Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 ... þegar hjartað fær vængi TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights reserved ® 1992 Los Angeies Times Syndicate Er afmælisveislan í dag? S HÖQNI HREKKVÍSI !j 1 -Jöfr „pANHKSrÓfiÞAP, A£> BÆ6JA FfÁ ILLUM ÖNPU/M.*' BREF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Rafmagnsverð til skipa á Akranesi Frá Magnúsi Oddssyni: Vegna fréttar á Stöð 2 hinn 4. þ.m. um að rafmagnsverð tii skipa í Akraneshöfn sé hið hæsta á landinu vil ég leiðrétta þann fréttaflutning, enda er hann byggður á algjörri van- þekkingu. Það er rétt að í gjaldskrá rafveit- unnar er heimild til að selja rafmagn við höfnina á kr. 9,22/kWh. Hins vegar er líka heimild til að seija raf- magn til skipa á daggjöldum og eins heimild til að selja rafmagn sam- kvæmt blönduðum taxta, sem er mun ódýrari. Einstöku skip hafa fengið rafmagn samkvæmt blandaða taxt- anum, en annars kaupa öll skip og bátar rafmagn samkvæmt daggjöld- um. Árum saman hefur ekki eitt ein- asta skip keypt rafmagn á verðinu 9,22 kr./kWh og er því afar óeðlilegt svo ekki sé meira sagt, að leggja það' verð til grundvallar í verðsaman- burði. Nánast öll skip og stærri bátar í Akraneshöfn frá landrafmagn og greiða fyrir það með daggjöldum. Daggjöld miðast við hálfan sólar- hring (12 klst.) og eru 1.360 kr. fyrir tengingu við 3x63 A-tengil en kr. 2.175 fyrir 3x125 A-tengil. Með þessu fyrirkomulagi verður verð á kílówattstund mismunandi eftir nýt- ingu. Ef tenglarnir eru nýttir að 80% af flutningsgetu er verð hverrar kWh kr. 3,45 frá minni tenglunum en kr. 2,76 frá stærri tenglunum. Aigengt er að tenglarnir séu nýttir á bilinu 50-60% af flutningsgetu og þá er verð frá kWh kr. 4,60-5,52 frá minni tenglunum en kr. 3,68-4,38 fráþeim stærri. í þessu sambandi má geta þess að fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðun um að endurbæta raf- magnssölukerfið við höfnina. Verk þetta var unnið í áföngum og nú er hægt að afgreiða rafmagn til skipa og báta frá öllum bryggjum að und- anskilinni flotbryggjunni. Að sögn eftirlitsmanns, sem er vel kunnugur þessum málum, þá þekkir hann ekki til betri búnaðar hér á landi til að sinna þessu verkefni. Flest skip og bátar landtengja strax og komið er til hafnar. Akraborgin er t.d. búin að landtengja 10 mínútum eftir að skipið er lagst að bryggju eftir síð- ustu ferð. Stærri bátamir landtengja skömmu eftir að lagast er að og einn- ig togararnir í flestum tilfellum. í höfninni á Akranesi er því mjög lítið um að ljósavélar séu keyrðar um borð í skipum en þess í stað notað rafmagn frá landi. Gott væri ef sama væri hægt að segja um allar hafnir landsins, en því miður er al- gengt að ljósavélar séu keyrðar dög- um saman í skipum sem liggja við landfestar og á þann hátt eytt olíu og gjaldeyri á sama tíma og vatnið er látið renna framhjá vatnsorkuver- unum vegna þess að ekki er markað- ur fyrir innlendu orkuna. Frá Sigfúsi B. Valdimarssyni: „Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka“ og „margs er að minnast“, en hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma“. Þetta er spurning, sem margur gerir upp við sig um áramót og svörin eru margvísleg. Sr. Valdi- mar Briem svarar því þannig: „En miskunnsemd Guðs má ei gleyma". Þetta tek ég undir. í heilagri ritningu standa þessi orð: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast vit- urt hjarta" Sálm 90:12. Það er þetta sem spámaðurinn Jeremía sér fram til er hann segir: „Eg vil gefa þeim eitt hjarta og eina breytni, svo að þeir óttist mig alla daga, þeim sjálf- um til heilla og sonum þeirra eftir þá“ Jer 32:39. Þetta gerist svo þegar maður snýr sér til Drottins, iðrast synda sinna og frelsast. „Yður er í dag Frelsari fæddur“, Lúk 2:11, heyrðum við á liðnum jólum. Hann kom til að „frelsa lýð sinn frá synd- um þeirra“ Matt 1:21. Þá gefur Jes- ús okkur sinn frið, sem er „æðri öll- um skilningi". Þann frið, sem heim- urinn getur aldrei gefið. Jóh 14:27. „Ef þannig einhver er í samfélagi við Krist, er hann ný sköpun, hið gamla varð að engu, sjá, það er orð- ið nýtt“ 2 Kor 5:17. Það er þetta, sem Salem sjó- mannastarfið vill vinna að meðal allra þeirra, sem það nær til, með því að útbreiða Guðsorð og vitnis- burðinn um Jesú og hjálpræðisverk Ástæðan fyrir því að sjaldan eru keyrðar ljósavélar í skipum í höfn- inni á Akranesi er ekki sú að þar sé selt dýrasta landrafmagn landsins, sem sé allt að því helmingi dýrara en kostnaður við að framleiða raf- magn með ljósavéi, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2. Ástæðan er sú að landrafmagnið er selt á hagkvæmu verði, svo útgerðarmenn sjá sér hag í að nýta landrafmagnið. Sjá nánar meðfylgjandi yfirlýsingu frá stærsta útgerðarfyrirtæki á Akranesi. MAGNÚSODDSSON, rafveitustjóri, Akranesi. hans. Gefnar voru 35 Biblíur, 140 Ntm og 25 Passíusálmar, einnig 18 snældur. Farið var í um 800 heim- sóknir í skip og báta, og alltaf er mest að gera þegar verst er veðrið eins og t.d. 14. desember þegar stór- hríð var og hörkufrost, höfnin full af skipum, 5 í röðum hvert utan á öðru. Ég var úti allan daginn frá morgni til kvölds. Hvílík náð, sem Guð gefur mér 81 árs gömlum að geta staðið í þessu. Hann er minn styrkur og skjól. Einnig var farið til sjómanna á sjúkrahúsinu og þeim lánað eða gefð hollt lesefni. Jólapakkar voru með færra móti til sjómanna, sem ekki áttu kost á að vera heima um jólin eða alls 120 en auk þess voru sendar jóla- og nýárskveðjur til 40 skipshafna. Alls var náð með fagnaðarerindið til fólks frá 40 þjóðlöndum á árinu. Má það kallast undravert og ég þakka Guði fyrir hversu dásamlega hann leiðir þetta starf. Ég þakka líka öllum þeim vinum nær og fjær, sem hafa stutt starfið á einn eða annan hátt. Guð launi ykkur það ríkulega. Ég vil svo enda þessar línur með síðasta versi sálmsins er ég byijaði á. O, gef þú oss, Drottinn, enn gleði- legt ár. Og góðar og blessaðar tíðir. Gef himneska dögg gegnum har- manna tár. Gef himneskan frið fyrir Lausnarans sár. Og eilífan unað um síðir. SIGFÚS B. VALDIMARSSON, Pólgötu 6, ísafirði. Salem sjómannastarfið Víkveqi skrifar Alaugardagskvöldi lauk umræð- um á Alþingi um EES-málið, sem staðið hafa með hléum frá því í ágústmánuði. Það hefur tekið Al- þingi um 5 mánuði að komast að niðurstöðu. Ekkert aðildarríki EFTA hefur eytt jafn miklum tíma og Alþingi íslendinga til þess að fjalla um þétta mál. Langt er síðan almenningur missti áhuga á þessum þingumræðum. Öruggt má telja, að tiltölulega fáir landsmenn hafi fylgzt með síðustu umræðum um þetta mál í útvarpi og tveimur sjón- varpsstöðvum á dögunum. Jafnvel hinir mestu áhugamenn um stjórn- mál létu þær umræður fram hjá sér fara. Ástæðan er auðvitað sú, að fólki ofbýður framferði þeirra þing- manna, sem hafa staðið fyrir því, að afgreiðsla málsins hefur dregizt svo mjög. Hér skal fullyrt, að síð- asta aldarfjórðung a.m.k. hafi þing- menn ekki orðið sér jafn rækilega til skammar og þeir í hópi þing- manna, sem efndu til þessa mál- þófs. Þeir hafa sett blett á Alþingi, sem taka mun langan tíma að hreinsa af þjóðþinginu. Málsmeðferð af þessu tagi ber ekki vott um þroskaða stjórnarhætti. Hún er þvert á móti vísbending um mjög vanþróaða stjórnarhætti og hlýtur að kalla á nýjar umræður um starfshætti þingsins. Minnihluti á Alþingi á fullan rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og reifa mál ofan í kjölinn. En til þess þarf ekki nær hálft ár! Hér hafa lýðræðislegir stjórnarhættir verið misnotaðir með afdrifaríkum hætti. Það dugar ekki að láta hér við sitja, heldur verða forystumenn þingsins að leita leiða til þess að svona vitleysa verði ekki endurtekin. xxx Kjartan Gunnarssöh, varafor- maður bankaráðs Lands- bankans, vék að því í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dög- um, að ef forystumenn atvinnulífs og verkalýðshreyfingar meintu eitt- hvað með kröfum um vaxtalækkun, mundu þessir aðilar beita sér á vett- vangi lífeyrissjóðanna, sem- væru orðnir mikilsráðandi á fjármagns- markaðnum hér. Hér víkur Kjartan Gunnarsson að málefni, sem er víðtækara en svo, að það snúi að vaxtamálum eingöngu. Það er alltof algengt í þessu þjóðfélagi, að menn sitji báð- um megin við borðið og tali þess vegna í raun og veru tungum tveim. Hvernig geta forystumenn atvinnu- fyrirtækja og verkalýðsfélaga gert kröfu um vaxtalækkun á sama tíma og sömu menn sitja í stjórnum líf- eyrissjóða og hugsa um það fyrst og fremst að hagnýta aðstæður all- ar til þess að ná sem mestri ávöxt- un fyrir fé lífeyrissjóðanna? Hvernig geta menn verið í forystu hags- munasamtaka, sem krefjast vaxta- lækkunar en setið í bankaráðum og taka þar ákvörðun um vaxta- hækkun? Þótt íslenzka þjóðin sé ekki nema 250 þúsund eru það nægilega marg- ir einstaklingar til þess að það á ekki að þurfa að hafa sömu einstak- linga báðum megin við borðið. Þetta er ósiður, sem á að heyra til liðinni tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.