Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPnMVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 12..IANÚAR 1993 •35 Flug United dregur saman segtin United Airlines, eitt þriggja stærstu flugfélaganna í Banda- ríkjunum, hefur skýrt frá um- Iðnaður Dregiðúrál- framleiðslu Álframleiðendur utan kommún- istalandanna fyrrverandi brugð- ust við miklum álútflutningi frá Rússlandi á síðasta ári með því að draga úr framleiðslu um 4% miðað við 1991. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá Hagstofu málm- iðnaðarins. Heimsnotkun á áli, kopar, tini og sink jókst í fyrra en blýnotkun minnkaði aðeins. Notkun á nikkel féll hins vegar um 7% frá fyrra ári en þá minnkaði hún um 10% miðað við 1990. Á Vesturlöndum var fram- leiðsla allra sex helstu málmtegund- anna minni en eftirspurnin en málm- útflutningur Rússa gerði meira en að brúa bilið. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs jókst álútflutningur Rússa til Vest- urlanda, úr 507.000 t. í 540.000 t. Nikkelinnflutningur til Vesturlanda minnkaði aftur á móti pappírunum úr 81.000 t. í 21.000. Þar kemur ekki fram mikill nikkelútflutningur Rússa, sem hvergi kemur fram í útflutningsskýrslum þar í landi. Þá er um að ræða málm, sem fluttur er út sem brotamálur. fangsmiklum niðurskurðaráætl- unum en samkvæmt þeim verður starfsmönnum fækkað um 3.000. Þá verða laun starfsmanna við rekstur og stjórnunarstörf Iækk- uð um 5% og flugferðum fækk- að. Talsmaður UAL, móðurfélags United Airlines, sagði, að með ráð- stöfununum væri stefnt að því að spara 400 milljónir dollara á ári og væri vonast til, að það nægði til, að félagið færi aftur að skila hagnaði. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs var rekstrartapið eftir skatt 165,9 milljónir dollara og búist er við, að tapið á síðasta árs- fjórðungi verði tiltölulega meira. Að undanfömu hefur verið að færast nokkur ró yfir verðlagsmál- in hjá bandarískum flugfélögum og vonast margir til, að nú fari að sjá fyrir endann á fargjaldastríði síðustu tveggja ára. Stephen Wolf, stjórnarformaður United, segir hins vegar, að bandarísku flugfélögin eigi við að glíma rótgróna skipu- lags- og stjórnunargalla, sem muni gera þeim erfitt fyrir lengi enn. í síðasta mánuði tilkynnti keppi- nautur Uniteds, Delta Air Lines, að laun margra starfsmanna þess yrðu lækkuð og arðgreiðslur einnig. American Airlines er einnig með niðurskurðarhnífinn á lofti og hefur nú þegar fækkað fólki í stjómunar- störfum. Þá hafa öll flugfélögin þrjú endurskoðað áætlanir um flug- vélakaup. Kompudaqar í Kolaportmu Hefurðu kíkt í geymsluna þína nýlega? Er hún full af dóti sem þú hefur engin not fyrir lengur? Þessu dóti er hægt að koma í verð í Kolaportinu. í könnunum okkar á liðnum árum hefur komið í Ijós að fólk hefur haft tugþúsundir upp úr sölu á kompudóti í Kolaportinu. Næstu helgar bjóðum við sérstakan helminqs afslátt á leiau sölubása sem einaönau bióða komnudót. Stór sölubás (eitt bílastæði) kostar aðeins 2250.- kr. og lítill sölubás (hálft bílastæði) aðeins 1750.- kr. Borð og fataslár er hægt að leigja á staðnum á 500,- kr. en fólk getur að sjálfsögðu komið með slíkt með sér. Við minnum á að sala á kompudóti er ekki virðisaukaskattskyld og slíkir seljendur þurfa ekki sjóðsvélar (peningakassa). Um takmarkaðan fjölda bása er að ræða. Hringið strax í dag og leitið nánari upplýsinga í síma 625030 (opið frá kl. 13-18). KOLAPORTIÐ BOBCAT Fyrirtækið Vélar & þjónusta kynnti nýverið nýja Bobcat vélgröfu X220. Gunnar Gunnarson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir hana vera mun einfaldari í stjórnun en eldri gerð. Einnig var kynnt sérstaklega Bobcat vélskófla gerð 753, sem er með nýrri hönnun er varðar kælitæki, drifbúnað, vökvarásir og með eftr- litskerfi sem gefur frá sér aðvörun ef eftirlits eða viðhalds er þörf. Auk Gunnars er á myndinni Erich Schreitmuller sölustjóri Melroe sem er með aðstöður í Brussel. Gunnar segir Melroe nú vera með um 900 söluaðila í 75 löndum og veltuna vera rétt um 400 milljónir dollara. Alls framleiði fyrirtækið um 17000 vélar árlega sem mun vera um 53% af heimsmarkaði. riUDDSKÓLI RAFþiS QEIRDALS NUDDNAM 1. Nuddkennsla 500 kennslustundir. Kenndar eru helstu aðferðir í almennu líkamsnuddi: Slökunarnudd, klassískt nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. Einnig er kynning á svæðanuddi og síatsú. Áhersla er lögð á fræðslu um helstu vöðva líkamans. Einnig er fræðsla um heilbrigði, bæði útfrá hefðbundum og óhefðbundum sjónar- m’iðum. 2. Starfsþjálfun 500 klukkustundir. Sveigjanlegurþjálfunartími. Fer fram innan nuddskólans. Þjálfun þarf að Ijúka inn- an tveggja ára frá upphafi náms. 3. Bókleg fög 494 kennslustundir. Öll kennsla í bóklegum fögum fer fram í fjölbrautaskólum landsins og má taka áður, meðfram eða eftir nuddnám, en sé lokið innan tveggja ára frá upphafi náms: Líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103, 203), líffræði (LÍF 103), heilbrigðisfræði (HBF 102, 203), líkamsbeiting (LÍB 101), næringarfæði (NÆR 103), skyndihjálp (SKY 101). Löggiltir heilbrigðisstarfsmenn fá sína bók- legu menntun metna til fulls og hluta af starfsþjálf- un, Námið er alls 1.494 stundir. Nemandi, sem stenst öll skilyrði skólans, útskrifast með viðurkenningu sem nuddfræðingur og hefur rétt til sjálfstæðra starfa. Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga. Nám hefst: Hópur 1, dagskóli, hefst 11. janúar 1993. Hópur 2, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. febrúar 1993. Hópur 3, dagskóli, hefst 14. apríl 1993. Hópur 4, dagskóli, hefst 1. september 1993. Hópur 5, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. september 1993. Hópur 6, dagskóli, hefst 10. janúar 1994. Hópur 7, kvöld- og helgarskóli, hefst 10. janúar 1994. Velja má um einn af þessum hópum. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 686612 Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík. Wiimt!T Kynningá eyðublnðasafni íPennanum PENNINN hf. og útgáfuþjón- ustan Umgjörð hf. standa þessa dagana fyrir kynningu á Know How eyðublaðasafninu í verslun Pennans í Hallarmúla. Þetta eyðublaðasafn kom út undir lok sl. árs og hefur verið ákveðið að það verði til sölu í versluninni en einnig geta fyr- irtæki nálgast eyðublöðin hjá Umgjörð. Markmiðið með eyðublöðunum er að spara vinnu við undirbúning, framkvæmd og eftirlit. Jafnframt geta þau nýst sem nokkurs konar hugmyndabanki, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Umgjörð. í eyðublaðasafninu eru 50 eyðublöð fyrir áætlanagerð og skipulagningu en einnig er unnt að fá safnið á disklingum, bæði í Dos-umhverfi og Macintosh. Eyðublöðin nýtast t.d. við gerð fjárhags- og greiðsluáætlana, við markaðs- og auglýsingastjómun og undirbúning og eftirlit vegna söluferða, söluherferða og funda- halda. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 671800 Daihatsu Charade turbo '88, svartur, 5 g., ek. 57 þ., sóllúga o.fl. V. 495 þús. stgr. Mazda 323 1500 LX station '88, hvítur, ek. 69 þ. V. 450 þús. Mazda 626 GTi Coupé '88, rauður, 5 g., ek. 87 þ., rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 930 þús. Ford Econoline 350 4x4 6.9 diesel, '87, grásans, sjálfsk., ek. 116 þ., upphækkaður 35“ dekk, No Spin aftan, o.fl. Úrvalsbíll. V. 2.1 millj., sk. á ód. Toyota Hilux Ex Cap EFi '91, blásans, 5 g., ek. 26 þ., veltigrind o.fl. V. 1480 þús., sk. á ód. Nissan SLX 1600 Sedan ’91, grásans, sjálfsk., ek. 9 þ., rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 980 þús. stgr. Chevrolet Scottsdale K-20 4x4 ’82, 7 manna, 8 cyl. (350) beinsk., spil, talstöð o.fl. Góður bill. V. 790 þús. _ VANTAR GÓÐA BÍLAÁSTAÐINN VJterkurog kD hagkvæmur auglýsingamiðill! MARKAÐSTORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.