Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 29
± MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1993 29 jf olli óveðri og ófærð EMUMEN WITJÓN Morgunblaðið/RAX Bjarga sér í rafmagnsleysinu er farið að valda vandræðum. Bára Guðmundsdóttir á Miðgrund í Vestur-Eyja- nsleysinu í gærmorgun. Ófært í blindhríð víðasthvar ÓFÆRT var á vegum víðast hvar á landinu í gær og oftar átti hvassviðri sök á því en ofan- koma, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar ríkisins. Síðdegis í gær var Reykjanes- brautin fær, en skafrenningur mik- ill. Hvalfjörðurinn var ófær í gær- morgun, en orðinn fær á ný síðdeg- is og alla leið í Borgarnes. Fært var vestur Mýrar, um Heydal og norð- anvert Snæfellsnes. Vegagerðin hætti í gær allri vinnu við að reyna að opna norðurleiðina, en stórhríð var á Holtavörðuheiði og Norður- landi öllu. Helstu vegir á Vestfjörð- um voru líka lokaðir. Fært var skammt upp úr byggðinni í Reykja- vík, eða upp að Rauðavatni. Þar fyrir ofan var illfært, mjög slæmt ástand við" Litlu kaffistofuna og vegagerðarmenn voru þar að að- stoða rútur og jeppa, sem reyndu að komast austur um. Það gekk þó brösulega, enda sáu menn ekki út fyrir snjóruðningstækin. Þrengslin voru fær, en Hellisheiðin hins vegár ekki. Fyrir austan Þrengsli var færð allt í lagi og allt undir Hvolsvöll. Undir Eyjafjöllum var vitlaust veð- ur, en í kringum Vík var orðið skap- legt og allt austur undir Horna- fjörð. Austfirðirnir voru að mestu ófærir og ekkert hægt að afhafast þar. Sama var upp á tengingnum á norðausturhorni landsins. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var fyrst og fremst ófært vegna hvassviðris, en þar á bæ töldu menn að þegar rofaði til yrði mokstur ekki endilega meiri en á venjulegum vetrardegi. Þrengslin væru til dæmis ekki lokuð af snjó, heldur fyrst og fremst vegna þess hversu blint væri þar af skaf- renningi. Veðurgengur niðurínótt ÁÆTLAÐ er að loftþrýstingur lægðar sem nú gengur á milli íslands og Færeyja hafi minustur verið 910-915 millibör eða svipaður þrýstingur og minnstur mældist við Hvarf árið 1986. Ásdís Auðunsdóttir, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands, sagði að erfitt væri að segja nákvæmlega til um loftþrýstinginn því baujur á svæðinu sendu ekki boð um loft- þrýsting undir 920 millibörum og hefðu ekki sent boð frá kl. 18-24 á sunnudag. Af því mætti þó ráða að loftþrýstingur hefði farið niður í 910-915 millibör. Árið 1986 mæld- ist álíka loftþrýstingur, eða 913 millibör, við Hvarf. Ásdís sagði að lægðin hefði birst við austurströnd Bandaríkjanna og farið austnorðaustur og norðaustur. Hefði hún dýpkað stöðugt á ferð sinni. Má geta þess að lægðin var um 1.500 kílómetra suðsuðvestur af landinu kl. 18 á laugardag en var komin 2-300 kílómetra suður af Hornafirði á hádegi á sunnudag. Loftþrýstingur mældist þá um 920 millibör. Aðspurð sagði Ásdís að veðrið hefði náð hámarki aðfaranótt mánu- dags. Hins vegar myndi draga úr veðrahamnum í dag og ganga niður í nótt. Hún vísaði því á bug að ekki hefði verið varað nægilega fljótt við slæmu veðri og sagði að varað hefði verið við stormi í fréttum og á sím- svara Veðurstofunnar strax kl. 16.30 á laugardag. J Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil ófærð var á Reykjanesbraut og vjð flugstöðina í gær. Mynd- in sýnir snjóuga bíla við Flugstöðina. Reykjanesbraut ófær Sátu fastir í bílum við Flugstöðina NOKKRIR bílar festust við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut um klukkan 7 í gærmorgun vegna mikillar' hálku og skafrennings en greiðlega gekk að losa þá. Fólk á leið í flug sat fast í bílum sínum skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og tókst ekki að losa þá síðustu fyrr en um hádegi. Lögreglan í Keflavík lýsti í sam- tali við Morgunblaðið yfir furðu sinni á þeirri stefnu flugfélaganna að aflýsa ekki flugi fyrr en á síð- ustu stundu. Lögreglan taldi þetta hafa hvatt menn til að leggja út í veðrið þrátt fyrir að fullvíst væri að allt flug féili niður. Morgunblaðið/Sverrir Jón H. Björnsson ásamt dóttur og barnabörnum. Ingibjörg Svala heldur á Jóni Birni, en Ragnar og Ingólfur standa hjá afa sínum. Veðurteppt í allt að 12 tíma í Leifsstöð Furðulegt að flugi skyldi ekki aflýst fyrr Allt millilanda- og innanlandsflug féll niður ALLT millilandaflug féll niður í gær vegna ofsaveðursins sem gekk sunnan við landið. Farþegar á leið til og frá landinu fengu heldur betur að kenna á veðrinu og sumir voru veðurtepptir á Keflavíkurflugvelli í allt að tólf tima. Um klukkan 16 í gær komu fyrstu rúturnar frá Leifsstöð til Reykjavíkur. Sumir farþeganna höfðu þá verið veðurtepptir í stöð- inni frá klukkan sex um morgun- inn. Jón H. Björnsson landslagsarki- tekt sagðist hafa lagt af stað klukka sjö og hefði ætlað að fylgja dóttur sinni, Ingibjörgu Svölu, ásamt þremur barnabörnum út á völl, en þau eru á aldrinum fjög- urra mánaða, fimm ára og tólf ára. Ingiþjörg sagði að börnin væru þreytt en vel á sig komin. Elsta barnið, Ragnar, var einna leiðastur enda leiðinlegt að eyða afmælisdeginum sínum veður- tepptur í flugstöð. Farþegar með flugi frá New York voru í flugvélinni í tólf tíma. Vélin lenti kl. 7.15 í morgun. Mich- alis Kleanthows og Melani Wurm, sem millilentu hér á leiðinni til Þýskalands, sögðu að farþegarnir hefðu verið í vélinni í þrjá tíma áður en tókst að flytja þá yfir í flugstöðvarbygginguna. Þau sögð- ust vera ansi þreytt eftir volkið en þetta væri jú einu sinni ísland og því ekki við öðru að búast. Eggert Gottskálksson og Hrefna Guðmundsdóttir lögðu af stað frá Loftleiðum klukkan 4.30 í morgun og komu aftur til Reykja- víkur klukkan fjögur síðdegis. Þau lýstu furðu sinni á að flugi skyldi ekki hafa verið aflýst fyrr^en raun varð. Þegar þau komu út á völl var hávaðarok og blindbylur. Þau sögðu að fólk hefði almennt verið hið rólegasta og skemmt sér við gítarleik og söng. Allt innanlandsflug lá einnig niðri í gær vegna veðurs, en Veð- urstofan gaf út viðvörun vegna mikillar ókyrrðar og ísingar í lofti. Kristinn Stefánsson, afgreiðslu- stjóri Flugleiða, sagði að ekkert hefði verið flogið á sunnudag, utan eitt flug til Akureyrar og öllu flugi í gær var aflýst. „Nú bíða tæplega 1.100 farþegar eftir flugi og miðað við veðurspá get ég ekki verið bjartsýnn á flugið þriðjudag, að minnsta kosti ekki fyrri hluta dagsins," sagði hann. . Leitaðfólki á Vesturlandi TÖLUVERÐ leit var gerð að ungu í'ólki á fólksbfl á leiðinni úr Hvalfirði og vestur á Snæfells- nes á sunnudagskvöld. Fólkið reyndist vera á góðu yfirlæti i Helgafellssveit. Lögreglan í Borgarnesi og Ólafs- vík og björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hófu leit að fólkinu vegna þess að það kom ekki fram í Olafsvík á leið frá Reykjavík. Eft- ir að auglýst hafði verið eftir fólk- inu í útvarpi gaf það sig fram. Það var þá í góðu yfirlæti á bæ vestur í Helgafellssveit en því hafði láðst að láta ættingja vita. Bátarogskip leituðu vars BÁTAR og skip leituðu vars í höfnum á Austfjörðum í óveðr- inu, sem gekk yfir landið á sunnudag og í gær. Á Eskifirði voru 19 bátar og skip við bryggju og á Reyðarfirði 15. Það verður því líklega erill þeg- ar skipin leggja af stað til veiða á ný. Símasamband við útlönd rofnaði Símasamband við útiönd rofn- aði af og til í gær, vegna veðurs. í veðurhamnum rofnaði samband við jarðstöðina Skyggni, en sam- kvæmt upplýsingum stúlknanna í 09 stóð það skamma stund hverju sinni, svo ekki hlutust teljandi vand- ræði af. Fjórtán bæir úr símasambandi Vaðbrekku, JBkuldal. BLINDBYLUR brast á hér á sunnudag og hefur verið síma- sambandslaust við alla bæi á Efra-Jökuldal frá því á sunnu- dagskvöld. Hvassviðri hefur verið að norðan og,norðaustan en ekki mikil ofan- koma. Ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið vegna óveðurs- ins, nema hvað símasambandið rofnaði klukkan tíu á sunnudags- kvöld vegna bilunar í tengivirki á Hákonarstöðum. Viðgerðarmenn lögðu af stað frá Egilsstöðum en urðu frá að hverfa vegna ófærðar og veðurs. Ætla þeir að reyna að komast að Hákonarstöðum þegar veður lægir. Fjórtan bæir eru á því svæði sem varð símasambandslaust. Farsímar eru til á fjórum þeirra og koma þeir að góðum notum nú. Sig. Að. U osastaurar brotnuðu ÞRIR götuljósastaurar brotnuðu við Miklubraut í Reykjavik i óveðrinu á sunnudag. Að sögn Matthíasar Matthíasar- sonar yfirverkstjóra hjá Rafmagns- veitunni var um að ræða gamla I ljósastaura. Sagði hann að lítið hefði verið um tjón hjá Rafmagns- veitunni í óveðrinu, minnihátar skemmdir hefðu þó orðið á loftlín- um til einstakra húsa. Fauk út af undir Hafnarfjalli Vöruflutningabifreið á suður- leið fauk út af veginum undir Hafnarfjalli á sunnudagskvöld. Ökumanninn sakaði ekki. Mikill skafbylur var á þessum slóðum og hálka á veginum. Björg- unarsveitarmenn úr Borgarnesi að- stoðuðu við að losa kjötfarm úr bílnum og koma bílnum síðan á réttan kjöV +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.