkina og til hennar var ávallt leit- að þegar mikið lá við eða eitthvað bjátaði á. Þessi háttur hélst eftir að við vomm komin á fullorðinsár og höfðum haldið í sína áttina hvert. Það var hún sem hélt utan um hóp- inn og hóaði okkur saman á stómm stundum til að gleðjast eða syrgja. Fanney fór alltaf fyrst þegar feta þurfti ókunnar slóðir eða halda á vit nýrra ævintýra og miðlaði okkur síð- an af reynslu sinni. Hún studdi við bakið á mér þegar ég stofnaði mína eigin fjölskyldu og eins þegar ég gekk með mitt fyrsta bam. Því finnst mér ég vera heldur lítil og umkomu- Iaus þegar ég er ein að rifja upp samvemstundir okkar systranna og þá byija tárin að streyma, en það hefði hún systir mín skilið, ósjaldan höfum við grátið saman bæði í gleði og sorg, því þó að Fanney virtist sterk og væri það var hún viðkvæm sál sem ekkert aumt mátti sjá án þess að vökna um augu og á ham- ingjustundum blikuðu einnig tár í augum hennar. Mér finnst ég hafí alla tíð verið að kveðja og oft hefur verið langt á milli okkar systranna en þeim mun yndislegri hafa endurfundirnir verið. Ég kveð stóm systur að sinni. Ástarkveðjur og ástarþakkir fyrir allt; þar til við hittumst enn á ný. Ég bið guð að milda missi eigin- manns Fanneyjar, bama þeirra, bamabarna, móður okkar og stjúp- föður og okkar systkina hennar. Kolbrún Diego. Það var laust fyrir miðnætti síðast- liðið sunnudagskvöld að við hjónin ásamt meginhluta starfsfólks okkar vomm að að koma frá Lundúnum úr tveggja daga ferð sem farin var vegna fímm ára afmælis fyrirtækis- ins. Okkur var þá tilkynnt að Fanney Haraldsdóttir vinnufélagi okkar hefði kvatt þennan heim á föstudeginum. Fanney hafði starfað hjá Flugveit- ingum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í rúm fímm ár. Á þeim tíma er vart hægt að segja að henni hafí orðið misdægurt. Það var fyrir stuttu að hún kenndi sér meins og með áfram- haldandi rannsóknum var tekin ákvörðun um að hún færi í uppskurð á föstudeginum. Þetta var sami dag- ur og hópurinn hélt utan. Hún fékk þessu ekki breytt, hún sem hlakkaði einna mest til ferðarinnar með sam- starfsfólki sínu. Við sem hittum hana daginn áður gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri í síðasta sinn. Hún bar sig vel og nú þegar maður hugsar til baka þá hefur hún örugg- lega verið veikari en maður vissi. Fanney var þannig manneskja að hún var ekki að gera mikið úr hlutunum. Hún var mjög lífsglöð og það var aldrei neitt mál að framkvæma þá hluti sem hún tók að sér. Fanney var góður starfskraftur og fyrir þann tíma sem við áttum þess kost að eiga hana að samstarfs- manni og vini viljum við þakka. Stórt skarð hefur verið höggvið í okkar annars litla hóp samstarfsfélaga. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, sem lést í Landspítalanum 12. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. desember kl. 15.00. Anna Gísladóttir, Einar Ó. Gíslason, Friðgerður Samúelsdóttir, Erlingur G. Gíslason, Brynja Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ÓLAFAR HELGADÓTTUR. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Helgi Sfmonarson, Hanna J. Símonardóttir, Erla J. Símonardóttir, Viðar Simonarson, Margrét Johnson, Þorbjörg Sfmonardóttir, Jóhanna Símonardóttir, Ásthildur Símonardóttir, Bryndfs Gunnarsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Jeff Johnson, Auðunn Karlsson, Vilhjálmur Nikulásson, Sigurður Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN PÁLSSON frá Höfða, Traðarstfg 6, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 19. desember kl. 14.00 Steinar Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Ragna Finnbogadóttir, Arnfríður Aradóttir, Haukur Matthfasson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eigin- manns míns, föður og tengdaföður, ÁRNA ÖRNÓLFSSONAR, Hlíðarvegi 33, Kópavogi. Guðrún Jörundardóttir, Helga Sigurbjörg Árnadóttir, Helgi Freyr Kristinsson. Þetta skarð verður vandfyllt. Með glaðværð sinni gerði hún vinnustað okkar betri og hennar verður sárt saknað. Missirinn er þó mestur hjá eigin- manni, bömum, tengdabömum og öðram aðstandendum, megi guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Ragnar Orn Pétursson, Sigríður Sigurðardóttir. Þetta era nokkur fátækleg kveðju- orð til þeirrar góðu vinkonu minnar sem hún Fanney var. Við kynntumst fyrst er ég hóf að vinna með henni í Flugstöðinni í byijun árs 1988. Mörgum þótti ótrúlegur þessi vin- skapur okkar, kannski vegna aldurs- munarins sem á okkur var, en við fundum aldrei fyrir honum. Margar ánægjustundir áttum við saman bæði í starfí og utan þess. Hún náði svo vel til okkar unga fólksins sem með henni vann, eflaust vegna þess að hún sýndi öllum okkar hjartans mál- um svo mikinn áhuga. Og við eigum henni margt að þakka, því hún var lífsreyndari en við og sá hlutina í réttu ljósi, sem sagt kom okkur niður á jörðina þegar mikið gekk á. Það er skrýtin tilhugsun að eiga ekki eftir að fara í kaffí til Fanneyjar í Laufskálann aftur, eins og ég gerði alltaf reglulega. í síðustu heimsókn- inni var hún svo spennt yfír því að vera að fara með samstarfsfólkinu í helgarferð til útlanda. En henni var ætlað annað og lengra ferðalag. Guð blessi hana Fanney mína. Minning hennar lifír í hjarta mínu. Sigrún Alda. Dagurinn er stuttur, sólin lágt á lofti. Tíminn stöðvaðist um stund er ég frétti að Fanney væri dáin. Hún var fædd 16. maí 1940 og var svo sannarlega barn vorsins. Fáa þekkti ég betur sem nutu sólar eins vel og Fanney gerði, hún kunni svo sannarlega að njóta lífsins. Það var ekki væll eða vol sem hún tileinkaði sér. Vinskapur okkar stóð í tæp 30 ár, byijaði með því að við bjuggum í sama húsi rétt við lækinn í Hafnar- fírði, þar gættum við bús og barna og allt lék í lyndi. Síðustu árin hefur Fanney búið í Sandgerði. Varla leið sú vika að ég heyrði ekki í Fanney eða hún í mér. Síðasta samtal okkar var kvöldið áður en hún dó. Hún var að fara í rannsókn morguninn eftir og var bara hress eins og alltaf. Það væri svo margt hægt að skrifa um svo góða og trygga vinkonu sem Fanney var. Fanney átti sex barna- böm og hún hefði viljað sjá þau vaxa og þroskast. Hún kallaði þau ávallt perlumar sínar sex. Ég vil votta ættingjum hennar dýpstu samúð, ég veit að við munum öll sakna hennar sárt. Sigurbjörg Hálfdánardóttir. Okkur, starfsfélaga Fanneyjar Haralds, langar í örfáum orðum að minnast yndislegrar konu. Ekki hvarflaði að okkur er við fóram í helgarferð til London 11. til 13. desember, að Fanney myndi leggja upp í enn lengri ferð á með- an, sem hún ætti ekki afturkvæmt úr. Við höfðum hlakkað mikið til að eiga saman góða helgi í London, ekki síst Fanney, en hún varð að hætta við ferðina á síðustu stundu vegna veikinda. Sú sorgarfrétt, sem beið okkar við heimkomuna, að Fanney hefði and- ast daginn sem við lögðum upp í okkar ferð, líður seint úr minni. Við munum ávallt minnast Fann- eyjar sem fallegrar, lífsglaðrar og kátrar samstarfskonu, sem lýsti upp tilvera samferðafólksins. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Fanneyju og sendum aðstandendum hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og sannar vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Þóranna, Dóra, Lóa, Dæja, Milla, Adda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.