Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrír flutningabílar rákust saman ÖKUMAÐUR flutningabíls slas- aðist nokkuð í hörðum árekstri þriggja flutningabíla í hríðar- kófi á Suðurlandsvegi í gær- morgun. Bílamir voru á leið til Reykjavík- ur hver á eftir öðrum. Fremstur fór mjólkurbíll með þúsundir lítra af mjólk. Skyndilega nam ökumað- ur hans staðar og ökumanni sendi- bfls frá Kjörís, sem næstur fór, tókst að nema staðar í tæka tíð. Það tókst hins vegar ekki öku- manni sendibfls þar á eftir. Hann ók á talsverðri ferð inn í Kjörísbfl- inn og þeytti honum á mjólkurbíl- inn. Við höggið hlaut ökumaður Kjörísbflsins nefbrot og fleiri áverka í andliti og klemmdist fast- ur í stórskemmdum bflnum. Öku- menn hinna bflanna tveggja hlutu ekki teljandi meiðsli en mjólk úr tönkum mjólkurbílsins flóði um Suðurlandsveginn. Hið versta veður var þegar óhappið varð og skyggni lítið sem ekkert og virðist það hafa verið orsök slyssins en ökumaður flutn- ingabflsins sem olli slysinu sagði að hvöss vindhviða hefði átt þátt í því að honum tókst ekki að nema staðar í tæka tíð. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimíld: Veöuratofa íslands (Byggt á veðurapé kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 12. JANUAR: YFIRLIT: Um 100 km norður af Færeyjum er 922 mb lægð sem þokast austnorðaustur og grynnist en yfir Norður-Grænlandi er 1.010 mb hæð. 8PÁ: Minnkandi norðanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Éljagangur um norðanvert landið en nokkuð bjart veður syðra. Frost 3-10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austan- og norðaustanátt. Él norðanlands og austan en þurrt suðvestanlands. Frost 6-16 stig, kaldast í innsveitum. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg breytileg ótt og ófram talsvert frost. Víðst léttskýjað. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o & * Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. r r r * / * * * * • JL * 10° Hitastig r r r r r * / r * r * * * * * V v V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrír Slydduél El = Þoka ' FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Mikið óveður hefur gengið yfir mestan hluta landsins og snjómokstri á þjóðvegum víða verið frestað þar til veður gengur niður. Annars er fært um Reykjanesbraut til Suðurnesja og einnig er fært fyrír Hvalfjörð ! Borgarnes en mikill skafrenningur og hólka er á þessum leiðum. Ofært er um Hellisheiði og Mosfellsheiði, en varð um tíma fært stórum bílum um Þrengsli, en veður fór versnandi undir kvöld [gærkvöldj. Fært er um Suðurland og með suðurströndinni austur á Djúpavog en ófært þar fyr- ir austan. Á Vesturlandi er fært frá Borgarnesi og um Heydal og norðan- vert Snæfellsnes til Ólafsvíkur, einnig i Búðardal en ófært þar fyrir vest- an. Á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandl og ó Austfjörðum eru flestir vegir illfærir, eða ófærir vegna veðurs og snjóa. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftírliti í sima 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hftl +3 +2 veftur skafrenningur skafrenningur Björgvin 2 snjóél Helsinki 5 rignlng Kaupmannahöfn 4 rlgnlng Narssarssuaq vantar Nuuk 20 skýjaft Ósló 2 léttskýjað Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 4 slydda Algarve 14 þokumóða Amsterdam 10 skúr Bsrcelona 14 skýjaft Berlín 11 olskýjað Chicago vantar Feneyjar 7 þokumófta Frankfurt 11 skýjað Glasgow 0 snjóél Hamborg 10 sktir London 0 skýjaft LosAngeles vantar Lúxemborg 9 rigning Madríd 2 þokumóða Malaga 17 heiðskirt Mallorca 16 heiðskírt Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 12 rigning Madelra 17 léttskýjað Róm 16 þokumóða Vín 1 þokumóða Washlngton vantar Winnipeg vantar SH verktakar óska eftir greiðslustöðvun Pétur H. Blöndal kaupir hlutabréf- in og leggur til fé STJÓRN SH verktaka hf. hefur lagt fram beiðni um greiðslustöðvun fyrir fyrirtækið. Jafnframt hefur Silfurþing hf., eignarhaldsfélag Péturs H. Blöndals, gert skilyrt tilboð í allt hlutafé félagsins sem stjórnin hefur ákveðið að beina til hluthafa að verða við. Pétur segist ætla að útvega félaginu nýtt rekstrarfé og semja við undirverktaka og kröfuhafa til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Fjárhagur SH verktaka hf. er bágur, skuldir eru orðnar meiri en eignir, og stjórnendur fyrirtækisins hafa verið að leita leiða til að tryggja stöðu þess, meðal annars með við- ræðum um sameiningu við önnur verktakafyrirtæki. Síðastliðinn sunnudag ákvað stjóm félagsins að hefja undirbúning gagngerrar end- urskipulagningar á starfsemi og fjármálum. Aðgerðirnar felast meðal annars í því að meirihluti eigenda selur hlutabréf sín til nýrra aðila sem leggja því til rekstrarfé. Silfurþing hf., eignarhaldsfélag Péturs H. Blön- dals, er langstærsti nýi hluthafínn. Pétur sagði að tilboð sitt um kaup á hlutabréfunum væri háð ýmsum skilyrðum. Það væri háð því skilyrði að eigendur yflr 90% hlutafjár seldu hlutabréf sín fyrir mjög lágt verð, eða um 1% af nafnverði. Það væri háð því skilyrði að verkkaupendur, undirverktakar og efnissalar sam- þykktu áætlun sína um að halda verkunum gangandi en til þess yrði varið 24-30 milljónum króna sem nýir hluthafar legðu fram. Þá væri tilboðið háð því að greiðslustöðvun fengist en úrskurðar um það væri að vænta í dag. Hann sagði að ef þetta gengi eft- ir myndi verða unnið að því að setja saman drög að frumvarpi um nauða- samninga við almenna kröfuhafa. Pétur sagði að almennar kröfur á SH verktaka hf. væru um 300 millj- ónir kr. og í fljótu bragði sagðist hann áætla að hægt yrði að bjóða kröfuhöfum 45% greiðslu á kröfum sínum, þar af 20% í peningum og 25% í skuldabréfum. Hann tók fram að þessi áætlun væri háð miklum óvissuþáttum. Hann sagðist þurfa að fá 40-50 milljónir kr. frá nýjum fjárfestum til að dæmið gengi upp og sagðist bjartsýnn á að það tækist. Yfir 100 manns eru nú starfandi hjá félaginu og sagði Pétur að þeir yrðu áfram. Framkvæmdastjórinn, Jón Ingi Gíslason, lét í gær af þeirri stöðu en verður áfram til ráðuneyt- is. Pétur sagðist ætla að ráða 2-3 verkfræðinga til að stjórna vinnu við endurskipulagningu fyrirtækisins og fara yfir arðsemi verkefna þess. „Mér sýnist að fyrirtækið muni standa verulega sterkt ef þetta gengur allt eftir,“ sagði Pétur og sagðist hann hafa trú á framtíð þess. Hann sagðist telja að tími mjög lágra tilboða í verk væri liðinn. Staðan hjá verktakafyrirtækjunum væri orðin þannig að menn hlytu að leggja fram raunhæf tilboð sem gæfu fyrirtækj- unum hagnað. Hann sagði aðspurður að SH verktakar hefðu boðið það lágt í sum verk að arðsemi þeirra hlyti að vera tæp. Yfír þetta yrði nú farið en ekki bjóst hann við að neinum verkum yrði sagt upp. Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis-Kletts, sagði að rætt hefði verið um að Hagvirki-Klettur yfir- tæki verkefni SH verktaka áður en til þessara tíðinda dró. „Þeir hafa vilyrði fyrir viðbótarfjármögnun og ef þetta gengur upp skapar það möguleika til að rætt verði áfram á skynsamlegum nótum um frekara samstarf og sameiningu. Það var ekki grundvöllur til sameiningar né yfírtöku verkefna. Ég bauð í hluta- féð og ætlaði að skoða samstarf undir okkar eignarhaldi en verðið var of hátt miðað við stöðuna. Þeir selja núna á ennþá lægra verði en ég bauð. Ég bauð 10% af nafnvirði hlutabréfanna," sagði Jóhann. ------♦ ♦ ♦ Lögreglan Hverfastöð opnuð í Arbæ TIL stendur að opna lögreglustöð að nýju í Árbænum og hefur lög- regluembættið leitað að hentugu húsnæði um nokkurt skeið. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hef- ur góð reynsla verið af hverfastöðv- um lögreglunnar, en áhersla er lögð á að hafa stöðina í miðri íbúabyggð- inni og að hún verði nokkurs konar þjónustumiðstöð við íbúana. Á lög- reglustöðinni í Árbæ er gert ráð fyr- ir þremur lögreglumönnum. Ingimar Eydal tón- listarmaður látinn INGIMAR Eydal tónlistarmaður og kennari á Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri sunnudaginn 10. janúar, 56 ára gamall. Ingimar Eydal var fæddur á Akureyri 20. október árið 1936. Foreldrar hans voru Hörður Eydal og Pálína Eydal. Ingimar var kenn- ari við Tónlistarskóla Dalvíkur árin 1965-67 og kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri frá árinu 1967. Hann stofnaði eina vinsælustu hijómsveit landsins, Hljómsveit Ingimars Eydal, árið 1960 og hefur hún verið starfandi síðan, utan árin 1976-78. Hljómsveitin lék inn á margar hljómplötur og hafa lög hennar notið mikillar hylli meðal landsmanna. Margoft fór hljóm- sveitin til að leika á þorrablótum fyrir íslendinga á erlendri grundu. Ingimar var varabæjarfulltrúi í bæjarstjóm Akureyrar árin 1974- 1982, sat í æskulýðsráði og félags- málaráði og var formaður áfengis- vamanefndar Akureyrarbæjar. Þá Ingimar Eydal. var hann einnig um tíma formaður Norræna félagsins á Akureyri. Eftirlifandi eiginkona hans er Ásta Sigurðardóttir og áttu þau fjögur böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.