Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Nýju fötin Drakúla Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjðrnubíó: Drakúla - Bram Stoker’s Dracida Leikstjóri Francis Ford Coppola. Handrit James V. Hart, byggt á skáidsögu Bram Stokers. Kvikmynda- tðkustjóri. Búningar. Sviðs- mynd. Aðalleikendur Gary Oldman, Winona Ryder, Ke- anu Reeves, Anthony Hopk- ins, Sadie Frost, Richard E. Grant, Tom Waits, Cary Elw- es. Bandarísk. Columbia 1992. Coppola er að hressast og tími til kominn eftir 13 ára meðal- mennsku eftir kvarða snilling- anna, eða frá 1979 er þriðja meistaraverk hans, Apocalypse Now var frumsýnt. Vissulega áttu The Cotton ClubC 84), Gard- ens of Stone (’87), Tucker (’88) og The Godfather Part III (’90), allar sína góða kafla en nálguð- ust þó ekki hans bestu myndir og aðrar voru mun slakari. í nýjustu mynd sinni tekur Coppola fyrir eitt þrautseigasta efiii kvikmyndanna, Drakúla greifa, og klæðir í nýjan búning. Allt að því rómantískan. Og blóð- sugumyndin hans er öðruvísi en kvikmyndahúsgestir eiga að venjast. A lítið skylt við þann fjölda ódýru Hammer-mynda sem helltust yfir á sjöunda og áttunda áratugnum. Velflestum auðgleymdar nema Dracula (’58). Allt firá því að Tod Browning gerði hina sígildu Dracula fyrir Universal árið 1932 hafa B- myndir verið hlutskipti þessarar, í orðsins fyllstu merkingu, ódauðlegu kvikmyndahetju að undanskilinni mynd Johns Bad- hams frá 1979. Til hennar var ekkert sparað, sviðsleikarinn Frank Langella lék greifann og meistari Lord Laurence Olivier fór með hlutverk Van Helsings. En allt kom fyrir ekki, myndin var mislukkuð og vakti litla at- hygli og er löngu gleymd og grafin. Það er meira en sagt verður um vampýruna hans Bram Stokers og Coppola reynir að glæða söguna nýju lífi. Hann vill meina að hann fylgi skáld- sögunni betuf en fyrirrennarar hans í leikstjórastólnum en það er umdeilanlegt utan þess að frásögnin er að nokkru leyti í sendibréfastíl líkt og bókin. Coppola leggur einnig meiri áherslu á hinar „mannlegri" hlið- ar blóðsugunnar en áður hefur þekkst — að undanskildum mis- tökunum hans Badhams — en þær eru ekkert afgerandi í rit- verkinu. Myndin hefst í London, ungur lögmaður (Reeves) er sendur til Transylvaníu að gefa viðskiptavininum Drakúla greifa (Oldham) góð ráð en verður af þeim sökum að fresta brúðkaupi sínu og hinnar fögru Minu (Ryd- er). En Mina er í rauninni hin löngu látna eiginkona greifans — endurborin. Svo greifinn heldur til Lundúna með blóði drifnum afleiðingum ... Drakúla Coppolas á sína kosti og galla. Snilldariega kvikmynd- uð, tónlistin magnþrungin og einkar vel við hæfi. Búningar, sviðsmyndir og listræn stjóm, þetta eru fram í ffnustu smáat- riði, eins og hárgreiðsla og förð- un, aðalkostir myndarinnar. En sagan sjálf í þeirri framsetningu sem hún birtist hér er öllu slak- ari, langdregin, þungtamaleg, húmorsnauð og margumtöluð erótíkin hvorki fugl né fiskur en ábúðarmikiL Það er reisn yfir Oldham og af honum stafar hárrétt ógn og skelfíng og hin fagra og hæfí- leikaríka Ryder skapar skarpa andstöðu hans í hlutverki Minu. Hopkins, eigum við ekki að segja sör Anthony? fær að láta að vild, er skemmtilegur en ekkert sér- staklega sannfærandi Van Hels- ing og Reeves, sá annars prýðis- leikari, passar heldur illa í hlut- verk sendiboðans. Önnur hlut- verk eru minni og léttvægari. Leikstjóm Coppola er áhrifarík og afraksturinn metnaðarfull kvikmynd sem er sannlkölluð upplifun fyrir augu og eyra. Utlitið er óaðfinnanlegt, skapað af meistarahöndum. Til allrar lukku fyrir Coppola og okkur þá er sá magnþrangni kraftur yfir kvikmynduninni sem einkenndi bestu verk leikstjórans og er óskandi að hann haldi sinu striki í næstu myndum. Ábúðarmikil ástarsaga skipar stóran sess í Drakúla Coppolas. Astríðuhiti í Indókína Kvikmyndir Amaldur Indriðason Elskhuginn („The Lover“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Jean- Jacques Annaud. Hand- rit: Claude Berri og Annaud eftir sögu Margaret Duras. Kvikmyndatakæ Robert Fra- isse. Aðalhiutverk: Jane March, Tony Leung. Fáar myndir franskar hafa vak- ið eins mikla athygii siðustu ár og Elskhuginn eða „The Lover“ eftir Jean-Jacques Annaud, sem nú er komin í Háskólabíó. Helgast það af því að í henni eru samfaraatriði sem þykja svo raunsæ og ekta að engu er líkara en leikaramir séu að gera það i aivöru. Af þessu hafa spunnist mikiar umræður og deilur, sem í rauninni skipta mynd- ina litlu máli, og geta nú Islending- ar tekið þátt í leiknum — ef þá fysir. Þeir sem þekkja til fyrri mynda Annauds eins og Leitarinnar að eldinum og Nafns rósarinnar, vita að hann er raunsæismaður fram í fingurgóma og leggur mikla áherslu á að komast sem næst raunveruleikanum í hveiju smáat- riði og víst er að Elskhuginn er engin undantekning þar á. Ástar- atriðin eru með því heitasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu; nær verður líktega ekki komist í þvi að líkja eftir amorsbrögðum. Myndin er gerð eftir að ein- hveiju leyti sjálfsævisögulegri skáldsögu franska rithöfundarins Margaret Duras, sem reyndar hef- ur afneitað myndinni, og lýsir á einkar hispurslausan og bersöglan hátt ástarfundum ungrar fran- skrar stúlku á sextánda ári og helmingi eldri Kínveija. Sagan er bæði um kynferðislega vakningu stúlkunnar ungu og óbeisiað kyn- ferðislegt frelsi sem hún upplifir með elskhuga sínum og hún er um fyrstu kynni hennar af ást. Á yfirborðinu er samband þeirra næstum aðeins líkamlegt. „Gerðu við mig það sem þú gerir við aðrar konur,“ biður hún elskhugann sinn blákalt eins og hér sé aðeins kennslustund í gangL En bæði vita áður en lýkur að þetta var hin eina sanna ást. Myndin gerist í S-Indókína á millistríðsárunum og er ein af nokkrum nýlendumyndum sem Frakkar hafa gert að undanfömu sem lýsa tilvist Frakka í þessari fyrrum nýlendu sinni og samskipt- um við innfædda. Aðalpersónumar geta aldrei verið annað en elskhug- ar því siðir og venjur og almenn- ingsálit koma í veg fyrir að þau geti lifað saman opinberiega: Þeg- ar hefur verið ákveðið hverri Kín- veijinn á að kvænast og franska stúlkan hefur engar rætur Iengur í landinu og fylgir Qölskyldu sinni aftur til Frakklands. Austrið og vestrið mætast um tíma í forboð- inni sambúð, sem skilur aðeins eftir sig sársaukafullan keim af ást. Þetta er Emmanuelle menn- ingarvitans. Ástarsagan er tekin með iðandi mannlíf Saigonborgar millistriðsáranna í bakgrunni og tekst Annaud og kvikmyndatöku- manni hans, Robert Fraisse (út- nefndur til Oskarsins), sérstaklega vel upp við að endurvekja það með mannmergð og hljómfalli götulífs- ins. Annaud veitir innsýn í horfinn og framandi heim Austurianda um leið og hann rekur kynferðislega rafmagnaða ástarsögu af óvenju- legu hispursleysi. Hin átján ára Jane March leikur stúlkuna ungu með dularfullri blöndu af bamslegu sakleysi og galvaskri bíræfni og Tony Leung fer með hlutverk elskhugans sem veit várla hvaðan á sig stendur veðrið og lýsir vel sálamauð hans í heimi þar sem ástin er ekki mikils virði. ♦ » ♦ Enginn sér viðsoðgreifa Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bióborgin, Bíóhöllin: Umsátrið - („Under Siege“). Leikstjóri Andrew Davis. Aðalleikendur Steven Seagal, Tommy Lee Jones, Gary Busey, Patrick O’Neal. Bandarísk. Warner Bros. 1992. Af og tQ skjóta upp kollinum, mitt í eftiröpun og andleysi afþrey- ingargeirans, myndir sem skera sig úr fyrir frumlegheit og nýstár- legt hugmyndaflug. Og þá er jafn- an stutt f óteljandi stælingar minni spámanna. „Die Hard“ flokkast í fyrri hópinn en Umsátrið í þann síðari, og í rauninni er hún lítið meira en B-mynd, í kjól og hvítu að vísu. Engin furða þó Umsátrið hafi verið líkt við „Die Hard“ “á skipi“. Seagal leikur fyrrum ofurmenni úr röðum einvalaiiðs flotans, sem settur hefur verið af sakramentinu sökum ósamvinnuþýðni í Panama og er starfandi soðgreifi um borð í orrustuskipinu fræga Missouri er myndin hefst. Er þar fyrir náð og miskun skipstjórans (O’NeiIl), gamals vinar og félaga. En kunn- átta kokksins á eftir að verða bandarísku þjóðinni til mikállar guðslukku því skipið, sem er á heimleið úr sinni síðustu sjóferð, er tekið af glæpamönnum undir stjóm fyrrum félaga Seagals úr úrvalssveitunum (Jones) og yfír- mennimir drepnir aðrir en sá næ- stæðsti (Busey) sem er annar höf- uðpaur ránsmannanna. Ætlun þeirra er að ræna skipið kjamorku- eidflaugum og selja þær óvininum. Eln okkar maður er ekki aldeilis á þeim buxunum. Að flestu leyti er Umsátrið dauf spegilmynd af „Die Hard“. Seagal vantar mikið uppá til að jafnast á við þá beinskeyttu, eitilhörðu og merkilega trúverðugu hetju sem Brace Willis skóp og illmennin era jafnvel enn slakari. Það stormaði svo um munaði af Alan Rickman og Alexander Goudunov í „Die Hard 1“ og John Amos og Franco Nero í JJie Hard H“. Hins vegar gustar lítið af þeim Jones og Bus- ey. Busey ér eins og ráfa í úní- formi (afar ólíkt kalli) og Jones fær lítið að segja og gera af viti. Og þá er komið að megingalla Umsát- ursins sem er handritið. Það er afskaplega yfirborðskennt og per- sónusköpun engin. Hér svífa allir í lausu lofti og söguþráðurinn flýt- ur með. Höfundamir hafa lagt litla áherslu á skynsemina, þeim mun meiri á hraða og spennu og átaka- og áhættuatriði mörg hin snjöll- ustu. Davis er ekki í flokki með þeim McTieman né Finnanum Hariin en kemst þó bærilega frá sinu. Það hefur bersýnilega verið ausið fé í myndina og það skilar sér vel. Ef lögð hefði verið meiri alúð í samtölin, hugmyndaflug í efnisþráðinn og útsjónarsemi í at- burðarásina hefði Umsátrið ekki orðið ja&teiknimyndarieg og raun ber vitni. En engu að síður er hún ágæt skemmtun og hljómflutning- urinn (nýr og stafrænn) varpar manni inn í framvinduna miðja. Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undanúrslit kenna í sveitakeppni Undanúrslit íslandsmóts kvenna í sveitakeppni verða í Sigtúni 9 helgina 27.-28. febrúar. 18 sveitir era skráð- ar í mótið og verður spilað í þrem riðl- um, 20 spila leikir allir innan hvers riðils. Sveitum var raðað eftir stigum og síðan dregið um töfluröð innan hvers riðils. Töfluröðin er eins og hér segir: A-riðill Sveit Sveinbjargar Harðardóttur Sveit ÞRUSK Sveit Egilínu Guðmundsdóttur Sveit Jacquie McGreal Sveit Hrafnhildar Skúladóttur Sveit Þriggja FVakka B-riðitt Sveit Samsteypu Sveit Eriu Siguijónsdóttur Sveit Jónínu Pálsdóttur Sveit Hildar Helgadóttur Sveit Fjögurra laufa smárans Sveit Freyju Sveinsdóttur C-riðitt Sveit Morgunblaðsins Sveit Guðrúnar Jóhannesdóttur Sveit Sigrúnar Pétursdóttur Sveit Ólínu Kjartansdóttur Sveit Fljótakvenna Sveit Sólarinnar Keppnin hefst kl. 11 bæði laugar- dag og sunnudag og verða spilaðir þrír leikir á laugardag og tveir á sunnudag. Tvær efstu sveitimar í hveijum riðli komast í úrslit sem spil- uð verða í Sigtúni 9, helgina 13.—14. mars nk. Núverandi íslandsmeistarar í kvennaflokki eru sveit L.A. Café: Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kris- tjónsdóttn-, Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. VetrarmitceU Bridssambands íslands Föstudagskvölið 19. febrúar var spilaður vetrarmitcell í Sigtúni 9 með þátttöku 38 para. Urslit urðu þannig: N/SriðiU Hrafnhildar Skúladóttir - Jörandur Þórðarson Hín Jónsdóttír — Lilja Gaðnadéttir Eba Bjartmare — Eriaidar Jónsson A/Vriðffl Sveinn Þotvaldsson - Halldór Þorvaldsson Gaflangur Sveinsson - Láras Hermannsson Jón Andrésson — Guðmnndnr Þórðaison Vetrarmitcell er spilaður á föstu- dagskvöldum í Sigtúni 9 og hefst spila- mennska kL 19. Skráning er á staðn- um. Bridsfélag Homaíjardar Lokastaðan í undankeppni félags- ins: Gunnar Páll Halldórsson 206 Eskeyhf. 166 Nesjamenn 163 HótelHöfn 156 Ragnar Bjömsson 128 Ingólfur Baldvinsson 112 I 8 sveita úrslitum spila: Gunnar Páll - Jón Axelsson Sveit Sparisjóðs Mýrarsýslu, sigursveitin á Bridshátið i Hótel Borgar- nesi. Talið frá vinstri: Unnsteinn Arason, Rúnar Ragnarsson, Jón Baidursson og Sævar Þorbjömsson. Bridsfélag Akraness Undankeppni Akranessmótsins í sveitakeppni lauk hinn 18. febrúar sL Röð efstu sveita varð þessi: OmarRógnvaldsson 132 ÞórðurElíasson 130 Sjóvá-Almennar 124 BöðvarBjömsson 116 Guömundur Ólafsson 90 í undanúrslitunum sigraði sveit Ómars sveit Böðvars, og sveit Sjóvá- Almennra sigraði sveit Þórðar. Það verða þvi sveitir Ómars og Sjóvá - Almennra sem spila til úrslita um meistaratitilinn og sveit Þórðar spilar við sveit Böðvars um þriðja sætið. Þessir leikir verða spilaðir 6. mars. Eskey hf. - Bjöm Gíslason Nesjamenn - Ingólfur Baldvins Hótel Höfn - Ragnar Bjömsson Boðið verður upp á einmenning eða tvímenning í Sjálfstæðishúsinu næsta spilakvöld fyrir þá sem ekki spila í úrsKtum. Næsta föstudag 26. febrúar hefst hið áriega Hreindýramót BN og hefet kL 20.00 f mötuneyti Nesjaskóla. Bridsfélag kvenna Nú er 10 umferðum af 13 lokið í aðalsveitakeppninni og er staða efetu sveita þannig: Sveit: Ólínu Kjartansdóttur 196 Ingu L Guðmundsdóttur 184 Sigrúnar Pétursdóttur 171 Hrafnhildar Skúladóttur 168 Gullveigar Sæmundsdóttur 163 Bryndísar Þorstemsdóttur 162 Bridsfélag Sauðárkróks Úrslit f fiórðu umferð aðalsveitakeppn- innar urðu sem hér segir Elisabet Kemp - Ólöf Hartmannsd. 17-13 Birgir Rafosson - Ingibjörg Gu^ónsd. 16-14 EinarSvavarsson-GunnarÞðrðaison 18-12 Jón S. Tryggvason - Bjami R. Brynjótfeson 24-6 Eiður M. Arason - Erla Guðjónsdóttir 24-6 Staða efetu sveita ej þessi: Jón S. Tryggvason 82 stig, Ólöf Hartmanns- dóttir 74 stig og Gunnar Þórðarson 63 stig. Laugardaginn 27. febrúar verður spilaður aðaltvimenningur félagsins. Spilað er með barometerfyrirkomu- lagi. BridsdeOd Barðstrendingafélagsíns Nú er lokið aðalsveitakeppni deild- arinnar með sigri sveitar Þórarins Ámasonar. í sveitinni spiluðu Þórarinn Ámason, Gisli Víglundsson, Friðjón Margeirsson, Valdimar Sveinsson og Gunnar Bragi Kjartansson. Röð efetu sveita varð eftirfarandi: ÞórarinnÁmason 258 ÁrniMagnússon 236 Viihelm H. Lúðviksson 227 KristjánJóhannsson 225 Hannes Guðnason 222 Mánudagskvöldin 1. og 8. mars nk. verður spUuð firmakeppni (tvímenn- ingur). Pláss er fyrir fleiri spilara (pör). SpUastjóri er Isak Öm Sigurðs- son. Upplýsingar gefur Ólafur í sima 71374.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.