Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 39
39 ~ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1993 0 Um söng og söngkennslu á Islandi UM GAGNRÝNI eftir Ágústu Ágústsdóttur (Hjáróma raddir hafa brugðist hart við skrifum mínum um söng og söng- kennslu á íslandi. Fram hefur komið hið fomkveðna, að sannleikanum verður hver sárreiðastur. Raunar er löngu kominn tími til þess að andæfa því viðhorfi, að tónlist á íslandi skuli vera „eign“ einhvers ákveðins hóps kunningja. Hingað til hafa þó fæstir þorað það. En hver veit nema Eyjólf- ur hressist.) Alltaf þegar hljómlist eða söngur heyrist, finna áheyrendur hjá sér eðli- lega hvöt til þess að segja álit sitt á gjömingnum. Asser erkibiskup var svo hrifinn 'af söng Jóns Ögmunds- sonar Hólabiskups, að hann fékk ekki orða bundist og leit meira að segja um öxl í kirkjunni, sem hann hafði þó bannað klerkum sínum. Þetta var á 12. öld. Þegar farið var að prenta blöð hér á landi, tóku fljót- lega að birtast greinar um tónlistar- flutning. Þannig hélt Sigfús Einars- son tónskáld úti „Heimi, söngmála- blaði“ á ámnum 1923 til 1925 og var oft æði hvassyrtur. Meðal tónlistargagnrýnenda er misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur. Oft vakna spumingar um það, hvaða verðleikar það séu, sem gera tónlistargagnrýnanda þess um- kominn að setjast í dómarasæti. Og tíðum vill það brenna við, að gagnrýn- andann skortir átakanlega þekkingu og kunnáttu. Þá verður og vart hlut- drægni. Reynt er að dansa á girðing- unni, svo tryggt sé að koma réttum megin niður. Eins gagnrýnanda minnist ég, sem vogaði sér að rita bersöglar greinar um sjálfa valdhaf- ana í íslensku tónlistarlífi, enda var hann látinn hætta hjá einu dagblað- inu af öðm, uns hann þagnaði alveg. Um smekk tjóir raunar lítt að deila, um hann geta menn einasta borið vitni. Ég hefi oft undrast það með sjálfri mér, hve djúp gjá reynist dög- um oftar á milli skoðana minna á söng og álits þeirra, sem breiða sig yfir síður dagblaðanna sem gagnrýn- endur. En furðu oft ber þeim svo nákvæmlega saman, að engu er lík- ara en þeir hafi borið saman bækur sínar í hléi á tónleikum ellegar eftir þá, eða að öðmm kosti tekið við fyrir- mælum um það, þegar heim var kom- ið, hversu skrifa skyldi. Einhveiju sinni hélt ein þekktasta sópransöngkona okkar tónleika með kunnum píanóleikara erlendum. í hléi hitti söngkona ein í bænum gagnrýn- anda á dagblaði og kom þeim þá saman um, að margt mætti að flutn- ingnum finna. En viti menn: Daginn eftir birtist í blaðinu hástemmd lof- gjörð þessa sama gagnrýnanda um tónleikana. Síðar var þeim útvarpað og tók ég þá flutninginn upp á segul- band. Nokkmm ámm seinna spilaði ég upptökuna af gamni mínu fyrir kennara minn, sem þá var staddur hér á landi. Henni fannst ekki eitt heldur allt að flutningnum. Væri jafn- vel farið rangt með takt og texta. Þess væntir enginn að vísu, að ís- lenskur tónlistarflutningur upp og ofan sé einhvers staðar í nánd við fullkomleika. En þegar slíkt regin- djúp er staðfest á milli álits fag- manna og blaðaskrifa, þá hlýtur að læðast að manni sá gmnur, að ekki sé allt með felldu. Vissulega er erfitt fyrir íslenskan gagmýnanda að .skrifa af fullri ein- lægni í fámennu kunningjaþjóðfélagi okkar. Og sé hann í nánum tengslum við hóp fytjenda, kynni hann að freistast til þess að draga um of taum síns fólks. Það er og verður stað- reynd, að ekki em allir jafnir í augum gagnrýnenda og get ég vart stillt mig um að tilfæra broslega sögu þessu til stuðnings: Tvær listakonur héldu tónleika í Reykjavík, önnur íslensk, hin erlend. Útlendingurinn bar ættamafn, hið sama og þekkt' tónlistarfjölskylda í Reykjavík á ámm áður. Fornafn hennar var auk heldur algengt kven- mannsnafn á íslandi. Eftir tónleikana skálmaði hnakkakerrtur gagnrýnandi dagblaðs í Reykjavík til stúlkunnar og spurði á íslensku: „Hverra manna ert þú?“ Veslings stúlkan hváði, því að hún skildi ekki íslensku, sem von- legt var. En gaman væri að vita, hvað gagnrýnandanum hefur gengið til, fyrir utan venjulega forvitni ís- lenska um ætt fólks og uppmna. Ég er ekki í vafa um, að hann vildi hafa vaðið fyrir neðan sig. „Strikum yfir stóru orðin“ Kunnur bókmenntaiýnir danskur, sem hér kom við í vetur leið, stað- hæfði að starfsbræður hans í Dan- mörku væm búnir að misbrúka og ofnota svo lýsingarorð á borð við „frá- bært“, „stórkostlegt" og „glæsilegt", að enginn viti borinn maður tæki mark á þeim lengur. Ég hefi oft hug- leitt þetta sama. Þegar harðduglegir forsvarsmenn íslensku ópemnnar hlutu hálofleg ummæli úr pennum aðdáenda sinna eftir fmmsýningu fyrstu ópemnnar í Gamla Bíói, fengu margir ekki varist þessari hugsun: „Getur þetta verið? Væri ekki vit- íegra að stilla hrósinu í hóf og gera því skóna, að söngfólkinu kynni að fara fram með fleiri verkefnum og aukinni reynslu?" En raunin varð sú, að kröftugur skjallyrðaflaumur varð plagsiður gagnrýnenda eftir hveija einustu sýningu, þótt smám saman hafi að sama skapi dregið úr hrifn- ingu áheyrenda, sem ekki virtust geta tekið undir með gagnrýnendun- um; hafa ef til vill kynnst öðm til samanburðar og orðið upplýstari með timanum. Nú kynni það út af fyrir sig að teljast góð latína hjá gagnrýnanda að fara mildum og föðurlegum hönd- um um byijendur í listinni, svo að ekki daprist flugið og góðir hæfileik- ar lendi í glatkistunni. En gagmýn- endur mismuna ungum flytjendum. Nýgræðingur, sem hafinn er til skýj- anna, þótt enn eigi margt ólært, mis- skilur lofið, hættir námi og telur sig færan í flestan sjó. Hinir, sem ekki eiga upp á pallborðið hjá samtryggð- um kunningjum, fá að jafnaði stirð- busaleg og dræm ummæli, án tillits til frammistöðu, og er þá allt tínt til. Ungur söngvari var um árið átalinn harðlega fyrir þá yfirtroðslu að hafa verið með gleraugu á nefínu þegar hann var að syngja uppi á pallinum. Niðurrifsskrif Það hefur borið við, að söngvari þyki svo hættulegur ráðandi tónlist- arvaldhöfum, að varalið skriffinna er kallað út. í Morgunblaðinu árið 1969 birtust harðvítug skrif um tónleika tveggja efnilegra söngkvenna. Þær voru báðar nemendur þeirrar söng- konu íslenskrar, sem ein kvenna hef- ur að marki borið hróður íslenskrar sönglistar út fyrir landsteinana. Þó var hún aldrei viðurkennd hér heima, þrátt fyrir reynslu sína og meinta heimsfrægð, og þá auðvitað ekki heldur talin góður kennari af tónlist- arvaldhöfunum hér. Nafnkunn söng- kona í Reykjavík tók sig til og ritaði níðgrein um hinar ungu kynsystur sínar, sem þama voru að þreyta frum- raun. Var slíkt athæfi lítt fallið til þess að hlúa að vorgróðrinum á ís- lenskum söngmeiði. Mörgum árum síðar greip þessi sami útsendari valdhafa íslenskrar tónlistar stflvopnið öðru sinni. Þá lýsti hún því yfir í blaðagrein, að ungur tenórsöngvari, sem var nýbúinn að halda tónleika í Reykjavík, yrði orðinn raddlaus eftir svo sem þijú ár, ef hann, héldi áfram að öskra svona! Þessi hættulegi tenór mun nú að sínu BREYTTU AHYGGJUM í UPPBYGGJANDI ORKU MARKVISS ÁHRIFARÍK MÁLFLUTNINGUR FUNDARSTJÓRN Sími 91-46/51 leyti vera á góðri leið með að verða heimsstjama. En mikil var skelfingin í herbúðum valdhafanna og mikið reið á að slá „ógnunina" út af laginu. Samtök sjálfumglaðra músíkvald- hafa mega viðhafa róg og niðrandi ummæli, sem mikið geta skemmt út frá sér. Þeir, sem em á annarri skoð- un, em lagðir í einelti, enda þora fæstir þeirra upp á dekk af ótta við ofsóknir, mannorðssviptingu og jafn- vel atvinnumissi. Um ábyrgð gagnrýnenda Of sjaldan finnst mér gagnrýnend- ur minnast þess, hve mikið mark er tekið á skrifum þeirra. Söngnemend- ur fylgjast grannt með því, sem úr penna þeirra hrýtur, og bera það saman við eigið álit og smekk. Þess- ir nemendur, ungir og óreyndir, verða ráðvilltir, þegar þeir sjá á prenti hrifningu yfir rangri aðferð og lofum það, sem þeir með alvarlegu námi sínu em að reyna að forðast. Þeir raglast í ríminu, þegar hrópað er „frábært“, „stórkostlegt" og „glæsi- legt“ án tillits til frammistöðu. Oft verður þetta upp á teningnum, þegar um erlenda gestasöngvara er að ræða. Þá er gjaman gert meira úr afrekaskrá þeirra en efni standa til og nær undantekningarlaust fá þeir góða dóma, enda komnir upp á land- ið í boði tónlistarvaldhafanna sjálfra. Gæti ég nefnt fjölmörg dæmi um svikna vöm, sem opinberlega hefur verið látið afar vel af, þó undan verði fellt að sinni. „Ósvífni" erlendra gagnrýnenda íslenskir gagnrýnendur em í vina- húsi hjá þeim flytjendum tónlistar á íslandi, er heyra tónlistarvaldhöfun- um til. Þetta gerir það að verkum, að þeir hvorki vilja né geta sagt sann- leikann. í sumar sótti ég þijú námskeið í Þýskalandi. Tvö þeirra vora haldin á vegum tónlistarhátíðar í Slésvík- Holtsetalandi. í tengslum við þetta vom haldnir um 300 tónleikar. Einn konsert var haldinn á Derby-Park í Hamborg að viðstöddum 15.000 áheyrendum. Flytjendur vom Sinfón- íuhljómsveit Litháens, Þjóðarkórinn í Kaunas, Útvarpskórinn í Rígu í Lett- landi og Drengjakór Eistlands. Á fyrri hluta efnisskrár var Píanókonsert í C-dúr, KV 467, eftir W.A. Mozart, en eftir hlé var flutt Carmina Burana eftir Carl Orff. Píanóleikari og hljóm- sveitarstjóri var sjálfur fmmkvöðull hátíðarhaldanna og framkvæmda- stjóri, Justus Frantz. Sá er tónlistar- valdhafi mikill í Þýskalandi og hef ég fyrir satt, að þeir muni færri þar í landi, sem stíga á tónleikapall án velvilja hans og samþykkis. Ekki nenni ég að snara blaðaskrifum gagn- rýnandans Kalle Burmeisters á Ham- burger Abendblatt hinn 27. júlí 1992. En svo mikið er víst, að hún var ekki góð fyrir Justus Frantz. Sagði Burmeister m.a., að Frantz hefði nú fyrirgert orðstír sínum sem Mozart- Ágústa Ágústsdóttir píanisti og hefðu einsöngvarar átt í hinum mestu vandræðum vegna óstjómar hans á verki Orffs. Fyrir- sögn greinarinnar var: „Hroðalegt svindl". Þama var ekki tekið á málum með silkihönskum frændsemi eða kunn- ingsskapar, þótt um væri að ræða mikinn tónlistarvaldhafa. Nauðsyn opinskárrar umræðu Okkur íslendinga vantar drengi- legri gagnrýni með uppeldissjónarmið í huga. En til þess að svo geti orðið þarf gagnrýnin að losna úr herfjötr- um klíkuskapar og kunningjapots. Og umræðu um listir má ekki drepa á dreif af ótta við að einhveijir missi spón úr aski sínum. Sem betur fer fínna menn sig knúna til þess, annað veifið, að hreyfa hreinskilnum um- ræðum um þessi mál. Minnist ég í því sambandi merkilegs viðtals við Knút Bmun, sem útvarpað var á dögunum. Bar þar m.a. á góma gríð- arlega fjölgun svonefnds myndlistar- fólks og síversnandi smekk almenn- ings á því sviði. I bók Andrésar Kristjánssonar um Ásgeir Bjamþórsson listmálara (Af lífí og sál, Kvöldvökuútgáfan, Akra- nesi 1973) segir Ásgeir á bls. 200: „Þegar ég var að hefja minn málara- feril, virtist hægt að treysta gagnrýni blaða í Evrópu. En nú er aðeins spurt: „Hvað viltu borga?“ Leigupennar vaða uppi og með afli síaukinnar áróðurstækni í fjölmiðlum verður meðalmennskan og heimskan æ meira ráðandi. Óráðvandir menn nota gáfur sínar og tæknina til þess að villa um fyrir fólki, leiða meðalmann- inn afvega og æsa upp heimskuna." Það er varlegt að treysta gagnrýn- inni á íslandi núna. Bæði gagnrýn- endur og tónleikagestir bera ríka ábyrgð. Henni má ekki bregðast með því að lofa einungis vini og samstarfs- menn, en lasta eða þegja yfir því, sem aðrir gera vel. Þegar lokað er á eðli- lega samkeppni kann það ekki góðri lukku að stýra. En því miður hefur þessi aðferð vaðið uppi í landinu ára- tugum saman. Af þessu hlýst ekki annað en það, sem orðið er: Meðal- mennsku er hampað til einskis gagns fyrir land og þjóð. Höfundur er söngkona. HEILSUSKOLI 0 NATTURULÆKNINGAFELAGS ÍSLANDS GuAmundur Sólveig Árný Bjömuon Eir<k»ddttlr Holgodóttir Yfiri. Heileu- Matmiöela Kraftganga haali NLFf KJORÞYNGDARNAMSKE3Ð skólans hafa borið góðan árangur og vcrða þvícnduriekin á vorönn scm nú cr að hcfjasl. Námskeiðin byggjaá fræðslu um samsetningu fæðunnar, meltingarstarfsemi líkamans og hrcinsikerfi.Einnig vcrður kynnt ávaxtaneysla með nýju sniði. Matrciðslukcnnsl a cr cinn þáttur námskciðsins auk kraftgöngu úti í náttúrunni, mannlegum samskiptum og kynningu á Kripalujóga. Þctta er kjörið námskcið fyrir þá sem lang- þrcyttir cm á mcgrunarkúrum og óska þcss að finna varanlega lausn á aukakfióum, sleni og þrcytu. Þátttakcndur mseta þrisvar í viku og cm námskeiðin haldin í vistlcgum húsakynnum NLFÍ á Laugavcgi 20b og á matstofunni A Nœstu Grösum á samastað. HEILSUSKÓLI PiÁTTÚKULÆKNiriGAFÉLAGS ÍSLANDS LAUGAVEGI 20b. SÍNl: 14742 og 16371 Halga Moganaan Jdga Ingibjorg Alaxandra Kjurugaj Tjáning Námskeið STANGAVEIÐIFÉLAGIÐ LAXÁ THE ANGLING CLUB LAXA Laxveiðimenn athugið Úthlutun veiðileyfa í Laxá í Kjós er hafin. ^ Stórlækkað verð frá síðastliðnu sumri. Tryggið ykkur leyfi í tíma. Dæmi um verð: 12.-15. júní 1992 kr. 26.800,- 1993 kr. 15.800,- 15.-18. júlí 1992 kr. 57.000,- 1993 kr. 48.800,- 25.-28. ágúst 1992 kr. 26.600,- 1993 kr. 15.800,- Stangaveiðifélagið Laxá hf., sími 44604, fax 45833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.