Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 \ í. & 4 ¥ fc I ■fi w» C- Sí f Islenskur háhyrningur í dýragarðinum í Barcelona á Spáni Kannaðir möguleikar á að sleppa honum í Reyðarfírði Ódysseifur er 6 metra langnr háhyrningur sem fæddist við strendur íslands fyrir rúmum 15 árum. Barcelona, frá Hólmfríði Mattíasdóttur YFIRVÖLD dýragarðsins í Barcelona hafa falið nefnd erlendra sérfræðinga að kanna möguleika þess að sleppa háhyrningi dýra- garðsins í Reyðarfirði. Sér- fræðingar telja að geðheilsu háhyrningsins Ódysseifs sé hætta búin verði hann ekki fluttur fljótlega úr dýragarð- inum í Barcelona, þar sem aðbúnaður þykir ekki viðun- andi, sökum skorts á rými og félagsskap. Ódysseifur er 6 metra langur háhyrningur sem fæddist við strendur íslands fyrir rúmum 15 árum. Árið 1980 var hann veiddur og fluttur til Rioleón Safari, skemmtigarðs í nágrenni Alicante á Spáni, en þremur árum síðar var hann vaxinn þeim yfír höfuð og því fluttur til dýragarðsins í Barc- elona. Þar er hann orðinn að aðal- tekjulind safnsins og hefur þar með tekist að skjóta hvítingjagór- illunni frægu Copito de Nieve (Snjóflögu) ref fyrir rass. Ódysseifur étur um 40 kg af ufsa og síld á degi hveijum og getur náð því að verða um 9,5 m langur þegar hann hefur tekið út allan sinn vöxt. Strax árið 1989 vöruðu líffræðingar dýragarðsins við afleiðingum þess að ala dýrið í laug sem byggð er með þarfír höfrunga í huga og því alls ekki hæf fyrir svo stóra skepnu. Yfir- menn dýragarðsins hugðust þá selja Ódysseif í amerískan dýra- garð, en urðu frá að hverfa vegna neikvæðra viðbragða fjölmiðla jafnt sem almennings. Nú er svo komið að orðið hefur að fella niður hluta þeirra sýningaratriða Ódys- seifs sem mesta hættu hafa í för með sér, svo sem þegar þjálfari háhymingsins stingur höfði sínu kjaft dýrsins, _ sökum árásargimi og geðstífni Ódysseifs. Yfirmenn garðsins álíta þó ekki ráðlegt að fella niður með öllu sýningaratriðin þar sem það yrði einungis til þess að einangra skepnuna enn frekar. Stjórn dýragarðsins heldur uppi samningaviðræðum vð bandaríska sædýrasafnið Seaworld í San Diego í Kalifomíu um það að lána þeim Ódysseif endurgjaldslaust í þijú ár, en að þeim tíma liðnum telja borgaryfírvöld í Barcelona að tilbúið verði fyrirhugað sædýra- safn borgarinnar. Hyggst Sea- world flytja háhyrninginn til Bandaríkjanna innan þriggja mán- aða. Breskir líffræðingar og með- limir samtaka til verndar hvölum og höfrungum hafa mótmælt þess- arri fyrirætlun safnsins. Þeir telja að sædýrasafnið í Bandaríkjunum vilji eingöngu fá Ódysseif til und- aneldis, þar sem skortur sé á karl- dýmm í dýragörðum. Þeir Eric Hoyt og Sean Whyte, sérfræðingur samtakanna, halda því fram að það yrði tiltölulega auðvelt að kenna Ódysseifí að veiða sér til matar og hvað aldur og séreinkenni varð- ar sé tilvalið að skila honum aftur í hafið við austurströnd íslands. Við þetta bætist mikill þrýstingur frá ýmsum umhverfis- og dýra- verndarsamtökum víða um heim sem biðja um að háhyrningurinn verði látinn laus við ísland, í þeirri von að honum auðnist að finna aftur fjölskyldu sína. í framhaldi af beiðni þessara samtaka hefur borgarstjóm Barce- lona ákveðið í samráði við yfir- menn dýragarðsins að skipa nefnd sérfræðinga til að kanna mögu- leika þess að sleppa Ódysseifí í Reyðarfirði, en það yrði í fyrsta sinn sem að gerð yrði tilraun af þessu tagi. Háhyrningur veiða í hópum og halda tryggð við sama fjölskyldukjamann alla ævi. Innan hverrar fjölskyldu tjá þeir sig með mismunandi „mállýskum“, þannig að ekki er óhugsandi að Ódysseifur gæti fundið fjölskyldu sína aftur. Samkvæmt Ferran Costa, líf- fræðingi og umsjónarmanni sæ- dýrasafnsins sl. 6 ár er allsendis óvíst að hópurinn myndi taka við Ódysseifí aftur, þar sem að hann var aðeins rúmlega tveggja ára þegar hann veiddist og því ekki vanur að tjá sig með hátíðnihljóð- um, hann gæti „stamað". Costa telur áhættusamt að sleppa há- Ódysseifur sýnir listir sínar. hyrningnum við strendur íslands. Háhyrningurinn gæti flutt með sér vírusa og sýkla sem ekki fyrirfinn- ast meðal sjávardýra, auk þess sem að hann er ekki með mótstöðuefni gegn þeim sýklum og bakteríum sem eru í Norður-Atlantshafinu. Af þessum ástæðum telur Costa að nauðsynlegt sé að hópur sér- fróðra manna meti það hvort til- raun þessi væri framkvæmanleg bæði frá fjárhagslegu jafnt sem líffræðilegu sjónarmiði. Niðurstaða verði að liggja fyrir innan skamms, þar sem að Ódysseifur geti ekki búið við sömu aðstæður í meira en þijá til fjóra mánuði til viðbót- ar. Leggist nefndin á móti því að senda háhyrninginn aftur til ís- lands mun dýragarðurinn halda upphaflegri hugmynd sinni til streitu og senda Ódysseif til Sea- world-sædýrasafnsins í Kaliforníu. „Heimsins bestujeppar“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Econoline-jeppatröll sem notað verður til að kynna íslenskar hálendis- og jöklaferðir í Amsterdam en þar verða Amgrímur Hermannsson og Benedikt Eyjólfsson með sýningarbás á stómm ferðakaupstefnum. Þeir félagar standa við bílinn. Útivera að vetri Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLENSKU risajepparnir eða breyttu jeppamir sem sjást víða um land hafa vakið mikla at- hygli erlendis og erlend tímarit hafa rómað smíði þeirra og hönnun, en erlendis þekkist ekki að útbúa jeppa á sama hátt og hérlendis. Um næstu helgi er stór ferðakaupstefna í Amsterdam og þar hyggst fyr- irtækið Addís reyna að laða að erlenda ferðamenn og nota til þess sérútbúið Ford-ferðatröll, sem smíðað var hérlendis upp- úr veiyulegum Econoline Van. Amgrímur Hermannsson sem rekur fyrirtækið Addís skipulagði hátt í 90 jeppaferðir fyrir útlend- inga hingað til lands í fyrra og í mörgum tilfellum var um gesti erlendra stórfyrirtækja að ræða, m.a. frá Coca Cola, IBM og fjöl- mörgum bílaframieiðendum. „Er- lend fyrirtæki vilja gjarnan bjóða gestum í óvenjulegar ferðir á fram- andi slóðir og ísland hefur yfír sér ævintýralegan blæ. Sífellt fleiri verða spenntir fyrir vetrarríkiniu og þeim óvenjulegu aðstæðum, sem við bjóðum upp á utan venju- legs ferðamannatíma," sagði Am- grímur Hermannsson í samtali við Morgunblaðið. Evrópubúar gáttaðir „Farartækin sem við bjóðum fólki að ferðast í eru sérútbúnir og vel innréttaðir jeppar, þannig að jafnvel fólk á gamals aldri get- ur ferðast á hálendið án þess að finna til verulegrar þreytu. Það að renna inn í Landmannalaugar í snjó, fá fyrsta flokks máltíð og geta farið í heitt bað í náttúru- legri laug er ævintýri líkast fyrir útlendinga. Svo kemst það beint í heita koju. Það grípur fólk óskap- leg gleði og værð í svona ferðum,“ sagði Amgrímur. Hann hyggst kynna hálendisferðirnar á tveimur stórum sýningum í Amsterdam, fyrst þar sem tugþúsundir aðila í ferðamannaiðnaði leita eftir nýst- árlegum ferðum og síðan á sýningu sem er bæði opin ferðaskrifstofum og almenningi og laðar að sér hátt í 140.000 gesti árlega. Er þetta í fyrsta skipti sem farið er sérstak- lega með sérútbúinn jeppa á slíka sýningu, en farartækið er breyttur Econoline Benedikts Eyjólfssonar sem, ásamt Flugleiðum og Eim- skipj aðstoðar Amgrím í ferðinni. „Eg er sannfærður um að gest- irnir verða gáttaðir yfír jeppanum, Evrópubúar þekkja ekki slík tæki,“ sagði Benedikt. „Ég hef farið í margar ferðir með erlenda blaða- menn og í Bandaríkjunum, þar sem flestir jeppar eru seldir, hafa blaða- menn vart haldið vatni yfír því sem íslenskir jeppamenn em að gera. Stærsta jeppablað Bandaríkjanna, Four Wheeler sagði í sinni fyrstu grein að bestu jeppar heims væru á íslandi. Bandaríkjamenn breyta jeppum sínum meira til að gera þá glæsilega, en við breytum þeim til að nota til ferðamennsku. I tví- gang hafa íslenskir jeppar verið á forsíðu tímaritsins sem selt er í rúmlega 300.000 eintökum víða um heim og fjöldi greina hefur birst um jeppana og landið." Hótelin hálftóm yfir vetrartímann „Ég held að ferðamennska að vetrarlagi geti orðið verulega stór þáttur í ferðamannaiðnaðinum í framtíðinni ef rétt er haldið á spöð- unum, þó mér fínnist vanta meiri áhuga þeirra sem stjóma á þessu landi. Við erum með sérstakar aðstæður sem við eigum að hamra á fullum fetum og framtak Arn- gríms er fyrsta skrefið í þá ver- una. Við eigum að kynna áevin- týri, svipað og hefur verið gert með ferðir til Afríku og Hawaii. Við höfum hreint og fallegt land, sem vel má selja yfír vetrartímann eins og á sumrin. Það eru öll hótel hálftóm á vetuma og ferðamanna- iðnaðurinn í biðstöðu. Þeir útlendingar sem ég hef kynnst hafa ekki átt orð yfir þá tilfinningu að vera staddir á jökli, á mörg hundruð metra ísklump. Sumir hafa jafnvel aldrei séð snjó fyrr. Þetta er svipað og fyrir land- ann að fara utan og sjá skýjakljúf í fyrsta skipti. Áhuginn á jeppun- um er ekki eingöngu vegna ferða- mennskunnar, heldur eru erlendir aðilar farnir að sýna því áhuga að kaupa þá þekkingu sem við höfum yfír að ráða varðandi smíði á jepp- um. Við eigum því að nýta meðbyr- inn sem við höfum og ég held að þessi sýning sé góð byijun. Það verður að hamra jámið á meðan það er heitt," sagði Benedikt. Míkið siing1- ið um jól og og áramót í Skagafirði Hofsósi. C"5 EINS OG oft áður sungu Skagfirð- ingar mikið um jól og áramót. Þijár söngskemmtanir voru í Mið- garði. Á annan i jólum var Rökk- urkórinn með skemmtun, stjórn- andi var Sveinn Árnason og undir- leikari Tom Higgins. Fimm ein- söngvarar komu fram með kórn- um, þau Valgeir Þorvaldsson, Ás- geir Eiríksson, Svana Berglind Karlsdóttir, Siguijón Jóhannesson og Margrét Stefánsdóttir. Þriðjudaginn 29. des. efndi flokkur ungra og efnilegra Skagfirðinga, sem allir eru eitthvað við söngnám syðra, til söngskemmtunar. Á efnis- skránni voru eingöngu lög eftir Ska- fírðingana Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson. Söngvarar vom Ásgeir Eiríksson, Gísli Sveinsson, Helga Rós Indriða- dóttir, Margrét S. Stefánsdóttir, Ólafur Sveinsson, Siguijón Jóhanns- son og Þórarinn G. Sverrisson. Und- irleikari var Ólafur Vignir Alberts- son. Síðan var Karlakórinn Heimir með áramótaskemmtun laugard. 2. jan. Söngstjóri er Sólveig S. Einars- dóttir og undirleikari Tómas Higg- ins. 4 einsöngvarar komu fram með kómum, þau Einar Halldórsson, Sig- fús Pétursson, Pétur Pétursson og Gísli Pétursson. Góð aðsókn var á þessar skemmt- anir og var auðséð að Skagfirðingar kunna að meta góðan söng. Sérstak- lega ber að þakka aðkomufólkinu sem lagði á sig að koma og leyfa Skagfírðingum að heyra hvaða árangri það hefur náð í söngnáminu. - Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.