Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 55 Gekk í blind- byl í 23 tíma Gekk undan veðrinu oghugsaði um það eitt að komast af Ég var orðinn afar þreyttur undir það síðasta og reyndi þá að grafa mig í fönn á tveggja tíma fresti. Þar hélt ég kyrru fyrir í fimmtán mínútur og þar af svaf ég í tíu mínútur. Ætli það hafi ekki bjargað mér að ég hélt bara áfram, ég hefði drepist úr kulda annars," sagði Guðlaugur Þorleifsson, 20 ára, sem vann það þrekvirki að ganga í kafaldsbyl í um 23 klukkustundir, frá ná- grenni Jósefsdals að Strandarkirkju við Selvog I fyrri- nótt. Þar var honum bjargað af björgunarsveitarmönn- um. Félagi Guðlaugs, Þröstur Halldórsson, 19 ára, varð viðskila við Guðlaug uppi á fjalli, en hann sá bjarmann frá Reykjavík og komst undir miðnætti í Bláfjallaskál- ann og hafði þá gengið I um átta klukkustundir. Morgunblaðið/Kristinn Heimtur úr lielju Guðlaugur með foreldrum sínum Þorbjörgu Finnsdóttur og Þor- leifi Gislasyni á Borgarspítalanum í gær. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Það var björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn, sem kom að Guðlaugi Þorleifssyni við Þorláks- höfn en þau eru talin frá vinstri, Haraldur Hauksson, Kristín Dís Kristjánsdóttir, Stefán Jónsson, Tryggvi Samúelsson, Þórarinn Grímsson, Kristján Friðgeirsson og Bjarni Ásgeirsson. Feður þeirra gerðu lögreglunni viðvart um kl. 21 á sunnudags- kvöld að piltanna væri saknað. Lögreglan hóf þegar að grennslast fyrir um þá en skipulögð leit hófst um miðnætti. Leitarmenn gátu lítið aðhafst vegna veðurs og létu fyrir- berast í Bláfjallaskálanum. Þegar mest var voru 170-180 manns við leit sem hófst strax við dagrenn-- ingu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfír leitarsvæðið eftir hádegi í gær. Björgunarsveitarmenn leit- uðu á 55 vélsleðum og sjö snjóbílum og fóru vítt og breitt um allt Blá- fjallasvæðið. Um klukkan 14.30 óku félagar úr Björgunarsveitinni Mannbjörg frá Þorlákshöfn fram á Guðlaug þar sem hann var á gangi eftir þjóðveginum, skammt frá af- leggjaranum að Strandarkirkju. Guðlaugur var fluttur á slysadeild Borgarspítalans en var vel á sig kominn, en lítillega kalinn á fíngr- um og tám. Hann dvaldist yfír nótt í sjúkrahúsi. Stóratáin stóð út úr Guðlaug kól lítillega á höndum og fótum en var furðu hress miðað við þá þrekraun sem hann hafði lent í. Gat kom á annan skó hans og gekk hann með stórutána út úr skónum í nokkrar klukkustund- ir. „Við fórum frá Reykjavík um eittleytið að Rauðavatni og hittum þar fleiri vélsleðamenn og urðum samferða þeim helming leiðarinnar upp í BláQöll. Vestanmegin Blá- fjalla gerði blindbyl svo við ætluð- um að snúa við. En þarna voru miklar hengjur svo við skildum sleðana eftir og ákváðum og ganga upp í Bláfjöll. Við gengum upp á fjallið, en þar var þreifandi blind- bylur og við urðum viðskila um tíu- leytið um kvöldið. Þröstur hafði dregist aftur úr og var orðinn þreyttur. Ég leitaði að honum en fann hann ekki aftur, svo ég hélt áfram. Ég sá ljós frá björgunar- sveitarmönnum, en þau voru það langt í burtu að ég hélt áfram. Svaf í tíu mínútur Ég gekk yfír alla heiðina til um það bil hálfsex um morguninn og tók mér stundarfjórðungs hlé á tveggja tíma fresti. Þama um morguninn sofnaði ég í um tíu mínútur en varð svo_ kalt við það að ég hélt áfram. Ég vissi hvar Hellisheiðin var og stefndi þangað. Loks gekk ég fram á veg um klukk- an tíu um morguninn og gekk eft- ir honum að Strandarkirkju, en þar ætlaði ég að reyna að komast inn. Ég var kominn töluvert niður af- leggjarann þegar ég sneri til baka því mótvindurinn var mikill og erf- itt að komast áfram. Síðan hélt ég í átt til Þorlákshafnar. Skömmu síðar mætti ég björgunarsveitar- mönnum frá Mannbjörg í Þorláks- höfn og þeir tóku mig upp í. Eg var ekkert tiltakanlega þreyttur en kalinn á fíngrunum því ég missti hanskana af mér þar sem ég krafl- aði mig á fjórum fótum eftir hálum veginum. Þá var ég orðinn hræddur um að þetta hefðist ekki,“ sagði Guðlaugur. Guðlaugur kvaðst hafa gengið þessa leið áður að sumarlagi og því hefði hann nokkum veginn vit- að hvert hann ætti að fara. „Næst klæði ég mig betur og hef með mér neyðarblys og vasaljós og fer eftir veðurspánni. Hefðum við haft neyðarblys hefðum við fundist strax,“ sagði Guðlaugur. Heyrði Guðlaug kalla Þröstur var á gangi í átta klukkustundir, og sagði hann að það eina sem hefði amað að sér hefði verið klakabrynja úr hjálmin- um við háls sér, sem hefði marið hann. „Við festum sleðana þama og sáum ekki neitt. Við bmgðum á það ráð að ganga upp á íjallið og tókum stefnu á Bláfjallasvæðið. Ég var svona tíu metra á eftir Guðlaugi en allt í einu sá ég hann ekki lengur. Ég heyrði hann kalla og kallaði á móti, en sá ekki neitt. Kannski gekk ég í átt frá honum. Ég reyndi að halda mig á fjöllunum og stefndi á bjarmann frá Reykja- vík. Svo gekk ég lengra og sá þá ljós frá Bláfjallaskálanum. Eg missti hanskana þegar ég tók þá af mér, enda vora þeir orðnir eitt klakastykki. En ég var orðinn hræddur þama uppi. Samt bjóst ég alltaf við því að Guðlaugur kæmist til byggða á undan mér, því ég drattaðist alltaf á eftir hon- um. Hann var fljótari úr sporanum en hann- hefur gengið í vitlausa átt. Mér leið illa þegar hann fannst ekki og þegar ég vaknaði í dag [gær] og hann var ófundinn var ég orðinn svartsýnn. Það var ekk- ert grín að vera á gangi í þessu veðri og ef maður hélt sér ekki gangandi kólnaði maður strax nið- ur. Eg ætlaði að grafa mig í fönn og gerði það nokkum veginn, en mér kólnaði svo hratt að ég hélt áfram,“ sagði Þröstur. Lengsti sólarhringur ævi minnar Foreldram Guðlaugs, Þorleifí Gíslasyni og Þorbjörgu Finnsdótt- ur, létti að vonum stórlega þegar þau fréttu að Guðlaugur hefði fundist heill á húfí. „Þetta var al- gjör martröð og lengsti sólarhring- ur ævi minnar," sagði Þorbjörg. „Guðlaugur er algjör reglumaður og hefur stundað líkamsrækt og það held ég að hafi bjargað honum í nótt,“ sagði hún. Þau höfðu ekk- ert sofíð frekar en Guðlaugur með- an á þrekraun hans stóð og höfðu samband við lögregluna á hálftíma fresti alla nóttina til að spyijast frétta. Þorleifur kvaðst telja fullvíst að þykkur hjálmur sem Guðlaugur bar á höfði hefði átt sinn þátt í því að svo vel fór. Klakabrynja sem myndaðist á neðanverðum hjálmin- um vamaði því að vindur kæmist að hálsi Guðlaugs. „Ég vil koma á framfæri miklu þakklæti til allra björgunarsveitar- manna og allra þeirra sem stóðu að þessu máli. Það er fyrst þegar maður kemst sjálfur í svona að- stöðu að mikilvægi björgunarþjón- ustunnar verður manni ljós,“ sagði Þorbjörg. Jeppamenn fluttu fólk af Holta- vörðuheiði FJÓRIR fólksbflar festust í ófærð á Holtavörðuheiði á sunnudags- kvöld. Ferðalangar á fjórum jepp- um komu fólkinu til hjálpar og fluttu það í Hreðavatnsskála, þar sem það gisti um nóttina. Magnús Stefánsson, einn jeppamannanna, sagði að vel hefði gengið að flytja fólkið til byggða. „Við Iögðum af stað á tveimur vel búnum jeppum úr Staðarskála um kl. 21 á sunnudagskvöld og slógumst í för með þeim þriðja við Forna- hvarnrn," sagði Magnús. „Þegar við komum upp á heiðina vora fjórir fólksbílar fastir á veginum, svo við urðum að aka utan vegar. Þá kom jeppi að, sem ætlaði norður yfír, en tók böm úr einum bílnum og sneri við til Hreðavatnsskála. Björgunar- sveitarmenn komu að þegar við vor- um að draga bílana út af veginum og jeppamir ijórir fóra í fylgd björg- unarsveitarmannanna niður að Hreðavatnsskála. Við gættum þess að fara varlega, einn jeppanna var alltaf á undan hinum, svo við festum aðeins einn jeppa í einu og gátum notað hina til að losa hann jafn óðum.“ Magnús sagði að vel hefði verið tekið á móti hópnum í Hreðavatns- skála og þar hefði ekki væst um menn um nóttina. „Núna upp úr hádegi ætlum við að leggja af stað niður í Borgames, en það er vitlaust veður eins og er,“ sagði hann um kl. 11 í gærmorgun. ----»■■■»-■»-- Húsavík Börn úr úthverfum komust ekki í skólann Húsavík. ÞÓTT veður hafi ekki verið gott á Húsavík í gærmorgun var þar ekkert aftakaveður. Nokkuð vel var mætt í bamaskól- ann, þó að vantaði eitthvað af böm- um úr úthverfum eða þar sem byggð- in hefur verið teygð út og upp á efstu hæðir. Þar var mjög hvasst fyrst um morguninn, en færar flestar götur. Mjólkurbílamir héldu ekki áætlun, en það var vegna þess að skyggni var sama og ekkert, en snjór ekki á aðalvegi til fyrirstöðu. í gær var verið að skipa fiski upp úr rússneska togaranum, sem kom til Húsavíkur fyrir helgi. Fréttaritari —efþu spilar til að vinna! 1. leUcvlka - 9. janúar 1993 Nr. Leikur: Rððin: 1. Arsenal - ShefT. Utd. - X- 2. Blackbum - Wimbledon - X - 3. Chclsea - Man. City - - 2 4. Coventry - Nott. For. - - 2 5. C. Falace - Everton - - 2 6. Ipswich - Oldham - - 2 7. Leeds - Southampton 1 - - 8. Liverpool - Aston V. - - 2 9. Man. Utd. - Topttenham 1 - - 10. Mlddlcsbro QPR - - 2 11. Bristol C. - Newcastle - - 2 12. Chariton - T rannierc - X - 13. Watford - Woives 1 - - Heildarvinningsupphteðin: 140 milljónir króna 13 réttir: 7.537.090 1 12 réttir: f 159.240 llríttir: 12.740 | lOréttlr: 2.950 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.