Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 SPYRNUM YIÐ FÓTUM þjóðfélagið að sinna hjúkrun, lög- gæslu eða starfí við rafmagnsveit- ur, svo dæmi sé tekið, en skrifa leiðara í dagblað? Hvers konar veru- leikaskyn hafa menn sem svona hugsa? eftír Ögmund Jónasson Það er mat okkar sem erum í forsvari fyrir BSRB eftir viðræðu- fundi með viðsemjendum okkar og fulltrúum ríkis og sveitarfélaga að engu verði hnikað án þess að til komi traustari samningsstaða þar sem fólk sýndi að það væri reiðu- búið að fylgja kröfum sínum eftir. Það er einnig sameiginlegt mat samningamanna okkar, ASÍ og Kennarasambands íslands að rétt sé að freista þess að byggja upp sem víðtækasta samstöðu innan launamannahreyfingarinnar í heild. Enda segir það sig sjálft eftir margra mánaða árangurslaus mót- mæli gegn stöðugum og gegndar- lausum hækkunum á útgjöldum heimilanna að til þarf að koma aukinn þrýstingur frá samtökum launafólks til þess að á þau verði hlustað. Undanfarin misseri hafa samtök launafólks ítrekað varað við því að samfélagsleg þjónusta væri skert og dregið væri úr stuðningi við þá þjóðfélagshópa sem á þurfa að halda. A það var bent að ef útgjöld þeirra hópa í samfélaginu sem síst mættu við því væru aukin eins og raun bæri vitni yrði að mæta slíku með almennum kaupkröfum. Hagkvæmni velferðarinnar í bréfí sem BSRB sendi til allra alþingismanna um miðjan desember þegar fjárlagafrumvarpið var til umræðu var minnt á eftirfarandi: „Ástæðan fyrir því að hér hefur verið komið upp samfélagslegu hús- næðiskerfí og velferðarþjónustu er ekki einvörðungu sú að þjóðin hafí viljað stuðla að félagslegum jöfnuði í landinu. Hér er einnig um hrein hagkvæmnissjónarmið að ræða. I stað þess að greiða fólki laun í sam- ræmi við það að hver og einn sé með böm á framfæri allt sitt líf, standi stöðugt í húsnæðiskaupum og búi alltaf við sjúkdóma sem krefjast kostnaðarsamra lækninga hefur þótt hagkvæmara og kostn- aðarminna fyrir atvinnulífíð í land- inu að sjá fyrir samfélagslegum lausnum. Þetta er hugsunin á bak við barnabætur sem fólk fær meðan það hefur börn á framfæri, vaxta- bætur meðan það er að koma sér upp húsnæði, stuðning vegna lækn- iskostnaðar þegar fólk verður veikt, og svo framvegis." Röksemdir af þessu tagi hafa verið virtar að vettugi. Á undan- förnum misserum hefur reyndin orðið sú að: Bamabætur hafa verið skertar. Vaxtabætur hafa verið skertar. Álögur á sjúklinga hafa verið auknar. Skattleysismörk hafa verið lækk- uð. Skattar á einstaklinga hafa verið hækkaðir. Verðlag á vöm og þjónustu hefur verið hækkað. Og í ráði er að hækfca vexti í félagslega húsnæðiskerfinu. Á sama tíma og þetta gerist er ekki nóg með að kaupmáttur kaup- taxtans rými, heldur hafa tekjur fólks einnig minnkað í krónum tal- ið. Þannig lækkuðu yfírvinnu- greiðslur félagsmanna í BSRB um 10% á milli áranna 1991 og 1992 VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ■ . tHNI^/MJMtSUtJ co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 og fara enn niður á við. Þannig fjölgar þeim sem þurfa að treysta á fast taxtakaup sitt án yfírvinnu. Og sífellt fjölgar þeim sem hafa ekkert kaup til að treysta á heldur atvinnuleysibætur einar, einnig í röðum opinberra starfsmanna. Inn og út úr veruleikanum Við þessar aðstæður koma full- trúar BSRB til fundar við viðsemj- endur sína. Á þeim fundum höfum við fengið þau svör að ekki komi til greina að hreyfa við kauptöxtum til að mæta auknum útgjöldum heimilanna. Og varðandi tillögur um að færa útgjöldin niður hefur svarið einnig verið neikvætt. Með öðrum orðum: Ætlast er til þess að fólk kyngi þeirri skerðingu sem þegar er orðin og einnig þeirri sem er fyrirsjáanleg á næstu mánuðum. Þegar málin voru reifuð við oddvita ríkisstjómar af hálfu BSRB og spil- in lögð á borðið í stjórnarráðinu var viðkvæðið hjá ráðherrum á þá lund, að fólk sem vildi tryggja kaupmátt þjóðarsáttartímans og vinda ofan af niðurskurði í velferðarkerfinu væri hreinlega ekki í takt við veru- leikann, eins og forsætisráðherra komst að orði. Undir þetta hafa svo hátekju- menn á ritstjórastólum dagblaða tekið hástöfum. Þannig er spurt með þjósti í leiðara Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag hvort menn ætli sér virkilega út úr veruleikan- um. Hvort við gerum okkur ekki grein fyrir því að þjóðartekjur séu að dragast saman. Á slíkum tímum sé mikið óráð að setja fram kröfur um þann kaupmátt sem BSRB vill tryggja. Og orðrétt segir í leiðaran- um: „Þegar áföll ríða yfir verða allir að taka á sig byrðar.“ Laun rýrna meira en þjóðartekjur En stöldrum nú ögn við. Við höfum bent á að ráðstöfunartekjur launafólks rýrna mun meira en þjóðartekjur. Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til hafa einnig fært hinum tekjuhærri auknar tekj- ur en hinum tekjulægri minni tekj- ur. Hinir tekjulægri hafa með öðr- um orðum axlað byrðar hinna tekju- hærri. Þetta er sá veruleiki sem ráðamenn og ritstjórar Morgun- blaðsins verða að horfast í augu við. Og þetta er sá veruleiki sem við viljum breyta. Þetta er sá veru- leiki sem við viljum komast út úr. Og meðal annarra orða, hve langt niður telja oddvitar ríkisstjórnar ög ritstjórar Morgunblaðsins að kaup- máttur hins almenna launamanns þurfí að fara og hve langt þarf nið- urrifíð í velferðarkerfínu að ganga til þess að fólki leyfíst. að hafa á því skoðun? Hvar eru takmörkin? Hversu ómögulegt má það verða að framfleyta sér áður en menn ná raunsæisstigi forsætisráðherra? Og hver er veruleiki þeirra manna sem ráðast með offorsi að fólki sem vill veija kjör sem eru óveijanlega lág fyrir? Og hver skyldu kjör þeirra manna sjálfra vera sem þannig leyfa sér að tala um aðra? Auknar álögur Á fundi í einu aðildarfélagi BSRB stóð maður upp og reiddi fram tvo launaseðla, annan frá því í nóvem- ber og hinn frá því í febrúar. Sam- kvæmt þeim fyrri fékk hann út- borgaðar 57 þúsund krónur. Sam- kvæmt hinum síðari fékk hann greiddar 52 þúsund krónur fyrir sömu vinnu. Skýring á launalækk- uninni voru auknar álögur sem á hann voru settar. Þessi maður sagð- ist ekki geta séð fýrir sér með vinnu sinni og nú gerði hann kröfu til að fá úr þessu bætt. Þessi maður er væntanlega ekki í tengslum við veruleikann, eða hvað? Skilaboðin úr leðursófum Morgunblaðsins eru þau að hann eigi að bera byrðar sínar án þess að mögla. I leiðara Morgunblaðsins segir orðrétt: „Það má einnig spyija hvort starfsmenn hins opinbera séu búnir að gleyma að þeir, sem borga laun- in þeirra, það er skattgreiðendur, sjái fram á gífurlegan halla á sjóði sínum. BSRB hefur mótmælt báð- um aðferðum við að ná þessum halla niður; að draga saman ríkisút- gjöldin og að hækka skatta." Þetta er rangt hjá Morgunblaðinu og mjög óvandaður málflutningur. í fyrsta lagi er náttúrulega út í Ögmundur Jónasson „Og meðal annarra orða, hve langt niður telja oddvitar ríkis- stjórnar og ritstjórar Morgunblaðsins að kaupmáttur hins al- menna launamanns þurfi að fara og hve langt þarf niðurrifið í velferðarkerfinu að ganga til þess að fólki leyfist að hafa á því skoðun? Hvar eru tak- mörkin? Hversu ómögulegt má það verða að framfleyta sér áður en menn ná raun- sæisstigi forsætisráð- herra?“ hött að afgreiða þá sem starfa við opinbera þjónustustarfsemi sem bagga á þjóðinni. Eða halda menn að það sé síður arðvænlegt fyrir Tillögur BSRB í annan stað er það rangt að BSRB hafí ekki gagnrýnt útgjöld á vegum hins opinbera. 1 gegnum tíð- ina hefur BSRB ítrekað tekið þátt í starfi til að stuðla að sparnaði og ráðdeild með opinbert fé og samtök- in hafa margoft gagnrýnt misráðn- ar fjárfestingar á vegum hin opin- bera. Hvað þá að samtökin hafi ekki krafist aukinna skatttekna. Þannig hefur BSRB krafíst hátekju- skatta, skatta á ijármagsntekjur og skatta á þau fyrirtæki sem geta risið undir álögum frá hendi samfé- lagsins. Þá hefur BSRB bent á að í hagkerfínu eru tugir milljarða króna á sveimi án þess að vera gefnir upp til skatts. Þess vegna hefur verið lögð rík áhersla á hert skatteftirlit. Á hinn bóginn hafa samtökin mótmælt skattaívilnunum og gagnvart stöndugum fyrirtækj- um á sama tíma og skattleysismörk einstaklinga eru lækkuð og barna- bætur skertar. Það er sitthvað, að vera andvígur sköttum og vilja réttlátari skattlagningu. í BSRB er að fínna fólk sem sinnir margvíslegum störfum. Það á það sameiginlegt að heyratil sam- tökum sem hafa það að markmiði að standa vörð um kjör almenn- ings. Þegar að fólki er vegið með þeim hætti sem nú er gert á það ekki annarra kosta völ en velta fyr- ir sér þeirri spurningu hvort það sé reiðubúið að treysta samnings- stöðu sína með því að samþykkja verkfallsboðun. Upp úr fari misskiptingar Eftir á það sem á undan er geng- ið er það að mínu mati nauðsynlegt að grípa til allra tiltækra ráða til að spyrna við fótum gegn stefnu sem eykur á misskiptingu og festir hana í sessi. Hvergi í heiminum hefur aukin misskipting orðið lækn- islyf fyrir lasinn efnahag. Reynsla margra grannþjóða okkar hefur þvert á móti sýnt okkur að erfitt reynist að komast upp úr fari mis- skiptingar og atvinnuleysis ef ekki er gripið í taumana í tæka tíð. Höfundur er formadur BSRB. Aðförin að Hagvirki-Kletti hf. eftír Brynjar Brjánsson Nú er liðin rétt rúm vika síðan aðför var gerð að fyrirtækinu Hag- virki-Kletti hf. Það er því hægt að velta fyrir sér hvað gerðist í raun og veru. Aðdragandinn Að morgni föstudagsins 12. febr- úar er forráðamenn fyrirtækisins voru á leið á fund til þess að semja um yfirtöku á verki SH verktaka fyrir Hampiðjuna, birtust fulltrúi sýslumanns og skiptastjóri þrotabús Fórnarlambsins hf. (áður Hagvirkis hf). Þeir kröfðust tafarlausrar kyrr- setningar eigna fyrirtækisins og jafnframt riftunar á samningi er gerður var milli Hagvirkis hf. og Hagvirkis-Kletts hf. í desember 1990. Málin voru rædd og buðust eigendur Hagvirkis-Kletts til að taka upp samninginn frá 1990 og láta hann ganga til baka. Skipta- stjóri var hins vegar ekki til við- ræðu um það. Höfðað skyldi mál til riftunar á samningi þessurn fyrir dómstólum. Á meðan á máUrokstri stæði yrðu eignir Hagviri. Fletts hf. að upphæð um 370 r 'ljónir króna kyrrsettar. Fyndu ekki eignir fyrir 370 milljónir 1 fyrir- tækinu yrði hægt að far; fram á gjaldþrot þess. Afleiðingar aðgerða Aðgerðir sem þessar cn, ákaf- Jega.harkalegar og gaa» c-,,jega leitt til gjaldþrots félagsins. Það hefði í för með sér að rúmlega 150 manns misstu vinnu sína, með til- heyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð vegna ríkisábyrgðar launa. Auk þess myndi gjaldþrot Hagvirkis- Kletts hf. með tilheyrandi rýrnun eigna þýða stórfellt tap fyrir við- skiptaaðila fyrirtækisins og e.t.v. ríða einhveijum þeirra að fullu. Ljóst er að aðgerðir sem þessar gera það að verkum að fyrirtækið er rúið öllu lánstrausti og því gert ákaflega erfitt um vik að starfa áfram. Framtíðarmöguleikar fyrir- tækisins til tekjuöflunar eru að engu gerðir, þar sem nánast er ókleift að semja um ný verk. Að- gerðir skiptastjóra verða því annað- hvort að teljast vanhugsaðar, eða þá að markmiðið hafi verið að gera út af við fyrirtækið. Dómsvald í höndum skiptastjóra Nú ætla ég mér ekki að vefengja rétt skiptastjóra, Ragnars H. Hall, til þess að fara ofan í kjölinn á málefnum Fórnarlambsins, enda ber honum skylda til þess. Ekki ætla ég mér heldur að gagnrýna að hann vilji taka upp eldri samning milli fyrirtækjanna, telji hann að eigendur fyrirtækjanna hafí reynt að skjóta undan eignum. Það eru aðferðir skiptastjórans sem eru gagnrýni verðar, og leiða hugann að réttarfarslegri stöðu fyrirtækja og einstaklinga. Skiptastjóri hefur nánast kveðið upp dauðadóm yfir fyrirtækinu, áður en nokkur dómur Brynjar Brjánsson „Fari svo að skipta- stjóri reynist ekki hafa rétt fyrir sér í þessu máli, hefur hann samt sem áður valdið starfs- mönnum, eigendum og viðskiptavinum fyrir- tækisins óbætanlegu tjóni.“ hefur fallið um það hver hafí rétt fyrir sér í málinu. Ekki var forráða- ur á að sýna fram á sakleysi sitt og leiðrétta það sem þeir telja aug- ljósan misskilning. Ekki leitaði skiptastjóri skýringa endurskoð- anda fyrirtækisins. Nei, Ragnar H. Hall fór aldrei fram á neinar skýr- ingar og sat þó síðast á fundi með Jóhanni G. Bergþórssyni þrem dög- um áður en hann lét til skarar skríða, án þess svo mikið sem að minnast á að hann teldi eitthvað vafasamt í málefnum Fórnarlambs- ins. Hver bætir skaðann? Fari svo að skiptastjóri reynist ekki hafa rétt fyrir sér í þessu máli, hefur hann samt sem áður valdið starfsmönnum, eigendum og viðskiptavinum fyrirtækisins óbæt- anlegu tjóni. Hann hefur tekið dóm- aravaldið í sínar hendur og haft endaskipti á hlutunum. Hér er framkvæmd aftaka á fyrirtækinu án dóms og laga, því þegar endan- legur dómur mun falla að 3-4 árum liðnum, er hætt við að örlög fyrir- tækisins Hagvirkis-Kletts hf. verði flestum gleymd. íslenskt réttárfar hefur á liðnum' árum fengið nokkra áfellisdóma hjá Evrópudómstólnum, þótt í óskyld- um málum sé. Er ekki kominn tími til að skoða hvaða afleiðingar að- gerðir í nafni dóms og laga hafa áður en rokið er af stað með flumbrugangi eins og í þessu tilviki? Höfundur cr yfirmaður framkvæmdadeildar Hagvirkis-Kletts hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.