Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 8. tbl. 81.árg. ___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins EINDÝPSTA LÆGÐ SEMSÖGUR FARA AF VELDUR ÓVEÐRIOG ÓFÆRÐ * 1 rústum Vig-fús Andrésson, bóndi á Berjanesi undir Eyjafjöllum, kannar rústirnar af fjárhúsi sem gereyðilagðist í óveðrinu skömmu fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. „Það er eins og orðið hafi sprenging í hús- inu,“ sagði Vigfús í samtali við Morgunblaðið. Húsið skalf Raflínur heim að bænum fóru einn- ig í sundur og var hiti af skornum skammti en níu manns eru á staðn- um, meðal þeirra sex mánaða barn. Engar skepnur voru í fjárhúsinu sem var ótryggt. Það er um 120 metra frá íbúðarhúsinu sem skalf í verstu hrinunum þótt steinsteypt sé. „Ég var satt að segja hræddur um að einhver hross hefðu leitað skjóls í fjárhúsinu því að ég skildi að yfirlögðu ráði eftir op sem þau hefðu getað komist inn um. En skepnurnar virðast finna það á sér hvenær hætta er á ferðurn". Sjá fréttir af ófærð og óveðri á bls. 2, 4, miðopnu, Akureyrar- síðu, bls. 55 og baksíðu. Bóndi Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Stjórn Bildts berst við fjárlagahallann í Svíþjóð Velferð og þróimar- aðstoð skorin niður Stokkhólmi. Reuter. ANNE Wibble, fjármálaráðherra Svíþjóðar, lagði í gær fram fjárlaga- frumvarp fyrir næsta ár og er kveðið á um lækkun opinberra út- gjalda er nemur um tíu af hundraði eða 16,8 milljörðum króna (um 150 milljörðum ÍSK). Framvegis munu atvinnulausir ekki fá neinar bætur fyrstu fimm dagana sem þeir eru án vinnu. Aðstoð við þróun- arríki verður skorin niður um 10%. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir halla er nemur rúmum 162 mil\jörðum (um 1.500 milljörðum ISK). Hallinn á yfirstandandi fjárlaga- ári, sem lýkur 1. júlí, verður að lík- indum rúmlega 198 milljarðar sænskra króna og atvinnuleysi vex hratt. „Stjórnin hefur samræmt stefnu sína stefnu Evrópubanda- lagsins á einu sviði; atvinnuleysið er orðið jafn mikið og þar,“ sagði Lisbeth Eklund, formaður sam- bands opinberra embættismanna. Ingvar Carlsson, leiðtogi stjórn- arandstöðuflokks jafnaðarmanna, sagði tillögur Wibble algerlega ótækar. Athygli vakti þó að hvorki hann né Ian Wachtmeister, formað- ur Nýs lýðræðis, sem er hægra megin við samsteypustjórn íhalds- mannsins Carls Bildts, virtust úti- loka samstarf við stjórnina um úr- ræði til að bjarga efnahag landsins. Nureyev kvaddur Ballettdansarinn Rudolph Nur- eyev, sem lést fyrir skömmu, verður jarðsettur í París í dag. A myndinni sést kona leggja blómsveig að mynd dansarans. Saddam býður SÞ byrginn Bagdad. Reuter. IRAKAR buðu Sameinuðu þjóðun- um (SÞ) og Bandaríkjunum enn byrginn í gær þegar um 150 írask- ir verkamenn héldu inn í Kúveit til að rífa fimm vöruhús. Daginn áður höfðu 500 íraskir verkamenn ráðist á vopnabyrgi í Kúveit og tekið þaðan vopn, meðal annars fimm eldflaugar, sein þeir fluttu í flutningabílum til íraks. Vopnabyrgin og vöruhúsin eru á svæði sem heyrði undir írak fýrir Persaflóastriðið 1991. ....--------- Einstætt afrek fransks siglingakappa óti á reginhafi Saumaði saman eigin tungu París. The Daily Tclegraph. FRANSKI siglingakappinn Bertrand de Broc, er tekur þátt í kapp- siglingu einstaklinga umhverfis jörðina, varð fyrir því óhappi úti á reginhafi að segl losnaði og slóst í höfuð hans. Við höggið beit de Broc sig svo illilega í tunguna að minnstu munaði að hún rifn- aði af um tvo sentímetra frá tungubroddinum. Honum tókst að ná sambandi við lækni í landi og með leiðbeiningum sem sendar voru með telex-tæki tókst de Broc að sauma tungubroddinn fastan á ný. Læknirinn, Jean-Yves Chauve, að nota venjuleg fjarskiptatæki býr í frönsku hafnarborginni Les Sables d’Olonne en ekki var skýrt frá þvi hvar de Broc var, aðeins að fjarlægðin hefði verið nær 14.000 sjómílur. Ekki var hægt vegna of mikilla truflana. Til þess að geta sem best sett sig í spor siglingamannsins stóð Chauve fyrir framan spegil um leið og hann gaf ráð er jafnskjótt voru send með telexinu. „Ég varð að láta eins og ég stigi ölduna til að sjá fyrir mér aðstæður í stormi," sagði læknirinn. „Auk sársaukans hlyti að hafa blætt mikið, maður- inn væri vafalaust mjög ringlaður og hræddur. Þetta var verulegt hreystiverk hjá honum, ég hef aldr- ei lent í öðru eins.“ í aðalstöðvum siglingakeppn- innar biðu menn milli vonar og ótta en létti þegar skeytið kom frá de Broc. „Allt í lagi, ég er búinn að sauma hana saman. Nú þarf ég eitthvað til að lina sársaukann, annað augað hefur líka orðið fyrir hnjaski. Þetta er sárt. Rambó.“ Hver þátttakandi í keppninni hefur deyfilyf í vel búnum sjúkrakassan- um enda búist við að siglingin geti tekið fimm mánuði. Bannað er að koma nokkurs staðar í höfn á leiðinni eða þiggja beina hjálp; aðstoð læknisins mun þó ekki vera brot á keppnisreglum. Milosevic styður frið- aráætlun Genf, Dakar. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseti Serbíu, hvatti í gær Serba, Króata og múslima í Bosníu til að fallast á friðaráætlun sem samninga- menn SÞ og Evrópubandalagsins hafa beitt sér fyrir á friðarráð- stefnu í Genf. Bosníu-Serbar krefjast enn sjálf- stæðs ríkis sér til handa. Hamid Algabid, framkvæmda- stjóri samtaka múslimaríkja (OIC), hvatti til þess í gær að SÞ beittu hervaldi til að binda enda á árásir Serba á múslima í Bosníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.