Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Hjón lentu í miklum hrakningum þegar bíll þeirra valt undir Eyjafjöllum Morgunblaðið/Þorkell Utan vegar eftir tvær veltur Bíllinn fauk útaf veginum, fór tvær veltur og lenti á hjólúnum. Rúðumar brotnuðu og grjóti og klaka rigndi yfir fólkið. Sjö klukkustund- ir í klakaregni „VIÐ SÁTUM föst í bílnum í sjö klukkustundir og yfir okkur rigndi gijóti og klaka,“ sagði Kristín Sigurðardóttir í Vík í Mýrdal, en hún og maður hennar, Aðalsteinn Guðmundsson, lentu í hrakningum skammt frá írá undir Vestur-Eyjafjöllum á mánudag. Mjög hvasst var á þessum slóð- um og mikil hálka á veginum. Sagði Kristín að bíllinn hefði fok- ið til og loks fauk hann útaf veg- inum og fór að hún hélt tvær veltur og lenti á hjólunum. „Það var kolbijálað veður og við voram heppin að slasast ekki alvarlega," sagði hún. „Fyrst brotnuðu þijár rúður og síðan sú fjórða og yfír okkur rigndi gtjóti og klaka. Það var ægilegt. Við reyndum að veij- ast og breiða fyrir rúðumar en veðrið var svo bijálað að ekkert hélt. Þama sátum við í sjö klukkustundir og gátum okkur ekki hreyft. Kuldinn var ólýsan- legur og fötin frasu utan á okk- ur. Það þýddi ekkert að reyna að fara út úr bílnum.“ Þegar loks lygndi lítillega ákváðu þau að ganga þijá til fjóra kílómetra að næsta bæ sem er Grand. Þangað náðu þau um mið- nætti, illa haldin og dofm af kulda. Þar kom Ámi Sigurðsson í Skammadal, bróðir Kristínar, og náði í þau en hann hafði farið að svipast um eftir þeim. Áfram var ferðinni haldið austur að Ey- vindarhólum II, en þangað náðu þau við illan leik um klukkan 3 eftir miðnætti og treystu sér ekki lengra vegna veðurs og gistu þau þar um nóttina. Lágmarks- einkunn í læknadeild yfir átta NIÐURSTÖÐUR prófa fyrsta árs nema við Læknadeild Háskóla ís- lands sýna að lágmarkseinkunn er í fyrsta sinn komin yfir átta. 170 tóku prófíð en 36 efstu nem- endur eru teknir inn og hlaut 36. nemandinn einkunnina 8,17. Hæsta einkunn er 9,11. Rúmlega þriðjungur þeirra sem náðu prófi var að reyna við það í fyrsta sinn. Af þeim 170 sem tóku prófíð náðu milli 90 og 100 einkunninni 5, en það er lágmarkseinkunn Háskólans. Að sögn Kristjáns Erlendssonar, kennslustjóra læknadeildar, hefur lágmarkseinkunn inn í deildina farið hækkandi undanfarin ár. „Þetta er mjög erfítt próf og erfítt að horfa upp á að ijöldi frábærra nemenda skuli ekki geta haldið áfram námi þrátt fyrir mjög góðar einkunnir," sagði hann. „En því miður helgast þetta af því að öllum er leyft að byija. Tugir nemenda ná lágmarkskröfum en ein- ungis 36 geta haldið áfram, þar sem deildin ræður ekki við stærri hópa á seinni árum þegar þessir nemendur fara inn á sjúkradeildir. Það'er mjög erfítt að horfa upp á' að fólk með góða fyrstu einkunn skuli ekki geta haldið áfram. Þetta eru alveg frábær- ir námsmenn sem fara inn og marg- ir frábærir sem ekki komast áfram.“ Framkvæmd nýrrar tilskipunar um heilbrigðisskoðun á matvælum í Hollandi og Belgíu Hugmyndir um frestun þar til afstaða annarra ríkja skýrist íslensk stjórnvöld hafa sótt um undanþágur til allra aðildarríkja EB Rotterdam. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara M ENGIN samræming er á milli aðildarríkja Evrópubandalagsins í framkvæmd nýrrar tilskipunar um heilbrigðisskoðun innfluttra matvæla við ytri landamæri bandalagsins. Einungis yfirvöld í Belgíu og Hollandi hafa ákveðið að fylgja tilskipuninni út í ystu æsar, önnur aðildarríki bandalagsins, s.s. Frakkland, halda að mestu óbreyttu fyrir- komulagi á eftirliti sínu. Fulltrúar skoðun- arstöðva í Hollandi hafa lagt til að fram- kvæmd tilskipunarinnar verði frestað þar í landi þar tU ljóst verður hvernig fram- kvæmdinni verður háttað' innan annarra aðildarríkja EB. Reiknað er með því að af- staða verði tekin til þeirrar tillögu á næstu dögum. Islensk stjómvöld hafa þegar sótt um und- anþágur frá eftirlitinu til allra aðildarríkja EB og erindi sama efnis hefur verið kynnt fyrir framkvæmdastjóm bandalagsins. Tilskipunin sem gekk í gildi um áramótin gerir ráð fyrir því að ríki utan EB geti sótt um undanþágur eða einföldun á eftirlitinu með samningum við aðildarríkin. í gær voru fyrstu gámamir frá íslandi skoð- aðir í Rotterdam í samræmi við tilskipunina. Eins og búist var við vora tekin sýni úr sér- hveijum gámi en engar athugasemdir vora gerðar, hvorki við ástand innihaldsins né vott- orð sem fylgdu. Heimildarmenn Morgunblaðsins Morgunblaðið/Kristófer Már Kristinsson íslenskur saltfiskur skoðaður í Rotterdam í gær. í Rotterdam hafa lýst furðu sinni á því að eyðu- blöð fyrir heilbrigðisvottorð frá íslandi virðast nánast jafnmörg útflytjendum þar. Bent er á að samræmt íslenskt vottorð myndi styrkja mjög stöðu innflutnings frá íslandi á meðan EB hefur ekki sett fram neinar reglur um vott- orðin. Starfsmenn við heilbrigðisskoðunina sem Morgunblaðið ræddi við töldu að framkvæmd eftirlitsins með sjávarafurðum væri helsta vandamálið, fyrst og fremst vegna þess að hollensku eftirlitsmennimir era óvanir því að skoða sjávarafurðir. Hins vegar er löng reynsla komin á heilbrigðisskoðun á kjötvöram. I dag hefst í Rotterdam skoðun á rúmlega fjörutíu gámum frá Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna sem fara eiga til Frakklands. í nokkram þeirra eru fleiri en ein tegund sjávarafurða en samkvæmt skilningi hollenskra yfírvalda verður að taka sýni úr hverri vörategund. Ljóst er því að fram- kvæmd eftirlitsins verður mjög tafsöm við þær aðstæður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er líklegt að SH leggi í framtíðinni áherslu á að gámar verði fluttir beint sjóleiðina til Frakklands-en ekkert skipafélag siglir beint á franskar hafnir frá íslandi. Samkvæmt heimildum innan framkvæmda- stjómar EB verður fjallað um framkvæmd til- skipunarinnar á fundi yfírheilbrigðisnefndar bandalagsins í Brassel í vikunni. Af samtölum við fólk í Hollandi er ljóst að heilbrigðisyfírvöld í aðildarríkjunum bíða eftir samræmdum regl- um frá Brassel um framkvæmd tilskipunarinn- ar. Þangað til verður heilbrigðiseftirlitið í upp- lausn. í dag SH verktakar__________________ Pétur H. Blöndal kaupir hlutabréf- in og leggur til fé 4 Bretland Díana sögð vilja skjótan lögskilnað 27 Akureyrí______________________ Nauðasamningar samþykktir fyrir súkkulaðiverksmiðjuna Lindu 32 Matur 550 króna máltíð fyrir fimm 40 Leiðari_______________________ Upplýsingaskylda lánastofnana 28 íþróttir ► Logi hættur sem þjálfari Víkings og félagið f viðræðum við Lárus Guðmundsson - Ann- arri beiðni FH og Vals um frestun leikja hafnað. Grundfirðingar ætla að kaupa Sölva Bjarnason frá Bíldudal Samvinna við Sauðárkrók HRAÐFRYSTIHÚS Grundarfjarðar hf. hefur gert samkomulag við Útgerðarfélag Bílddælinga hf. um kaup á togara Bílddælinga, Sölva Bjamasyni BA 65, með 1.468 þorskígilda kvóta. Samkomulagið er nú til meðferðar hjá helstu veðkröfuhöfum og er búist við niðurstöðu í dag enda verður skipið að öðrum kosti selt á nauðungaruppboði síðdeg- is á morgun. Til greina kemur að Fiskiðjan hf. á Sauðárkróki leggi hlutafé í Hraðfrystihús Grundarfjarðar vegna kaupa á togaranum og fyrirtækin taki upp samvinnu um útgerð. Marteinn Friðriksson, stjómarfor- maður Hraðfrystihúss Grundarfjarð- ar hf., sagði í gær að erfitt væri að kaupa skip sem væri jafn mikið veð- sett og Sölvi Bjarnason og þyrfti það að gerast í náinni samvinnu við kröfuhafa. Það væri hins vegar betri leið fyrir flesta en að láta skipið fara á uppboð. Helstu kröfuhafar eru Landsbanki íslands, Byggða- stofnun og Fiskveiðasjóður. Lands- bankinn er jafnframt viðskiptabanki beggja fyrirtækjanna. Sagði Mar- teinn að allir aðilar virtust vera þessu máli heldur velviljaðir, en sagði að það kæmi ekki endanlega í ljós fyrr en síðdegis í dag hver niðurstaðan yrði. Marteinn sagði að kaup hrað- frystihússins á Sölva Bjarnasyni væri sjálfstætt mál, en hins vegar kæmi til greina að Fiskiðjan hf. á Sauðárkróki legði hlutafjárframlag í hraðfrystihúsið í tengslum við kaupin. Væri þá hugsað til samvinnu milli útgerðarfélagsins Skagfirðings hf. sem Fiskiðjan á og hraðfrysti- hússins um útgerð. HG á fyrir togar- ann Klakk og Skagfirðingur á þrjá ísfísktogara. Sagði Marteinn að samvinna gæti vel verið á milli fyrir- tækja um útgerð þó þau væru ekki á sama staðnum. Nefndi hann hugs- anleg kvótaskipti og nýtingu hvers skips til þeirra veiða sem hentaði best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.