Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Upplýsingaskylda lánastofnana Að undanfömu hafa orðið töluverðar umræður um síðustu vaxtahækkanir lána- stofnana. Það þarf engum að koma á óvart í ljósi þess sem staðhæft er í nýju tölu- blaði Vísbendingar, að með- alvextir verðtryggðra lána og raunávöxtun óverðtryggðra lána á síðasta ári þýði að „þetta eru hæstu skulda- bréfavextir síðustu áratugi“. Þegar haft er í huga, að „hæstu skuldabréfavextir síðustu áratugi" eru við lýði á sama tíma og þjóðin geng- ur í gegnum mestu kreppu í efnahags- og atvinnumálum í áratugi, er ekki að undra að frekari hækkun vaxta veki umræður. Um þær umræður verður þó ekki fjallað hér, heldur nauðsyn þess að þeir sem taka á sig lánaskuldbinding- ar hjá bönkum, sparisjóðum, íjárfestingarlánasjóðum, eignaleigufyrirtækjum eða öðrum aðilum sem hafa með slíkar lánveitingar að gera, viti hvað lánin kosta. Nýlega kom fram í fjölmiðlum í Dan- mörku að lánastofnanir þar verða skyldaðar til að gefa viðskiptavinum sínum grein- argóðar og aðgengilegar upplýsingar um það hvað lán kosta og er þá ekki aðeins átt við sjálfa vaxtaprósent- una, heldur einnig öll önnur gjöld, sem lántakandi þarf að greiða hvort sem er þegar lán er tekið eða á lánstíman- um sjálfum. Fyrir nokkrum vikum gerði Morgunblaðið að um- talsefni kostnað við bfla- kaupalán. í ljós kom að það var engan veginn hlaupið að því að komast til botns í því hvað slík lán kosta lántak- andann í raun og veru og jafnframt kom í ljós að kostn- aður við þau, umfram upp- gefna vaxtaprósentu, var verulegur en mismunandi m.a. eftir lánstíma og hve mikill hluti bílverðs var lán- aður. Bílakaupalán eru alls staðar dýr og svo er raunar einnig um ýmiss konar neyzlulán, svo sem greiðslu- kortalán. Það er mál út af fyrir sig hvort þau eru of dýr. Hitt ættu allir að geta verið sammála um, að sjálf- sagt er og eðlilegt að þeir sem taka slík lán og önnur lán viti hvað þau kosta. Hvort sem peningar eru dýrir eða ódýrir er sjálfsagt að lántakendur viti hver raunverulegur kostnaður við lántöku er með sama hætti og sjálfsagt þykir að spari- fjáreigendur hafi glögga hugmynd um hvað þeir fá fyrir þá peninga sem þeir lána lánastofnunum til út- lána. Þess vegna sýnist full ástæða til að bankar, spari- sjóðir, lánasjóðir og aðrir þeir aðilar sem veita lán veiti viðskiptavinum sínum að- gengilegar upplýsingar um raunkostnað lána. Það hefur t.d. verið hlutverk tímarita sem gefin eru út af hags- munasamtökum og ijölmiðla að upplýsa hver raunkostn- aður er við svonefnda við- skiptavíxla, sem er ótrúlega hár og hlýtur að koma fram í verðlagi í landinu með ein- um eða öðrum hætti eins og raunar allur fjármagnskostn- aður. Það er hins vegar eðli- legt að lánastofnanir birti upplýsingar um þennan kostnað með áberandi og aðgengilegum hætti í húsa- kynnum sínum. Hvarvetna á Vesturlönd- um a.m.k. er lögð vaxandi áherzla á að neytendur viti að hveiju þeir ganga og hvers konar vöru og þjónustu þeir kaupa. Þannig eru framleið- endur á matvörum og marg- víslegum öðrum vörum skyldaðir til að prenta upp- lýsingar á vöru sína um inni- hald hennar og ýmislegt sem varðar vöruna sjálfa og nauð- synlegt er fyrir neytandann að vita áður en hann ákveður að festa kaup á vörunni. Með sama hætti er eðlilegt að við- skiptavinir lánastofnana, ein- staklingar, fyrirtæki, sveitar- félög og aðrir, hafi haldgóðar upplýsingar undir höndum um það hvað peningar raun- verulega kosta. Með þessu er alls ekki sagt að lánastofn- anir leyni viðskiptavini þess- um upplýsingum. Það gera þær ekki. En það skiptir máli hvernig þær eru settar fram og í þeim efnum skiptir heildarniðurstaðan mestu máli. Hún á að geta komið fram í einni tölu. Ein dýpsta lægð sem sögur fara a FÓLK í ERFIÐL EIŒl TELJAI\ ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir landið aðfaranótt mánudags olli engun teljandi skemmdum. Ferðalangar lentu þó víða í erfið- leikum vegna veðurhamsins og ekkert var hægt að flúga, hvorki í millilandaflugi né innan lands. Óveðri þessu olli óvenju djúp lægð milli íslands og Færeyja, sem mældist um 910-915 millibör þegar hún var dýpst aðfaranótt mánudagsins. Veðrið gekk að mestu niður í nótt sem leið. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins var þetta lítið meira en venjulegt vetrarveð- ur. Urkoma var lítil en þó nokkur skafrenningur vegna hvass- viðris. Skólahald féll þó víðast niður vegna roks en vegir yfir- leitt færir. A Isafirði var ófært innanbæjar en fært um Ós- hlíð. Rafmagnslaust varð í Árneshreppi um kvöldmatarleytið á sunnudag og samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vest- fjarða var rafmagnslaust frá Ingólfsfirði, um Bjarnarfjörð, Kollafjörð, Bitrufjörð og í Hrútafirði. Rafmagnsleysið stafar af seltu sem sest á spenna. Þetta vandamál kemur helst upp í norðanátt og mikilli veðurhæð eins og nú var. Brotnir rafmagnsstaurar sjást víða undir Eyjafjöllum eftir áhlaupið. 1 Rafmagnsleysið undir Eyjafjöllum er fjallahreppi handmjólkar í rafmagnsl Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdðttir Sváfu í jeppanum Bjarki Reyr Ásmundsson, Hafdís Þóra Árnadóttir, Hermann Smári Ásmunds- son, Halldóra Hermannsdóttir og Marín Ásmundsdóttir. Þau sváfu öll, nema Halldóra, í jeppa við Eyvindarholtsá aðfaranótt mánudags, ásamt Ás- mundi, föður systkinanna Bjarka, Hermanns og Marínar. Gottaðkomast íhúsaskjól eftir kalda nótt Hvolsvelli. MJÖG slæmt veður var víða í Rangárvallasýslu á sunnudag, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Ekki urðu teljandi óhöpp en Flug- björgunarsveitin á Hellu var köll- uð út til aðstoðar fólki sem sat fast í bílum og farið var að óttast um. Allir höfðu þó skilað sér heim fyrir miðnætti. I félagsheimilinu á Skógum gistu um 30 manns. í Þórsmörk var nokkuð af jeppa- fólki um helgina og lenti það í hrakningum á heimleið á sunnu- dag. Festust margir jeppar í Ey- vindarholtsá, en þar var mikill krapaelgur. Að sögn Friðriks Sig- urðssonar á Hótel Hvolsvelli gistu tæplega 60 manns hjá honum að- faranótt mánudags, flestir þeirra að koma úr Mörkinni. Hópur jeppafólks, sem lagði af stað úr Þórsmörk um kl. 10.30 á sunnu- dagsmorgun var að tínast á Hótel Hvolsvöll alveg fram undir morg- un. Fimm jeppar fastir í ánni Að sögn Marínar Ásmundsdóttur, sem komst á Hvolsvöll um sjöleytið á mánudagsmorgun, var hún með stórum hópi fólks sem fór inn í Mörk á laugardag. „Við vorum á átta jepp- um og ætluðum að leggja snemma af stað úr Mörkinni til að losna við veðrið. Þegar við vorum komin að Lóninu versnaði veðrið og færðin skyndilega. Við komumst þó áfram allt þar til við lentum í að festa jepp- ana í Eyvindarholtsá. Þar var einnig annar hópur og var hann á 10 jepp- um. Um tíma voru fimm jeppar fastir í einu í ánni og var þá leitað aðstoð- ar lögreglunnar á Hvolsvelli, sem sendi okkur gröfu um miðnættið." Á endanum tókst á ná jeppunum upp, en jeppinn, sem Marín var í, var þá eitthvað bilaður og ákváðu hún og fjórir aðrir að verða eftir, því þau vildu ekki skilja jeppann eftir og von- uðust til að hann kæmist í lag. „Veðr- ið var alveg ótrúlega vont og engin leið að vera úti við. Einn okkar varð fyrir lítils háttar meiðslum á hendi, en að öðru leyti sakaði okkur ekki. Við vorum í jeppanum fram undir morgun, en þá leituðum við aðstoðar lögreglunnar á Hvolsvelli, sem kom og sótti okkur og vorum við komin á Hvolsvöll um sjöleytið. Sum okkar urðu fyrir því að blotna, en við höfð- um föt til skiptanna. Um nóttina lögðumst við til svefns, en okkur var orðið ansi kalt um morguninn, svo það var gott að komast í húsaskjól,“ sagði Marín. I jeppanum voru, auk Marínar, bræður hennar Bjarki Reyr og Her- mann Smári, pabbi þeirra Ásmundur og Hafdís Ámadóttir. Halldóra He- mannsdóttir, móðir þeirra Marínar, Bjarka og Hermanns, fór á undan þeim á Hvolsvöll og vildi hún koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins á Hótel Hvolsvelli. „Við fengum alveg frábærar móttökur, þau vildu allt gera fyrir okkur sem í þeirra valdi stóð og var það ómetanlegt eftir þetta erfiða ferðalag." SÓK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.