Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Reynið viðskiptin. Vatnagöröum 10 • Reykjavík S 685854 / 685855 • Fax: 689974 Frumraun Margrétar Tónlist Ragnar Björnsson í íslensku óperunni sl. laugar- dag þreytti Margrét Kristjáns- dóttir einskonar frumraun sína á íslandi sem fiðluleikari, en hún lauk nýlega „mastersprófí“ í fíðluleik við Mannes College of Music í New York. í efnisskrá segir að Margrét hafi tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Píanóleikari á tónleikunum í ís- lensku óperunni var Nína Margrét Grímsdóttir, sem minni ástæða er til að kynna okkur íslending- um. Strax í upphafi Sónötunnar í e-moll eftir Mozart var auðheyrt að hér var um vandaðan fíðluleik að ræða, tónöryggi gott, tæknin í lagi, léttleikandi spil, en líktist nokkuð leik góðs nemanda, ennþá vantar að glæða verkin persónu- legri mótun og spennu. Þótt margar hendingar væru fallega gerðar í Brahms-sónötunni nr. 2 í A-dúr op. 100, vantaði þessa Margrét Kristjánsdóttir spennu í tóninn sem gefur hveiju augnabliki það líf sem ekkert tón- verk getur verið án. Nína Mar- grét sýndi aftur á móti áberandi gott Brahms-spil og yfírleitt mjög góðan samleik við nöfnu sína. Kannske var besti þáttur Mar- grétar Kristjánsdóttur í öðrum kafla sónötu Jóns Nordals, en Nína Margrét Grímsdóttir þessi frábæri þáttur, frá hendi Jóns, fékk fallega heild í meðför- um Margrétanna. Lokaverk tón- leikanna var sónata Beethovens í c-moll op. 30 nr. 2. Þarna vant- aði nokkuð á að innihaldið birtist okkur sterkum myndum og í loka- kaflanum var sem píanóið þyldi ekki lengur við í fangelsi sakleys- isins og bryti af sér öll bönd - þannig á það að vera. „Little things mean a lot“. Stuttu hend- ingarnar milli upphrópananna hafa einnig mál. Öll vitum við að sónötur Beethovens eru góð tón- list, en það verður að heyrast út í hvert horn. Ekki má gleyma flettaranum, en það er regla að fletta með hendinni sem er fjær hljóðfæraleikaranum. Þetta er kannske örlítið óþægilegra fyrir flettarann, en lífið er ekki allt dans á rósum. Halaleikhópurinn sýnir Aurasálina HALALEIKHÓPUIRNN frumsýnir leikritið Aurasálina eftir franska leikskáldið Moliére hinn 16. janúar nk. í félagsmiðstöðinni Árseli kl. 20.30. Það húsnæði er valið m.a. vegna aðgengis fyrir alla. TILKYNNINC! Póst- og símamálastofnunin vill vekja athygli á því, að bílasíminn, handvirka farsímaþjónustan í 002, verður lögð niður frá og með I. janúar 1994. Þeir notendur handvirka farsímakerfisins, sem vilja gerast notendur í sjálfvirka farsímakerfinu fá niðurfellingu á stofngjaldi. Nánari upplýsingar fást hjá Markaðsdeild fjarskiptasviðs Póst- og símamálastofnunar í síma 636000. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og póst- og símstöðvum um land allt. Halaleikhópurinn var stofnaður sl. haust sem sjálfstætt leikfélag með það að markmiði fyrst og fremst að iðka leiklist með aðgengi fyrir alla. Félagar eru nú rúmlega 50. Félagið hyggst einbeita sér að leiklist með þátttöku fatlaðra og ófatlaðra sem áhuga hafa á slíku leikhúsi. Félagarnir eru enda á öll- um aldri, fatlaðir sem ófatlaðir. Þegar var ákveðið að félagið sækti um inngöngu í Bandalag íslenskra áhugaleikfélaga. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra hefur ljáð félaginu húsrými fyrir starfsemin í Hátúni 12 (kjallara) og er það leikhópnum mikil lyftistöng. Þegar í upphafi var hugað að fyrstu verkefnum og varð niður- staðan sú að ráðist yrði ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur tekist á við klassískt leik- verk og varð, eins og fyrr segir, Aurasálin fyrir valinu. Töluverður fjöldi fólks stendur að uppfærslunni, leikarar eru alls 15 auk aðstoðarfólks og leikstjóra sem eru tveir, Guðmundur Magnús- son og Þorsteinn Guðmundsson. Fjöldi sýninga er að svo komnu máli óákveðinn. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Sverrir Frá samlestri á leikritinu Ferðalok í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið Samlestur hafinn á nýja leikritinu Ferðalok I Þjóðleikhúsinu er hafinn samlestur á nýju leikriti eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Leikritið, sem ber heitið Ferðalok, byggist að hluta á samnefndu kvæði eftir góðskáldið Jónas Hallgrimsson. í leikritinu er hinn sígildi ástar- þríhymingur tekinn fyrir. Háskóla- neminn Þóra er við nám í Kaup- mannahöfn. Hún er að vinna við lokaritgerð um síðustu daga Jónas- ar Hallgrímssonar og kvæði hans Ferðalok, þegar Jónas, fyrrverandi unnusti hennar, kemur til Kaup- mannahafnar. Fyrst í stað virðist sem Jónas og Þóra nái saman á ný - eða þangað til Halldór, háskóla- kennari Þóru kemur líka til Kaup- mannahafnar. Halldór er giftur, en þau Þóra hafa átt vingott saman. Og ástarþríhyrningur myndast, togstreita hefst í lífi ungu stúlkunn- ar, Þóru. í verkinu er sterk skír- skotun til fortíðar og Jónasar Hall- grímssonar, þar sem Þóra er að fjalla um líf hans og kvæðið Ferða- lok í ritgerð sinni. Höfundurinn, Steinunn Jóhann- esdóttir, hefur starfað sem leikari við Þjóðleikhúsið um árabil. Hún hefur áður skrifað nokkur leikrit, meðal annars Dans á rósum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1981. Steinunn hlaut verðlaun á Listahá- tíð 1987 fyrir handrit að stutt- mynd, sem bar heitið Ferðalag Fríðu. Steinunn hefur einnig skrif- að leikrit á sænsku, sem byggir á Völuspá - „Völvans spadom“ var sýnt í Folk Teatem í Gautaborg 1990. Aðalleikarar í Ferðalok eru þau Halldóra Björnsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Leikstjóri er Þórhall- ur Sigurðsson. Stefnt er að frum- sýningu leikritsins í lok febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.