Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1993 rækilega fjallað um lagasetningu á Alþingi. Þar er að vísu ekki sérstak- lega kveðið á um efni lagafrum- varpa, en að sjálfsögðu þýðir það ekki að lagatexti geti verið hvers efnis sem er, enda fleiri réttarheim- ildir en svonefnd sett lög frá Al- þingi. Meðal slíkra réttarheimilda er eðli máls sem er líka lögskýring- arsjónarmið og verður nánar vikið að því síðar. Til þess að sýna fram á að sam- kvæmt stjórnskipunarrétti eru gerðar miklar kröfur bæði til forms og efnis við lagasetningu ætla ég að geta hér eins og hæstaréttar- dóms. Hann varðar að vísu mistök við meðferð lagafrumvarps en kveð- ur þó.upp úr um það að ekki sé til þess ætlast að dómstólar fari eftir lagaákvæði sem er meiningarleysa. Um er að ræða hæstaréttardóm 1950, bls. 175. Málavextir voru í stuttu máli þeir að í lögum nr. 61/1932 um lax- og silungaveiði var orðið „kvísl“ ekki skilgreint sérstaklega. í frumvarpi til laga um breytingu á þessum lögum, sem borið var fram á þinginu 1936, var tekin upp skýrgreining á orðinu. Neðri deild Alþingis fékk frumvarp- ið fyrst til meðferðar. Var frum- varpið afgreitt þaðan til efri deildar með svohljóðandi skýrgreiningu á „kvísl“: „Það sem á fellur ekki í einu lagi, heldur sem skiptist um kletta, hólma eða sandeyrar, sem eru upp úr, þegar vatnsborð er lægst.“ Efri deild samþykkti ákvæði þetta með þeirri breytingu að í stað orðanna „þegar vatnsborð er lægst“ skyldi koma „að staðaldri“. Þegar frumvarpið var lagt fyrir neðri deild að nýju hafði láðst að fella úr því orðin „þegar vatnsborð er lægst“, en orðin „að staðaldri" voru felld inn í það. Er málið kom til af- greiðslu í deildinni var lýsing frum- varpsins á „kvísl“ orðuð svo: „Þar sem á fellur ekki í einu lagi heldur skiptist um kletta, hólma eða sand- eyrar, sem eru upp úr, þegar vatns- borð er lægst að staðaldri". Þannig var frumvarpið samþykkt í neðri deild og síðan staðfest og birt sem lög nr. 79/1936. Skilgreining orðs- ins „kvísl“ var síðan tekin upp í lög nr. 112/1941 um lax- og silungs- veiði. Hér var sem sagt aðstaðan sú, að vegna mistaka er frumvarp að lögum (hér 1. 79/1936) var sent milli deilda hafði skilgreining síðari deildarinnar orðið öðruvísi en frá henni var gengið í fyrri deildinni. Um þetta segir Ólafur Jóhannesson í riti sínu Stjórnskipun íslands, Reykjavík 1978, bls. 405, orðrétt: „Skýrgreiningin var því í rauninni aðeins samþykkt af annarri þing- deildinni, og var auk þess hálfgerð meiningarleysa. “ Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að ákvæðið hefði ekki orðið til á stjórnskipulegan hátt og hefði því ekki lagagildi. Var því ekki hægt að byggja úrlausn í dómsmál- inu á ákvæðinu. Það má alveg eins orða það þann- ig að texti 1. gr. frumvarpsins til laga um EES-samninginn eins og ætlunin er að samþykkja hann nú sé meiningarleysa, rétt eins og ákvæðið sem Hæstiréttur dæmdi ógilt í nefndum dómi. í þessum dómsmáli var lagatexti ekki talin hafa verið settur á stjórn- skipulegan hátt og hefði því ekki lagagildi einungis vegna þess að hann bar ekki með sér nægilega skýra skilgreiningu á einu einasta orði. Varðandi lögfestingu á 1. gr. frumvarps til laga um EES er því hins vegar haldið fram að hægt sé að veita utanríkisráðherra heimild til að fullgilda fyrir íslands hönd þjóðréttarsamning sem fyrir liggur að aldrei verður sá sem lagaákvæð- ið, samkvæmt orðum sínum, veitir heimild til að fullgilda en laga- ákvæði þetta tekur gildi sem íslensk lög þegar í stað. M.ö.o. liggur það fyrir að samningurinn um EES „sem undirritaður var í Óportó hinn 2. maí 1992“ mun aldrei verða lög- festu á íslandi heldur einhver annar samningur í breyttri mynd eftir samningaviðræður, milli aðila sem nú er ekki einu sinni ljóst hveijir verða. Hér er rétt að geta þess að af hálfu Spánar, sem á aðild að EB og er því samningsaðili um EES-samninginn, hefur því nú verið lýst yfir að samningurinn standist ekki óbreyttur eftir að Sviss felldi hann. í þessu sambandi skiptir engu máli það ákvæði 129. gr. EES- samningsins, og áður er vikið að, þess efnis að ef einhver aðili full- gildi ekki samninginn innan tíma- marka, skuli boðað til ráðstefnu stjórnarerindreka til að skoða möguleika á að samþykkja bókin, með nauðsynlegum breytingum til þess að samningurinn geti öðlast gildi á milli þessara samningsaðila eins og þar segir. Slíka bókun þarf að fullgilda á sama hátt og saming- inn sjálfan eins og áður getur. Hér er einungis um það að ræða hvern- ig samningsaðilarnir skuli bera sig að þegar svo stendur á sem þarna segir en hefur ekkert með að gera þær fullgildingaraðferðir einstakra ríkja (hvort sem þau t.d. heita Nor- egur eða Liechtenstein) sem farið er eftir samkvæmt gildandi lögum hvers lands, í þessu tilfelli með venjulegri lagasetningu á Alþingi íslendinga. 6 Að lokum vek ég athygli á við- bæti 8 í frumvarpinu sem sýnir hveijum augum samningsaðilar sjálfír líta á nauðsyn nákvæmni við lögfestingu samningsins. Viðbætir- inn varðar leiðréttingar á íslenskum texta EES-samningsins og þar seg- ir orðrétt í upphafi: „Eftirfarandi lagfæringar hafa verið gerðar á íslensku meginmáli EES-samnings- ins frá því að hann var undirritaður í Óportó hinn 2. maí sl. Verið er að leita staðfestingar annarra samningsaðila á þessum lagfæring- um.“ Síðan eru þessar lagfæringar taldar upp á U/2 bls. og yrðu marg- ar þeirra væntanlegar taldar heldur litilfjörlegar eins og t.d. það að breyta þurfi orðinu Oporto í Óportó með samningaviðræðum og sér- stakri „staðfestingu" samningsað- ila. Lokaorð Niðurstaða mín er því sú að eðli máls leyfi ekki samþykkt 1. gr. lagafrumvarpsins í óbreyttri mynd. Óttast ég ekki dóm réttarsögunnar um þá skoðun mína fremur en þá sem ég haf látið uppi um stjórnar- skrárþátt þessa máls. - Höfundur er prófessor í stjórnarfarsrétti við Háskóla Islands. 21 ERTU AÐ BYGGJA ? VILTU BREYTA ? ÞARFTU AÐ BÆTA ? 15-50 % AFSLÁTTU R STOR- ÚTSALA LITAVERS veggfóður og borðar 25 % afsláttur keramikflísar 1 5-40%afsláttur gólfdúkar 15- 40% afsláttur gólfteppi 20-50 %afsláttur stök teppi 20% afsláttur dæmi: Monaco 160 x 230 kr. 7.880 Sara 160x230 kr. 4.632 dreglar-mottur sparsl-lím a . OPIÐ LAUGARDAG FRA 10-13 líttu við í Litaveri - það hefur ávallt borgað sig QREN8Á8VEQI1 8 f 88 I 81 24 44 Ný sölu-sálfræði (TheNewPsychologyof selling) -forskotid sem vantar Árangursríkt söluþjálfunarkerfi fyrir sölufolk. Námskeiöið byggist á fyrirlestrum Brian Tracy, myndböndum á ensku, vinnubók og umræöum. Hljóösnældur til upprifjunar á öllu námsefni fylgja. Brian Tracy |ij inu sinni á öld kemur fram ný sölutækni sem gerir þá tækni sem var fyrir hendi lítils virði. Þessi nýja tækni er sett fram af manni sem hefur starfað við sölu og hefur kennt öðrum að selja, manni sem hefur starfað náið með fjölda fyrirtækja og fjármálasér- fræðingum á fjölmörgum sviðum. Brian Tracy hefur starfað í yfir 80 löndum í fimm heimsálfum. Hann talar 4 tungumál, hefur B.Comm og M.B.A. gráðu og hefur hlotið æðstu viðurkenningu C.P.A.E. fyrir ræðumennsku. Hann er forstjóri Institute for Executive Development sem hefur skrifstofur víðsvegar í Bandaríkjunum og Kanada. Þettá myndbandanámskeið stendur eitt sér eða með hvaða söluþjálfunamámskeiði sem er. Yfir 50.000 sölumenn, víðsvegar um heim, frá hundruðum fyrirtækja á fjölmörgum sviðum, hafa • notfært sér þær hugmyndir sem kenndar em á þessu námskeiði. Tími 27., 28. og 29. janúar. Innritun hafin. Leiðbeinandi: HaukurHaraldsson. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066 Nánari upplýsingar fást hjá Stjórnunarfélagi Islands i sima 621066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.