Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C
47.tbl. 81. árg.
Suður-Súdan
Hungurs-
neyð að
skella á
Juba. The Daily Telegraph.
1,7 milljónir manna hafa flúið
heimkynni sín vegna borgara-
styrjaldar og þurrka í Suður-Súd-
an og 400.000 manns gætu orðið
hungurmorða þar á næstu mánuð-
um.
Hjálparstofnanir hafa neyðst til
að hætta matvæla- og lyfjaflutning-
um til nokkurra svæða í Suður-Súd-
an þar sem of hættulegt þykir að
senda flugvélar þangað vegna
harðra bardaga milli stríðandi fylk-
inga uppreisnarmanna. Þá torveldar
það mjög hjálparstarfið að ekki
nægir að fá leyfí íslömsku stjórnar-
innar í Khartoum til matvælaflutn-
inga því þijár hreyfingar suður-
súdanskra uppreisnarmanna þurfa
einnig að veita samþykki sitt. Oft
er þetta óyfirstíganleg hindrun.
Erfítt hefur reynst að afla upplýs-
inga um ástandið í Suður-Súdan
vegna bardaganna og landið hefur
verið í skugga hörmunganna í Sóm-
alíu. Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna segja þó að Súdan sé nú
næsta forgangsverkefnið.
----» » ♦----
Spillingar-
mál á Italíu
Stjórnin
heldur
enn velli
Róm. Reuter.
STJÓRN Guilanos Amatos, for-
sætisráðherra ítaliu, hélt velli í
gær þegar greidd voru atkvæði
um vantrauststillögu á hana á
þinginu. 310 þingmenn greiddu
atkvæði með stjórninni en 265 á
móti. Þetta er í ellefta skipti á
aðeins átta mánuðum sem greidd
eru atkvæði um vantrauststillögu
á stjórnina.
Þrír ráðherrar hafa látið af emb-
ætti á undanförnum tveimur vikum
vegna gruns um að þeir tengist
umfangsmiklu spillingarmáli. Þá
sagði Bettino Craxi, leiðtogi Sósíai-
istaflokksins, af sér eftir að skýrt
var frá því að verið væri að rann-
saka hvort hann væri viðriðinn
málið.
La Malfa fallinn
í gær tilkynnti svo Giorgio La
Malfa, formaður Lýðveldisflokks-
ins, að hann hefði látið af flokksfor-
mennsku eftir að í ljós kom að hann
er grunaður um hafa brotið lög um
fjármögnun flokksstarfsemi. Kom
þessi yfirlýsing mjög á óvart þar
sem til þessa hefur verið litið á La
Malfa sem harðan baráttumann
gegn hvers konar spillingu.
STOFNAÐ 1913
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Reuter
Hindúaleiðtogi rotaður
UM 75.000 indverskir lögreglumenn áttu í gær í höggi við um 30.000 stjórnarandstæðinga, sem komu saman
í grennd við þinghúsið í Nýju Delhí þótt fundur þeirra hefði verið bannaður. Lögi-eglan handtók leiðtoga
Bharatiya Janata-flokksins, stærsta flokks heittrúaðra hindúa, og sprautaði vatni með háþrýstidælum til
að dreifa mannsöfnuðinum. Formaður flokksins, Murli Manohar Joshi, hneig í ómegin þegar hann varð
fyrir einni bununni og á myndinni stumra félagar hans yfir honum.
Lágmark
sett á bol-
fískverð
innanEB
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópubandalagsins (EB) ákvað í
gær að lágmarksverð skyldi
gilda um frystar eða ferskar
afurðir unnar úr þorski, ýsu,
ufsa, lýsingi og skötusel sem
fluttar eru til aðildarríkjanna.
Þetta var ákveðið vegna lækk-
unar sem orðið hefur að undan-
förnu á verði bolfisks á mörkuð-
um innan EB.
Háværar kröfur hafa verið uppi
um róttækar aðgerðir vegna
meintra undirboða á mörkuðum
EB. Talsmaður framkvæmda-
stjórnar bandalagsins sagði að til
greina kæmi að takmarka innflutn-
inginn á einhvem hátt ef ekki
næðist jafnvægi á mörkuðum. Bent
hefur verið á að innflutningsbann
verður ekki sett á afurðir frá aðild-
arríkjum GATT-samningsins um
tolla og viðskipti án þess að til
gagnráðstafana verði gripið.
Norðmenn grunaðir
Ekkert þykir benda til þess að
íslensk fyrirtæki hafi reynt að fara
í kringum upprunareglur frí-
verslunarsamningsins. Hins vegar
leikur gmnur á að Norðmenn hafí
selt saltfisk unninn úr rússneskum
þorski til EB með tollaívilnunum
samkvæmt tvíhliða samningi
þeirra við bandalagið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa ábendingar um þetta
verið til skoðunar innan fram-
kvæmdastjórnar EB að undan-
fömu.
Sjá „Stór hluti Rússafisks-
ins...“ á bls. 23.
Bill Clinton og Jeltsín
efna til fundar 4. aprQ
Fundarstaðurinn ekki ákveðinn en Reykjavík og* Helsinki sagðar koma til greina
Genf. Reuter, The Daily Teleg^raph.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandarílqanna
og Rússlands tilkynntu í Genf í gær að fund-
ur Bills Clintons Bandarikjaforseta og Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta yrði haldinn 4.
apríl. Ekki hefur verið ákveðið hvar fundur-
inn verður, en Reuter-fréttastofan segir að
í Washington sé rætt um Reykjavík og Hels-
inki sem hugsanlega fundarstaði. Utanríkis-
ráðherrarnir tilkynntu ennfremur að ný lota
viðræðnanna um frið i Miðausturlöndum
myndi hefjast í Washington í apríl.
Viku fyrir þjóðaratkvæði
Leiðtogafundurinn er fyrirhugaður viku fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem Jeltsín vill efna
til í því skyni að fá úr því skorið hvort forsetinn
eða þingið eigi að stjórna Rússlandi. Bandarísk-
ir embættismenn sögðu að þjóðaratkvæðið myndi
ekki hafa áhrif á leiðtogafundinn en breska
dagblaðið The Daily Telegraph segir að svo
kunni að fara að hætt verði við fundinn nái
Jeltsín ekki samkomulagi við þingið um þjóðarat-
kvæðið og nýja stjórnarskrá. Richard Armitage,
sem hafði yfírumsjón með aðstoð stjómar George
Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, við fyrrver-
andi lýðveldi Sovétríkjanna, sagði í síðustu viku
að dagar Jeltsíns sem forseta væru senn taldir.
The Daily Telegraph segir að þessi ummæli
hafí komið bandarískum og rússneskum embætt-
ismönnum í vandræði, einkum vegna þess að
þeir óttist þennan möguleika þótt þeir varist að
tala um hann.
Þrýst á Palestínumenn
Þótt ráðherrarnir hefðu boðað til nýrrar lotu
friðarviðræðna ísraela og araba þótti ljóst að
fulltrúar Palestínumanna hefðu ekki enn skuld-
bundið sig til að hefja viðræðurnar á ný. Þeim
var frestað í desember eftir að ísraelar sendu
um 400 Palestínumenn frá hemumdu svæðunum
í útlegð til Suður-Líbanons. Andrej Kozyrev,
utanríkisráðherra Rússlands, sagði að rússnesk-
ir embættismenn myndu ræða við leiðtoga Pal-
estínumanna í Moskvu á næstu dögum til að
freista þess að fá þá aftur að samningaborðinu.