Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 9 Sveppasýking í hrossum Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir, fjallar um sveppa- sýkingu í hrossum og svarar fyrirspurnum á fræðslu- fundi Fáks í félagsheimilinu Víðidal fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30. Einnig fjallar hann um spatt. Öllum heimil þátttaka. Aðgangur kr. 100 fyrir utanfélagsmenn. Fræðslunefnd. ÞORRABLÓT brottfluttra Patreksfirðinga og Rauðasanúshreppsbúa verður haldið í Domus Medica föstudaginn 22. janúar. Miðar verða seldir í Domus Medica föstudaginn 15. janúar milli kl. 17 og 19 og laugardaginn 16. milli kl. 11 og 13. Elín, s. 685124, Erla, s. 22556, Óli Rafn, s. 650673. Stjórnin. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞRIÐ/U DAÚSTILBOÐ Verð nú: 3,495, Verð áður: 5.995,- Stærðir: 31-41 Litur: svart Efni: skinn vatnsvarið Ath.: ullarfóður Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-1 2, sími 689212 Fjögur Norð- urlöndíEB Karl Steinar Guðnason (A-Rn) sag-ði m.a. i þing- ræðu síðastliðinn föstu- dag: „Það er engin tilviljun að Noregur, Finnland og Svíþjóð hafa sótt um að- ild [að EB, þar sem Dan- mörk er fyrir]. Þessar þjóðir telja hagsmunum sínum betur komið inn í bandalaginu en utan þess. Með aðild eru þess- ar þjóðir að tryggja hags- muni sína, vaxtarmögu- leika atvinnuveganna, kjör launþega og að forð- ast þá einangrun, sem airnars bíður þeirra. Þessar þjóðir hafa ásamt Islendingum gert samn- ing um hið- evrópska efnahagssvæði. Það sam- komulag er í raun eins og ég sagði áðan eins konar viðskiptasamning- ur, þar sem EFTA-ríkj- unum eru tryggð ýmis réttindi innan bandalags- ins, sérstaklega á við- skiptasviðinu, en skuid- bindingar fáar. Það er ekki enn ljóst hvenær eða með hvaða kjörum áðurgreind ríki fá aðild að Evrópubanda- laginu. Því verður að telj- ast skynsamlegt að mynda hið evrópska efnahagssvæði. Ég tel að það sé mjög misráðið af Islendingum að sækja ekki um aðild að Evrópu- bandalaginu samhliða hinum Norðurlandaþjóð- unum. Ég tel að það sé nauðsynlegt, að við könn- um aðildarumsókn, kosti og galla aðildar, til hlítar. Við skulum ekki gleyma þvi að Evrópa er helzti vettvangur við- skipta okkar og verður það án nokkurs efa í ná- inni framtíð. Við erum viðskiptaiega og menn- ingarlega mjög háðir Evrópubandalaginu. Ein- mitt það hvað við eruin viðskiptalega háðir bandalaginu og tengdir því á annan hátt gerir það að' verkum að við verðum að lúta þeim reglum, þeim ákvörðun- Karl Steinar Guðnason alþingismaður Karl Steinar og Evrópu- bandalagið Sýnt er að meirihluti er fyrir því á Alþingi að treysta viðskiptahagsmuni okkar á Evr- ópumörkuðum með aðild að evrópska efna- hagssvæðinu. Á hinn bóginn hefur aðeins einn þingmaður, Karl Steinar Guðnason (A-Rn), lýst því yfir að ísland eigi að verða samferða öðrum Norðurlandaríkjum inn í Evrópubandalagið. um, sem Evrópubanda- lagið tekur. Það að vera einangraðir, án tengsla við bandalagið, það að vera áhrifalausir, getur reynzt sjálfstæði þjóðar- innar hættulegra en nokkuð annað. Ég tel sjálfur skynsamlegra að vera þátttakandi í mótun stefnunnar fremur en að vera áhorfandi. Það er sterkari staða að silja við borðið með atkvæðisrétt og áhrif fremur en að vera utangátta. Það skilja allir sem tekið hafa þátt í gerð kjarasamn- inga eða verið trúnaðar- menn á vinnustað". Kostir þess að vera samstíga Norðurlönd- unum Síðan sagði Karl Stein- ar: „Það eru ótvíræðir kostir sem fylgja því að vera samstíga Norður- landaþjóðunum með að- ildarumsókn. í fyrsta lagi er líklegt að þegar þau verða komin í Evrópu- bandalagið minnki eða liverfi að mestu áhugi þessara ríkja á sérstakri Norðurlandasamvinnu utan Evrópubandalags- ins. Þær munu hins vegar • efla Norðurlandasam- vinnu sín á milli innan bandalagsins, mynda þar afl sem tekið verður eft- ir. Norðurlandasamstarf- ið hefur vissulega gefíð okkur Islendingum mik- ið. Þar höfum við verið í samstarfí á jafnréttis- grundvelli og notið mik- iliar velvildar frænda okkar. I dag má sjá merki þess að áhugi Norður- landa á hefðbundnu sam- starfi hefur mimikað. Þeir frændur okkar horfa og tala meira í suð- ur. Þar eru framtíðar- hagsmunir þeirra. Ég tel að i samvinnu við hin Norðurlöndin með náinni samvinnu við samninga um aðild muni þeir hins vegar leggja sig fram um að fylgja eftir og sækja hagsniuni okkar. í sam- fylgd munu þeir jafnvel taka á sig byrðar til að fá okkur með. Sú góðvild mun breytast þegar við höfum einangrast, - þá er vægi okkar lokið. Eins og ég sagði áðan tel ég skynsamlegt sem næst- bezta kost að Island ger- íst aðili að evrópska efna- hagssvæðinu. I þingflokki Alþýðu- fíokksins er ég einn um þá skoðun að okkur beri að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Ég er hitis vegar þakklátur ungum jafnaðarmönnum að hafa gert ályktun um þetta efni ...“ EES, bókun 6 og stjómar- andstaðan Síðar í ræðunni segir: „Því hefur verið haldið fram að bókun 6 og tví- hliða samningur okkar við EB falli niður ef við förum inn í EES. Það er ekki rétt. Frá þvi var tryggilega gengið að allir fyrri samningar við EB stæðu ef einhveijar EFTA-þjóðir færu út úr EES vegna eigin óska. Eins og kunngt er er samningurinn uppsegj- anlegur með eins árs fyr- irvara. Fullyrðingar um erfiðleika við að fram- kvæma slíkt eru gersam- lega úr lausu lofti gripn- ar. Það eru fullyrðingar stjómarandstöðuleiðtog- anna, sem vita að þegar við höfum gerst aðilar að EES muni þeir, ef svo ógæfulega skyldi fara að þeir kæmumst einhveiju sinni aftur í ráðherra- stóla, aldrei láta sér detta í hug að hlaupa aftur inn í fomeskjuna og segja samningnum upp“. Lansinoh Natures Second Skin Græðandi og mýkjandi áburður á þurra og viðkvæma húð. Fæst í Þumalínu og flestum apótekum. Hringið og fáið sent ókeypis sýnishorn. YMUS hf., sími 91-46100. Skipholti 5. UTSALAN neist í aag B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.