Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 19 Niðurstöður danskra rannsókna um Áfengi eyk- urlífsUkur Kaupmannahofn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. 1 GREIN í breska læknatímaritinu The Lancet hefur hópur danskra lækna birt niðurstöður rannsóknar, sem benda til að áfengi getí haft fyrirbyggjandi áhrif varð- andi blóðtappa. Rannsóknin bendir til að ákveðinn blóð- flokkur, sem er háður erfðum, sé vísbending um að viðkomandi eigi mikla hættu á að fá vissa sjúkdóma. Forsvarsmaður læknanna sagði þó í samtaii við Morgun- blaðið að sem læknir gæti hann ekki mælt með drykkju við tiltekinn hóp sjúklinga, án þess að þekkja vel til þeirra. Hans Ole Hein læknir á Rikis- spítalanum í Kaupmannahöfn sagði í samtali við Morgunblaðið að rannsóknin hefði beinst að því að finna erfanlega áhættu- þætti blóðtappa. í rannsókninni var fylgst með hópi danskra kari- manna, sem fengu blóðtappa á árunum 1985 og 1986. Þeir heil- brigðu voru athugaðir sérstak- lega með það fyrir augum að finna hvaða þættir skiptu máli varðandi blóðtappa. í ljós kom að áfengisneysla þátttakenda í rannsókninni skipti máli, þannig að þeir sem ekkert drukku áttu margfalt á hættu að veikjast en þeir sem drukku. Hein sagði að áfengi hefði þessi áhrif á þá þátttakendur, sem væru af sérstökum blóð- flokki er kallast Lewis a-b-, en ætla má að um 9 prósent Dana séu af honum. Boðskapurinn um samhengi drykkju og heilbrigði á við áhættu þessara einstakl- inga varðandi blóðtappa, ekki fólk almennt Hein sagði að nið- urstöðumar sýndu í fyrsta skipti að betrumbætandi áhrif áfengis væru undir erfðaeiginleikum komin. í þessu sambandi beinist at- hyglin að tengslum erfanlegra sykurefnaskiptasjúkdóma, til dæmis sykursýki sem stafar af mótstöðu gegn insúlíni, tilhneig- ingu til eplalaga vaxtariags (þeg- ar fita safnast um mittið), en einnig að háum blóðþrýstingi og blóðtappa. Lewis blóðflokkurinn gæti hugsanlega verið vísbend- ing um hina sjúkdómana og góð áhrif áfengis í áðumefndu tálfelli gæti einnig átt við um þá. Sem læknir sagðist Hein þó ekki geta ráðlagt hópi sjúklinga að drekka meira, því allir vissu að drykkja væri vandamái fyrir marga. Eins og svo oft þyrfti að gera ráð fyrir hugsanlegum aukaverkun- um. Niðurstöðumar hefðu því fyrst og fremst vísindalegt gildi. Að lokum sagði Hein að rann- sóknin væri forvitnileg vísbend- ing um að sykurefnaskipti líkam- ans væm mikilvægari þáttur varðandi blóðtappa heldur en fituefiiaskiptin, sem athyglin hefði aðallega beinst að hingað til. Ef svo reyndist vera stæðist ekki að fita 'væri jafnhættuleg og haldið hefur verið fram. Hins vegar sýndi sig að hreyfing hefði líka góð áhrif á sykurefnaskipti ekki síður en fituefnaskipti og því giltu ábendingar um hreyf- ingu áfram, þó það sýndi sig að sykurefnaskiptin en ekki fitu- efnaskiptin væm lykilþátturinn til skilnings á blóðtappa. áhrif áfengis á blóðtappasj úklinga Hollt áfengi? DANSKAR rannsóknir benda til þess að áfengisneysla geti dreg- ið úr hættu á blóðtappa. Hjartavemd ósammála dönskuni læknum Miður heppi- legt læknisráð JÞE'ITA er miður heppilegt læknisráð, sem ber vott um dómgreindarleysi,“ segir Nikulás Sigfússon, yfirlæknir hjá Hjartavernd um niðurstöður dönsku læknanna. Hann segist ekki hafa lesið greinina, en getí ekki ímyndað sér að danskir læknar hafi beinlínis ráðlagt drykkju. „Þetta era engar nýjar upplýs- ingar með áfengið," segir Nikulás. „Það hefur lengi verið vitað að áfengi víkkar út slagæðar og hefur þannig áhrif á kransæðakerfíð, að verkur fyrir hjarta getur horfið tímabundið. Danir em alls ekki fyrstir með svona rannsóknir, Bandaríkjamenn birtu svipaðar niðurstöður fyrir alllöngu.“ Fleiri áhættuþættír „Það er alltaf verið að leita að þáttum sem draga úr áhættu hjá hjartasjúklingum og hóprannsókn- ir oft í gangi á lífsvenjum þeirra. Vitað er að áhættan er heldur minni hjá hófdiykkjumönnum en þeim sem drekka ekki. En það em margar hliðar á þessu máii og menn mega ekki fá afsakanir til að viðhalda miður heppilegum neysluvenjum. Hætt er við að aukin drykkja myndi orsaka fleiri sjúkdóma, sem fylgja óhóflegri áfengisneysiu. TQ era miklu betri lyf við hjartasjúk- dómum sem hafa ekki slíkar hliðar- verkanir. Þetta er viðkvæmt mál hjá læknum," segir Nikulás, en segist þurfa að sjá tölulegar upp- lýsingar til að geta tjáð sig sérstak- lega um niðurstöðu dönsku lækn- anna. TÍllögur um breytíng- ar á næsta skólaári Nýjar regl- urumsam- ræmd próf ÁHESSLA er lögð á að fjölga samræmdum prófum á fleiri ald- ursstígum í áliti nefndar sem starfað hefur um mótun mennta- stefnu. Um er að ræða próf í kjarnagreinunum, íslensku, stærðfræði og ensku, bæði neðar i grunnskólum sem og á fram- haldsskólastigi. Stefnt er að því að nýjar reglur taki gildi á næsta skólaári. „Farið verður að vinna úr neftid- arálitinu á vordögum, þannig að endanleg ákvörðun ætti að liggja fyrir í sumar,“segir Guðriður Sig- urðardóttir, ráðunautur mennta- málaráðherra. Auka upplýsingagildi samræmdra prófa „Auka má upplýsingagiidi sam- ræmdra prófa frá því sem nú er,“ segir Einar Guðmundsson hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála. „Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á eiginleikum samræmdra prófa, hversu áreiðan- leg og réttmæt prófín eru til að mæla kunnáttu nemanda í sam- ræmdum námsgreinum í þau 15 ár sem prófin hafa verið lögð fyrir. Hlutverk okkar hjá Rannsóknar- stofnun er að tryggja sériiæfða þekkingu við gerð prófanna,“ segir Einar, „auk fagkunnáttu kennara sem alltaf þarf að vera til staðar. Niðurstöður prófanna eiga að geta skilað inn miklu nákvæmari upplýs- ingum um námsgetu bæði til nem- enda og foreldra, auk þess að skapa meira öryggi í kennslunni.“ Útíloka flokkun nemenda JWér sýnist ekki vera ágreining- ur um markbundin próf, en sam- ræmd próf má útfæra á ýmsa vegu,“ segir Guðríður. Einar er sama sinnis, en segir að ágreining- ur viröist vera um, hvort prófin verði til að flokka nemendur. „Fólk má ekki lrta á samræmdu prófin, eins og þau eru byggð upp núna.“ Fjármáiaráðuneytið HaJli á ríkissjóði 1,9 milljarðar í janúar REKSTRARHALLl rikissjóðs varð 1,9 miHjarðar króna í janúar síðast- liðnum samanborið við 3,7 mil(jarða króna i sama mánuði í fyrra. Þá voru tekjur tæplega 700 miHjónum hærri en á síðasta ári vegna til- færslu i greiðslu barnabóta en að öðru leyti urðu tekjur 300 milljónum króna lægri en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytis kemur fram að gjöld voru 1,1 milljarði lægri en í janúar í fyrra vegna seinkunar greiðslna á nokkrum tilfærsluliðum, þar af era um 750 milljóna króna lægri greiðsl- ur tir Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Þá urðu tiifærslur til land- búnaðar 315 milljónum lægri og vaxtagreiðslur lækka um 250 millj- ónir. A móti koma hærri greiðslur til almannatrygginga, samtals 190 milljónir. Lánsfjárþörf í janúar nam 2,1 milljarði samanborið við 4 milljarða í fyrra. Að viðbættum afborgunum var hún 2,7 milljarðar samanborið við 4,8 milljarða í janúar 1992. Þá segir í fréttinni að til þess að mæta þessari fjárþörf vora tekin 1,6 millj- arðar króna að láni innanlands í jan- úar með útboðum. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka versnaði þvf um 1,1 miUjarð króna í janúar, en innstæða rílcissjóðs í Seðlabanka um áramót var um 2,5 milljarðar. laugavegi 54, 2. hasð, sími 91-624710 sim ÚT5ALAN HELPUZ ÁFRAM ALLTAÐ 707o AF5LÁTTUR OPIÐ KL.10-16 VIRKA DAGA, KL. 10-14 LAUGAPDAGA AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1982- 1.fl. 1983- 1 .fl. 1984- 2.ft. 1985- 2.ÍI.A. 1985-2.ÍI.B. 01.03.93-01.03.94 01.03.93-01.03.94 10.03.93-10.09.93 10.03.93-10.09.93 10.03.93-10.09.93 kr. 148.357,60 kr. 86.196,00 kr. 68.432,10 kr. 43.878,60 kr. 26.416,50**) *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinisins. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.