Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VOSKQTI AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 ÆTTFRÆÐINAMSKEID Ný námskeið í ættfræði hefjast bráðlega og standa 5-6 vikur (ein mæting í viku, 20-24 kennslustund- ir). Veruleg verðlækkun í öllum námsflokkum. Nem- endur fá kennslu, þjálfun og leiðsögn í ættarleit og uppsetningu á ættarskrám og afnot af heimilda- safni um þorra íslendinga á liðnum öldum. Einnig verða framhaldsnámskeið fyrir lengra komna og helgarnámskeið úti á landi. Leiðbeinandi: Jón Valur Jensson. Upplýsingar og innritun í símum 27100 og 22275 kl. 8.30-17.30. Fer inn á lang flest heimili landsins! Ættfræðiþjónustan, sími 27100. TIME MANAGER 1993 Stjórnunarfélags íslands 4. og 5. febrúar og 25. og 26. febrúar. Innritun hafin. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson TMI leiðbeinandi Á ÍSLENSKU TÍMASTJÓRNUN, MARKMIÐASETNING, FORGANGSVERKEFNI, MANNLEG SAMSKIPTI OG AUKNAR HUGMYNDIR. Haukur Haraldsson Upplýsingar í síma 621066 Stjórnunarfélag íslands ATHYGLISVERÐASTA AUGLÝSING ÁRSINS 1992 LUMAR ÞÚ Á AUGLÝSINGU? íslenski markaðsklúbburinn ÍMARK í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa efnir til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1992. Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst á árinu 1992. Tilgangur samkeppninnar er að vekja almenna athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þeirra verðskuldaða viðurkenningu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: Kvikmyndaðar auglýsingar Útvarpsauglýsingar Dagblaðaauglýsingar Tímaritaauglýsingar Auglýsingaherferðir Umhverfisgrafík Útsendiefni Vöru- og firmamerki Skilafrestur rennur út á hádegi 15. janúar 1993 Þátttökureglur og eyðublöð liggja frammi á skrifstofu SÍA, frá kl. 09:00-12:00, Háteigsvegi 3, 105 Reykjavík, sími 91-629588 Trésmíðafélag Islands HJÓLASKÓFLA -■ Nýlega afhenti Brimborg hf. nýja 23 tonna hjólaskóflu af gerðinni Volvo BM L160 til Vatnsskarðs hf. Hér er um að ræða eina fullkomnustu hjólaskóflu landsins, segir í frétt frá Brimborg. Hún er m.a. búin ljöðrunarútbúnaði á skólfugálga og vog til að vigta nákvæmlega það efni sem verið er að moka. Vélin er einnig með sjálfskiptingu og slýripinna þannig að hún er mjög þægileg í notkun. Vatnsskarð hf. annast m.a. efnissölu sunnan við Hafnarfjörð við Krýsuvíkurveg og hefur notað Volvo BM hjólaskóflur um árabil. Á myndinni sem tekin var við afhendingu vélarinnar eru f.v. Bjami Arnarson, sölumaður hjá Brimborg, Alexander Ólafsson, eigandi Vatnsskarðs hf. og Ólafur Rögnvaldsson, umsjónarmaður vélarinnar. Eina vopnið er breið samstaða FÉLAGSFUNDUR Trésmíðafélags Reykjavíkur, haldinn 7. janúar 1993, mótmælir harðlega efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Iýsir fullri ábyrgð á hendur henni vegna þess alvarlega ástands sem þær munu skapa á alþýðuheimilum í landinu. Með efnahagsaðgerðum síðustu vikna hefur ríkisstjórnin hafnað kröfu verkalýðshreyfingarinn- ar um tekjujöfnun í þjóðfélaginu og raunhæfum aðgerðum í atvinnu- málum, segir í fréttatilkyninngu frá félaginu. „í kjölfar efnahagsaðgerða ríkis- stjórnar hafa hækkanir dunið yfir á öllum sviðum. Vextir eru hækkaðir, niðurgreiðslur em skertar á landbún- aðarvömm, bensínverð hækkar, byggingarkostnaður hækkar með skertum endurgreiðslum á virðis- aukaskatti. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar á verðhækkunum vegna gengisfeliingar, skerðingum á bama- og vaxtabótum, lækkun per- sónuafsláttar og hækkunar skatt- hlutfalls í tekjuskatti. Dregið hefur verið úr fjárveiting- um til velferðarmála. Lögð hafa ver- ið þjónustugjöld á opinbera þjónustu án tillits til greiðslugetu þeirra sem á henni þurfa að halda. Þrátt fyrir loforð ríkisstjórnar um fjárveitingar til atvinnuuppbygging- ar, hafa engar raunhæfar lausnir komið fram í atvinnumálum þjóð- arinnar. Algjört upplausnarástand hefur ríkt við gerð fjárlaga. Fjárveit- ingar til atvinnuskapandi verkefna hafa verið nánast þurrkaðir út. Afleiðingar stjórnarstefnunnar er meira atvinnuleysi en þekkst hefur hér á landi í marga áratugi og allt bendir til að það muni aukast veru- lega á næstu mánuðum. Atvinnu- leysi ungs fólks er orðið ógnvæn- legt, óréttmæt höfnun er þyngra áfall en margir geta borið. Fólk sem aldr- ei hefur fallið verk úr hendi stendur ráðþrota. íslenskt þjóðfélag þolir ekki stórfellt atvinnuleysi, skuldir hlaðast upp og vonin um úrbætur er eina eign margra ijölskyldna. I síðustu kjarasamningum hefur verkalýðshreyfingin lagt höfuð- áherslu á litla verðbólgu, stöðugt verðlag og lækkandi vexti. Fj'öldi ís- lenskra fyrirtækja hafa ekki nýtt sér þau hagstæðu efnahagslegu skilyrði sem sköpuðust með lítilli verðbólgu og stöðugleika. Skattar hafa verið fluttir frá at- vinnuvegunum yfir á herðar launa- fólks. Það hefur verið látið bera auknar byrðar bótalaust. Eina vopn verkalýðshreyfingar- innar nú er breið samstaða og sem víðtækast samráð gegn atvinnuleys- isvofunni sem fylgir ríkisstjóminni og úrræðaleysi atvinnurekenda. Knýja verður fram breytta stjórnar- stefnu og leita allra ráða til að tryggja fólki bætt kjör og fulla at- vinnu.“ IKON —* hefur gefið út nýja gerð fárhagsbókhalds, Omni-Bók 7, sem er viðbót við Omni-Bók 5. Að sögn Ólafs Garðarsonar aðaleig- anda fyrirtækisis er einn af helstu kostum kerfisins að það er hægt að keyra bæði á Macintosh og PC tölvum. „Omni-Bók 7 er að öllum líkindum eitt fyrsta íslenska bókhaldskerfið sem búið er þessum kosti. Kerfið er jafnframt ljölnotenda kerfi og munu bæði Macintosh og PC-tölvur geta notað sömu gagnaskrána innan tíðar eftir að samhæf- ingu á íslenskum stöfum er lokið,“ sagði Ólafur. íkon hf. var stofnað um áramótin 1987/1988 og nú nota yfír 120 fyrirtæki launa, við- skipta- og bókhaldshugbúnað frá fyrirtækinu. Myndin var tekin við afhendingu fyrsta kerfísins til PR búðarinnar hf. Til vinstri er Rögn- valdur Pálmason framkvæmdastjóri PR búðarinnar og til hægri er Ólafur Garðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.