Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 ■H-■!■ ■ - !-—-----•-"i'-H-:-:-----f- Hætt við lækkun endurgreiðslna vsk. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur í samráði við aðra ráðherra ákveðið að falla frá iækkun endurgreiðsina virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði úr 100% í 60% en Davíð gegnir nú embætti fjármálaráðherra í fjarveru Friðriks Sophussonar, sem er staddur erlendis. Þessi lækkun átti að spara rikissjóði 400 millj. kr. á árinu samkvæmt fjárlögum. Verður tillagan afgreidd formlega á ríkisstjórnarfundi í dag og verður samtímis tekin fyrir í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Breytingin á virðisaukaskattinum var ákveðin með afgreiðslu skattalagafrumvarps rikisstjórnarinnar skömmu fyrir jól en hefur að undanförnu sætt harðri gagnrýni aðila vinnumarkaðarins þar sem hún leiðir til hækkunar á vísitölum og átti stóran þátt i hækkun vaxta um áramótin. Þurfa ráðherrar og þingmenn að ganga hratt frá þessari breytingu á lagabreytingunni en Hagstofan birtir framfærsluvísitöluna á morgun og byggingarvísi- tölu og lánskjaravísitölu, sem gilda í febrúar, 20. janúar. Er líklegast að breytingin verði gerð við afgreiðslu lánsfjárlagafrumvarpsins sem liggur enn óafgreitt fyrir Alþingi. flhpif skertnar endurgreiðslu VSK af víimu iönaðarmanna vifl íbúðarhúsnæði úr 100% í 60% samkvæmt mati Itagdeilda ASÍ eg VSÍ 650 millj. kr. Aukin greiðslu- byrð) iántakenda Hækkun 3j20% vísitalna 1,07% fe 0,10% Áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs 1993 k 1 1 jmimil ' ! -14 -13 -10 -8 Persónuafsláttur -221 Aætaður sparnaður ríkissjóðs af lægri endurgreiðslu VSK 400 millj. kr. 480 a 5 1 1 Y— co -4 i 1 3 1 42 co § g 1 s CQ I & -266 1994 -530 Önnur áhrif af aðgerðunum • Launakostnaður í byggingariðnaði hækkar um 10% • Kostnaður vegna viðhalds og viðgerða hækkar um 6-7% • Húshitunarkostnaður landsmanna hækkar um 175 millj. kr. • Húshitunarkostnaður hins opinbera hækkar um 15-20 m • Fjármagnskostnaður ríkisins eykst um 145 milj. kr. • Færri félagslegar íbúðir verða byggðar • Framlag og vextir kaupenda félagslegra íbúða hækka • Aukið atvinnuleysi '• Aukið umfang „svartrar atvinriustarfsemi'1 og skattsvika kr. Mat hagdeilda VSÍ og ASI á áhrifum breytinganna. Davíð sagði að lækkun endur- greiðslnanna hefði haft of mikil áhrif á lánamarkaðinn, atvinnulífið, vexti og svokallaða „svarta vinnu“ auk margvíslegra annarra áhrifa miðað við þann ávinning sem ríkið hefði notið af breytingunni. „Eftir að ann- ir og þvarg síðustu fjárlagadaganna er liðið hjá geta menn metið þetta í réttu samhengi á ný og að fengnum viðbótarupplýsingum er niðurstaðan sú.að skynsamlegt sé að falla frá þessu. Það er betra að láta skynsem- ina ráða í því efni en eitthvert mis- skilið pólitískt stolt,“ sagði Davíð. Aðspurður um hvort lögð yrði fram tillaga um hvernig ríkið hygð- ist afia þessara 400 milljóna sem átti að halda eftir með þessum að- gerðum sagði Davíð að þótt deila mætti um útreikninga aðila vinnu- markaðarins léki enginn vafí á að fjárhagslegt tap ríkissjóðs af því að falla frá þessari breytingu á virð- isaukaskattinum væri mun minna en þessari upphæð næmi. „í raun sýnist fráleitt að fram- kalla milljarða tilflutning á lána- markaði með aðgerð sem ætlað er að spara ríkissjóði 400 m.kr.,“ sögðu Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í bréfi sínu til forsætisráðherra síðastliðinn föstu- dag. Ákvörðun forsætisráðherra í gær kom á óvart. Hann kallaði emb- ættismenn fjármálaráðuneytisisins til sín í gærdag og kynnti ákvörðun- ina en þá voru sérfræðingar ráðu- neytisins að vinna að sérstakri grein- argerð til að svaca gagnrýni aðila vinnumarkaðarins. Bréfi forystumanna ASÍ og VSÍ til forsætisráðherra fylgdi mat hag- deilda þessara samtaka á víðtækum áhrifum aðgerðarinnar á vísitölur, verðlag, fjármagnsmarkað, fram- kvæmdir og stöðu ríkissjóðs. Reiknuðu hagfræðingarnir út að lánskjaravísitala febrúarmánaðar hækki um 1,07% vegna áhrifa af minni endurgreiðslu virðisauka- skatts á vísitölur. Það hefði leitt til þess að heildarskuldir lántakenda aukist um 4 milljarða og greiðslu- byrði skuldara vaxi um nálega 1.250 millj, kr. á öllu árinu. Þar af falli um 250 millj. kr. á opinhera aðila, 350 millj. kr. á heimilin og um 650 millj. kr. á atvinnuvegina. Hærrl kostnaður við Vestfjarðagöng Lækkun endurgreiðslnanna átti að spara ríkissjóði 400 milljónir kr. á þessi ári og 480 millj. á hveiju ári eftir það. Hagdeildir ASÍ og VSÍ komust að þeirri niðurstöðu að vísi- tala byggingarkostnaðar fyrir febr- úar rriyndi hækka um 3,2% vegna þessarar breytingar. Þar við bætist hækkunaráhrif framfærsluvísitölu um tæplega 0,1% þar sem kostnaður við viðhald íbúða í húsnæðislið vísi- tölunnar er framreiknaður með byggingarvísitölu. Þar sem vægi þessara vísitalna hvorrar um sig er þriðjungur í lánskjaravísitölu hefði hún hækkað um 1,07% af þessum sökum. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu, var ekki ágreiningur á milli ráðuneytisins og aðila vinnumark- aðarins um þessi áhrif á hækkun vísitalnanna. Hins vegar hefði verið ágreiningur um áhrifin á fjárhag ríkissjóðs. Lækkun endurgreiðslna vegna vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhús- næði hefði haft mjög víðtæk áhrif vegna þess hversu stór þáttur þessi kostnaður er í samsetningu vísi- tölunnar. Grunnur byggingarvísi- tölunnar er miðaður við tiltekna gerð íbúðarhúsnæðis og í greinar- gerð ASÍ og VSÍ segir um þetta atriði: „Þótt bygging íbúðarhús- næðis sé aðeins hluti af mannvirkja- gerð í heild, eða um þriðjungur, er notkun hennar mun víðtækari og eru verksamningar í annarri mann- virkjagerð oftast tengdir við breyt- ingar á vísitölunni. Þannig mun lækkun endurgreiðslunnar valda hækkun á verði því sem verkkaupar hafa samið um við verktaka óháð því hvort tilkostnaður þeirra hafí aukist að sama skapi. Dæmi um þetta er t.d. samningar vegagerðar- innar við verktaka um byggingu Vestíjarðaganga og mun kostnaður við byggingu þeirra aukast af þess- um sökum.“ 1.250 millj. aukin greiðslubyrði skuldara Seðlabankinn tók tillit til verð- lagsáhrifa af lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts í verðbólguspá sinni í síðasta mánuði og tóku bank- amir mið af þeim þegar þeir ákváðu hækkun vaxta á óverðtryggðum lán- um um 1,5-2,75% frá 1. janúar. Að sögn Hannesar Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra VSÍ, má ætla að 1-1,5% vaxtahækkunarinn- ar séu beinlínis til komin vegna þess- arar lækkunar á endurgreiðslu virð- isaukaskattsins. Um seinustu áramót námu verð- tryggðar skuldir lánakerfisins um 375 milljónum króna samkvæmt mati Seðlabankans. Þannig var áætl- að að skuldirnar myndu aukast um 4 milljarða vegna hækkunar lán- skjaravísitölunnar og greiðslubyrði verðtryggðra lána um 400 milljónir á þessu ári. ASÍ og VSI mátu það svo, að vaxtabyrði af óverðtryggðum lánum hækkaði um 850 millj. kr. ASI og VSI töldu í greinargerð sinni að lækkun endurgreiðslunnar hefði einnig í för með sér að launa- kostnaður í byggingarstarfsemi hækkaði um tæplega 10% og kostn- aður vegna viðhalds- og viðgerðar- verkefna um 6-7%. Hætt sé við að þessi breyting auki hlut svartrar vinnu, sem muni svo aftur leiða til tekjutaps fyrir ríkissjóð. Þá verði bygging félagslegra íbúða dýrari og því muni draga úr byggingu þeirra. Eigið framlag kaupenda félagslegra íbúða aukist svo og vaxtabyrði vegna hærra verðs og lána. Draga muni úr umsvifum í byggingariðnaði og atvinnuleysi í greininni aukast. Margar gjaldskrár eru miðaðar við vísitölur og töldu hagfræðingar ASÍ og VSÍ að húshitunarkostnaður landsmanna myndi hækka um 175 milljónir króna þar sem hitavpitur miði verðskrárbreytingar sínar við hækkun byggingarvísitölu. Þá eigi opinberir aðilar um 9% af rúmtaki alls húsnæðis í landinu og því myndi hitareikningur þeirra hækka um 15-20 milljónir kr. Þessi aðgerð hefði ennfremur leitt til þess að tekjur ríkissjóðs af tekju- skatti minnkuðu um 266 millj. kr. þar sem persónuafsláttur, barna- og vaxtabætur hækka í júlí til samræm- is við hækkun lánskjaravísitölunnar frá desember til júní. Þannig hefði persónuafsláttur hækkað um 221 millj., sjómannaafsláttur um 8 millj., barnabætur um 14 millj., barnabóta- auki um 10 millj. og vaxta- og hús- næðisbætur um 13 millj. Aðeins stæðu eftir 134 milljónir af áformuð- um 400 millj. kr. sparnaði. Á næsta ári kæmi þessi hækkun fram að fullu, að upphæð 530 millj. kr. Loks bentu samtökin á að þessi aðgerð leiddi af sér hærri fjármagns- kostnað ríkisins. Töldu hagfræðing- amir að vaxtagjöld ríkisins myndu aukast um 275 millj. kr. vegna hækkunar vísitölunnar en vaxtatekj- ur um 130 millj. kr. Hrein áhrif á greiðslustöðu ríkissjóðs yrðu því nei- kvæð um 145_ millj. kr. á árinu. Ómar Friðriksson. Viðtalstímar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks Færðir út í borgarhverfin VIÐTALSTÍMAR borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins hefj- ast á ný næstkomandi laugar- dag, og verður nú sú breyting á að viðtalstímarnir verða færðir út í hverfi borgarinnar. Viðtalstímarnir verða á laugar- dögum kl. 10-12, og verða þátttakendur allir aðal- og varaborgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa mörg undanfar- in ár verið með viðtalstíma fyr- ir Reykvíkinga, og hafa þeir hingað til alltaf verið í Valhöll. Að sögn Hilmars Guðlaugsson- ar, starfsmanns Sjálfstæðisflokks- ins, eu allir borgarbúar velkomnir í viðtalstíma borgarfulltrúanna en þar er tekið við hverskyns ábend- ingum og fyrirspurnum um mál- efni borgarinnar. „Viðtalstímarnir eru nú færðir út í hverfín til þess að gera borgarbúum auðveldara að notfæra sér þessa þjónustu, en hverfafélög Sjáifstæðisflokksins, sem eru 13 að tölu, munu sjá um framkvæmdina á viðkomandi stöð- um. Þó viðtalstímamir séu færðir á þennan hátt út í hverfin eru all- ir borgarbúar velkomnir óháð því hvort þeir búa í hverfínu, t.d. ef viðkomandi þarf að ná tali af ein- hveijum ákveðnum borgarfull- trúa,“ sagði hann. Hér á eftii- fer listi yfír viðtals- tíma borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins: Nes- og Melahverfi og Vestur- og Miðbæjarhverfí Viðtalstími laugardaginn 16. janúar kl 10-12, Lækjargötu 6b, 2. hæð. Borgarfulltrúi: Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og formaður stjórnar Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar. Varaborgarfulltrúi: Jóna Gróa Sig- urðardóttir, formaður atvinnu- málanefndar, í stjórn heilsugæslu miðbæjarumdæmis, menningar- málanefnd og byggingarnefnd aldraðra. Austurbær og Norðurmýri og Hlíða- og Holtahverfí Viðtalstími laugardaginn 23. janúar kl. 10-12 í Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Borgarfuiltrúi: Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgar- stjórnar, í borgarráði, formaður heilbrigðisnefndar og í umhverfis- málaráði. Varaborgarfulltrúi: Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingarnefndar, formaður hús- næðisnefndar Reykjavíkur og í íþrótta- og tómstundaráði. Laugarneshverfi og Langholtshverfi Viðtalstími laugardaginn 30. janúar kl. 10-12 í Hrafnistu, DAS. Borgarfulltrúi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipu- lagsnefndar, í borgarráði, í hafn- arstjórn, í stjóm sjúkrastofnana, í stjóm Sorpeyðingar höfuðborg- arsvæðisins og í byggingamefnd aldraðra. Varaborgarfulltrúi: Hulda Valtýsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Háaleitishverfi Viðtalstími laugardaginn 6. febrúar í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Borgarfulltrúi: Anna K. Jóns- dóttir, formaður Dagvistar barna, í hafnarstjórn, skipulagsnefnd, stjórn heilsugæslu vesturbæjarum- dæmis, heilbrigðisnefnd og Inn- k aupastofnun Reykj avíkurborgar. Varaborgarfulltrúi: Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnar- stjórnar og í byggingarnefnd aldr- aðra. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Viðtalstími laugardaginn 13. febrúar kl. 10-12 í safnaðarheim- ili Bústaðakirkju. Borgarfulltrúi: Árni Sigfússon, í borgarráði, for- maður stjórnar sjúkrastofnana, í atvinnumálanefnd og formaður fræðslu- og skólamálaráðs. Vara- borgarfulltrúi: Haraldur Blöndal, formaður umferðamefndar. Árbæjar- og Seláshverfi Viðtalstími laugardaginn 20. febrúar kl. 10-12 í Hraunbæ 102b. Borgarfulltrúi: Júlíus Hafstein, í borgarráði, formaður umhverfís- málaráðs, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, formaður ferða- málanefndar og í menningarmála- nefnd. Varaborgarfulltrúi: Mar- grét Theodórsdóttir, í fræðslu- og skólamálaráði og ferðamálanefnd. Breiðholtshverfin Viðtalstími laugardaginn 27. febrúar kl. 10-12 í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi. Borgarfull- trúar: Guðrún Zoéga, formaður félagsmálaráðs og í stjórn veitu- stofnana, og Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstjórnar, for- maður stjórnar veitustofnana og formaður byggingarnefndar aldr- aðra. Varaborgarfulltrúar: Ólafur F. Magnússon, í stjórn Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og heilsugæsluumdæmis vesturbæjar, og Sigríður Sigurðardóttir, í stjóm dagvistar barna og skólamálaráði. Grafarvogshverfi Viðtalstími laugardaginn 6. mars kl. 10-12 í Hverafold 1-3. Borgarfulltrúi: Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjórnar SVR, í umferðarnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og stjórn Dagvistar barna. Varaborgarfulltrúar: Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilsu- gæsluumdæmis austurbæjar nyrðra og heilbrigðisnefnd, og Katrín Gunnarsdóttir, i heilbrigð- isnefnd, íþrótta- og tómstundaráði og ferðamálanefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.