Morgunblaðið - 18.12.1992, Síða 66
fclk í
fréttum
BALLETT
„Sterkur eins og
ólgandi goshver“
*r segja bandarískir gagnrýnendur um danska
ballettdansarann Nikolaj Hubbe
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1992
Nýja husnæðið var formlega opnað á miðvikudaginn þegar Sigurður Helgason for-
stjóri klippti á borða með aðstoð Birgis Ólafssonar.
Jólasveinar í kókbíl
Eigendur Vífilfells, fram-
leiðanda kóka kóla á
íslandi, buðu viðskiptavinum,
starfsfólki og fjölskyldum
þeirra til mikils jólafagnaðar
í vtrksmiðjuhúsi Vífílfells við
Stuðlaháls 1 fyrir skömmu.
Mikill fjöldi gesta var sam-
ankominn, er jólasveinum var
ekið á svæðið í kókbílum.
Bömum og aðstandendum var
boðið upp á fríar veitingar, en
auk jólasveina var stærsti dag-
skrárliðurinn jólasöngur
Drengjakórs Laugameskirkju.
Jólaballinu lauk með því að
að bömunum var færður
glaðningur að skilnaði.
Jólasveinn ræðir við gesti á kókballinu.
Morgunblaðið/Þorkell.
ilmar^verrisson
skemmtir
Opið frá kl. 19 fil 03
Danski ballettdansarinn
Nikolaj Hiibbe, sem
starfað hefur hjá New York
City Ballet undanfarið hálft
ár, hefur fengið mjög lofsam-
lega dóma hjá gagnrýnend-
um. Þeir segja, að bandarískri
danslist hafi ekki bæst slíkur
liðsmaður frá því að Míkhaíl
Baryshníkov fluttist vestur
um haf fyrir 20 ámm.
Þegar Peter Martins, hinn
danski forstöðumaður New
York City Ballet, bauð Nikolaj
Hþbbe stöðu aðaldansara fyr-
ir um það bil ári, þóttist ungi
maðurinn hafa himin höndum
tekið. Hann fékk afar góðar
viðtökur strax eftir frumraun
sína hjá leikhúsinu í Tilbrigð-
um Donnizettis eftir dansa-
höfundinn og ballettmeistar-
ann George Balanchine.
Gagnrýnendur sögðu, að
kominn væri fram á sjónar-
sviðið nýr ballettdansari „í
stjörnuflokki". „Hann er
sterkur eins og ólgandi gos-
h\fer,“ sagði einn þeirra.
Eftir skamman tíma var
farið að líkja honum við Erik
Bmhn og þegar hann hafði
verið aðeins fjóra mánuði hjá
New York City Ballet var far-
ið að tala um hann í sömu
andrá og fyrrnefndan Barys-
hníkov og Rudolf Nurejev. Þá
hafði hann dansað í ballettin-
um Zakowski eftir Peter
Martins.
Hiibbe hefur æft meira en
nokkru sinni fyrr eftir að hann
kom til New York, að því er
fram kemur í viðtali, sem
Berlingske Tidende átti ný-
lega við hann í heimsborg-
inai. Hann segir að sam-
keppnin sé miklu harðari þar
Danski ballettdansarinn Nikolaj Hiibbe fyrir framan
Lincoln Center í New York.
en í Kaupmannahöfn. „í
Kaupmannahöfn þurfti maður
ekki að beijast um hlutverkin
og var öryggur um stöðu sína.
Hér er eingöngu gerður
samningur til eins árs í senn
og enginn veit fyrir víst, hvort
honum verður boðinn nýr
samningur, þegar sá gamli
rennur út.“
Eins og stendur æfir Hiibbe
fyrir hina hefðbundnu jóla-
sýningu á Hnetubrjótnum, en
hann hefur ekki hugmynd um,
hvað bíður hans eftir áramót-
in. „Ég æfí nokkur hlutverk
í fleiri en einum ballett, og
það er ekki fyrr en á síðustu
stundu, að endanlega er
ákveðið, hver hreppir viðkom-
andi hlutverk," segir hann.
Húbbe segist ekki komast
langt á lofsamlegum dómum
og vill ekki taka undir það
álit gagnrýnenda, að hann sé
öruggur um áframhaldandi
samning. „Það þarf að líða
lengri tími til að það verði
ljóst. Það verður ekki fyrr en
í fyrsta lagi eftir eitt og hálft
til tvö ár sem ég verð búinn
að venjast þessu nýja tempói
— hraðanum og örygginu og
þeirri dýpt sem krafist er.“
FLUGLEIÐIR
Góður andi í nýja húsinu
— segir Sigurlína Guðnadóttir starfsmaður
söluskrifstofu Flugleiða
Það hafa verið flugfélag-
skrifstofur í Lækjar-
götu allan lýðveldistímann.
Menn greinir aðeins á um
hvort það hafi verið frá 1943
eða 1944. Fyrst var Flugfé-
lag íslands til húsa í göt-
unni. Næst Loftleiðir og svo
Flugleiðir," sagði Birgir
Ólafsson, deildarstjóri á
söluskrifstofu Flugleiða sem
í vikunni var flutt úr Lækjar-
götu á Laugarveg 7, þegar
forvitnast var um gamla
aðsetrið.
Flutningur á eina hæð
Birgir sagði að söluskrif-
stofur Loftleiða á Vesturgötu
3 og Flugleiða í Lækjargötu
2 hefðu verið sameinaðar í
Lækjargötu árið 1974. Þar
hefði skrifstofan verið til
húsa á þremur hæðum en
fyrir um það bil 3 árum hefði
verið farið að svipast um eft-
ir hentugra húsnæði. Nokkrir
staðir hefðu komið til greina
en að lokum hefði verið
ákveðið að festa kaup á hús-
næðinu við Laugarveg þar
sem vegamótaútibú Lands-
bankans var áður til húsa.
Birgir sagði að nýja hús-
næðið væri eitthvað stærra
en það gamla. „Mestu máli
skiptir hins vegar að nýja
húsnæðið er á einni hæð.
Það er gífurlegur kostur.
Svo er nýinnréttað héma en
gamla húsnæðið var orðið
dálítið lúið. Ég trúi ekki öðru
en hér eigi fólki eftir að líða
vel,“ sagði hann.
Betri vinnuaðstaða
Sigurlína Guðnadóttir,
Morgunblaðið/Þorkell
upp á næstu hæð til að sinna
ýmsum erindum."
Aðspurð sagðist hún viss
um að góður andi væri í
húsinu. „Við erum búin að
vera hér um helgina og á
mánudag að koma okkur
fyrir og mér líður afskaplega
vel hér. Miklu betur en á
gamla staðnum," sagði hún.
sem unnið hefur hjá Flug-
leiðum í 20 ár og í Lækjar-
götu í 13 ár, tók undir með
Birgi og sagði að það væri
alveg dásamlegt að flytjast
á nýjan stað. „Vinnuaðstað-
an hér er t.d. miklu betri,
bjartar og víðara. Tölvurnar
eru heldur ekki lengur upp
á skrifborðinu en á sérstök-
um tölvuborðum. Mér finnst
þetta næstum því eins og
byrja í nýrri vinnu,“ sagði
Sigurlína.
Hún sagði að það væri
mikill munur að flytjast á
eina hæð. „Ég er líka viss
um að starfskraftamir nýt-
ast mun betur þegar ekki
þarf alltaf að vera að fara
Vitastíg 3, sími 623137.
Föstud. 18. des. Opid kl. 20-03
JÓLAGLEÐI
- ÓKEYPIS AÐGANGUR
ítilefni jólanna!
Hinir eldhressu
PAPAR
skapa írska kráarstemn-
ingu sem verður rokkaðri
þegar líður á nóttina!
INJú er tilvalið að lita aðeins upp
frá jólaundirbúningnum og
hressa sig á jólaglóð & pipar-
kökum og hlusta á PAPA!
JÓLAGLÓÐ & PIPARKÖKUR
ÁTILBOÐSVERÐI!
ALLIR
VELKOMNIR!
Púlsinn - í jólaskapi!
Laugard. 19. des.Opið kl. 20-03
MEIRI JÓLAGLEÐI & PAPAR
ÓKEYPIS AÐGANGUR!
Sunnud. 20. des. Opið kl. 20-01
LIPSTICK LOVERS