Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR :12. JANÚAR 1993 25 Amþór Jensen frá Eskifirði látinn ARNÞÓR Jensen fyrrverandi forstjóri Pöntunarfélags Esk- firðinga og heiðursborgari Eskifjarðar lést 9. janúar s.l., 86 ára að aldri. Síðustu æviárin bjó hann á Hrafnistu í Hafnar- firði. Arnþór fæddist 22. maí 1906 á Siglunesi við Manitobavatn í Kanada. Foreldrar hans voru Peter Wilhelm Jensen kaupmaður og útgerðarmaður á Eskifirði og kona hans Þórunn Markúsdóttir. Arnþór varð gagnfræðingur frá Akureyri árið 1923 og stundaði síðan bók- halds- og tungumálanám, að mestu sjálfsnám. Hann hóf ungur verslunarstörf og varð verkstjóri við tögarafélag- ið Andra á árunum 1928 til 1932. Hann var einn stofnenda Pöntun- arfélags Eskfirðinga og fram- kvæmdastjóri þess á árunum 1933 til 1977. Arnþór var umboðsmaður Olíu- verslunar íslands hf., frá árinu 1949 og Olíufélagsins hf., frá ár- inu 1969 og umboðsmaður fyrir Álafoss og Tryggingu hf. um ára- bil. Hann var meðstofnandi og ýmist framkvæmdastjóri eða stjómarformaður ýmissa fyrir- tækja meðal annars Fiskverkunar- félagsins Hugins, Útgerðarfélags- ins Hólmaborgar, Togarafélags Eskifjarðar og Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Hann var formaður skólanefnd- ar Eskifjarðar í tólf ár, átti sæti í sóknarnefnd og var formaður hennar um skeið og stjórnarfor- maður Rafveitu Eskifjarðar um árabil. Hann átti sæti í sveitar- stjórn og sat fjórðuhgs- og físki- þing svo og í kjörstjórnum auk annarra trúnaðarstarfa. Hann var formaður Alþýðuflokksfélags Eskiíjarðar um árabil og var fram- kvæmdastjóri og gjaldkeri við byggingu félagsheimilisins Val- hallar á Eskifírði. Arnþór var sæmdur stórriddarakrossi Fálka- orðunnar árið 1979 og hann varð heiðursborgari Eskiijarðar árið 1986, á 200 ára afmæli kaupstað- arins. Kona Arnþórs var Guðný Anna Pétursdóttir en hún lést árið 1988. Hún var dóttir Péturs Þorsteins- sonar prests að Eydölum og konu hans Hlífar Bogadóttur Smith. Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara Ingibjörg Guðjónsdótt- ir valin fulltrúi íslands Arnþór Jensen Þau eignuðust fjögur börn, Gauta lækni, Val bankastjóra, sem er látinn, Hlíf skjalaþýðanda og Guðnýju Önnu hjúkrunarforstjóra. VÉLSLEÐA af gerðinni Arctik- at Wildcat 700 EFI hvarf með kerru af bílastæði við Hraunbæ 30 í Reykjavík fyrir rúmum mánuði siðan. Sleðinn er svartur með grænum röndum á vélarhlíf. Sleðinn er sem FULLTRÚI íslands á Tónlistar- hátíð ungra norrænna einleikara sem fram fer í Stokkhóhni í Svi- þjóð 22.-25. september á þessu ári var valinn að afloknum tónleik- um i Norræna husinu i siðustu viku en þar komu fram þeir fimm ungu listamenn sem kepptu til úrslita: Arinbjörn Árnason, píanó- leikari, Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona, Pálína Árnadótt- ir, fiðluleikari, Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari, og Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari. Niðurstaða dómnefndar var sú að Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöng- kona, var valin til þess að koma fram nýr, 1992 árgerð, og aðeins eru tveir sleðar þessarar gerðar á land- inu. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um vélsleðann frá 10. desem- ber síðastliðnum eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík og heitir eigandi fundarlaunum. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran- söngkona. fyrir íslands hönd á hátíðinni. Dómnefnd i keppninni skipuðu Guðmundur Emilsson, tónlistarstjóri, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Rut Magnússon, óperusöngkona. Vélsleði hvarf af bílastæði Olíufélagið Skeljungur Allir gaml- ir tankar úr notkun SKELJUNGUR hefur tekið úr notkun alla olíutanka frá því fyrir 1967 sem félagið á í jörðu á höfuð- borgarsvæðinu. Hins vegar eru fimm ónotaðir tankar frá þessum árum enn grafnir í jörðu á nokkr- um stöðum en frá þeim hefur ver- ið gengið með því að hreinsa þá, loka og afgasa þannig að engin mengunarhætta stafi af þeim, að sögn Ólafs Jónssonar hjá Skelj- ungi. Af frétt í Morgunblaðinu á laug- ardag mátti ráða að enn væru í notk- un grafnir í jörðu í Öskjuhlíð sex tankar á vegum Skeljungs en Ólafur lagði áherslu á að þrátt fyrir að félag- ið ræki tvær bensínstöðvar við Öskju- hlíð væru þar engir gamlir tankar heldur nýir tankar sem stæðust allar kröfur. Siglufjörður Skorið var á fjögur dekk AÐFARANÓTT laugardagsins var skorið á fjögur dekk undir jeppa í Siglufirði og er þetta í annað sinn, sem þessi jeppi verð- ur fyrir barðinu á skemmd- arvörgum. í fyrra sinnið var skorið á tvö dekk, en í þetta sinn á öll hjólin undir honum. Þeir, sem orðið hafa varir við eitthvað misjafnt þessa nótt í Siglufírði, eru vin- samlegast beðnir um að láta lög- regluna vita. UTSALA :S \in £ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 • | * Brasilia 28. janúar — 3 vikur Rio de Janeiro — Salvador de Bahia QQ ■filA 5 sæti laus vegna forfalla. Verb kr. /0» / Ul/# 8 vibbótarhús á Vista Dorada Brottfarir: 28. janúar 14 sæti laust 18. febrúar laus sæti 11. mars eldri borgara ferb 1. apríl Páskaferö Kynningartiboöib okkar seldist strax upp og viö höfum nú getab tryggt okkur 10 viöbótarhús á Vista Dorada gististaönum, góöum nýlegum smáhýsum á Maspalomas. Viöskiptavinir á biölista eru vinsamlegast beönir aö hafa samband. Kynningartilbob tíl Ifansu*! air europa HEIMSFERDIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 TURAVIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.