Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 26
I 26 Hart barist í Angóla Harðir bardagar hafa geisað í Huambo, annarri mikilvæg- ustu borg Angóla, undanfarna þijá daga. Stjómarerindrekar í höfuðborginni, Luanda, töldu í gær að stjórnarherinn hefði náð yflrhöndinni og flestir liðsmenn UNITA-hreyfíngarinnar hefðu flúið til úthverfa í borginni. Stjómarherinn hélt því fram á sunnudag að hann hefði náð höfuðstöðvum Jonasar Savimb- is, leiðtoga UNITA, í Huambo á sitt vald en hann vísaði því algjörlega á bug í gær. Ný stjórn á Irlandi Verkamannaflokkurinn á ír- landi samþykkti á sunnudag að mynda samsteypustjóm með Fianna Fail, flokki Alberts Reynolds forsætisráðherra. Búist er við að Reynolds verði endurkjörinn forsætisráðherra á þinginu í dag. Hann myndar síðan stjórn sem mun hafa mesta þingmeirihluta á bak við sig í sögu landsins. Óeirðir í Bombay Sharad Pawar, varnarmála- ráðherra Indlands, 'hefur fyrir- skipað indverska hemum að binda enda á óeirðir í Bombay sem hafa kostað hartnær 200 manns _ lífið undanfama sex daga. Óeirðarseggir kveiktu í verslunum og börðust við lög- reglu á götunum um helgina. Vilja útlagana heim Farouk Kaddoumi, sem fer með utanríkismál innan Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði í gær að Palest- ínumenn myndu ekki hefja frið- arviðræður að nýju við ísraela fyrr en þeir leyfðu palestínsku útlögunum í suðurhluta Líban- ons að snúa aftur til ísraels. Palestínskur útlagi í S-Líban- on. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Kirkjugrið í óveðrinu íbúar Quendale í Hjaltlandi hlaupa til kirkju á sunnudag þegar óveður geisaði á eyjunum. Stormar gengu yfir Bretlandseyjar í gær og í Skotlandi náði vindhraðinn á köflum 160 kílómetrum á klukkustund. Óveður í Færeyjum Tjónið óverulegt vegna hagstæðrar vindáttar MIKIÐ óveður hefur gengið yfir Færeyjar undanfarna daga og náði veðurofsinn hámarki aðfaranótt mánudagsins og snemma á mánudagsmorgun. Mestur mældist vindhraðinn 77 metrar á sek- úndu fyrir norðan Þórshöfn og er það meira en í óveðrinu mikla árið 1988. Mun minna tjón varð þó vegna óveðursins nú og er talið mega rekja það til þess hversu vel fólk var undir storminn búið og að vindátt hafi verið hagstæð. Benny Samuelsen, blaðamaður á Dimmalaætting í Þórshöfn, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar fyrir lá að óveður myndi skella á hefði verið gripið til margvíslegra ráðstafana. Neglt hefði verið fyrir glugga á húsum og allar björgunar- sveitir á eyjunum verið í viðbragðs- stöðu áður en veðrið skall á. Þær hefðu hins vegar lítið þurft að láta til sín taka. Ekkert hús hefði eyði- lagst í veðrinu en þakplötur hefðu fokið af tveimur húsum, öðru í Klakksvík og hinu í Suðurvogi, um helgina. Þá hefðu orðið skemmdir á húsi í Suðurvogi í gærmorgun. Þá varð töluvert tjón í smábátahöfn- inni en fjórir til fimm bátar, sem þar voru við bryggju, sukku og höfnin sjálf er taíin ónýt. í óveðrinu árið 1988 nam tjón í Færeyjum tugmilljónum danskra króna og skemmdust til að mynda bifreiðar fyrir um 18 milljónir dan- skra króna. Tryggingafélög í Fær- eyjum hafa ekki enn náð að safna upplýsingum um skemmdir af völd- um veðursins um helgina en ljóst er að það er einungis brot af tjón- inu 1988. Benny sagði lífið að mestu hafa gengið sinn vanagang í Færeyjum í gær, þrátt fyrir veðrið. Þó hefðu samgöngur legið niðri að nánast öllu leyti og flestir skólar verið lok- aðir. Mætti það annars vegar rekja til þess að olíukynding í sumum skólabyggingum var óvirk vegna veðurs sem og að fólk vildi ekki að börnin væru úti í óveðrinu. Verst var veðrið í bænum Sumba, syðst á Suðurey, en þar búa rúm- lega fimm hundruð manns. En þó vindhraðinn hafi verið mikill var veðuráttin hagstæð og urðu því litl- ar sem engar skemmdir á húsum. í gær var enn hvasst í Færeyjum og búist við áframhaldandi hvass- viðri. Fárviðri á Bretlandseyjum Oflugir stormar gengu yfir Bret- landseyjar í gær og í Skotlandi náði vindhraðinn á köflum 160 kíló- metrum á klukkustund. í suður- hluta Bretlands var vindhraði einnig mikill. Tré rifnuðu upp með rótum og veðrið olli fjölmörgum umferðar- slysum. Þá lentu mörg skip og bát- ar í vandræðum. Mikill snjór féll í Wales og þurfti að fella þar niður alla lestarumferð vegna fannfergis. Karl Bretaprins hafði áformað að heimsækja Hjaltland í gær ásamt föður sínum Filippusi prins til að kanna skemmdir vegna olíulekans úr olíuflutningaskipinu Braer, sem strandaði við eyjarnar í síðustu viku. Þeir urðu hins vegar að fresta för sinni þar sem allt flug til Hjalt- lands lá niðri í gær vegna veðurs. John MacGregor, samgönguráð- herra Bretlands, sagði í gær að strand Braer vekti upp margar spurningar um siglingar olíuflutn- ingaskipa í kringum Bretland og að ríkisstjómin hygðist láta gera nýja úttekt á því hvernig tryggja mætti öryggi betur. ara og eldri JAZZ 7 til 12 ára FJÖR / / / HJA SOLEYIVETUR! NYTT! aérobic NYTT! 10 til 13 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.