Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Efnahagsaðg'erðir ríkisstjórnarinnar — efling atvinnulífs? eftir Gylfa Arnbjörnsson Hinn 23. nóvember sl. kynnti rík- isstjómin tillögur sínar í efnahags- málum undir yfirskriftinni „Efling atvinnulífs — aðgerðir til að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs og sporna gegn auknu atvinnuleysi". Aðgerð- imar fólust í því að fella gengi ís- lensku krónunnar um 6%, afnema aðstöðugjald og bæta stöðu ríkissjóðs bæði með aukinni skattheimtu og auknum niðurskurði á fjárlögum. Samkvæmt yfirskrift aðgerðanna átti að bæta samkeppnisstöðu fyrir- tækja í útflutnings- og samkeppnis- greinum og draga úr atvinnuleysi. Þessar aðgerðir vom kynntar eftir nærri tveggja mánaða viðræður við aðila vinnumarkaðarins þar sem tek- ist var á um bæði stefnumörkun í efnahagsmálum og hugmyndir um það hvernig skynsamlegast væri að bregðast við vanda í þjóðarbúskapn- um og auknu atvinnuleysi. Forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra hafa á undanfömum vikum haldið því fram, að meginefni þessara aðgerða hafi verið sótt til Alþýðusambandsins. Þessa rangfærslu er óhjákvæmilegt að leiðrétta. Vissulega eru ýmis at- riði í aðgerðum ríkisstjómarinnar sótt í okkar smiðju en ríkisstjómina skorti vilja til tekjujöfnunar. Hún valdi almenna kjaraskerðingu og hún ákvað að auka á samdráttinn í stað þess að efla atvinnu. Grundvallar- stefnan er því einfaldlega þveröfug við það sem við teljum rétt. Efnahagsráðstafanirnar Gagnvart atvinnuh'finu felast að- gerðir ríkisstjómarinnar i því að gengi íslensku krónunar er fellt um 6% og aðstöðugjald er lagt niður. Það er engin vafi á því að þessar aðgerðir styrkja stöðu atvinnulífsins, einkum útflutnings- og samkeppnis- greina. Þjóðhagsstofnun áætlaði að gengisfellingin skilaði sjávarútvegi 3,2% bata í afkomu á næsta ári. Stofnunin reiknar þó með því að fis- kverð innanlands hækki ekki í kjöl- farið og er það nokkuð vafasöm for- senda. Nær er að reikna með því að gengisfellingin bæti stöðu sjávarút- vegs um 2,1% ef miðað er við að fís- kverð innanlands hækki. Með afnámi aðstöðugjaldsins batnar staða sjávar- útvegs um 1,2% að mati Þjóðhags- stofnunar, en reikna má með að sam- keppnisstaða innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi batni ennfrek- ar, þar sem aðstöðugjaldið hleðst upp í endanlegu verði innlendrar vöru og þjónustu. Samtals má ætla að að- gerðir ríkisstjómarinnar bæti afkom- una í sjávarútvegi í reynd um 3,3% í stað þeirra 4,4% sem Þjóðhags- stofnun reiknar með og skýrist mun- urinn á forsendunni um óbeytt fís- kverð hér innanlands. í fjárlögum og í efnahagsráðstöf- unum var einnig gert ráð fyrir aukn- ingu á vegaframkvæmdum, viðhalds- verkefnum og sérstöku framlagi til Suðumesja til þess að draga úr yfir- vofandi atvinnuleysi. A móti þessum framlögum var jafnframt ákveðinn frekari niðurskurður á fjárveitingum til allra ráðuneyta þannig að í heild drógust ríkisútgjöldin saman. Til að afla ríkissjóði tekna til þess að fjármagna afnám aðstöðugjalds- ins og aukningu framkvæmda á veg- um ríkisins vom ákveðnar vemlegar skattahækkanir, bæði beinna og óbeinna skatta, sem að meginhluta til lenda á almennu launafólki. Þess- ar skattahækkanir skila ríkissjóði vemlega meiri tekjum en nemur kostnaði við afnám aðstöðugjaldsins. Heildaráhrifín á ráðstöfunartekjur heimilanna vegna þeirrar efnahags- stefnu sem ríkisstjórnin hefur valið að fýlgja em þau að kaupmátturinn lækkar um 7% frá nóvember 1992 til loka ársins 1993 (sjá Fréttabréf ASÍ nr. 16, desember 1992). Þegar kaupmáttur almennings í landinu er skertur um 7% gefur augaleið að heimilin hafa minna fé til ráðstöfunar til kaupa á vöra og þjónustu sem veldur því að heildar- umfang viðskipta í þjóðfélaginu minnkar. Það kemur bæði niður á innlendum framleiðendum og inn- flutningi. Niðurstaðan af þessu er því að þrátt fyrir að íslenskir fram- Gylfi Arnbjörnsson „Grundvallarmunur er því á þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur val- ið að fylgja í efnahags- málum og þeirri stefnu sem Alþýðusambandið lagði til.“ leiðendur njóti bættrar samkeppnis- stöðu veldur aukinn samdráttur á næsta ári vegna efnahagsaðgerð- anna því að rekstrarstaða fyrirtækj- anna versnar. Því vérður áframhald á því að nauðsynleg hagræðing og endurskipulagning í fyrirtækjunum beinist að því að fækka stöðugt fólki því lítið verðum um ný verkefni. Hugmyndir ASÍ I atvinnumálanefnd aðila vinnu- markaðarins og ríkisstjómarinnar var unnið út frá tveimur grunnfor- Breytingarnar í Eystrasaltsríkjunum Þróun og sam- starfsmöguleikar Fyrri hluti eftírJens Zvirgzdgrauds ísland er álitlegur samstarfsaðili fyrir Eystrasaltsríkin. Um þetta hef- ur undirritaður fjallað í grein sem birtist í Morgunblaðinu 8. nóvember sl. Þessi nýja grein hefur orðið til sem svar við miklum áhuga Islend- inga á samvinnu við Eystrasaltsþjóð- imar sem fram hefur komið á fyrir- lestmm mínum um Eystrasaltslöndin er haldnir hafa verið í Norræna hús- inu og hjá Námsflokkum Reykjavík- ur nú í haust. Undirritaður vonast til þess að greinin svari algengustu spurningum sem fram hafa komið um Eystrasaltslöndin. Vinsamleg afstaða Islendinga til Eystrasaltsþjóðanna kom berlega í Ijós á þjóðhátíðardegi Lettlands 18. nóvember sl. í Norræna húsinu. Grundvöllur framtíðarsamvinnu milli íslands og Eyestrasaltsríkjanna er sá, að Eystrasaltsþjóðirnar eru iðnaðarþjóðir andstætt þjóðum þriðja heimsins og vonast þær ekki eftir beinni fjárhagsaðstoð, heldur óska eftir nýjum viðskiptasamböndum og samstarfi á sviði þróunar og mennta í stað fyrri sambanda innan sovéska heimsveldisins er losnaði um við hran þess. Baitnesku ríkin líta á sig sem . hluta Evrópu og æskja því samstarfs við Evrópuþjóðir, og líta ekki á kostn- að vegna samstarfs sem óarðbæra fjárfestingu. Hagkerfið I Lettlandi — stefnur og sjónarmið Lettland er vel staðsett miðsvæðis milli Eistlands og Litháens og höfuð- borgin Ríga, stærsta borgin á svæð- inu, er litlu minni en Kaupmanna- höfn og er hún með flesta erlenda fulltrúa á baltneska svæðinu. Tæp- lega helmingur af vergri landsfram- leiðslu Lettlands er iðnaður og þar af var (fram til 1988) helmingurinn framleiðsla hátæknibúnaðar fyrir hemámsliðið. Stefnt hefur verið að því að með nýjum vestrænum sam- starfsaðilum verði vegið upp á móti missi þessa framleiðsluþáttar úr hag- kerfínu sem valdið hefur miklu um kreppuna í efnahagskerfí landsins. Önnur orsök kreppunnar er mikil þörf á hráefnum frá Rússlandi, aðal- lega olíuvömm. Hefur stjórn Jeltsíns í Rússlandi beitt gerræðislegum við- skiptaþvingunum gegn Lettlandi, t.d. hafa umsamdir olíuflutningar milli landanna verið stöðvaðir þótt búið hafi verið að greiða verð olíunnar. Þriðja orsökin er hin lamandi nær- vera hernámsliðsins og hægfara aft- urköllun þess. í fjórða lagi er mikil ósamstaða meðal valdhafa um það hvaðan fyr- irmyndir að efnahagsumbótum eigi að koma. Goldmanis forsætisráð- herra lítur á pólska og rússneska umbótasinna sem mikilvægustu fyr^ irmyndir sínar, en þeir aðhyllast leift- urhraðar stjómvaldsaðgerðir. Hann heldur því fram að lítill tími sé til að bíða og sjá áhrif ákveðinna ráð- stafana og óskar hann að hrinda öll- um aðgerðum í framkvæmd sam- stundis. Fijáls verðlagning, afnám þjóðnýt- ingar í landbúnaði og flestum grein- um iðnframleiðslu auk samdráttar í opinberum útgjöldum vegna velferð- armála era hluti þeirra ráðstafana sem búið er að framkvæma. Arangur af þessari stefnu varð minni en búist hafði verið við vegna þess að viðkom- andi löggjöf hafði ekki verið nægi- lega vel undirbúin er stefnunni var hrint í framkvæmd og það leiddi til óskipulegs flóðs af bönnum, tilskip- unum, kvótum, leyfum o.fl., líkt og á tímum tilskipanakerfísins. Réttaróvissan sem af þessu leiðir hefur haft í för með sér að engum refsimálum vegna spillingar eða ólöglegrar eignatilfærslu á fyrmrn ríkiseignum hefur iyktað með sak- fellingu og því síður með bótagreiðsl- um. Lettar hafa einnig litið til efna- hagsstefnu Taiwans, Hong Kong og Singapore sem fyrirmyndar að efna- hagsuppbyggingu. Þessi efnahags- stefna hefur að minni hyggju þann ókost að eiga við um iðnvæðingu landa sem voru upphaflega landbún- aðarsamfélög, en hins vegar er Lett- land iðnvætt samfélag þar sem koma þarf á markaðskerfi. Suður-kóreski stjórnarandstæðingurinn Kim Dae Jung segir t.d. að þessi efnahags- stefna verði árangurslítil eftir að frumstigi er lokið. Samkvæmt skoð- un hans verður Iýðræði að þróast samhliða fjölþættum þróunarbæmm iðnaði til þess að tryggja betur hag- vöxt á grundvelli fjölbreytni og sveigjanleika í hagkerfinu. Sósialdemókratar og stéttarfélög hafa áhuga á að kynna sér reynslu Norðurlandanna í uppbyggingu vel- ferðarkerfis. En hin nýja efnahags- stefna í Svíþjóð, kreppan í Finn- landi, afstaða Dana til Maastricht og sú skoðun að hagkerfi Noregs sé að sumu leyti hagkerfi vanþróaðs ríkis þrátt fyrir að þar séu ein bestu lífskjör í heimi dregur úr áhuga kjós- enda í Lettlandi á sósíaldemókrötum. Pólitískir flokkar sem hallasþ að sjálfsþurftarbúskap eins og ríkti fyr- ir seinni heimsstyijöld og með því velferðarkerfi er þá ríkti, auka stöð- ugt fylgi sitt í Lettlandi. Afturhvarf til heilbrigðs verðmætamats bænda- samfélags og umhverfissjónarmið em freistandi í hugum þjóðar sem er uppgefín á pólitískum þrætum og skorti. Er oft í því samhengi vísað til efnahagsstefnu Pinochet-stjórnar- innar í Chile og þess efnahagsbata er sú stefnajeiddi til. Undirrituðum fínnst einnig að Rómanska Ameríka og baltnesku löndin eigi margt sam- eiginlegt, þótt ríkisfjárlög í Lettlandi hafi hingað til verið hallalaus og fæðingartíðni færi lækkandi. í þessu samhengi vil ég vitna í Rodrigo Boija, fyrrverandi forseta Equador: „Framkvæmdavaldið hefur öðlast nútímalegri viðfangsefni, á sama tíma og þingið setur lög, sem betur ættu við á síðustu öld. Þetta veldur tilvistarvanda lýðræðiskerfisins sem getur komið í veg fyrir lausn þjóðfé- lagslegra vandamála sem fylgja efnahagslegum umbótum." Þessi niðurstaða á ágætlega við um Aust- ur-Evrópu vegna reynsluleysis stjómvalda. Hinar hægfara og ómarkvissu efnahagsumbætur í Rómönsku Ameríku hafa stundum leitt til þess að einnig þeir þjóðfélags- hópar sem fæddir vom í miðstétt lenda undir fátæktarmörkum. Margt bendir til svipaðrar þróunar í Austur- Evrópu og Eystrasaltsríkjum. Undirritaður hefur komist að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu við samanburð á efnahagsendurbót- um í Rómönsku Ameríku og baltn- esku ríkjunum, að í samfélagi sem verið er að umbylta getur fijálslyndi í efnahagsmálum og hreint lýðræði leitt til stigmögnunar fátæktar. Tak- markað lýðræði samfara fijálslyndi í efnahagsmálum eins og var í Chile undir stjóm Pinochets leiddi til auk- innar hagsældar sem núverandi stjómvöld byggja á við framkvæmd félagsmálastefnu án þess að stofna efnahagsástandi landsins í hættu. Ekki virðist vera hægt að alhæfa og heimfæra ástandið í Lettlandi á vandamál sem fyrir hendi eru í Eist- landi og Litháen. Blæbrigðamunur er á löndum í Rómönsku Ameríku og í Eystrasaltslöndunum. Vitna má í ummæli Carlos Salinas de Gortari forseta Mexíkó um að langvarandi og strembin endurbótastefna Mexíkó sýni svo ekki verði um villst að ekki sé til nein algild og fullkomin for- skrift að efnahagslegum endurbótum sem hægt sé að yfirfæra frá einu sendum. Annars vegar að bæta þyrfti afkomu sjávarútvegs og samkeppnis- stöðu innlendrar framleiðslu með því að afnema alfarið og/eða tímabundið ýmis opinber gjöld atvinnulífsins. Miðað við þær hugmyndir sem voru til umræðu hefðu þessar hugmyndir bætt afkomuna í sjávarútvegi um 3,4% og auk þess hefði stöðugleiki í verðlagi bætt stöðuna um 2%. Sam- tals hefði afkoman því batnað um 5,4% án þess að verið væri að íþyngja ríkissjóði. Hins vegar var gengið út frá því að atvinnuleysisstigið á haustmán- uðum væri óviðunandi og því bæri að efna til víðtækra aðgerða til þess að draga úr því eða í það minnsta að koma í veg fyrir að það ykist í því sambandi lögðu fulltrúar ASÍ til að ýmsum arðbærum verkefnum í vega- og brúargerð yrði flýtt, að farið yrði í ýmis viðhaldsverkefni á þeim opinbera byggingum sem lægju undir skemmdum og að sett yrði fjár- magn í sértækar aðgerðir á þeim svæðum þar sem atvinnuleysi væri vemlegt. Lagt var til að settir yrðu 6 milljarðar króna í þessar fram- kvæmdir. Þessi verkefni vom valin með hliðsjón af eftirfarandi forsend- um; að innflutningshlutfall í aðföng- um væri tiltölulega lágt, að launa- hlutfall væri hátt til þess að ná fram sem mestum áhrifum á atvinnustigið (og þar með spamað ríkisins vegna atvinnuleysisbóta) og að fram- kvæmdirnar legðu grann að nýrri sókn í hagvexti í framtíðinni. Áhrif þessara framkvæmda á þjóðarbúið kemur fram í meðfylgj- andi töflu, en þar era þær taldar með fjárfestingum í stað samneyslu. Heildaráhrifin hefðu orðið þau, að bæði bein og óbein áhrif á fjárfest- ingar yrðu 12,6% og afleidd áhrif á einkaneyslu yrðu 1% aukning á næsta ári. Því hefði heildareft- irspurnin í þjóðfélaginu aukist um 2,8% eða um 10 milljarða króna og innflutningur hefði aukist um 2%. Heildaráhrifin á framleiðslu hér inn- anlands hefðu því orðið aukinn hag- vöxtur um 2,1%, eða sem svarar Jens Zvirgzdgrauds „Ýmis vandamál á þess- um breytingartímum í Eystrasaltslöndunum eru sameiginleg öllum þremur löndum.“ landi til annars. Af þessum ástæðum geti aðstoð ráðgjafa alþjóðastofnana oft verið til mikilla bóta fyrir þessi lönd. Ýmsir fyrirvarar era þó nauð- synlegir. M.a. getur verið að greining í viðkomandi landi sé of stöðluð og einhliða og byggð á röngum forsend- um eins og t.d. að fórnfýsi og lang- lundargerð þjóðarinnar sé meira en síðar kemur í ljós. Höfundur álítur að skoðanaskipti milli íslenskra og lettneskra þjóðhag- fræðinga geti verið til mikilla hags- bóta fyrir báðar þjóðir þar eð mörg vandamál á íslandi og í Lettlandi eru svipuð, t.d. jafnvægi í peningamál- um, seðlabankamál og lækkun verð- bólgu. Sérstök efnahagsleg vandamál í Lettlandi Ýmis vandamál á þessum breyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.