Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bankarnir hyggjast endurskoða vextína STJÓRNENDUR banka og sparisjóða sem Morgnnblaðið talaði við í gærkvöldi eru sammála um að ákvörðun forsætisráðherra um að leggja til við ríkisstjórn og Alþingi að dregin verði til baka lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts af vinnu iðnaðar- manna verði til þess að vextir verði endurskoðaðir á næstunni þar sem breytingar á vísitölunni hafi áhrif á vaxtastigið. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og staðgengill fjármálaráðherra, segir að í ljós hafi komið að efnahagsleg áhrif af þessari breytingu á endurgreiðslum virðisaukaskattsins séu mun meiri en hann hafi gert sér grein fyrir samanborið við tiltölulega takmarkaðan ávinn- ing ríkissjóðs af henni. ASÍ og VSÍ hafi sett fram veigamikil rök gegn breytingunni og hann vonist til að litið verði á þessa ákvörð- un sem sáttahönd gagnvart aðUum vinnumarkaðarins. Þá segist hann telja eðlilegt að bankarnir lækkí vexti á nýjan leik ef þeir vilji vera trúverðugir. Ákvörðun forsætisráðherra verður tekin fyrir á ríkisstjómar- fundi og í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis í dag. Aðspurður sagðist Davíð telja að breytingin á endurgreiðslu virðisaukaskatts hefði verið mistök sem sjálfsagt sé að leiðrétta. Samkvæmt mati VSÍ, ASÍ og fjármálaráðuneytisins hefðu áhrif skertrar endurgreiðslu virðisauka- skatts leitt til 3,2% hækkunar byggingarvísitölu og 1,07% hækk- unar lánskjaravísitölu. Lofsvert að leiðrétta Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, segir að fleira hafí ráðið vaxtahækkuninni um áramótin en breytingin á endur- greiðslu virðisaukaskattsins, en hann sé sammála forsætisráðherra um að bankarnir hljóti að líta á stöðuna núna. Óljóst sé þó hversu mikið breytingin vegur í vaxta- hækkuninni og því hljóti bankinn að bíða eftir nýrri verðbólguspá frá Seðlabankanum. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri SPRON, sagðist gera ráð fyrir að þessi ákvörðun leiði til endurskoðunar á vöxtum. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði að bankinn myndi endurskoða sína vexti á næsta vaxtaákvörðunar- degi. „Landsbankinn er í lægsta kantinum í vaxtaákvörðunum en það er rétt að allt sem hefur breyt- ingar á vísitölu í for með sér hefur bein áhrif á vextina," segir Sverr- ir. Hann sagði það lofsvert þegar svona skekkjur væru leiðréttar þar sem sjá hefði mátt fyrir áhrifín af lækkun endurgreiðslnanna. „Hveijir eru þeir ráðgjafar sem gera svona skyssur? Eru menn eitthvað vegvilltir,“ sagði Sverrir. Ekki náðist í talsmenn íslands- banka í gærkvöldi. Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna, sagðist fagna ákvörðuninni mjög og hann vonaðist til þess að vaxta- stigið lækkaði aftur. Sjá einnig bls. 24. Aftur heim? Stjómendur dýragarðsins i Barcelona á Spáni láta nú kanna möguleika á því að sleppa háhymingi dýrasafns- ins, Ódysseifí, í Reyðarfírði. Ódysseifur var veiddur hér við land árið 1980 og er nú 6 metra langur. Yrði það raunar fyrsta tilraun af þessu tagi og eru sumir sérfræðingar efíns um ágæti hugmyndarinnar. Mynd- in sýnir Ödysseif í Barcelona. Sjá frétt á bls. 54. Verðbréf seld fyrir 800 millj. MIKIL hreyfing hefur verið á spariskírteinum og ríkisvixl- um á eftirmarkaði undan- farna daga. Á þeim sex virku dögum sem liðnir eru af árinu hafa heildarviðskiptin á Verð- bréfaþingi íslands verið 788 milljónir kr. og samsvarar það um 10% af öllum viðskipt- um síðastliðins árs. Spákaup- mennska er talin ástæða þess- ara miklu viðskipta. Búist er við lækkun ávöxtunarkröfu eldri spariskírteina og með kaupum vonast menn eftir hagnaði. Það sem af er árinu hafa við- skipti á Verðbréfaþingi íslands með spariskírteini numið 604 milljónum kr. og 151 milljón í ríkisvíxlum, að sögn Tómasar Arnar Kristinssonar, starfs- manns Verðbréfaþingsins. Til samanburðar voru viðskiptin all- an janúar í fyrra 66 milljónir kr. Hagnaðarvon Tómas Öm sagðist ekkert geta sagt um ástæður þessara miklu viðskipta. Verðbréfasali sem blaðamaður ræddi við sagði að menn reiknuðu með að vextir spariskírteina færu lækkandi og keyptu bréf í von um hagnað. Þá væri spáð verðbólgutoppi í febrúar og menn væru að losa sig við ríkisvíxla með lélegri ávöxtun. Eiríkur Guðnason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði að gengi spariskírteinanna hefði haldist nokkuð stöðugt að undanfomu. Hann sagði að Seðlabankinn hefði ekki breytt tilboðum sínúm og vildi engu spá um hvort það gerðist næstu daga. Guðlaugur Þorleifsson var á gangi í blindbyl í tæpan sólarhring Gekk undan veðrinu og hugsaði um að komast af „ÉG GEKK undan veðrinu og hugsaði um það eitt að komast af. Ég var orðinn afar þreyttur undir það síðasta og reyndi þá að grafa mig í fönn. Þar hélt ég kyrru fyrir í fimmtán mínútur og þar af svaf ég í tíu mínútur. Ætli það hafi ekki bjargað mér að ég hélt bara áfram, ég hefði drepist úr kulda annars,“ sagði Guðlaugur Þorleifsson, 20 ára, sem vann þá þrekraun að ganga í kafaldsbyl í um 23 klukkustund- ir, frá nágrenni Jósefsdals að Strandarkirkju í fyrrinótt. Félagi Guðlaugs, Þröstur Hall- dórsson, 19 ára, varð viðskiia við Guðlaug uppi á fjalli, en hann sá bjarmann frá Reykjavík og komst undir miðnætti í Bláfjallaskálann og hafði þá gengið í um átta klukku- stundir. Báðir voru þeir vel á sig komnir. Mjög víðtæk leit Mjög víðtæk leit hófst að þeim félögum um miðnætti í fyrrinótt en gera varð hlé síðar um nóttina vegna óveðurs. Um klukkan 14.30 í gær óku félagar úr Björgunarsveitinni Mannbjörg frá Þorlákshöfn fram á Guðlaug þar sem hann var á gangi skammt frá afleggjaranum að Strandarkirkju. Sjá „Gekk í blindbyl ..." bls. 55 Guðlaugur Þorleifsson Morgunblaðið/Kristinn Þröstur Halldórsson Morgunblaðið/Kristinn Allt fór vel að lokum Þeir Guðlaugur og Þröstur ætluðu í stutta snjósleða- ferð í Bláfjöllum síðdegis á sunnudag. Þeir lentu skyndi- lega í kafaldsbyl, urðu að yfírgefa snjósleðana og urðu svo viðskila í óveðrinu. Þröstur komst í Bláfjallaskál- ann undir miðnættið á sunnudagskvöld en Guðlaugur fannst síðdegis í gær í Selvogi. Hafði þá stutta sunnu- dagsferðin á snjósleðunum staðið í tæpan sólarhring. Báðir mennimir vom vel á sig komnir þegar þeir fund- ust. Hætt við lækkun endurgreiðslu vsk af vinnu iðnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.