Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 65

Morgunblaðið - 18.12.1992, Page 65
MOHGUNBLAÐIÐ FÖgTUDAGUR íg- UESKMBKR 1992 M Minning Sigurhelga Pálsdóttír, hjúkrunarfræðingur Fædd 18. apríl 1934 Dáin 1. nóvember 1992 Ég kynntist Sigurhelgu fyrst þeg- ar við unnum saman sem hjúkrunar- kennarar við Hjúkrunarskóla ís- lands. Hún tók innilega á móti mér, nýkominni heim eftir langa búsetu í Ameríku og nýútskrifuð sem hjúkr- unarkennari frá London árið 1968. Með einstakri þolinmæði og skilningi hjálpaði hún mér í hvívetna með hlýju, sinni sérstöku kímnigáfu og þessum rólegheitum og jafnaðargeði sem hún átti í svo ríkum mæli. Við áttum svo sannarlega margar yndis- legar stundir, og hlógum oft dátt. Um stund skildu leiðir. Löngu seinna, er ég starfaði sem hjúkrun- arforstjóri á Landakotsspítala, kom hún til okkar sem „hjúkrunarnemi“. Var hún langt komin í hjúkrunarná- mi við Háskóla íslands. Hún var sí- fellt að grúska, læra meira í sínu fagi og ötul við að finna nýjar leiðir til að bæta um betur. Á Landakoti starfaði hún á lyfjadeild og hlúði að öldruðum; af lífi og sál veitti hún þeim þá bestu aðhlynningu, andlega og líkamlega, sem völ var á. Síðar hitti ég hana meðan hún var ennþá í þessu námi, þá komin á gjörgæsludeild ungbarna. Og Sig- urhelga, ætíð sjálfri sér lík, alveg hugfangin að sinna þessum litlu fyr- irburum, sem þurftu stöðuga gæslu, ástúð og einstaka natni. Allt fannst henni svo heillandi og gefandi í hjúkrunarstarfmu. Hún lauk einu háskólanámi, en ótrauð hélt hún áfram að bæta í reynslusjóðinn sinn, hélt áfram að lesa og fræðast um mannfræði og hvernig betur mætti búa að hjúkrunarstéttinni. Árið 1985 fengum við tækifæri til að fara saman á Alþjóðaþing hjúkrunarfræðinga (ICN þing) sem haldið var í ísrael. Við vorum 10 íslendingar sem fóru héðan, einn karlmaður, Moses, með níu heið- ursdömur sér við hlið. Sigurhelga. og ég urðum herbergisfélagar á Hótel Tal í Tel Aviv þar sem þingið var haldið. Þetta var öllum ógleym- anleg ferð. Við eigum margar dá- samlegar minningar um þetta stóra tækifæri. Við fengum ekki einungis, eins og alltaf á svona alþjóðaþingum, að læra mikið um okkar áhugamál, hvað efst var á baugi í hjúkrunar- málum í heiminum. Þarna hittum við líka marga þekktustu fræðinga í stéttinni, þ. á m. Virginu Hender- son, þá 90 ára, oft nefnda Florence Nightingale nútímans. Einnig feng- um við tækifæri til að sjá mikið af þessu sérstaka litríka, fagra og sögulega landi og kynnast þjóðinni lítils háttar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég kveð elskulega Sigurhelgu mína með þessum fáu orðum og minningarbrotum. Sameiginlegar stundir okkar munu aldrei mást úr huga mér eða hjarta. Ég sendi mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og hluttekningu til fjölskyldunnar og vina á Akureyri. Guðrún Marteinsson. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson F.v. Axel Gústafsson, Axel Sveinbjörnsson, Guðjón Finnbogason, Gísli Arnarson og Knútur Knútsson. Akranes Yeiðarfæraverslun Axels Sveinbjömssonar 50 ára Akranesl. 50 ÁR eru liðin í dag, föstudag, frá því Veiðarfæraverslun Axels Sveinbjörnssonar á Akranesi hóf starfsemi og er hún ein af elstu starfandi verslunum í kaupstaðnum. Verslunin hefur verið snar þáttur í bæjarlífinu og skipar einstakan sess í verslun- arsögu Akraness. Axel Sveinbjömsson stofnsetti verslunina í gömlu pakkhúsi sem notað hafi verið til verslunar- reksturs og opnaði hana 18. des- ember 1942. Hann hafði áður stundað sjómennsku en 1936 hætti hann á sjónum sökum veik- inda og hóf þá störf hjá HB & Co. sem verkstjóri. Verslunin hefur verið í núverandi húsnæði frá árinu 1950 og lengi verið vinsæll áningastaður fjölmargra, einkum þeirra sem vinna í ná- grenni hafnarinnar. Á fyrstu ámm verslunarrekstursins bauð Axel mest með vörur til útgerð- ar, net, línur og sjófatnað, en jók síðan úrvalið fyrir sjávarútveg og iðnað auk fatnaðar og ann- arra nytsamlegra hluta. Versl- unarhúsnæðið hefur lítð breyst frá því flutt var í það fyrir rösk- um fjörutíu árum. Þarna bland- ast nútíminn og fortíðin á sér- stakan hátt og fyrir marga er það einstök tilfinning að koma þar inn. „Axelsbúð“ skipar því sérstakan sess í verslunarsögu Akraness. í versluninni starfa nú fjórir starfsmenn undir stjórn þeirra Axels Gústarfssonar dóttursonar Axels Sveinbjörnssonar og Guð- jóns Finnbogasonar sem starfað hefur í versluninni í fjörutíu og níu ár eða nær allan sinn starfs- aldur. Axel Sveinbjörnsson dvel- ur nú á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. - J.G. Kveðjuorð Lúðvík H. Geirsson Fæddur 17. nóvember 1972 Dáinn 29. nóvember 1992 Lúðvík Hafsteinn, bróðir okkar, hefur kvatt þetta líf, langt um ald- ur fram. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem lenda í því að misa ástvin í blóma lífsins. Þá hrannast upp spurning- arnar í huga manns: Til hvers? Af hveiju? Eins og máltækið segir: „Þegar stórt er spurt er lítið um svör“ og hver tilgangur lífsins er, en maður fær ekki nein svör fýrr en maður sjálfur fer yfir. Kallið kom, og okkur finnst það of fljótt. Það er skrítið að hugsa til jól- anna og það vantar einn í fjölskyld- una. Við eigum þó alltaf minning- una sem enginn getur tekið frá okkur. Við fengum allavega að hafa hann Lúðvík í tuttugu ár og við þökkum fyrir það. Við vitum að guð varðveitir dótt- ur hans sem við munum vaka yfir. Ó, hver fær, Guð og herra minn, til hlítar prísað kærleik þinn? Mig skortir hjarta og tungu til að tala um stærð hans sem ég vil. En lát þó faðir, þóknast þér og þigg í náð hjá aumum mér þá veiku fóm, sem fram ég ber. (Bjöm Halldórsson frá Laufási) Björg og Svandís. Ástkær móðir okkar, t MAGNÚSÍNA KRISTINSDÓTTIR frá Akureyri, lést 16. desember. Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir, Brynleifur Jónsson, Sigurður Kristinn Jónsson, Helgi Jónsson. s t Stjúpfaðir minn, RAGNAR DAVÍÐSSON, Grund, Eyjafirði, verður jarðsettur frá Grund laugardaginn 19. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Kristnesspítala eða Fjórðungssjúkrahús Akureyrar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Aðalsteina Magnúsdóttir. .*í - t Eiginmaður minn, faðir og afi, SIGURÐUR G. BALDURSSON (DIDDI), verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 19. desem- ber nk. kl. 14.00. Þórdís Sölvadóttir, Unnur Sigurðardóttir, Guðbjörn Sigurðsson, Rósalind Sigurðardóttir, Róbert Sigurðsson, Ásgeir Guðbjörnsson. t Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EVUJÓNSDÓTTUR frá Hellu, Ásvallagötu 20, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju í dag, föstudaginn 18. desember, kl. 13.00. Guðlaug Ingólfsdóttir, Garðar Ólafsson, Jón Ingólfsson, Ástríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og fjölmargar minningargjafir vegna andláts FRANZ E. SIEMSEN kaupsýslu- og ræðismanns. Lore Siemsen, Þórunn Siemsen, Valgarður Valgarðsson, Bryndís L. Siemsen, Franz Árni Siemsen, Solveig Siemsen, Árni Örn Siemsen. Ævar Buthmann, Marlies Wechner, Stephan Schlippe, Lokað í dag milli kl. 12-18 vegna útfarar Evu Jónsdóttur frá Hellu. Garðar Ólafsson, úrsmiður, Lækjartorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.