Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 12.01.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR :12. JANÚAR 1993 25 Amþór Jensen frá Eskifirði látinn ARNÞÓR Jensen fyrrverandi forstjóri Pöntunarfélags Esk- firðinga og heiðursborgari Eskifjarðar lést 9. janúar s.l., 86 ára að aldri. Síðustu æviárin bjó hann á Hrafnistu í Hafnar- firði. Arnþór fæddist 22. maí 1906 á Siglunesi við Manitobavatn í Kanada. Foreldrar hans voru Peter Wilhelm Jensen kaupmaður og útgerðarmaður á Eskifirði og kona hans Þórunn Markúsdóttir. Arnþór varð gagnfræðingur frá Akureyri árið 1923 og stundaði síðan bók- halds- og tungumálanám, að mestu sjálfsnám. Hann hóf ungur verslunarstörf og varð verkstjóri við tögarafélag- ið Andra á árunum 1928 til 1932. Hann var einn stofnenda Pöntun- arfélags Eskfirðinga og fram- kvæmdastjóri þess á árunum 1933 til 1977. Arnþór var umboðsmaður Olíu- verslunar íslands hf., frá árinu 1949 og Olíufélagsins hf., frá ár- inu 1969 og umboðsmaður fyrir Álafoss og Tryggingu hf. um ára- bil. Hann var meðstofnandi og ýmist framkvæmdastjóri eða stjómarformaður ýmissa fyrir- tækja meðal annars Fiskverkunar- félagsins Hugins, Útgerðarfélags- ins Hólmaborgar, Togarafélags Eskifjarðar og Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. Hann var formaður skólanefnd- ar Eskifjarðar í tólf ár, átti sæti í sóknarnefnd og var formaður hennar um skeið og stjórnarfor- maður Rafveitu Eskifjarðar um árabil. Hann átti sæti í sveitar- stjórn og sat fjórðuhgs- og físki- þing svo og í kjörstjórnum auk annarra trúnaðarstarfa. Hann var formaður Alþýðuflokksfélags Eskiíjarðar um árabil og var fram- kvæmdastjóri og gjaldkeri við byggingu félagsheimilisins Val- hallar á Eskifírði. Arnþór var sæmdur stórriddarakrossi Fálka- orðunnar árið 1979 og hann varð heiðursborgari Eskiijarðar árið 1986, á 200 ára afmæli kaupstað- arins. Kona Arnþórs var Guðný Anna Pétursdóttir en hún lést árið 1988. Hún var dóttir Péturs Þorsteins- sonar prests að Eydölum og konu hans Hlífar Bogadóttur Smith. Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara Ingibjörg Guðjónsdótt- ir valin fulltrúi íslands Arnþór Jensen Þau eignuðust fjögur börn, Gauta lækni, Val bankastjóra, sem er látinn, Hlíf skjalaþýðanda og Guðnýju Önnu hjúkrunarforstjóra. VÉLSLEÐA af gerðinni Arctik- at Wildcat 700 EFI hvarf með kerru af bílastæði við Hraunbæ 30 í Reykjavík fyrir rúmum mánuði siðan. Sleðinn er svartur með grænum röndum á vélarhlíf. Sleðinn er sem FULLTRÚI íslands á Tónlistar- hátíð ungra norrænna einleikara sem fram fer í Stokkhóhni í Svi- þjóð 22.-25. september á þessu ári var valinn að afloknum tónleik- um i Norræna husinu i siðustu viku en þar komu fram þeir fimm ungu listamenn sem kepptu til úrslita: Arinbjörn Árnason, píanó- leikari, Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona, Pálína Árnadótt- ir, fiðluleikari, Rúnar Óskarsson, klarinettuleikari, og Sigurbjörn Bernharðsson, fiðluleikari. Niðurstaða dómnefndar var sú að Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöng- kona, var valin til þess að koma fram nýr, 1992 árgerð, og aðeins eru tveir sleðar þessarar gerðar á land- inu. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um vélsleðann frá 10. desem- ber síðastliðnum eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík og heitir eigandi fundarlaunum. Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran- söngkona. fyrir íslands hönd á hátíðinni. Dómnefnd i keppninni skipuðu Guðmundur Emilsson, tónlistarstjóri, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Rut Magnússon, óperusöngkona. Vélsleði hvarf af bílastæði Olíufélagið Skeljungur Allir gaml- ir tankar úr notkun SKELJUNGUR hefur tekið úr notkun alla olíutanka frá því fyrir 1967 sem félagið á í jörðu á höfuð- borgarsvæðinu. Hins vegar eru fimm ónotaðir tankar frá þessum árum enn grafnir í jörðu á nokkr- um stöðum en frá þeim hefur ver- ið gengið með því að hreinsa þá, loka og afgasa þannig að engin mengunarhætta stafi af þeim, að sögn Ólafs Jónssonar hjá Skelj- ungi. Af frétt í Morgunblaðinu á laug- ardag mátti ráða að enn væru í notk- un grafnir í jörðu í Öskjuhlíð sex tankar á vegum Skeljungs en Ólafur lagði áherslu á að þrátt fyrir að félag- ið ræki tvær bensínstöðvar við Öskju- hlíð væru þar engir gamlir tankar heldur nýir tankar sem stæðust allar kröfur. Siglufjörður Skorið var á fjögur dekk AÐFARANÓTT laugardagsins var skorið á fjögur dekk undir jeppa í Siglufirði og er þetta í annað sinn, sem þessi jeppi verð- ur fyrir barðinu á skemmd- arvörgum. í fyrra sinnið var skorið á tvö dekk, en í þetta sinn á öll hjólin undir honum. Þeir, sem orðið hafa varir við eitthvað misjafnt þessa nótt í Siglufírði, eru vin- samlegast beðnir um að láta lög- regluna vita. UTSALA :S \in £ Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 • | * Brasilia 28. janúar — 3 vikur Rio de Janeiro — Salvador de Bahia QQ ■filA 5 sæti laus vegna forfalla. Verb kr. /0» / Ul/# 8 vibbótarhús á Vista Dorada Brottfarir: 28. janúar 14 sæti laust 18. febrúar laus sæti 11. mars eldri borgara ferb 1. apríl Páskaferö Kynningartiboöib okkar seldist strax upp og viö höfum nú getab tryggt okkur 10 viöbótarhús á Vista Dorada gististaönum, góöum nýlegum smáhýsum á Maspalomas. Viöskiptavinir á biölista eru vinsamlegast beönir aö hafa samband. Kynningartilbob tíl Ifansu*! air europa HEIMSFERDIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 TURAVIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.