Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 27 Bresk blöð mótmæla tillögum um hömlur á prentfrelsi London. Daily Telegraph. BRESKU blöðin mótmæltu harðlega í gær tillögum stjómskipaðrar nefndar sem lagt hefur til að lög um prentfrelsi verði hert. Blöðin sögðu tillögurnar jafngilda því að ritskoðun yrði komið á. Tillögurnar gera ráð fyrir því að sett verði lög til að vernda ein- staklinga gegn hlerunum, gegn hvers kyns truflun og ljósmyndun með aðdráttarlinsum. Um þessar tillögur er sögð nokkur eining í stjóminni. Hins vegar greinir ráð- herrana á um nauðsyn þess að sett verði á fót lögskipuð stofnun, nokkurs konar siðadómstóll sem fengið yrði það hlutverk að fjalla um kvartanir og kærur vegna blaðaskrifa. Blöðin voru almennt sammála um það í gær að tillögur stjórnskip- uðu nefndarinnar fælu í sér harðn- eskjulegar hömlur á ritfrelsi. McGregor lávarður af Durris, for- maður siðanefndarinnar sem lagt er til að lögð verði af, sagði að það yrði „lýðræðislegt stórslys" ef til- lögur nefndarinnar næðu fram að ganga. „í skjóli lögskipaðrar siða- stofnunar misstu stjórnmála- og embættismenn það aðhald sem þeir gætu jafnan átt von á frá óvægnum fjölmiðlum," sagði hann í samtali við breska útvarpið, BBC.' Sir Frank Rogers, formaður samtaka blaðaútgefenda og að- stoðarritstjóri Daily Telegraph, sagði að með tillögunum um hert ritfrelsislög væri vegið að þeim eina hópi manna sem enn gæti gagnrýnt valdakerfið og þá sem misnotuðu aðstöðu sína og völd. Með lögskipuðum siðadómstóll væri stigið skref aftur á bak, til þeirra tíma er nasistar réðu í Þýskalandi. „Menn stefna meðvit- að eða ómeðvitað að ritskoðun,“ sagði Sir Frank. Díana sögð vilja skjótan lögskilnað London. Reuter. BRESK æsifréttablöð skýrðu frá því um helgina að Díana prins- essa væri reiðubúin að afsala sér forræði yfir tveimur börnum hennar og Karls ef hún fengi skjótan skilnað frá prinsinum. Blöðin Sunday Mirror og People höfðu eftir heimildarmönnum „úr kjarna trúnaðarmanna prinses- sunnar“ að hún hefði enga löngun til að verða drottning í framtíð- inni. Talsmenn Buckingham-hallar vísuðu þessum sögusögnum á bug sem „algjörri þvælu“. Enn einu sinni væru æsifréttablöð að nota konungsfjölskylduna á ósæmileg- an hátt í samkeppni sinni um les- endur. Breska dagblaðið Daily Mirror greindi frá því í gær að allar eigur Karls Bretaprins hefðu verið flutt- ar úr Kensington-höll í London áður en Díana prinsessa kom heim úr vetrarfríi í Karíbahafí í síðustu viku. Reuter Samið um vopnahlé í Sómalíu Helstu stríðsherrar Sómalíu sömdu í gær úm vopnahlé, sem tekur þegar gildi, og samþykktu að liðsmenn þeirra létu þungavopn sín af hendi. Stjórnarerindrekar sögðust þó efíns um að samkomulagið tryggði varanlegan frið í landinu. Hermönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna verður falið að fýlgjast með því að farið verði eftir samkomu- laginu. A myndinni skoða bandarískir hermenn jeppa, sem búinn er stórri byssu og náðst hefur af fýlgismönnum eins af stríðsherrunum í Sómalíu. Rússar reiðubúnir að opna N-íshafsleiðina SÉRSTAKT Barentsráð var stofnað á ráðstefnu um samvinnu á Barentssvæðinu, sem haldin var í bænum Kirkenes í Noregi í gær. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sem situr ráðstefn- una, sagði í gær að hann vonaðist til að Rússar myndu brátt opna Norður-íshafsleiðina sem tengir Atlantsliafið við Kyrrahafið. Barentsráðið verður skipað utan- ríkisráðherrum aðildarríkjanna og mun jiað koma saman einu sinni á ári. Akvarðanir í ráðinu verður að Skip með dínamíti springnr í Noregi Ósló. Reuter. SKIP hlaðið dínamíti sprakk í tætlur við eyna Skjemoy í Noregi snemma í gærmorg- un. Engan sakaði en umferð báta og skipa í nágrenni stað- arins hefur verið bönnuð vegna hættu á frekari sprengingum. Sprengingin var það öflug að sprengidynkur fannst í fimm kílómetra fjarlægð. Atburður- inn átti sér stað eftir að flutn- ingaskipið Stavfjord slitnaði úr togi og strandaði á skeri við Skjemoy sem er skammt vestur af Kristjánssandi. Slitnuðu togvírar er farmur hafði kastast til í skipinu með þeim 'afleiðing- um að það fékk á sig slagsíðu. Reuter Strandaði og sprakk Flutningaskipið Stavfjord á strandstað. Myndin var tekin á sunnudag en gífurleg sprenging varð í því er dínamítfarmur þess sprakk í gær. Óljóst er hvað olli því. Talið er að farmurinn hafi ekki allur sprangið og því er enn talin sprengihætta við strandstaðinn. taka samhljóða og það á að íjalla um umhverfismál, tækni- og vís- indasamstarf, efnahagsmál, ferða- mál, málefni frumbyggja, mann- virki og mennta- og menningarmál. í yfirlýsingu, sem samþykkt var á ráðstefnunni í gær, segir að þess sé vænst að aukin samvinna ríkja á Barentssvæðinu muni leiða til nánari samvinnu Evrópuríkja í norðri og annars staðar og því jafn- framt lýst yfir að samstarfið muni gegna þýðingarmiklu hlutverki varðandi stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sat ráðstefnuna fyrir íslands hönd. Hann sagði meðal annars í ræðu sinni að nú hefði komið í ljós að Sovétríkin fyrrverandi hefðu losað geislavirk- an úrgang í Barentshafið í ríkum mæli. Einnig stafaði lífríkinu alvar- leg hætta af losun þrávirkra efna á landi og í sjó. Mengun Barents- hafsins gæti augljóslega haft áhrif á vistkerfi Norður-Atlantshafsins og Norður-Evrópu. Því yrði að gera kröfu til þess að losun hættulegra úrgangsefna í sjó yrði stöðvuð. Væri það ekki síst af þessum ástæðum sem íslendingar fögnuðu stofnun ráðsins og teldu þeir að umhverfísvernd ætti að vera eitt af höfuðviðfangsefnum þess. Tillögrirnar sagðar jafngilda ritskoðun UVTT DANS AEROBiC UVTT NTII 7 til 9 ára, NTII 10. hver nemandi fær Barbie-spólu. Z.&Í K5K^v\ barnanna 0 (Þ 2ja til 6 ára BÖRNIN EIGA ÞAÐ BESTA SKILIÐ! Skemmtilegur dans, þjálfun í líkamsburði, skilningur á tónlist og vöðvastyrking. Námskeiðin hefjast 11. janúar. Innritun hefst 4. jan. I Hafnarfirði bjóðum við upp á námskeið í jazz og barbie-dansaerobic. Upplýsingar og innritun í símum 687701 og 687801. DANSS TÚDÍÓ S Ó L E Y J A - xdffu rfr-ttor/dm Sed?ta/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.