Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 43 Elínborg Guðmunds- dóttír — Minning í Garði. Þejm varð tveggja dætra auðið, Kristínar, f. 1929, sem lést fjögurra ára gömul, og Jennu, f. 1934, lést 1974. Kristín naut ekki lengi manns síns, en varð fyrir þeirri sáru sorg að missa hann úr lungnabólgu árið 1934. Var dóttir þeirra Jenna þá á fyrsta árinu og var hún skírð við kistu föður síns. Sem einstæð móðir mátti Kristín heyja harða lífsbaráttu fyrir af- komu sinni og Jennu, dótturinnar ungu, á árunum sem nú tóku við. Hún fór að vinna í Alliance í fisk- vinnu, leigði sér skúr inni á Grettis- götu og gekk hvem morgun til vinnu vestur á Granda. Innan tíðar hóf hún störf við Sjóklæðagerðina sem þá var til húsa í Skeijafirði. Varð saumaskapur aðalstarfsvett- vangur hennar upp frá því, en í Sjóklæðagerðinni vann hún síðan fram undir áttrætt. Þar undi hún sér vel og þar nýttust hæfileikar hennar til starfa sem kröfðust mik- illar vandvirkni og nákvæmni. Frí- stundum sínum þeim sem gafst frá brauðstritinu varði Kristín til ýmiss konar handavinnu sem var hennar líf og yndi. Hún var frábærlega vel verki farin, listagóð saumakona, smekkvís og hagsýn. Á tímabili saumaði hún mikið út og það eru ófáir munir sem eftir hana liggja og bera listfengi hennar varðandi efnisval og litasamsetningu fagurt vitni. Aldrei eignaðist hún eigið hús- næði, var ávallt leigjandi á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hvar sem hún bjó eignaðist hún trygga vini sem urðu henni mjög hjálplegir með dótturina Jennu og var Kristíri öllu því fólki mjög þakklát. Jenna átti heimili með móður sinni þar til hún giftist manni sínum Þorsteini Magnússyni og setti á stofn sitt eigið heimili. Jenna andaðist 1974 eftir langvarandi veikindi. Böm henn,ar þijú, Jens, Magnús og Krist- ín, voru augasteinar ömmu sinnar og bar hún hag þeirra mjög fyrir bijósti. Kristín bjó um nokkurra ára skeið í Norðurbrún 1 og kunni þar afar vel við sig. E.t.v. átti hún þar sín bestu ár, þar tók hún þátt í félagsstarfi aldraðra, eignaðist góða vini og naut tilsagnar í hvers konar handmennt, sem hún sagðist hiklaust hafa gert að ævistarfi sínu hefði hún átt þess kost. Myndlista- og handíðaskóli íslands hefði orðið hennar skóli ætti hún valið, sem ung kona í dag. Kristín bar gæfu til að halda góðri heilsu langt fram eftir ævi. Sjálf átti hún ekki lítinn þátt í því að svo var með heilsusam- legu líferni sínu. Hún lifði fábrotnu, reglusömu lífi, fór allra sinna ferða fótgangandi, því hún var göngu- garpur hinn mesti sem lét sig ekki muna um að ganga daglega til vinnu borgarhverfanna á milli í tugi ára. Há og beinvaxin gekk hún hnarreist í íslenska búningnum sín- um. Það sópaði að henni hvar sem hún fór og eftir henni var tekið. Eftir alvarleg veikindi 1987 þeg- ar sýnt þótti að hún þyrfti meiri hjálpar og aðhlynningar við, en hægt var að veita henni á Norður- brún 1, fluttist Kristín á umönnun- ar og hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún átti heimili æ síðan. Við sem kynntumst henni þar söknum vinar í stað, því hún varð okkur einstaklega kær. Það tók hana lang- an tíma að sættast við nýju heim- kynnin, því hún saknaði Norður- brúnar og vinanna þar sárt, vildi helst ekki viðurkenna að hún gæti ekki lengur búið ein og óstudd. Hún var svo bamslega þrákelknisleg þegar hún hélt þessu fram en svo elskuleg, trúverður og sönn að ómögulegt var annað en að komast við. Hvernig gat hún, sem alltaf hafði staðið keik og borið höfuð hátt í öllum erfiðleikum, þrautseig og þolinmóð og sjálfri sér nóg, verið upp á aðra komin með allt? Oft brá við sársauka í svip henn- ar og leiða eins og hjá litlu barni, en aðeins örskotsstund meðan sam- ræður komust í gang. Þá kom hýra í augun og glettnisbros lék um var- ir og eitthvað smellið hraut henni af vömm, þar sem hún óspart gerði grín að sjálfri sér. Kristín var sérfræðingur að dylgja tilfínningar sínar með snerpu, en um leið og hún fór að segja frá kom viðkvæmni hennar og tilfinninganæmi samfara góðu skopskyni í ljós. Hún hafði mikla frásagnargáfu og stálminni allt til hins síðasta og var sem uppsláttar- bók um ættir manna og hvers kon- ar uppákomur í sunnlendingafjórð- ungi að minnsta kosti síðasta mannsaldur. Af frásögnum hennar kynntist ég glaðværri ungri stúlku sem vílaði ekki fyrir sér að sækja dansleiki í Þjórsártúni þótt hún yrði að ganga alla leið frá Selfossi, sveiflaði sér léttilega í þjóðdönsum hjá Ungmennafélaginu Velvakanda á Stokkseyri og glettist með mót- tökufólki inni í Sogamýri, þar sem Ingimundur fíðla stóð á mógrafar- barminum og lék listir sínar. Já, mörgum myndum hefur verið brugðið á loft. Því miður ekki allar eins ljúfar. Ég sá fýrir mér ungu ekkjuna sem sat hjá sofandi telp- unni sinni kvöldin löng og hafði þá skemmtan eina að virða fýrir sér fótaburð fólksins, sem átti leið framhjá niðurgrafna kjallara- glugganum hennar. í gegnum hressilega frásögn skynjaði ég ein- manaleika og sorg, erfíðleika og baráttu, sá vonir fæðast og deyja. Vjð ræddum margt saman ég og Kristín, um lífið, sáttina og dauðann og hvað tæki við að lokinni jarðvist okkar. Við vorum innilega sammála um það að það skipti minnstu máli hvað við tæki. Aðalatriðið væri að treysta Drottni í lífí og dauða óg leggja óhrædd allt sitt ráð í hendur hans. Sátt við lífíð sagðist hún vera, „núna er ég það“ sagði hún og lagði áherslu á hvert orð þótt ég vildi þá að svo margt hefði farið á annan veg. Þannig mun ég ávallt minnast hennar styrkrar og öruggrar mitt í veikleika. Fyrir mér verður Kristín alla tíð sem dæmigerð hetja hversdagsins. Kona sem óblíð örlög skópu harða lífsbaráttu, sem kom í veg fyrir að hún fengi notið nema að litlu leyti ríkra hæfileika sinna og lífsins í heild. Saga hennar er saga íslenskr- ar alþýðukonu sem var gædd í rík- um mæli þeim eiginleikum sem best hefur prýtt íslenska þjóðarsál. Trúmennsku og skyldurækni, þol- gæði og seiglu. Sé hún Guði falin og friði hans. Ólöf Ólafsdóttir. Eftir margra ára þrautir er loks- ins komið að leiðarlokum þessa lífs hjá ástkærri ömmu okkar. Hinn 3. janúar kvaddi hún þetta líf og hjá okkur skilur það eftir sig blendnar tilfínningar, létti yfír að nú líður henni vel og kvíða yfir því að lifa lífinu án þess að sjá ömmu aftur. En margar góðar minningar eru lifandi í huga okkar, sem munu aldrei hverfa, eins og matarboðin á jóladag, þar sem hún lagaði mat sem enginn annar gat og páskamir sem byijuðu ekki fyrr en búið var að fara til ömmu og fá páskakanín- urnar. Við munum þau skipti sem við gistum hjá ömmu, þar var alltaf svo margt að skoða og hveijum hlut fylgdi fortíð og góð saga sögð yfír malti og banana. Við vitum að nú líður henni vel. Stórir endurfund- ir eru nú hjá henni og eiginmanni hennar pg dætrunum tveimur. Ömmubörnin Jens, • Magnús og Kristín Jóna. Fædd 16. ágúst 1924 Dáin 27. desember 1992 Elskuleg kona, frábær nágranni og góð vinkona er dáin aðeins 68 ára. Hún átti svo átal margt eftir ógert og hafði ótakamarkaðan kraft og löngun til þess áður en hún veiktist af þessum hræðilega sjúkdómi, krabbameininu sem svo margir þurfa að beijast við. Ég kynntist Ellu og Eyjólfí fyrst fyrir 14 árum þegar við fórum að byggja hlið við hlið í Brekku- byggðinni. Betri nágranna getur enginn óskað sér, hjálpsemin og stuðningurinn var veittur af ótak- markaðri fórnfýsi og velvild. Oft er mér fannst hlutirnir það erfiðir að ekki væri hægt að leysa þá, kom Eyjólfur til sögunnar og áður en ég vissi var allt komið í lag. En lífið átti ekki að fara þannig að ég fengi að njóta hans hæfi- leika og snyrtimennsku því hann veiktsit af sama sjúkdómi og lést í október 1988 aðeins 65 ára. Þá sýndi Ella hvað í henni bjó og tók bflpróf og varð fljótlega ágætis bílstjóri. Þótt öll bömin hennar vildu allt fýrir hana gera, vildi hún vera sjálfstæð og sinn eigin herra. Hún var einstaklega bjartsýn og horfði með gleði til framtíðarinn- r Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Vesturgötu 4 Blóm, kransar, skreytingar sími 622707. ar. Oft talaði hún um barnabörnin 19 og fylgdist vel með hvernig þeim vegnaði í lífínu. Oft skrapp ég yfir á 39 og deildi gleði og sorg með Ellu og aldrei fór ég frá henni tómhent, heldur ríkari af visku og skilningi á líf- inu. Hvílík sorg er hún veiktist sumarið 1990. Lengi vonaði ég og óskaði að hún næði bata og mikið saknaði ég hennar er hún fluttist í Hæðargarðinn. Síðast er ég hitti hana sagði hún mér að hún væri sátt við að kveðja þennan heim og að Eyjólfur biði eftir henni. Ég vil trúa því og þakka ég þeim öll ágætu árin sem við áttum saman. Guð gefí fjöl- skyldu hennar styrk á erfiðri stund. Blessuð sé minning Elín- borgar Guðmundsdóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekká þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) María E. HER GETUR ÞU FENGIÐ VÍNNINGINN UPPHÆKKAÐAN REYKJAVIK OG NAGRENNl AÐALUMBOÐ* Suðurgötu 10, sími 23130 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 677757 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN EITT OG ANNAÐ Hrísateigi 47, sími 30331 VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 "Umboöiö sem var i Sjóbúöinni er flutt í Suöurgötu 10 MOSFELLSBÆR: SÍBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, sími 666620 KÓPAVOGUR: BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN* Hamraborg 20A, sími 46777 'Umboðið í Sparísjóöi Kópavogs er flutt í Vídeómarkaöinn, Hamraborg 20A. GARÐABÆR: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM simi 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 HAFNARFJÖRÐUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, simi 50045 Lægsta miðaverð ístórhappdrætti (óbreyttfrá tfyrra) aðeins kr. 500- 4 Tryggðu þér möguleika ... fyrir lífið sjálft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.