Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993 37 Með kveðju til Gróu á Leiti eftir Gerði Pálma- dóttur Ég vildi gjama leita aðstoðar Morgunblaðsins við að þrýsta ann- ars óflekkuðu mannorði mínu í gegnum hreinsunareld, þar sem vegna nákvæms en jafnframt ófullnægjandi fréttaflutnings, hef- ur mér verið ætlaður sá vafasami heiður að hafa reynt að smygla inn 2 kg af hassi rétt fyrir jólin. Mér hefur verið tjáð að ég hafí eytt jólaföstunni í varðhaldi, veit reyndar ekki hvar. Þar sem aldur minn og heimili koma heim og saman við lýsingar á þeirri sem lenti í raun í þessu máli hefur Gróa á Leiti haft nóg að gera, og sögur vaxið og dafnað á hringferð um landið. Ég og fjöl- skylda mín höfum orðið fýrir veru- legum truflunum vegna fyrir- spuma um líðan mína og forvitni um mínar framtíðarhorfur tengdar þessu atviki. Það er að vísu fróðlegt að fylgj- ast með hvemig söguburður verð- ur til, — en frekar leiðinlegt þegar maður sjálfur á í hlut og sérlega þegar um eiturlyf eða annað þess háttar er að ræða. Þótt ég sé þess fullviss að fólk, svona almennt, láti sig mín einkamál í léttu rúmi liggja er sú hætta þó alltaf fyrir hendi að orðrómur af þessu tagi vilji loða lengi við mann sé ekkert að gert. Því vil ég gjaman koma því á framfæri að eiturlyf, í hvaða formi sem er, hafa aldrei öðlast nokkurn sess í mínu lífí, og hef ég hvorki neytt slíkra efna né fjár- magnað líf mitt með sölu þeirra og hananú. Efstu mörk minnar eitumeyslu era við vínglas á góðra vina fundum og þó varla að ég nenni því nú orðið. Þetta mál hefur hins vegar vak- ið mig til umhugsunar um skað- semi eiturlyfjaneyslu og þá hættu sem vofír yfír því óhamingjusama fólki sem flýr á náðir vímunnar, undan oki þess raunveraleika sem okkar harði heimur býður sumu fólki upp á. í þeim efnum tel ég brýnt að menn velti fyrir sér orsök neyslunnar, ekki síður en afleið- ingum hennar. Hvati eiturlyíjaneyslu er líklega af sama toga spunninn og sá hvati sem leiðir til fyrstu sígarettunnar og fyrsta vínglassins, það er að segja áhrif og þrýstingur frá um- hverfínu. Með boðum og bönnum reynum við að stemma stigu við neyslunni í stað þess að höfða frekar til heilbrigðrar skynsemi og jafnvægi í lífsháttum sem hinn- ar einu raunveralegu lausnar. Boð og bönn verka nefnilega oft sem ögran og því freistandi að bijóta þau. Annað er svo að fólk stundar það að gera sig að fíflum undir þeirri afsökunarsvuntu að hafa verið í glasi eða undir áhrifum. Svo virðist sem einhver óeðlileg „Það er að vísu fróðlegt að fylgjast með hvernig söguburður verður til, — en frekar leiðinlegft þegar maður sjálfur á í hlut og sérlega þegar um eiturlyf eða annað þess háttar er að ræða.“ dýrkun á brennivíni sé greypt í þjóðarsál íslendinga. Allir að reyna að redda sér áfengi á ein- hvem útsmoginn hátt og era landsfeðumir hvað ötulastir í þess- ari áfengisdýrkun, bæði með þrot- lausri þátttöku í „fínum“ drykkju- veislum og reddingum á ódýra áfengi á kostnað hins opinbera, eins og dæmin sanna. Þetta við- horf hlýtur að smita út frá sér um allt í þjóðfélagið. Er Jætta ekki „hallærislegt"? Jú, við Islendingar þurfum að skapa andrúmsloft þar sem núverandi drykkjusiðir og skemmtanavenjur okkar verði taldar hallærislegar af okkur sjálf- um. Þær eru það víðast hvar nema á íslandi. íslendingar lifa í köldu landi þar sem, því miður, allt er morandi í boðum og bönnum sem koma í veg fyrir að hægt sé að koma upp notalegum stöðum til þess að hitt- ast á, nema allt kosti morðfé. Þeg- ar fólk svo á annað borð ætlar að skemmta sér þarf það að fínna fyrir því á ótvíræðan hátt, drekka sig út úr eða reykja sig skakkan. Annars borgar þetta sig ekki. Drykkjuvandamál eru alvarlegri á íslandi en hér í Hollandi að mínu mati, en þó er vín á hveiju götu- homi hér. Neyslan hér er hins vegar ekki eins traflandi og hún virðist vera heima. Ástæðan hlýtur að liggja í uppbyggingu þjóðfé-. lagsins. Að ætla að leysa vanda- mál með boðum og bönnum er svipað því að moka út myrkri, gagnslaust. Til að draga úr skað- semi nautnalyfja, svo sem sígar- ettna, brennivíns, hass og annarra eiturefna, þarf að breyta þjóðfé- laginu innan frá, losa um spennu, leggja áherslu á neikvæðar aug- lýsingar um afleiðingar neyslu, gera fólki ljóst hve illa það fer með sjálft sig, láta það sjálft ákveða hvort það lætur undan þrýstingi utan frá og gerir sig að ræflum. Það kæmi sumum líklega á óvart að sjá hversu skynsamt flest fólk er þegar á reynir. Með nægum upplýsingum, auglýsing- um og vinnuhópum til hjálpar þeim sem era illa staddir er hægt að breyta gangi mála á eðlilegri og varanlegri hátt en gert er í dag. Boð og bönn gera eiturlyfja- neyslu spennandi fyrir sumt fólk, sérlega hina yngri aldurshópa og á hinn bóginn er það peningavald- ið og spillingin sem heldur uppi Gerður Pálmadóttir stífri markaðssetningu á þessum vöram. Á meðan hvort tveggja er óbreytt heldur þessi sjálfseyðing- arstefna ótrauð áfram. Lífíð er of dásamlegt og dýr- mætt til þess að láta ósjálfstæði nautnanna ná tökum á því. Þess vegna myndi ég aldrei koma ná- lægt því að hvetja til eða aðstoða við neyslu á skaðlegum vímuefn- um og vil gjaman lýsa því yfír hér með að ég hef aldrei og mun aldr- ei smygla inn eiturlyfjum í neinu formi til íslands eða annarra landa. Bestu ámaðaróskir til allra heima á Fróni, og Gróu líka. Höfundur stundar verslunar- rekstur i Hollandi. skólar/námskeið dans ■ Sýningarfólk óskast í funk - jazz - hip hop. Æfingar 3x í viku, engin aldursmörk. Skráning í inntökupróf hjá Dagnýju Björk, danskennara, sími 642535. H Útsala á dansfatnaði, bæði nýjum og not- uðum. Tökum í umboðssölu. Kjólar frá kr. 2.500,- Dagný Björk, danskennari, Smiðjuvegi 1, sfmi 642535. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið. Aöeins 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. heiisurækt ■ Frúarleikfimi í Langholtsskóla. Kennt á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:20. Styrkjandi og liökandi æfing- ar, músík, slökun. Nýir þátttakendur fá kynningartíma sér að kostnaðarlausu. Upplýsingar í sfma 678793 og 33188. Aðalheiður Helgadóttir. r myndmennt I Málun - teiknun Myndlistamámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Vatnslitir, oh'a og teiknun. Upplýsingar eftir kl. 13.00 alla daga Rúna Gísladóttir, sími 611525. tölvur ■ Tölvuendurmenntun fyrir konur Windows, Word og bókhald á 36 klst. námskeiöi sem stendur í 12 vikur. Kennt föstudaga eða laugardaga. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Windows og PC grunnur 9 klst. um Windows og grunnatriði PC notkuTiar. 18.-20. janúar kl. 16-20 og 25.-27. janúar kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Exel 4.0 fyrir Windows 15 klst. námskeið 25.-29. jan. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Tölvuvetrarskólinn fyrir börn og unglinga 24 klst. námskeið fyrir 10-16 ára á laugardögum í 12 vikur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word fyrir Macintosh 15 klst. námskeið 25.-29. jan. kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh Fáðu senda námsskrá. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Tölvuvísir Ókeypis fréttabréf um tölvumál. Hringið og gerist áskrifendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Windows og Works fyrir Windows 18 klst. um Windows og fjölverkakerfið Works. 18.-22. janúar kl. 16-19 og 25.-29. janúar kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Macintosh fyrir byrjendur 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir. 18.-22. janúar kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Kennarabraut Fjölbreytt námskeið fyrir kennara í boói á vormisseri. Leitið nánari upplýsinga og fáið senda námsskrá. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Hagnýt tölvunotkun 81 klst. námskeið um helstu tölvuforrit- in og grunnatriði tölvunotkunar. 1. febrúar-12. maí kl. 19.30-22.30. Mætt 2 kvöld í viku. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. ■ Word fyrir Windows 15 klst. námskeið 25.-29. janúar kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, s. 688090. Tölvulænnski (.642244 Vönduð námskeið, 6 í hóp. tónlist ■ Söngsmiðjan auglýsir Söngnámskeið fyrir fólk á öllum aldri íslensk og erlend, lifandi og skemmtileg tónlist. Upplýsingar og skráning í síma 654744. tungufiiál ■ Spænska fýrir byijendur. Einnig verslunarspænska fyrir byrjendur og lengra komna. Einkatímar eða mest 3 í hóp. Upplýsingar í síma 91-15677 alla daga frá kl.18.00 til 23.00. ■ Þýskukennsla Þýskunámskeið Germaníu fyrir byrj- endur og lengra komna á öllum stigum hefjast 18. janúar. Upplýsingar í síma 10705 kl. 11.00- 12.30 eða kl. 17.00-19.00. Enska málstofan ■ Enskukennsla: Við bjóðum tima í ensku í samræóuformi. (Meginárhersla á þjálfun talmáls) frá og með 25. janúar. Einkatfmar: Enska, viðskiptaenska, stærðfræði (á öllum skólastigum). Allir kennarar eru sérmenntaðir í ensku- kennslu. Upplýsingar og skráning í síma 620699 milli kl. 8 -12 alla virka daga. ■ Útlendingar Viljið þið læra íslensku? Námskeiðin okkar eru að byrja. Upplýsingar í srma 668143 frá kL 19-20. ýmislegt ■ Stafsetningarnámskeiðin eftirsóttu eru að hefjast. Upplýsingar og innritun í síma 668143 milli kl. 19.00-20.00. ■ Samskipti foreldra og barna Nýtt námskeið er að hefjast. Leiðbeinendur: Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjöró. Upplýsingar og skráning í símum 626632, 621132 og 683260. NÁMSAÐSTOÐ ■ Námsaðstoð viö grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í súna 79233 kl. 14.30-18.30. Nemeruíaj>jónu$tan $/. Teikning, litameðferð, hstmálun með myndbandi, bamanámskeið, skraut- skrift, hýbýlafræði, innanhússaridtektúr, garðhúsagerð og hæffleikapróf. □ Við kynnum nýtt námskeið f húsasótt Fáðu sendar upplýsingar um skól- ann með því að hringja í síma 627644 allan sólarhringinn. ! fBllDrtinstnsösiaB ■ Þriggja ára afmælistilboð: 25% afsláttur GRUNNUR OG FRAMHALD NÁMSKEIÐ OG NÁMSAÐSTOÐ Enska, islensk stafsetn., íslenska f. út- lendinga, sænska, danska, norska, spænska, franska, þýska, grunnreikning- ur, stærðfræði, tölfrasði, bókhald, tölv- ur, hagfræði, efnafiæði og eðlisfræði. ATH.: Framhaldsskólaáfángar metnir til eininga. Helstu stærri stéttarfélög nema VR hafa stutt félaga sína til náms í skól- anum. Fullorðinsfræðsian, Laugavegi 163, sími 1-11-70. ■ Sálrækt - styrking likama og sáiar JBody-therapy" ★ „Gestalt" ★ Lifefli ★ Líföndun ★ Dáleiðsla ★ Slökun m.m. Námskeið að hefjast. Sálfræðiþjónusta Gunnars Gunnarssonar, s. 12077,641803. starfsmenntun ■ Bókhalds- og rekstrarnám 68 klst. Markmiðið með námskeiöinu er að þátt-< takendur öðlist hagnýta þekkingu og yfir- sýn á öllum þáttum bókhaldsvinnunnar. Aðalnámsgreinar: ★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög. ★ Bókhaldsæfingar og gerð milliupp- gjöra. ★ Launabókhald. ★ Raunhæft verkefni - frágangur, afstemmingar, milliup- gjör - samning rekstrar- og efnahags- reiknings. ★ Tölvubókhald Opus-Allt viðskipta- hugbúnaður. _____ Tími 18. jan - 20. feb. Viðskiptaskólinn Skólavörðustíg 28, sími 624162. ■ Vaskhugi Lærið að færa bókhald á einfaldan en fullkominn hátt með forritinu Vaskhuga. Tvö námskeið eru í boði: Notkun Vaskhuga, sex klst., kennt ýmist á laugardögum kl. 10 til 16 eða á miðviku- og fimmtudagskvöldum kl. 20 til 23. Bókhald fyrir Irtil fyrirtæki og ein- staklinga með rekstur (6 klst). Fyrir þá sem nota eða ætla að nota Vaskhuga en hafa ekki þekkingu á bókhaldi. Þetta námskeið má taka á undan eða á eftir hinu. ★ Hlutverk og reglur bókhalds. ★ Skipulag gagna. ★ Sölureikningar, viðskiptamenn, birgðir, innheimta. ★ Fjárhagsbókhald. ★ Launabókhald og verkefnabókhald. ★ Lokun ársins, skattaskil. Nánari upplýsingar í síma 682680. l=^Vaskhugi hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.