Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 53 - Brynjólfur á Muuianúpi og íslensk heimspeki Frá Þorsteini Guðjónssyni: Brynjólf á Minnanúpi — þjóð- sagnasafnarann, sagnamanninn, fornminjafræðinginn og fomfræð- inginn, þekktum við vel, og rtutum verka hans. Bn óvíst er að nokkur vissi nú af heimspekingnum Brynj- ólfí — sem var reyndar maðurinn á bak við allt saman — ef ekki hefði svo viljað til, nokkru eftir aldamótin, að ungur og ritfær náttúrufræðingur komst yfír handritið að Sögu hugsun- ar minnar, og skrifaði um hana vand- aða ritgerð (íslensk heimspeki, Skírnir 1908). í þeirri grein stendur m.a.: „Hugsunarsaga Brynjólfs á Minnanúpi er merkilegt rit. En vér verðum vel að íhuga hversu afar illa þessi íslenski heimspekingur hefur staðið að vígi.“ í niðurlagi greinarinnar segir dr. Helgi Pjeturss, en hann var höfundur Skírnisgreinarinnar: „En það er okk- ur sem bókmenntaþjóð til lítils sóma ef ekki veitist þessum heiðvirða öld- ungi bráðlega sú ánægja að sjá á prenti þetta rit sitt.“ Þessarar ánægju fékk Brynjólfur reyndar að njóta áður en hann dó. Það er óum- deilt, að það var fyrir tilstilli dr. Helga, að heimspekirit Brynjólfs varð þekkt (prentað 1912). Um heimspeki Brynjólfs er það óefað eitt hið merkasta, að hún sprettur ef efasemdum gagnvart trú- málum og tekur síðan á sig furðulíka mynd og kenning Leibnitz hafði gert um 200 árum áður, en ekkert mun Bryryólfur hafa vitað um Leibnit fyrr en eftir að kenning hans sjálfs var mynduð. Eindaheimspeki Brynjólfs og Monadologie Leibnitz eru ávöxtur skyldrar hugarstarfsemi. Og í ís- lensku er Brynjólfur höfundur nýyrð- isins ein-d, sem er myndað svo að segja á sama hátt og Mon-a-de á grísku fræðimáli, og er þetta all- merkt dæmi um að lík hugtök geta myndast úr öllum efniviði. Um kenn- ingu Brynjólfs hafa landar verið tómlátir nokkuð, og þarf engan að undra, þegar þes er gætt t.d. að Snorri Sturluson var ekki viður- kenndur hér, fyrr en hann var orðinn frægur í mörgum öðrum löndum. í jólablaði Lesbókar Mbl. 1992, s. 32, stendur með stóru fyrirsagna- letri: „Heimspekingurinn Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi“. Undir henni er grein eftir A. Harðarson sem nefndur er heimspekingur neðan- máls. Nú, 80 árum eftir prentun Sögu hugsunar minnar, er hennar skyndilega getið, en — á heldur kynd- ugan hátt. Það kemur t.d. ekkert fram um það, hver eða hvað varð til þess að sú bók kom út — en svo eru allt í einu nefndir, án nokkurra tengsla eða tilefnis „Swedenborg og Helgi Pjeturs" sem dæmi um sérstak- lega auvirðilega höfunda — og þeim valdir titlar í samræmi við það. Án tengsla og tilefnis, en tilganginn verður víst að telja til hinna huldu ráðgátna. Orðskrípið „Grillufángarar“ (þýska: Grillenfánger, þó lengra að komið), er sá titill, sem maðurinn vill sæma þessa tvo rithöfunda, ann- an sænskan en hinum íslenskan, og er nú ekki vandi að skilja hvaðan A.H. er komin slík fluga í munn: Þegar Kiljan var að andskotans á nýja testamentinu í Stalíns nafni og fjörutíu um 1930 kallaði hann þá menn Grillenfánger, sem læsu þá bók. Þaðan hefur A.H. glósuna. En það sem „greinir" að hans dómi, Swedenborg og Helga frá öðrum, segir hann, „er að þeir eru uppfullir af kokhraustri vissu“(!) en hinn góði, VELVAKANDI LÉLEG ÞJÓNUSTA Skúli Sveinsson: Fyrir nokkru keypti móðir mín mat á matsölustaðnum Ningá, sem átti að snæðast í faðmi fjölskyldunnar síðar um kvöldið. Þegar heim var komið og átti að fara að snæða listi- semdir austursins kom í Ijós að aðal rtieðlætið vantaði þ.e.a.s. hrísgijónin. Okkur kom saman um að hrísgrjónin væru ómissandi með matnum svo mamma fór í símann og hringdi á staðinn og spurði kurteisis- lega hvernig stæði á að hrís- grjónin væru ekki með óg hvort ekki væri hægt að senda þau til okkar. En þá kvað við stirð- ur tónn hjá Ningá því þeir tóku ekki í mál að senda hrísgrjónin en við gátum hins vegar sótt þau ef við vildum. Þess má geta að matsölustðurinn hefur heimsendingarþjónustu og því hefði ekki verið mikið mál að senda meðlætið í leiðinni. Við sáum fram á það að ef við færum að ná í hrísgijónin þá mundi maturinn vera orðinn kaldur og vondur þegar við kæmum til baka en það sem verra var að eina samverustund fjölskyldunar yfír daginn var í hættu svo við ákváðum að sleppa þeim. Fyrir mitt leyti get ég ekki sagt annað en það.að ég var hissa á þessari afspyrnuléiegu þjónustu hjá Ningá. Ég held satt að segja að samkeppnin væri meiri en þetta á markaðin- uin. Það er aldveg greinilegt að Ningá hefur ekki þörf fyrir fleiri viðskiptavini í bráð, alla vegana mun ég og mín fjöl- skylda ekki versla við hann Ning karlinn meira. SKÍÐI Fimmtudagskvöldið 7. jan- úar fundust skíði og skíðastafír á Bláfjallaafleggjaranum. Sá sem saknar skíðanna getur haft samband við Jón Ágúst í heimasíma 670711 eða vinnu- síma 687500. TASKA Svört kventaska úr leðri tap- aðist um miðjan nóvember. í henni voru vídeóspólur og snældur. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 627702 milli kl 9 og 16 eða eftir kl. 16 í síma 51268. ÚR Úr með brúnni ól með hvíta skífu og gylltum ramma tapað- ist í veitingahúsinu Berlín eða í Miðbænum á gamlársnótt. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 21024. SKÍÐASTAFER Skíðastafir voru teknir í mis- gripum á Vatnsendahæð á laugardaginn annan janúar. Þeir sem við þetta kannast eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 616888. GLERAUGU Herragleraugu töpuðust við brennuna við Ægisíðu á gaml- árskvöld. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 627876. bljúgi heimspekingur er sá, sem talar um annað en tilgátur hjá sér, og „gerir sér grein fyrir“ að „þær eru ósannaðar". Hér mætti skjóta því inn að flest- ir eða allir bestu brautryðjendur vís- inda og heimspeki hafa verið sann- færðir um niðurstöður sínar — eins og auðvelt er að skilja. Fleira hef ég ekki að segja um ofannefnda Lesbókar-grein sem annars bætir engu við það, sem áður_var vitað um Brynjólf á Minnanúpi. En hitt þykir mér þó tíðindum sæta, að hið ósýnilega „Félag áhuga- manna um að halda niðri heimspeki" hefur. með grein Atla Harðarsonar rofið þögn sína gagnvart íslenskri heimspeki; að vísu er hvorki prúð- mannlega né gáfulega af stað farið, en skarðið rofíð engu að síður og ekki víst, að auðveldlega verði upp í það fyllt. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reylqavík. Þorramatur Úrvals norðlenskur þ°rramatur fyrir hópa. Upplýsingar gefur Jón Þorsteinn í síma 617000 a NÓATÚN Pennavinir 17 ÁRA GÖMUL japönsk stúlka óskar eftir íslenskum pennavin. Hún hefur mörg áhugamál. Heimil- isfang hennar er: Miss Toyama, 2-5-11-429 Kajieho, Chiyoda-ku Tokyo 101, Japan 23 ÁRA bandarískur maður óskar eftir bréfaskiptum við íslendinga. Hann hefur áhuga á póstkortasöfn- un, útreiðum, og menningu ólíkra landa. Heimilisfang hans er: Jeffrey Phillip Eastburn P.O. Box 113, New London, Pennsylvania 19360 USA 37 ÁRA GÖMUL kona frá Prag óskar eftir bréfaskiptum við ís- lenska karlmenn. Hún er lærður lögfræðingur og vinnur við þýðing- ar. Hefur áhuga á mannúðarmálum og er félagi í Amnesty Intemation- al í Prag. Heimilisfang hennar er: Dr. Andrea Kostlanova 25262 Unetice 52 Praha — Zapad LEIÐRÉTTING Sérfræðingar/ekki yfirlæknar í grein um málrekstur vegna gáleysis starfsfólks heilbrigðis- stétta kom fram að í héraðsdómi vegna dómsmáls sem varðandi Fjórðungsjúkrahúsið á Akureyri hefðu setið yfirlæknar Fæðingar- heimilis Reykjavíkur og Fæðingar- deildar við Sjúkrahúsið í Keflavík. Þetta er ekki rétt. Þeir sem í héraðs- dóminum sátu voru sérfræðingar sem störfuðu við umræddar fæðing- ardeildir. í greininni gætti einnig misskiln- ings þar sem sagt var að alls bær- ust til landlæknisembættisins um 380 umkvartanir á ári vegna starfa fólk í heilbirgðisþjónustunni. Þessar umkvartanir hafa á sl. tvö ár verið um 190-200 á ári eða alls 380 á sl. tveimur árum, og rétt að árétta að þar er ekki einungis um að ræða meint læknamistök heldur hvers kyns umkvartanir sem varða störf starfsmanna í heilbirgðisþjón- ustunni. Vhiningstölur laugnáaginn (25) (30) 7(337(3 9. jan. 1993. {3 8} VINNINGAR 1 FJOtDI vbvninuah | viNNWGSHAFA upphæðAhvern VINNtNGSHAFA 1. 5a(5 1 2.455.523 2. *széff 1 427.024 3. 4af5 I 108 6.820 i 4. 3al5 | 3.106 553 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.336.725 kr. M * EJnu sinnl SERTA -alltaE Mest selda ameríska dýnan á Islandi Húsgagnahollin BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 ÞEGAR ÞÚ NOTAR BOÐKERFIÐ HRINGIR ÞÚ FYRSTí 984 og í beinu framhaldi númer viðkomandi boðtækis. Þá heyrist rödd sem segir. „VELDU TALNABOÐ" Þá átt þú að slá inn t.d. símanúmerið þitt eða það númer sem handhafi boðtækisins á að hringja í. Að lokum ýtir þú á m i i Röddin heyrist þá aftur og staðfestir: „BOÐIN VERÐA SEND" Leggðu síðan á. BOÐKERFI PÖSTS OG SlMA UPPIÝSINGAASlMSVARl9t -681511 LUKKUllNA991002 VjS / npj 1X09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.