Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Krístín Jóna Jóns- dóttir — Minning Fædd 21. nóvember 1898 Dáin 3. janúar 1993 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.Briem) Kristín Jóna Jónsdóttir, föður- systir mín, lést 3. janúar á hjúkrun- arheimilinu Skjóli í Reykjavík, 94 ára að aldri. Kristín fæddist í Garðabæ á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru Kristín Þórðardóttir og Jón Þorsteinsson jámsmiður. Systkinin voru fjögur. Þórður var elstur, næst Helga eldri, Kristín og Helga yngri. Öll er þau nú látin og kveður nú Kristín síðust af þeim. Alla tíð var mjög kært með þeim systkinum. Foreldra sína missti Kristín ung að ámm, móður sína er hún var 14 ára og föður sinn fjórum áram síðar. Stína fluttist til Reykjavíkur þegar hún var 17 ára. Fyrstu árin þar var hún hjá Steinunni móður- systur sinni og síðan í vist á nokkr- um stöðum eins og það var kallað. Alls staðar kom hún sér framúr- skarandi vel sakir dugnaðar og samviskusemi. Lengst starfaði Stína hjá Sjóklæðagerð íslands (seinna Max) eða í fímmtíu ár. Þar lauk hún sínum langa starfsdegi, þá orðin 82 ára. Hún vílaði ekki fyrir sér að ganga á milli heimilis og vinnustaðar í hvaða veðri sem var í svartasta skammdegi sem í annan tíma. Stína naut velgengni og virðingar á vinnustað jafnt með- al yfirmanna sem samverkafólks. Arið 1928 giftist Stína glæsileg- um manni, Jens Þorsteinssyni, ætt- uðum frá Meiðastöðum í Garði. Þau eignuðust tvær dætur, Kristínu, f. 2.6. 1930, og Jennu Kristínu, f. 12.6. 1932. En sorgin knúði fljótt dyra hjá Stínu frænku. Hún missti mann sinn eftir aðeins flögurra ára sambúð og Kristínu litlu aðeins tveim mánuðum seinna. Jenna fæddist aðeins þrem dögum eftir lát föður síns og var hún skírð yfír kistu hans. Jenna kom því eins og sólargeisli til að milda hinn mikla harm. Og Stína gafst ekki upp, heldur barðist eins og hetja til að búa litlu dóttur sína sem best undir lffið. Þá voru ekki komnar til sög- unnar neinar almannatryggingar til að létta róðurinn. Nokkra eftir lát Jens fluttust Stína og Jenna inn á heimili föður míns og systkina minna, en móðir okkar var þá nýlát- in. Þar dvöldu þær í nokkur ár. Seinna flutti hún í Bergstaða- stræti, bjó þar í mörg ár og síðar á Norðurbrún 1. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til Stínu frænku. Hún var einstaklega gestrisin. Hún var oft glettin og gamansöm, hafði lifandi frásagnarhæfíleika og var með fá- dæmum minnug og fróð. Bömum leið vel í návist hennar og minntust oft á heimsóknimar til Stínu frænku. Stína var mikil hannyrða- kona og var sama hvort hún saum- aði fatnað eða fagran útsaum. Allt lék í höndunum á henni. Jenna dóttir hennar giftist önd- vegismanni, Þorsteini Magnússyni, og vora áhugamál þeirra hin sömu innan skátahreyfíngarinnar. Þau eignuðust þijú böm, Jens, Magnús og Kristínu. Jens er kvæntur Krist- rúnu Sigurðardóttur og eiga þau saman tvær dætur, Jennu Kristínu og Friðbjörgu, en áður átti Kristrún dótturina Onnu sem Jens hefur gengið í föðurstað. Magnús er ókvæntur og Kristín ógift. Öll era þau systkinin mesta manndómsfólk og vora þau augasteinar ömmu sinnar. En sorgin átti eftir að knýja dyra enn einu sinni hjá Qölskyldunni. Jenna missti heilsuna ung og lést aðeins 45 ára gömul frá eiginmanni og ungum börnum. En i þessum raunum flölskyldunnar kom vel í ljós aðdáunarvert sálarþrek og sú styrka skaphöfn er hún bjó yfír. Stína unni æskustöðvum sínum á Stokkseyri og reyndi að heim- sækja þær eins og oft og hún gat. Mér era í fersku minni frásagnir hennar er hún lýsti mikilfenglegu briminu, sem oft var tilkomumikil sjón. Heilsu Stínu hrakaði mjög hin síðari ár og þurfti hún þá af og til að dvelja á sjúkrahúsum. Nú síðast átti hún heimili á hjúkranarheimil- inu Skjóli. Ættingjar hennar og vinir fylgdust með líðan hennar og heimsóttu hana sem best þeir gátu. Læknum og hjúkranarfólki öllu í Skjóli skulu færðar bestu þakkir fyrir frábæra umönnun og hjálp- semi við hina öldraðu heiðurskonu. Stína skilaði löngu og miklu dags- verki og var af þeirri kynslóð sem raddi brautina til þess velferðar- kerfís sem þjóðin býr við í dag. Þegar kallið kom var það henni kærkomin hvfld. Ég vil að lokum senda ættingjum og vinum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Stínu frænku minnar. Guðrún Þórðardóttir. í dag, þriðjudaginn 12. janúar, verður móðursystir mín Kristín Jóna Jónsdóttir jarðsett frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Hún fæddist í Garðabæ á Stokkseyri 21. nóvem- ber árið 1989 og lést á hjúkranar- heimilinu Skjóli 2. janúar sl. Hún var þvl nítuíu og íjögurra ára göm- ul. Foreldrar hennar vora hjónin Jón Þorsteinsson jámsmiður í Garðbæ og síðar Brávöllum, fæddur 5. mars 1856, dáinn 4. nóvember 1916, og kona hans Kristín Þórðardóttir, fædd 3. júlí 1860, dáin 8. nóvember 1912. Foreldrar Jóns vora hjónin Þorsteinn Magnússon bóndi í Kols- holtshelli, Villingaholtshreppi, Guð- mundssonar frá Hlíð. Foreldrar Kristínar vora hjónin Þórður Eiríks- son ríki á Mýram, Guðmundssonar í Bræðratungu, Bergsteinssonar og kona hans Helga Sveinsdóttir Feijunesi, Sigurðssonar. Systkinin í Garðbæ vora fjögur, Þórður bóksali á Stokkseyri og síð- ar bókari við heildsölu Ásbjöms Ólafssonar í Reykjavík, fæddur 1886, dáinn 1959. Heiga eldri, húsfrú í Vestmannaeyjum og síðar í Keflavík, fædd 1894, dáin 1965. Kristín Jóna, fædd 1898, dáin 1993. Helgayngri, fædd 1905, dáin 1991. Móðir þeirra systkina dó þegar Kristín var að verða §órtán ára og föður sinn misstu þau ijóram áram síðar. Fljótlega eftir lát foreldra sinna fluttist hún til Reykjavíkur og réðst í vist hjá góðu vinafólki. Hinn 16. júní árið 1928 giftist hún ágætis manni Jens Þorsteins- syni verslunarmanni í Reylqavík, fæddur 13. desember 1900, Gísla- sonar frá Meiðarstöðum í Garði og konu hans Kristínar Þorláksdóttur. Þau Meiðstaðahjónin era forfeður mikils dugnaðarfólks og sjósóknar. Hinn 21. júní 1930 fæddist þeim stúlkubam, sem halut nafnið Krist- in, eftir mæðram þeirra hjóna. Hamingjan virtist blasa við þeim, en margt vill fara á annan veg en ætlað er. Hamingjusól þeirra gekk skjótt við viðar. Jens fékk bráða- berkla og lést úr þeim 9. júní 1932, aðeins þijátíu og eins árs gamall, viku fyrir ijögurra ára brúðkaups- dag þeirra. Þrem dögum seinna, 12. júní, fæddist annað bam þeirra, stúlkubam sem var skírð Jenna Kristín við kistu föður síns. Enn bætti á mæðu frænku minnar þegar Kristín litla veiktist skyndilega og dó 11. ágúst sama ár. Jenna Krist- ín var sólargeislinn í lífí hennar, fyrir hana öðlaðist hún þrótt til að takast á við lífíð. Jenna var yndis- leg stúlka. Hún gekk snemma í skátahreyfínguna og átti hún hug hennar allan. Þar eignaðist hún marga góða vini. Hún giftsit traust- um ágætismanni Þorsteini Magnús- syni verlsunarmanni. Þau eignuðust þijú böm, Jens strætisvagnabif- reiðarstjóra, Magnús verkamann og Kristínu verkakonu. Jens er giftur Kristrúnu Sigurðardóttur og eiga þau þijú börn, Jennu Kristínu, Frið- björgu og Önnu, sem er dóttir Kristrúnar og Jens hefur gengið í föður stað. Magnús og Kristín era einhleyp. Þau Þorsteinn og Jenna störfuðu mikið í St. Georgs-skáta- hreyfíngunni og Farfuglafélags- skapnum þar sem hann var lengi forstöðumaður farfuglaheimilisins. Milli okkar Jennu var góð vinátta og síðar milli ijölskyldna okkar. Hún missti heilsuna og var heilsu- laus mörg síðustu ár ævinnar. Hún lést 6. febrúar 1978. Veikindi og lát Jennu tók mikið á Kristinu, en huggun harmi gegn vora bama- og bamabamabömin, sem vora það eina sem hún átti eftir. Aðalatvinna Jóns Þorsteinssonar var jámsmíðin. Svo sem algengt var á Stokkseyri var hann að auki með minniháttar búrekstur, maljurtagarð, kindur og hross. Bömin urðu að taka þátt í verkunum, um leið og þau höfðu kraft til, við heyskap og garðvinn- una auk þess hjálpuðu þau til í smiðjunni, blésu smiðjubelginn og fleira. Þau lærðu margt og man ég að móðir mín sagði mér að þeim hefði þótt gaman að renna smá hluti í rennibekknum og smíða í eldsmiðjunni. Á æskuáram þeirra á Stokkseyri var mikið félagslíf. Ungmennafé- lagsheyfíngin var þá í hvað mestum blóma. Á stefnuskrá þeirra vora mörg framfara- og menningarmál svo sem bindindi, tijárækt, líkams- rækt og fleira. Þetta fór ekki fram hjá heimili þeirra systkina, Þórður var einn af frammámönnum félags- ins á Stokkseyri og systumar tóku þátt í félagslífínu af miklum áhuga. Þær voru því sterkar og hraustar. Ungmennafélagsandinn fylgdi þeim áfram á lífsbrautinni, þau vora bindindisfólk og reglusöm. Kristín var jafnan heilsuhraust þar til ellin fór að segja til sín. Hún vann úti til áttatíu og tveggja ára aldurs. Hún starfaði við Sjóklæða- gerðina og síðar N66 í fimmtíu ár. Hún gekk alla tíð til og frá vinnu, fyrst í gömlu Sjóklæðagerðina í Skeijafírði og síðan við Rauðarár- vík. Það er allnokkur spölur á Berg- staðarstætið þar sem hún var í góðri umsjón starfsfólksins, sem ber að þakka. Ég minnist Stínu frænku með hlýhug. Ég var í miklu uppáhaldi hjá henni svo lengi ég man eftir. Hún tók alltaf vel á móti þegar fudnum okkar bar saman og sýndi mér mikla blíðu og umhyggju. Margt hefur verið erfítt á lífsleið Kristínar en hún hafði yndi af vinnu sinni, sem hún var svo lánsöm að fá að halda svo lengi fyrir velvilja samstarfsfólks og yfírmanna. Á yngir áram sínum eignaðist hún margar og góðar vinkonur, sem héldu tryggð við hana. Þær vora flestar gengnar sinn veg á undan henni og kunningjahringurinn þrengdist smám saman. Síðustu árin var heldur fátt um heimsóknir, nema hvað Þorsteinn tengdasonur hennar og ömmubömin fylgdust með henni. Ég vil þó þakka tveim systkinabömum og mökum þeirra, Guðrúnu Þórðardóttur og Gunnari Siguijónssyni, fyrir tryggð þeirra, þéttar heimsóknir, bíltúra og annað sem henni þau gerðu til gleði. Nú era þau öll Garðbæjarsystkin- in farin yfír móðuna miklu. Eg trúi að þar hafí þau hitt aftur þau sem fóra á undan. Síðustu árin beið Kristín eftir að komast yfir til manns og barna. Án efa hafa þau beðið hennar og leitt til fyrirheitna landsins. Ég bið algóðan Guð að hún megi njóta ástar og friðar með þeim sem hún unni. Jón A. Valdimarsson. Aidrei er friður jafn kærkominn og dýrmætur og þá er lífssólin er orðin lágt á lofti og ævidagur er að kvöldi kominn að loknu löngu og ströngu dagsverki. Þegar öldur starfs og stríða sem hafa risið og fallið lægir og rósemd og hugaijafn- vægi færist yfir uns friður og sátt rikja. Þá er tíminn sem upphafinn yfír stund og stað og eilífðin — frið- ur Guðs — ríkir ein. Þessar hugsanir leita á hugann þegar við kveðjum háaldraða heið- urskonu sem gengin er til hvíldar að loknum löngum starfsdegi. Kristín Jóna Jónsdóttir var fædd í Garðabæ á Stokkseyri 21. nóvem- ber 1898 en lést þann 3. janúar 1993 á Hjúkranarheimilinu Skjóli á 95. aldursári. Kristín ólst upp á Brávöllum, Stokkseyri, sem nú kall- ast Fagridalur, ásamt systkinum sínum þremur en Kristín Jóna var næstyngst systkinanna. Foreldrar hennar vora þau hjónin Jón Þorsteinsson, jám- og trésmið- ur (f.5.2. ’56) frá Kolholtshelli Magnússonar Éinarssonar bónda í Núpstúni, Ámessýslu, og kona hans Kristín Þórðardóttir (f. 3.7. ’60) Eiríkssonar ríka frá Mýram í Vill- ingaholtshreppi, Guðmundssonar í Bræðratungu, Bergsteinssonar. Kona Þórðar Eiríkssonar var Helga Sveinsdóttir Sigurðssonar í Feiju- nesi. Kristín dvaldi oft hjá Helgu ömmu sinni á sumrin og unni henni n\jög. Helga var mikil hannyrða- kona og fær við vandasömustu handavinnu svo sem að skattera skrautbúninga og vefa rósofín sokkabönd með spjaldvefnaði á fæti sínum. Frá heimili ömmu sinn- ar Helgu átti Kristín margar ljúfar minningar sem yljuðu og lýstu gegnum árin. Má þar nefna kagg- ann góða í skotinu sem hafði að geyma eftirsóttasta hnossgæti þeirra tíma, alls konar súrmeti, m.a. grásleppuhveljur og þunnildi sem vora herramannsmatur eftir nokkra dvöl f kagganum. Vfst var að skotið hafði mikið aðdráttarafl og öraggur huggari var það þegar eitthvað bjátaði á og nauðsyn bar til að bæta sér í munni. Og það var hreykin lítil stúlka sem fór heim frá ömmu með „kaup- ið“ sitt, fulla litla skyrtunnu af sipjöri. Minningamar vora góðar frá sumardvölinni hjá ömmu, þar hefur án efa verið lagður sá grunnur hagleiks og verkmenningar sem Kristín bjó að langa ævi. Alvara lffsins tók brátt við. Móðir Kristfnar lést úr krabbameini hálfum mánuði eftir að Kristín fermdist. Hafði hún þá orðið að hjúkra henni og sinna um langt skeið, oft alein. Föður sinn Jón missti hún fjóram áram síðar. Þá hafði hún stundað hvers konar fáanlega vinnu frá 16 ára aldri. Hún réð sig í vistir, var bæði í forsæti í Villingarholtshreppi og í Sigtúnum hjá kaupmannshjónun- um Kjartani Olafssyni og Kristjönu konu hans. Um tvftugt er Kristín komin til Reykjavíkur til móðursystur sinnar Steinunnar og Theodórs Jónssonar sem þá bjuggu að Nesi við Seltjöm, höfðu tekið við búi Bjöms Ólafsson- ar skipstjóra í Mýrarhúsum. Kristín flengdist í Reykjavík, þar varð starfsvettvangur hennar bæði við þjónustustörf og fiskvinnu og um tima við móupptöku í eldviðarskorti kreppuáranna. Manni sínum Jens Þorsteinssyni verslunarmanni giftist Kristín 16. júní 1928. Jens var sonur Þorsteins Gíslasonar og Kristínar Þorláks- dóttur sem bjuggu að Meiðastöðum t Litli drengurinn okkar, GUNNAR STEFÁN, andaðist 9. janúar. Jarðarförin fer fram í kyrrþey, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á vökudeild Landspítalans. Elsa Gunnarsdóttir, Davfð Halldórsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORVALDUR JÓNSSON prentmyndasmiður, Hólmgarði 12, lést 9. janúar. Margrét Gísladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. CSRÁSTS-SMNí BLÁQRÝTI.LIPARIT GABBRÓ.WIABMAIHll G R A N í T HELGAS0N HF STEINSMIÐJA H SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.