Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Jóna B. Bjarna- dóttir — Minning Fædd 30. september 1921 Dáin 3. janúar 1993 Það var undarleg tilviljun hvernig líf okkar Jónu tvinnaðist saman. Við Márus fundum hana með aug- lýsingu í Morgunblaðinu í leit okkar að „ömmu sem vildi passa hann og vera góð við hann á meðan mamma og pabbi væru í vinnúnni". Hún tók að sér þennan sex mánaða stúf og með þeim tókust heitar ástir. Hann kallaði hana Nanú, hún var það sem hann elskaði heitast, hún var betri en nokkur amma, besti vinurinn, alltaf svo blíð og ljúf, fuli þolin- mæði og áhuga á hugðarefnum hans. Hún átti sitt ríki í Nanúhúsi á Meistaravöllunum og þar var gott að eiga skjól og gleyma sér. Þar fyrirfundust engar áhyggjur, það var jafnvel eins og tíminn liði hæg- ar í Nanúhúsi, hún átti ailtaf tíma aflögu fyrir vininn sinn. Hún meira að segja talaði við bangsana hans, það fannst Márusi heillandi eigin- leiki. Tveim árum síðar eignaðist Jóna litla Nanústelpu, þegar María Birta fæddist. Hún tók hana líka undir sinn verndarvæng, þó svo að veik- indi hennar ágerðust með hveiju ári. Álagið tvöfaldaðist að passa nú bæði bömin, en Jóna varð óijúf- anlegur þáttur í lífí bamanna og þau í hennar. Jóna var ein af þess- um stórmennum sem aldrei láta bugast, kenna sér aldrei meins. Sprautumeðferðunum við krabba- meininu fylgdu erfiðar aukaverkan- ir, en aidrei kvartaði hún Jóna. Það var aldrei rieitt að henni Nanú. Hvílík gæfa það var að kynnast þessari konu. í henni eignaðist ég móður, bömin mín ömmu og þrátt fyrir kynslóðabilið eignuðumst við Bjami í henni félaga og vin. Við nutum þess að hafa hana með okk- ur í tveim sumarfríum, í fyrra skipt- ið í Flórída og það seinna í Túnis, þar sem Jóna fylgdi okkur út í óviss- una. Jóna var heimskona, hún naut þess að ferðast og kynnast fram- andi löndum og í Túnis opnaðist henni áður óþekktur og oft undar- legur heimur. Hún fór ekki með til þess að passa bömin, hún fór með sem fjölskyldumeðlimur, þessi amma og mamma sem við vildum hafa nálægt okkur á notalegum stundum. Bömin elskuðu hana heit- ar en nokkum annan og við áttum yndislegar stundir saman sem munu lifa í minningunni. Jóna heillaði alla sem kynntust henni með elsku sinni og æðru- leysi. Svo jákvæðri konu og lífs- glaðri hef ég aldrei kynnst. Hún var svo yndislega góð. Það er mik- ill missir Mámsar og Maríu að hún Jóna er nú dáin. Við fínnum aldrei neina aðra í hennar stað. En í bæn- um okkar á kvöldin þökkum við Guði fyrir að hafa gefið okkur hana í þessi sex ár og biðjum hann að geyma hana fyrir okkur þar til við fínnum hana aftur, annars staðar. Guð blessi Nanú okkar. Dilly. t Móðlr mín, tengdamóðir og amma, LÁRA JÓNSDÓTTIR, Snorrabraut 77, Reykjavík, lést laugardaginn 9. janúar í Hafnarbúðum. v Ása Finnsdóttir, Jóhannes Long, Lára Bergþóra Long, Guðlaug Sif Long og Sigurður Long. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR, Kleppsvegi 70, lóst í Landspítalanum 8. janúar. Hilmar Hróarsson, Vilhjálmur Hróarsson, ' Hrafnhildur Hróarsdóttir, Málfríður Linda Hróarsdóttir, Úlfar Hróarsson, Hróar Högni Hróarsson, Erna Hróarsdóttir, Árni Sævar Sigurðsson, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR B. SVEINBJARNARSON — klæðskerameistari, lést á heimili sínu þann 10. janúar. Svava Davíðsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Haukur Árnason, Danfel Guðmundsson, Kristfn Márusdóttir, Jakob R. Guðmundsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Auður E. Guðmundsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Vala Björg Guðmundsdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, HJÖRTUR JÓNSSON fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, ísafirði, Dalbraut 20, andaðist í Borgarspítalanum 10. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ása Hanna Hjartardóttir, Gylfi Guðmundsson, Jón Hjartarson, Sólveig Ásgeirsdóttir, Steinunn Ragnheiður Hjartardóttir, Ásbjörn Karlsson. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærieikurinn mestur. (1. Kor. 13.13) Þegar við kveðjum Jónu Bjama- dóttur í dag leitar hugurinn til New York og þeirra góðu ára sem við áttum þar saman. Æ síðan hefur Jóna verið okkur kær og samband- ið við hana rofnaði ekki til hins hinsta dags. Veikindum sínum mætti Jóna með miklu æðruleysi og þá kom enn í ljós hversu sterk og heilsteypt persóna hún var alla tíð. Ofanskráð orð Páls postula úr fyrra bréfí hans til Korintumanna koma einnig upp í hugann á þess- ari stundu því af kærleika átti Jóna nóg. Kærleikanum miðlaði hún til vina og sérstaklega til þeirra sem smærri voru vexti. Böm hændust að henni. Við hjónin vomm svo lánsöm að Jóna dvaldi hjá okkur um tíma þeg- ar synir okkar voru að vaxa úr grasi. Drengina annaðist hún af miklum kærleika, var þeim afar góð og fylgdist með þeim æ síðan. Betri bamfóstra var vart hægt að fínna. Þetta ber að þakka enn á ný. Við sem þekktum Jónu sem starfsmann Loftleiða bæði á Kefla- víkurflugvelli og síðar á Hótel Loft- leiðum vitum vel hvaða mann hún hafði að geyma. Öll störf sín vann hún af samviskusemi og með svo mikilli prýði að þar bar aldrei skugga á. Jóna var ein af þessum fágætu, dagfarsprúðu manneskjum sem vann störf sín án alls fyrir- gangs og hafði ætíð hagsmuni fyrir- tækisins í fyrirrúmi. Hún hreykti sér ekki. Við söknum vinar í stað og kveðjum góða konu með þakk- læti í huga. - Blessuð sé minning Jónu B. Bjarnadóttur. Kolbrún, Erling og börn. Árið 1947 réð sig í vist á heim- ili foreldra minna ung stúlka að vestan. Þetta var upphaf kynna og vináttubanda sem aldrei áttu eftir að rofna og mér er ljúft að minnast. Jóna bjó lengst af æskuáranna í Bolungarvík. Foreldrar hennar vora hjónin Friðgerður Skarphéðinsdótt- ir og Bjami Bjamason. Ung missti hún móður sína og þurfti því fljótt að taka til hendinni við að aðstoða við heimilisstörf og gæslu yngri bræðra. Elst systkina hennar var Guðfínna húsfreyja í Garðshomi á Þelamörk, gift Frímanni Pálmasyni bónda. Undirritaður dvaldi hjá þess- um heiðurshjónum tvö sumur sem unglingur. Þau hjón era nú bæði látin. Eftirlifandi era bræðumir Jón Ólafur og Skarphéðinn og hálfsyst- ir þeirra Friðgerður, en Bjami var tvíkvæntur. Jóna naut almennrar skóla- göngu, auk þess lauk hún námi frá Húsmæðraskólanum á ísafírði. Þegar hún fluttist suður hóf hún, eins og áður segir, störf á æsku- heimili mínu að Garðastræti 43 og bjó hún þar allt til ársins 1984 að heimilið var leyst upp við andlát móður minnar, og stofnaði Jóna þá sitt eigið heimili að Meistaravöllum 35. Jóna varð fljótlega eins og ein af heimilisfólkinu og hefur það haldist alla tíð síðan. Bamgæska hennar var slík að börnin kölluðu hana Jónu „frænku" og skipti þá ekki máli hvort um blóðtengsl væri að ræða, og er það táknrænt fyrir hana að eftir að hún lét af störfum á almennum vinnumarkaði notaði hún síðustu kraftana til að gæta bama fyrir vinafjölskyldu sína. Jóna vann utan heimilis við saumaskap og fleira, en lengst af var hún þó við framreiðslustörf, fyrst hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum eða allt þar til hún varð öryrki fyrir nokkram áram, vegna þess sjúkdóms sem hijáði hana um árabil. Þessi sjúkdómur kallaði á skurð- og lyfjameðferðir en aldrei heyrði ég hana kvarta og seiglan var svo mikil að á síðustu dögum erfiðrar banalegu ætlaði hún sér heim um hátíðimar. En eigi má sköpum renna, og varð hún að lokum að láta undan honum sem við eigum öll eftir að mæta. Guð geymi Jónu frænku og hafí hún þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Óskar Gunnar. Mér er ljúft að minnast Jónu frænku minnar sem verður kvödd hinstu kveðju í dag. Þegar ég lít um öxl og rifja upp minningar er mér einkum minnisstæðast þegar hún kom tuttugu og tveggja ára suður frá Bolungarvík 1943. Á stríðsáranum var erfítt um húsnæði í Reykjavík og það var ekkert sjálf- sagðara en að Jóna frænka byggi hjá okkur á Egilsgötu 12, æsku- heimili mlnu, enda var það „eins og miðstöð fyrir frændfólk og vini“ eins og einn ættingja minna komst að orði. Það var notalegt áð hafa Jónu á heimilinu. Hún aðlagaðist heimilis- háttum, fékk fljótlega vinnu á saumastofunni Föt hf. Við borðuð- um saman hafragrautinn á morgn- ana áður en hún fór í vinnuna og ég í skólann. Hún hjálpaði móður- systur sinni, þ.e. móður minni, við saumaskapinn fyrir jólin, með kjól- ana þijá á systur mínar enda var Jóna mjög handlagin. Ég man vel eftir þessum jólum, hvað mér þótti vænt um bókina sem hún gaf mér, enda las ég Bláskjá aftur og aftur. Jón fór vestur vorið 1945 og fór síðan í Húsmæðraskólann á ísafírði, þar sem hún naut sín vel. Árið 1947 urðu þáttaskil í lífí Jónu, þá réð hún sig í vist til hjón- anna Laufeyjar Bryndísar Jóhanns- dóttur og Oskars Bjarna Erlends- sonar lyíjafræðings í Garðastræti 43 í Reykjavík. Þar átti hún heim- ili þar til Laufey lést 1-984. Þá hafði Laufey verið ekkja I tólf ár. Áður en Laufey lést bjó hún svo um hnút- ana að Jónu yrði tryggt athvarf eftir sinn dag, synir hennar keyptu vinalega íbúð á Meistaravöllum 35 þar sem Jóna kunni vel við sig. Þar bjó hún til dauðadags. Þegar við hjónin bjuggum á Rán- argötu 7a heimsótti Jóna okkur öðra hvora, þar sem hún átti leið hjá, eins og hún komst að orði. Þá vann hún þjá Magnúsi Víglundssyni við saumaskap. Bömin okkar hænd- ust að Jónu, enda var hún sérstak- lega bamgóð, hlý og umhyggjusöm Það var gott að vera í nálægð Jónu, tryggð hennar og vinátta rofnaði aldrei. Hún var alltaf meðal okkar þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni og seinna hjá börnun- um okkar þegar þau stofnuðu heim- ili. Hún vann um langt skeið hjá Loftleiðum í kaffíteríunni þeirra í Oddfellow-húsinu í Reykjavík, síðan við sömu störf á Keflavíkurflugvelli og loks við matsölu þeirra á Loft- leiðahótelinu. Áður en hún hóf störf hjá Loftleiðum vann hún eitt ár hjá bandarískri fjölskyldu í New York. Hún var félagslynd og þessi störf t ~ Maðurinn minn og bróðir okkar, ÁRNI JÓN PÁLMASON sérkennari, varð bráðkvaddur síðastliðinn sunnudag. Eva J. Júlíusdóttir, Elín Pálmadóttir, Pétur Pálmason, Sólveig Pálmadóttir, Helga Pálmadóttir. t •Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR M. JÓNSSON, Einigrund 3, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 9. janúar. Jón Atli Sigurðsson, Sigrún Elíasdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Ásgeir Guðmundur Sigurðsson, Ella Þóra og Sigurður Mikael. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGIMAR EYDAL, Byggðavegi 101B, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. janúar. Ásta Sigurðardóttir, Guðný Björk Eydal, Tómas Bjarnason, Inga Dagný Eydal, Davið Valsson, Ingimar Eydal, Anna Sigrún Rafnsdóttir, Ásdfs Eydal, Ingimar Björn, Bjarni Gautur, Sigurður Jökull. t Eiginkona mín, móðirmín, tengdamóðir og amma, SYBILLA MALENA GUÐMUNDSSON, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 8. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu ' þann 19. janúar kl. 13.30. Einar Guðmundsson, Valgerður Einarsdóttir, Jóhannes Þorsteinsson og synir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.