Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 29
/
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
29
Japönsk
myndverk
í Grófargili
Fyrirlestur um
bandaríska tónlist
SÝNING með 18 myndverkum
eftir 9 unga japanska myndlistar-
menn verður opnuð í tilraunasal
Gilfélagsins í Grófargili, Kaup-
vangsstræti 23, á morgun, laug-
ardaginn 27. febrúar kl. 15. Sýn-
ingunni lýkur þriðjudagskvöldið
2. mars með fyrirlestri um banda-
ríska tónlist sem Hilmar Þórðar-
son tónskáld flytur og hefst hann
kl. 20.30.
Sýningin, sem er sölusýning, verð-
ur opin kl. 15 til 19 á laugardag og
sunnudag, en á mánudag og þriðju-
dag frá kl. 18 til 22. Þessi sýning
var fyrst sett upp á Mokka í Reykja-
vík í byrjun febrúar.
Verkin á sýningunni eru fjölbreytt
og unnin með alls konar tækni, svo.,
sem steyptum pappír, indversku
bleki og sojasósu í tré ásamt vatn-
slit og mold steyptri í epoxy, jap-
önsku bleki og fleiru.
-----—;------
Ólafsfjörður
Heilbrigðis-
stofnanir
sameinaðar
ólafsnrði.
í GÆR var undirritaður í Ólafs-
firði samningur milli Heilbrigðis-
ráðuneytisins og Ólafsfjarðarbæj-
ar um sameiginlegan rekstur heil-
♦ ] p • . , /t • , i /. , n x • i sugæslustöðvarinnar og dvalar-
Endurvinnslufyrirtækið Urvinnslan hf. stofnað mnan skamms 1^úkf?rhei,silir8 Hor„
v brekku. Af þessu tilefm var Sig-
hvatur Björgvinsson, heilbrigðis-
ráðherra, á ferð í Ólafsfirði og
undirritaði hann samninginn.
Rekstrarhalli
Framleidd verður nýtanleg
vara úr pappír o g plasti
Heildarkostnaður um 25 milljónir kr. Fjórir starfsmenn
ÚRVINNSLAN hf., fyrirtæki á sviði endurvinnslu, verður stofn-
að í næsta mánuði, en það mun m.a. framleiða kubba fyrir
vörubretti úr pappír og plasti. Unnið hefur verið að undirbún-
ingi stofnunar þessa fyrirtækis um nokkurt skeið, en því er-
ætlað að stuðla að endurvinnslu ýmiskonar afgangsvöru í not-
hæfa vöru. Samningar standa nú yfir við fulltrúa Akureyrar-
bæjar um húsnæði við Réttarhvamm undir starfsemina. Eigend-
ur Úrvinnslunnar verða nokkur fyrirtæki á Akureyri og er
heildarkostnaður við stofnun þess áætlaður um 25 milþ'ónir
króna.
Þau fyrirtæki sem taka munu
þátt í stofnun Úrvinnslunnar eru
Möl og sandur, Gúmmívinnslan,
Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars,
Útbótarmenn hf. bændasamtökin,
Skipaafgreiðsla Húsavíkur, Endur-
vinnslan hf. og Valdimar Gunnars-
son sem væntanlega verður fram-
kvæmdastjóri þess. Þá er reiknað
með þátttöku Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar og óskað hefur verið
eftir að Gámaþjónustan, Kaupfélag
Eyfirðinga og Útgerðarfélag Akur-
eyri taki þátt í stofnun fyrirtækisins
og hefur vel verið tekið í þá beiðni.
Gert er ráð fyrir að fyrirtækið
verði stofnað um miðjan mars og
það taki til starfa í byijun júní.
Reiknað er með að í byijun starfi
fjórir menn við fyrirtækið.
Stofnanir þessar sem allar eru
undir sama þaki hafa verið reknar
sem sjálfstæðar einingar og hefur
rekstrarhalli verið viðvarandi, var á
síðasta ári 5,9 milljónir króna.
Samningur þessi við ríkið kemur
í kjölfar úttektar sem ráðgjafafyrir-
tækið Rekstur og ráðgjöf vann á
starfsemi stofnananna og tók til
allra rekstrarþátta. Tillögur ráð-
gjafafyrirtækisins um úrbætur komu
fram í skýrslu í desember síðastliðn-
um og hefur skýrslan síðan verið til
umfjöllunar í stjómum stofnananna
og hjá bæjaryfirvöldum. Með nýju
rekstrarfyrirkomulagi er gert ráð
fyrir hallalausum rekstri þegar á
þessu ári. SB
Háskólinn á Akureyri með kynningarátak um starfsemina
Stafnbúi félag sjávarútvegsfræðinema tekur að sér kennslu
Rússar
kynnasér
sjávarút-
vegsmál
„ÞETTA er ögrandi verkefni
og skemmtilegt að fást við,“
sagði Jón Hermann Oskars-
son félagi í Stafnbúa, félagi
sjávarútvegsfræðinema við
Háskólann á Akureyri, en tók
að sér að upplýsa þrjá Rússa
sem nýkomnir eru til Akur-
eyrar í boði Atvinnumála-
nefndar og fleiri aðila í sjáv-
arútvegi hér á landi.
Rússarnir sem heita Alexandr
Nikolajev, Konstantin A. Suvorov
og Sergei Kuzminykh komu til
Akureyrar í síðustu viku og mun
dvelja þar í þijá mánuði og kynna
sér á þeim tíma ýmsa þætti er
tengjast sjávarútvegsmálum. Þeir
hafa frá því á mánudag gleypt í
sig fróðleik sem félagar í
Stafnbúa hafa borið á borð fyrir
þá.
Ahersla hefur verið lögð á að
kynna þeim staðreyndir um ís-
lenskan sjávarútveg, þar sem m.a.
er komið inn á sögulega þætti og
sýnd myndin Verstöðin ísland. Þá
eru gestirnir leiddir í allan sann-
leik um stjórnkerfið, og hvernig
stjómun fiskveiða er háttað og
einnig er þeim greint frá rann-
sóknum og menntun í sjávarút-
vegi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
í kennslustund
RÚSSARNIR þrír á skólabekk, Alexandr Ni-
kolajev, Konstantin A. Suvorov og Sergei Kuzmi-
nykh en þeir eru að kynna sér íslenskan sjávarút-
veg og hafa nemar í Stafnbúa, félagi sjávarút-
vegsnema við Háskólann á Akureyri tekið að sér
hluta af því verkefni. í aftari röð standa frá
vinstri Sigmundur Andrésson, Hermann Stefáns-
son, Jón Hermann Óskarsson, Sævaldur Gunn-
arsson og Skarphéðinn Jósepsson.
Námsefnið nýtist áfram
„Við erum stolt yfir því að leit-
að var til okkar og það er viður-
kenning á okkar starfi að okkur
var falið að takast þetta verkefni
á hendur. Við höfum viðað að
okkur miklu efni og eigum það
hér til þannig að við vonumst til
að það muni nýtast okkur aftur,“
sagði Hermann Stefánsson nemi
í sjávarútvegsfræði.
I Stafnbúa eru 22 félagar og
við undirbúning _ , , ,, .
vegna heim- Landsleikurinn
sóknar Rúss- SIGMUNDUR og Sergei sitja að tafli þegar hlé
anna var verk- er tekið á kennslunni.
efnum dreift á
herðar félaganna þannig að allir
lögðu sitt af mörkum til að sem
best tækist til.
Rússamir þrír starfa allir við
sjávarútveg í heimalandi sínu,
vinna hjá stómm fyrirtækjum þar
sem mikill fjöldi fólks starfar.
Sjávarútvegsnemar á Akureyri
kváðust vera afar spenntir fyrir
því að halda áfram sambandi við
gestina og töldu fullvíst að í fram-
haldi af þessari kynningu sem
þeir nú fengu af landi og þjóð
væri unnt að koma á einhvers
konar samstarfi á sviði sjávarút-
vegs.
Unnið að útgáfu námsskrár
HÁSKÓLINN á Akureyri mun á næstunni gangast fyrir fjölbreyttu
kynningarstarfi, m.a. verða sendur út bæklingur um skólann, fram-
haldsskólar verða heimsóttir og þá mun skólinn taka þátt í „opnu
húsi“ Háskóla ísland auk þess sem efnt verður til kynningardags í
skólanum sjálfum. Þá verður á næstunni gefinn út námskrá fyrir
skólann og einnig mun fyrsta árbók skólans koma út fljótlega.
Markmið fyrirtækisins er að end-
urvinna pappír, plast og timbur frá
fyrirtækjum og heimilum í landinu,
en árlega falla til þúsundir tonna
af heimilisrusli ásamt svonefndu
bændaplasti, sem áætlað er að sé
um 900 tonn á ári yfir landið.
í upphafi mun fyrirtækið fram-
leiða kubba fyrir vörubretti, en
einnig er fyrirhugað að framleiða
lektur, kantstaura, brennsluefni og
skrautgrindur í garða, ásamt því
að hugað verður að framleiðslu á
húsaeinangrun.
Nægur markaður
Það eru Úrbótarmenn, þeir
Hólmsteinn T. Hólmsteinsson,
Sveinn Heiðar Jónsson og Þórarinn
Kristjánsson sem eru hvatamenn
að stofnun fyrirtækisins og að
þeirra mati er nægur markaður
fyrir vörubrettakubba hérlendis, en
til framleiðslu kubbanna er áætlað
að fari u.þ.b. 1.900 tonn af úr-
gangi, pappír og plasti. Árlega eru
fluttir inn rúmlega 2,5 milljónir
trékubba til vörubrettaframleiðslu,
en framleiðendur vörubretta hafa
tekið vel í þá hugmynd að nýta sér
þessa innlendu vöru.
15 milljónir í hlutafé
Samningar standa nú yfir við
Akureyrarbæ um húsnæði við Rétt-
arhvamm 3 undir starfsemina, en
þar er um að ræða 500 fermetra
húsnæði auk þess sem komið verður
fyrir tjaldi vestan hússins undir
móttöku á pappír og plasti. Fyrir-
tækið hefur fest sér vélar og tæki
til framleiðslunnar í Þýskalandi og
nemur kostnaður við vélakaup um
18,5 milljónir króna. Stefnt er að
því að hlutafé verði um 15 milljón-
ir, þar af um 9 milljónir í peningum
og því til viðbótar yrði húsnæði lagt
fram sem hlutafé. Heildarkostnaður
við stofnun fyrirtækisins er áætlað-
ur á bilinu 22 til 25 milljónir króna.
Skólinn kynntur
Forráðamenn Háskólans á Akur-
eyri kynntu kynningarátakið á
blaðamannafundi nýlega auk nýj-
unga i starfsemi skólans. Þar kom
m.a. fram að á næstu dögum verð-
ur sendur út kynningarbæklingur
Háskólans á Akureyri, þar sem
deildir skólans eru kynntar sem og
námsframboð við skólann. Bækl-
ingurinn var prentaður í þrjú þús-
und eintaka upplagi og verður hon-
um m.a. dreift til nýútskrifaðra og
væntanlegra stúdenta en auk þess
í grunnskóla landsins þar sem
vænta má áhuga á nýstofnaðri
kennaradeild við skólann. í fram-
haldinu verður farið í heimsóknir í
framhaldsskóla á landsbyggðinni í
mars og apríl.
Þá tekur Háskólinn á Akureyri
þátt í „opnu húsi“, sem Háskóli
Islands gengst fyrir og verður
sunnudaginn 21. mars næstkom-
andi. Einnig verður efnt til sérstaks
kynningardags í skólanum laugar-
daginn 17. apríl næstkomaandi.
Námskrá og árbók
Unnið er að útgáfu námskrár
fyrir skólann, sem gefa mun ítarleg-
ar upplýsingar um námið í deildum
skólans, en þær eru sjávarútvegs-
deild, heilbrigðisdeild, rekstrardeild
og kennaradeild sem tekur til starfa
í haust. Áætlað er að námskráin
komi út fyrir páska, en umsjón með
útgáfu hennar hafa þau Sigríður
Halldórsdóttir og Yngvi Kjartans-
son.
Fyrsta árbók Háskólans á Akur-
eyri, sem fjalla mun um starf skól-
ans frá upphafi kemur út á næstu
vikum, en umsjón með útgáfu ár-
bókarinnar er í höndum Stefáns
G. Jónssonar og Hjalta Jóhannes-
sonar.