Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 17 Hafnfirsk verkalýðshreyfing og bær Samvinna um að leysa vanda atvinnulífsins FORYSTUMENN verkalýðshreyfingarinnar í Hafnarfirði og bæjarráð Hafnarfjarðar hafa ákveðið að taka upp náið samstarf um aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi og styrkja grundvöll atvinnulífs í bænum til Iengri tíma. Þegar hefur verið ákveðið að vinna samefginlega að nokkr- um verkefnum. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, bæjarritari, sagði að í upphafi yrði lögð áhersla á að koma Stálbræðslunni og fiskiðjunni Þór af stað enda væri áætlað að rekstur þeirra myndi skapa vinnu fyrir 80-100 manns. Forystumenn verkalýðshreyfíng- arinnar og bæjarráð Hafnarijarðar komust að samkomulagi um að vinna sameiginlega að nokkrum verkefnum í atvinnumálum á fundi sínum fyrir nokkru. Tvö þeirra hafa verið nefnd hér að ofan en af öðrum má nefna að unnið verði að því að hrinda í framkvæmd hugmyndum um léttan iðnað, að stofnað verði hlutafélag um kaup t.d. á línuskipi gefist hag- stætt verð og að þess verði gætt að veiðiheimildir og skip verði ekki seld úr bænum án þess að fullreynt sé að hafnfirskir aðilar geti keypt skip og heimildir. Ennfremur voru fundarmenn sam- mála um að beita sér fyrir því, hver á sínum vettvangi, að hraðað verði byggingu 15-20 félagslegra íbúða í bæjarfélaginu. Þeir telja afar mikil- vægt að framkvæmdir við nýjan miðbæ komist á fullan skrið sem Viðreisnarsjóður Evrópuráðsins Niðurgreidd lán fari til flóttamanna RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að afsala sér rétti til lántöku 115 milljóna kr. á niðurgreiddum vöxt- um frá Viðreisnarsjóði Evrópu- ráðsins, að því tilskildu að lánið verði notað til uppbyggingar í fyrrverandi Júgóslavíu. Ráðherranefnd Evrópuráðsins gerði tillögu um að sjóðurinn veiti flóttamönnum í fyrrverandi Júgó- slavíu aðstoð og var tillagan tekin fyrir nýlega á fundi stjórnarnefndar Viðreisnarsjóðsins. Ákveðið var að ráðstafa hagnaði ársins 1992 og ónýttum lánsheimildum ríkja hjá sjóðnum til þessa verkefnis. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að íslensk stjórn- völd séu þau fyrstu til að afsala sér lánsheimild sinni, en áætla megi að vextir af láninu séu um níu milljónum kr. lægri en á almennum markaði. Viðreisnarsjóður Evrópuráðsins var stofnaður 1956. Megintilgangur hans var flóttamannaaðstoð í Evrópu. Markmið sjóðsins nú eru mun víðtæk- ari og ná yfir ýmsa félagslega aðstoð. fyrst enda skapist á framkvæmda- tímanum fjöldi atvinnutækifæra og til lengri tíma skapist grundvöllur fyrir starfsemi þjónustu- og verslun- arfyrirtækja. Efnt til umræðu um sköpun atvinnutækifæra í samtali við Gunnar Rafn Sigur- bjömsson, bæjarritara, kom fram að af öðrum mikilvægum verkefnum mætti nefna námskeið fyrir atvinnu- lausa. Hann sagði að verkalýðshreyf- ingin hefði verið með ýmis fagleg námskeið á sinni könnu en hugmynd- in væri að koma á fót almennari námskeiðum og mætti í tengslum við þau efna til umræðu um hvemig fólk gæti sjálft skapað sér atvinnu- tækifæri. Gunnar nefndi ennfremur að sótt hefði verið um stuðning til Atvinnu- tryggingarsjóðs og sagði að vonandi yrði hægt að ýta af stað verkefni með aðstoð hans eins og gert hefði verið að síðasta ári. Að lokum nefndi hann að ný lög um sjóðinn gæfu aukna möguleika m.a. til að sækja um stuðning fyrir verkefni sem unn- in væm á ábyrgð sveitarfélagsins þó annar aðili sæi um framkvæmd- ina. Með nýju lögunum opnaðist líka sá möguleiki fyrir fyrirtæki að sækja um að fá fólk til vinnu af atvinnuleys- isskrá og fengi starfsfólkið þá um 43.000 kr. greiðslu frá sjóðnum en afganginn upp í samninga frá fyrir- tækinu. Viðurkenning Hagþenkis á 130 ára afmæli Þjóðminjasafnsins Verðlaun á starfsafmæli HJALTI Hugason, formaður Hagþenkis afhendir Elsu E. Guðjónsson viðurkenninguna. Svo skemmti- lega vill til að Elsa á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Elsa E. Guðjónsson verðlaunuð HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitti árlega viðurkenningu sína í sjötta sinn við athöfn á 130 ára afmæli Þjóð- minjasafnsins, 23 febrúar síðastliðinn. Elsa E. Guðjónsson, textílfræðingur og deildarstjóri í Þjóðminjasafninu hlaut viðurkenninguna í ár, sem fylgir 250.000 krónur, en Elsa hefur einkum fengist við rannsóknir tengdar íslenskum hann- yrðum og listiðnum. Hagþenkir hefur undanfarin ár veitt viðurkenn- ingar fyrir framúrskarandi störf við ritun og útgáfu fræðirita og kennslugagna. Ákvörðun um hver skuli hljóta viðurkenningu er í höndum sérstaks viður- kenningarráðs. Handverk kvenna til virðingar í greinargerð ráðsins segir meðal annars: Rann- sóknir Elsu hafa hafið til virðingar og sýnt nýja hlið á því sem íslenskar konur hafa lagt til menningar- arfsins og sýnt svo ekki verður um villst að hand- verk kvenna á sér stórmerka sögu. Elsa er viður- kenndur afreksmaður hérlendis og erlendis fyrir rannsóknir sínar, þekkt fyrir nákvæmni og vand- virkni í hvítvetna. Hún hefur verið afkastamikill fræðimaður og ritaskrá hennar er mikil að vöxtum. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa: Guðmundur Arnlaugsson fyrrverandi rektor, Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur, Páll Skúlason prófessor, Sigrún Klara Hannesdóttir dósent og Sigurður Blöndal fyrr- verandi skógræktarstjóri. Sjóflutningar til umræðu á aðalfundi Félags ísl. stórkaupmanna Samstarf við erlenda aðila um kaupskiparekstur æskilegt BIRGIR Rafn Jónsson, formaður Félags íslcnskra stórkaupmanna, segir æskilegt fyrir verslunina hér á landi að leita samstarfs við er- lenda aðila sem búi yfir þekkingu á kaupskiparekstri og geti aukið hagkvæmni í sjóflutningum með tengingu við stærra markaðssvæði og meira flutningsmagn. í ræðu sinni á aðalfundi félagsins á mið- vikudag benti Birgir Rafn á að til að bregðast við samdrætti í versl- un yrði að auka hagræðingu á öll- um sviðum og lækka tilkostnað. Þetta leiddi hugann að stórum kostnaðarlið í allri verslun til og frá landinu, þ.e. flutningskostnaði. Verslunin væri stærsti kaupandi flutninga og hlyti að láta sig miklu skipta að sem mest samkeppni ríkti í flutningum, bæði hvað varð- ar flutninga á sjó og í lofti. „Hagkvæmir flutningar eru lykil- atriði bæði fyrir inn- og útflutning og forsenda þess að hægt verði að nýta þá vaxtarmöguleika sem aukin milliríkjaverslun býður upp á,“ sagði Birgir Rafn í ræðu sinni. Samþykkti fundurinn ályktun þess efnis að tryggja þurfi samkeppni í flutningum til og frá landinu. Það tryggi lægst vöruverð til íslenskra neytenda og bæti samkeppnistöðu og möguleika Ellimálasamband Norðurlanda og Evrópu Islendingur í forsæti á ráðstefnu SÉRA Sigurður H. Guðmundsson, forseti Ellimálasambands Norður- landa, verður í forsæti á 600 manna evrópskri ráðstefnu um öldrunar- mál ásamt ítalanum Nella Berto, forseta Ellimálasambands Evrópu. 50 manna hópur íslendinga fer utan til ráðstefnunnar i Kaupmanna- höfn, sem hefst 1. mars nk., en alls verða þátttakendur um 600. Tvö sambönd standa að ráðstefn- unni, Ellimálasamband Norðurlanda og Ellimálasamband Evrópu, en slík- ar ráðstefnur eru haldnar á þriggja ára fresti. Sigurður sagði að síðustu 20 ár hefðu Islendingar tekið þátt í þessu starfi í samvinnu við Norður- löndin, en þetta er í fyrsta sinn sem íslendingur er í forsæti fyrir ráð- stefnu af þessu tagi. Elliárið „Upphaflega stóð til að EFTA og Evrópubandalagið sameinuðust um árið 1993 sem Elliár Evrópu. Vegna þess að ekki hefur verið skrifað und- ir samninga á milli EFTA og EB hafa EFTA-löndin ekki staðfest þessa samvinnu á opinberum vett- vangi. Hins vegar hafa öll sjálfboða- liðasamtökin unnið saman að Elliár- inu. Helsta ráðstefna þessa árs í sambandi við Elliárið verður í Kaup- mannahöfn 1.-3. mars,“ sagði Sig- urður. Yfírskriftir ráðstefnunnar eru „Breytt viðhorf til aldraðra" og „Sjálfsímynd aldraðra". Margir þekktir sérfræðingar og embættis- menn tala á ráðstefnunni, þar á meðal Elsa Vinther Anderson, fé- lagsmálaráðherra Danmerkur, og Bengt Westerberg, félagsmálaráð- herra Svíþjóðar, sem fjalla um við- horf þjóða sinna til öldrunarmála og þeirrar þróunar sem framundan er. íslendingar mjög framarlega „Norðurlöndin hafa staðið hvað fremst í þróun þjónustu við eldri borgara og hafa miðlað mjög mikið til annarra landa, ekki síst í Suður- Evrópu. Menn vita að hér hefur ríkið staðið undir ákveðnum þjónustuþátt- um, en víða í Evrópu hefur þessu verið öðruvísi háttað. Þar hafa stétt- arfélög og eftirlaunasjóðir staðið straum af þjónustunni en ríkið í mun minna mæli. Menn óttast þá þróun, hvernig samruni Evrópuríkja komi niður á hinum öldruðu. Að það verði helst tekið upp í skipulagi annarra þjóða sem minnst kosti. Það kreppir ekki aðeins að hjá okkur, heldur er verið að takmarka fjármuni til þess- ara hluta hjá fjölmörgum þjóðum,“ sagði Sigurður. Hann sagði að Islendingar stæðu að mörgu leyti mjög framarlega hvað varðar þjónustu við eldri borgara. „Á síðustu árum höfum við tileinkað Séra Sigurður H. Guðmundsson. okkur það besta úr mörgum áttum, en það hefur kostað talsvert mikla íjármuni. Menn gera sér grein fyrir því að það eru ákveðin teikn á lofti um það að þarna verði að skera nið- ur á einhvern hátt. Þá er spurningin hvemig hægt er að gera þjónustuna hagkvæmari án þess að það komi niður á þeim sem aldraðir og þurf- andi eru,“ sagði Sigurður. landsins í milliríkjaverslun. Nýtum tækifæri EES Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, ræddi m.a. stöðu EES- samningsins í ávarpi sínu á fundinum og sagði að samningamönnum EFTA hefði verið veitt umboð til að leysa . ágreining varðandi þróunarsjóð EB. Hann sagði að niðurstaða yrði að nást í þessari viku í þessu máli vegna ráðherraráðsfundar EB þann 8. mars. Utanríkisráðherra sagði að íslend- ingar ættu að leggja allt kapp á að búa sig undir að nýta vel tækifæri EES-samningsins. Fylgja ætti honum eftir með því að óska með formlegum hætti eftir viðræðum við Bandaríkin og Kanada um aðild að Fríverslunar- svæði Norður-Ameríku (NAFTA) og valda stöðu íslendinga gagnvart gamla og nýja heiminum. Lýsti fund- urinn stuðningi sínum við þessa yfir- lýsingu utanríkisráðherra í sérstakri ályktun. Að afloknu erindi sínu var Jón Baldvin m.a. spurður um frí- verslunarsamning íslands við ísrael. Hann upplýsti að samningurinn hefði verið framlagður í ríkisstjóm og hefði verið sendur þingflokkum. Kæmi hann til umflöllunar á alþingi næstu daga eða vikur. Jón Baldvin var jafn- framt spurður hvort til stæði að af- létta viðskiptabanni af Suður-Afríku. í svari hans kom fram að frumvarp þess efnis hefði verið lagt fram annað í annað sinn fyrir nokkmm vikum. Hann upplýsti að til stæði að afnema viðskiptabann á Suður-Afríku í Nor- egi og Svíþjóð á næstunni en Dan- mörk og Finnland væru þegar búin að afnema bannið. Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna samþykkti ályktun þar sem skorað er á ísíensk stjórnvöld að aflétta nú þegar við- skiptabanni á Suður-Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.