Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR .1993 33 Ingi Björn Albertsson í þingræðu Þarf 2-3 ár til að kynna sér EES Mótsagnir hjá Inga Birni segir Björn Bjarnason INGI Björn Albertsson (S-Rv) lýsti andstöðu við frumvarp til laga, um evrópskt efnahagssvæði, EES, a.m.k. eins og það lægi fyrir við lok þriðju umræðu síðastliðinn laugardag. Ingi Björn taldi þingmenn þurfa 2-3 ár til að kynna sér samninginn til hlýtar og þá myndi hann e.t.v. styðja hann. Samingurinn væri stjórnarskrárbrot og bera ætti hann undir þjóðaratkvæði. Birni Bjarnasyni (S-Rv) formanni utanríkismálanefndar var spurn hvernig og hvenær þjóðin ætti að greiða atkvæði um samning sem Ingi Björn þyrfti 2-3 ár til að kynna sér. Ingi Björn Albertsson var þriðji stjórnarliðinn sem lýsti yfir andstöðu við samninginn. Hinir tveir voru Eggert Haukdal (S-Sl) og Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv). Við lok þriðju umræðu á áttunda tímanum síðdegis á laugardaginn tók Ingi Björn Albertsson (S-Rv) til máls. Ræðumaður minnti á að hann hefði stutt þá tillögu að bera þetta mál undir þjóðaratkvæði. Hann sagðist taka undir orð sem flokksbróðir hans, Eyjólfur Konráð Jónsson, hafði látið falla um að forseti lýðveldisins yrði settur í afar erfiða stöðu ef Alþingi ætlaði að samþykkja þessar „slitrur af sam- komulagi", honum væri næst að halda að forseti gæti ekki sam- þykkt frumvarpið eins og það lægi nú fyrir; það væri ekki þinghæft. Ingi Björn sagðist enn hafa trú á því að þetta mál yrði borið undir þjóðaratkvæði en sú atkvæða- greiðsla yrði um það hvort þjóðin teldi að verið væri að bijóta ákvæði stjórnarskrárinnar eða ekki. Ræðu- manni sýndist það „kristaltært“ að samningurinn væri brot á stjórnar- skránni. Ingi Bjöm Albertsson sagðist skilja afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur (SK-Rv) sem situr hjá. Björn Bjarnason Ingi Björn Albertsson Hinsvegar þótti honum miklu alvar- legra að fímm þingmenn Framsókn- ar skyldu ætla sér að sitja hjá, þrátt fyrir að þeir teldu mikinn vafa leika á um hvort samningurinn stæðist gagnvart ákvæðum stjórnarskrár- innar. Þingmenn skrifuðu undir eið um að virða stjórnarskrána. Hann sagði að þeir sem ekki gerðu sér þetta ljóst „yrðu að fara í andlega endurhæfingu". Samningurinn um EES væri mik- ið meira en viðskiptasamningurinn en jafnvel sá þáttur væri um margt Utanríkisráðherra um EES-samninginn Breytist í tvíhliða samning ef Island verður eitt eftir JÓN Baldvin Ilannibalsson utanríkisráðherra segir að hann og Dav- íð Oddsson forsætisráðherra séu reiðubúnir til þess að skrifa bréf til framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, EB, og óska eftir form- legum umræðum við bandalagið um að fella niður stofnanaþátt EES-samningsins ef/þegar önnur EFTA-lönd gangi í EB. Þetta kom fram þegar utanríkisráðherra svaraði gagnrýni og spurningum Jó- hannesar Geirs Sigurgeirssonar (F-Ne) í umræðum siðastliðinn föstu- dag. í þingræðu síðastliðinn föstudag ítrekaði Jóhannes Geir Sigur- geirsson (F-Ne) þá afstöðu að sitja hjá við afgreiðslu frumvarpsins um EES. Hann gagnrýndi vinnubrögð og málflutning utanríkisráðherra harðlega. Utanríkisráðherra hefði aukið úlfúð og óeiningu. Ræðumað- ur hugði skemmra vera á milli skoð- ana manna heldur en sýndist, t.d kæmi fram í greinargerð þing- flokks og framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins, 28 júní sl., að í tvíhliða samningi yrði byggt á hug- myndum um fijálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi, íjármagnsflutninga. Þarna væri komið íjórfrelsið sem væri grund- völlur EES. Jóhannes Geir ítrekaði að á íslandi væri víðtæk andstaða gegn EB. Hann taldi áð það myndi stuðla að pólitískum sáttum að það væri skýrara að við værum ekki á leið inn í þetta bandalag og að leit- að yrði eftir því að breyta EES- samningnum í tvíhliða samning. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra vildi fyrir það fyrsta benda þingheimi á, að ef Alþingi íslendinga hafnaði samn-' ingnum þá yrði honum auðvitað ekki breytt í eitt eða neitt. Til þess að verða við tilmælum Jóhannesar Geirs yrði fyrst að samþykkja samninginn og liðveisla hans til þess yrði ákaflega vel þegin. Utanríkisráðherra sagði að þótt EES-samningurinn væri að formi til þjóðréttarsamningur milli ís- lands og EB, þá væru samningarn- ir tilkomnir sem fjölþjóða samning- ar. Nú hefðu hin EFTA-löndin sótt um aðild. Á þessari stundu vissum við ekki hver yrði niðurstaðan né hvenær hún lægi fyrir; hvort þessi afstaða ríkisstjórna hlyti samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri sem sagt ekki vitað hvenær ísland stæði eitt eftir gagnvart EB. Þessi spurning hefði þó verið rædd í tvi- gang við fulltrúa EB, við utanríkis- ráðherra EB, Andriesen, og einnig við Doglas Hurd utanríkisráðherra Bretlands þegar það land gegndi formennsku í EB. í báðum þessum samtölum hefði það orðið sameigin- leg niðurstaða, að ef svo færi að ísland stæði eitt eftir yrðu teknir upp samningar sem fælu það í sér, að brott féllu eftirlitsstofnanir og dómstólsstofnun en við tæki sam- eiginleg nefnd til að stýra sameign- inlegri framkvæmd samningsins. Þar með hefði samningurinn breyst í tvíhliða samning. Utanríkisráðherra sagði að það yrði að ráðast af atburðarásinni hvenær tímabært yrði að fara í slíka samninga. En forsenda slíkra viðræðna væri að sjálfsögðu að EES-samningurinn yrði samþykkt- ur. Jón Baldvin Hannibalsaon Jóhannes Geir Sigurgeirsson Jóhannes Geir Sigurgeirsson fagnaði þessari yfírlýsingu utanrík- isráðherra. En honum var spurn hvort ekki væri skynsamlegra að stíga skrefíð stærra. Yrði það ekki bréfaskriftum ríkisstjórnarinnar til stuðnings, ef tilskrifíð yrði byggt á samþykktum Alþingis? Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra sagðist vera jafnaðarmaður og hafa trú á hægfara umbótum. Við skyldum stíga eitt skref í einu. Fyrst skyldum við samþykkja EES- samninginn. óljós og ávinningurinn yrði minni heldur enn ýmsir spáðu eða létu í veðri vaka. Ræðumaður sagðist gjarnan vilja sjá þingmann sem segðist þekkja þetta mál út í gegn; 1.400 lagabálka og þúsundir síðna af reglugerðum. Ingi Bjöm sagðist ekki vera einn af þeim. Þrátt fyrir þetta væri þingmönnum færður þessi „pakki“ í hendur og ætlað að samþykkja án þess að líta í hann. „Ef vel ætti að vera þá ætti að gefa þinginu cirka 3 ár til að færa yfír svona mál. Þá væri hægt að segja að vinnubrögð væru eðlileg." Ræðumaður ítrekaði samlíkingu EES við pakka: „Það er settur pakki á borðið og sagt „nú tökum við „sjens“ með íslenskt þjóðfélag." Ingi Bjöm sagðist ekki vera tilbúinn í þann „sjens“. En Ingi Bjöm sagði ennfremur: „Það getur vel verið, ef ég fengi þann tíma sem þarf. Tvö, þijú ár. Þá getur vel verið að ég myndi styðja þetta. Það getur vel verið að innihaldið sé gott þegar það er allt komið upp á borðið. En ég veit það ekki. Og meðan ég hef ekki heildarmyndina þá greiði ég ekki svona samningi atkvæði mitt.“ „Eurókratar“ í stað íslendinga? Ástæður fyrir EES? Ingi Björn sagði samninginn vera fyrst og fremmst hugarfóstur „Evrópu- krata“ sem vildu leiða okkur inn í „eina kratíska Evrópu“. Frá EES „beinustu leið inn í EB.“ Ingi Bjöm sagði að kynna yrði bæði kosti og galla EES-samingsins fyrir þjóðinni. Það hefði verið meðal þeirra raka sem hefðu valdið því að hann hefði studd þjóðaratkvæði um samninginn. „Við eram að opna hér dyrnar, eins og oft hefur verið sagt, fyrir milljónum milljónum manna. EFTA-löndin ein sem telja eitthvað 30-40 milljónir era færri heldur en allt atvinnuleysið í EB- löndunum. Þó að við fengjum ekki nema 1/2% af þessu fólki hér inn, þá mundi það kaffæra íslenskt þjóð- félag. Auðvitað eigum við sjálf að stjórna því hveijir koma inn í þetta land og hverjir ekki. Það er enginn MMHfil Stuttar þingfréttir EES í 102 tíma Pálmi Jónsson þingforseti sleit þriðju umræðu um fram- varp til laga um evrópskt efna- hagssvæði, EES, kl. 20.18 síðastliðið laugardagskvöld. Þá hafði framvarpið verið rætt í tæpar 102 klukkustundir. Það var Páll Pétursson (F-Nv) sem mælti fram lokaorðin í þessari umræðu. Þau fólu í sér vantrú ræðumanns á málflutningi Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra. „rasismi“ í því. Við eigum bara að hafa tök á því sjálf. Eins og við höfum haft og þjóðir hafa haft í gegnum tíðina. En ekki opna hér allt upp á gátt.“ Ingi Bjöm hvatti þingmenn til að hugleiða spuming- una um framtíð íslenskar þjóðar og þjóðfélags. Hvort eftir 15-20 ár, _sú tíð yrði efni uppryfjunar, þegar ís- lendingar voru á íslandi. Hvort þá yrðu landsmenn „Eurókratar um- kringdir stjömum“. Undir lok ræðunnar ítrekaði Ingi Bjöm Albertsson þá von að þessi samningur ætti eftir að koma undir þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæði sem hlyti að snúast um það hvort þjóðin væri tilbúin að fótum troða stjórnar- skrána. Ingi Bjöm sagði einnig, að í ljósi þeirrar ræðu sem hann hefði flutt myndi hann styðja frávísunart- illögu sem stjórnarandstæðingarnir Jón Helgason (F-Sl), Ragnar Arn- alds (Ab-Nv) og Kristín Einarsdótt- ir (SK-Rv) hefðu lagt fram. Mótsagnir Björn Bjarnason (S-Rv) for- maður utanríkismálanefndar sagði ræðu Inga Björns hafa einkennst af nokkram andstæðum. Birni kom það nokkuð á óvart að Ingi Bjöm Albertsson lýsti því yfír að hann þyrfti 2-3 ár til að átta sig á þessu máli og kynni eftir þann tíma e.t.v. að styðja það. En Ingi Björn segði einnig að það þyrfti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Birni Bjarnasyni var spurn, hve langur tími yrði að líða þangað til hún gæti farið fram. Birni þótti það og nokkur mótsögn að telja EES- saminginn vera stjórnarskrárbrot en geta þó e.t.v. hugsað sér að styðja hann eftir 2-3 ár. Ingi Björn Albertsson sagði andsvar Bjöms Bjarnasonar vera með ólíkindum. Ingi Björn sagði að hann gerði sér það vel ljóst að Björn Bjarnason og fleiri vildu ekki gefa þingheimi þau 2-3 ár sem þyrfti til að kynna sér þetta mál. Þess vegna hlyti krafan að vera sú að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla. Atkvæðagreiðslu um EES frestað FYRIRHUGAÐ var að greiða atkvæði þriðja og síðasta sinni um frumvarp til laga um evrópskt efnahagssvæði, EES, í upphafi 99. þingfundar kl. 10.30 í gær. Vegna ófærðar komust tveir þingmenn ekki til þings og var atkvæðagreiðslu því slegið á frest til kl. 13.30 í dag. Þriðju og síðustu umræðu um staðfestingarframvarp EES lauk á níunda tímarium síðastliðið laugardagskvöld. Gert hafði verið ráð fyrir því að greiða atkvæði á 99;, þingfundi í gær. í upphafi þingfundar í gær til- kynnti Salome Þorkelsdóttir for- seti Alþingis að fyrirhugaðri at- kvæðagreiðslu myndi frestað þar eð nokkrir þingmenn hefðu ekki komist til þingfundar vegna ófærðar. Formenn þingflokka myndu ræðast við í hádeginu og vonaði hún að atkvæðagreiðsla gæti farið fram síðar um daginn. Vonir þingforseta rættust ekki. Síðdegis í gær voru fjórir þing- menn enn ókomnir. Var að því stefnt að koma fjórmenningunum til þingfundar og atkvæðagreiðslu sem var nú áformuð kl. 18.00. Þingmenn Suðurlands, Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) og Guðni Ágústsson (F-Sl), vora veður- tepptir heima, á Stokkseyri og Selfossi. Var brugðið á það ráð að hefilbíll frá vegagerðinni sótti þingmennina og flutti til þingfund- ar. En Stefáni Guðmundssyni gafst (F-Nv) ekki flugveður frá Sauðárkróki og fannkyngi og hríð- arkóf hamlaði för Ólafs Þ. Þórðar- sonar (F-Vf) frá Borgarfirði. Kl. 18.00 sleit Salome Þorkels- dóttir forseti Alþingis fundi. Hún greindi frá því að áformuð at- kvæðagreiðsla myndi frestast til kl. 13.30 í dag þriðjudag. Við atkvæðagreiðslu í dag munu fyrst verða greidd atkvæði um tillögu frá Jóni Helgasyni (F-Sl), Ragnari Arnalds (Ab-Nv) og Kristínu Einarsdóttur (SK-Rv) um að vísa frumvarpinu til ríkis- stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að þeir fimm þingmenn Framsóknar sem lýst hafa því yfir að þeir muni sitja hjá við afgreiðslu stað- festingarfrumvarpsins muni greiða þessari tillögu atkvæði. Ennfremur er reiknað með að Ing- björg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) muni ljá þessari tillögu atkvæði en Ingibjörg Sólrún hefur boðað hjásetu við endanlega atkvæða- greiðslu um staðfestingarfrum- varpið. Spár manna gera því ráð fyrir að frávísunartillagan verði felld með atkvæðum stjómarliða, þrátt fyrir væntanlegan stuðning sjálfstæðismannanna Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S-Rv), Inga Björns Albertssonar (S-Rv) og Eggerts Haukdals (S-Sl). Stað- festingarfrumvarpið verði síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarliða að frátöldum fyrr- greindum þremenningum úr Sjálf- stæðisflokki, en fimm framsóknar- menn og ein kvennalistakona greiði ekki atkvæði. En aðrir þing- menn leggist gegn frumvarpinu. Erfið þingmannaleið Sá möguleiki er til í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu að þingmenn tilkynni fjarveru til þess að hlutföll milli andstæðra fylkinga raskist ekki. En í hinum stærri málum er þetta ekki gert og vitað var að báðum þessum þingmönnum lék mjög hugur á því að greiða at- kvæði gegn framvarpinu. Ólafur Þ. Þórðarson mun þó hafa gefið þess kost að jafngildur þingmaður úr stjórnarliði yrði fjarstaddur. Ólafur taldi engan þingmann sinn jafninga annan en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. í samtali við Morgunblaðið kom fram að Guðna Ágústssyni og Mar- gréti Frímannsdóttur þótti mikið til um umhyggju ríkisstjórnarinnar. En hins vegar gat Margrét ekki dulið þau vonbrigði að verða að fara erindisleysu til þings. Þetta lýsti ráðleysi. Það hefði verið eðli- legt að ganga úr skugga um að þeir þingmenn sem átt hefðu lengri og erfiðari þingmannaleið, Stefán og Ólafur, kæmust áður en sent hefði verið eftir henni og Guðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.