Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 33 Jófríður Magnús- dóttir - Minning Fædd 10. júlí 1902 Dáin 18. febrúar 1993 Vertu guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Með þessari bæn vil ég kveðja ömmu mína, Jófríði Magnúsdóttur, sem lést hinn 18. febrúar sl., bæn- inni sem hún kenndi mér og ég átti að fara með á hveiju kvöldi. Það er erfitt að ímynda sér lífíð án ömmu, hún hefur alltaf verið til og eitt af því fáa í lífinu sem aldrei hefur breyst er amma í Melgerðinu. Hún var svona amma sem kenndi manni bænirnar, pijón- aði ullarsokkana og lopapeysurnar. Ég fékk stundum að vera hjá ömmu og afa í Melgerðinu viku- tíma á sumrin og var það fyrir mig eins og þegar hinir krakkarnir fóru í sveitina. Þá fékk ég m.a. að hjálpa ömmu við að tína ber og taka upp og sjóða rabarbara. Kostaði sú hjálp oft verulega rým- un í rabarbaranum. Amma fylgdist vel með handa- vinnunni hjá manni og var það oft vel þegið þegar hún pijónaði aðeins fyrir mann eða greip í myndina sem var búin að vera ofan í skúffu í langan tíma og oft fékk maður að heyra að ekki ætti að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Hún var trúuð kona á sinn hljóð- láta hátt, kenndi okkur bænir og vers og þegar hún sagði „Guð blessi þig“ var það sagt af ein- lægni og hlýju. Amma átti við heilsuleysi að stríða lengst af ævinni og þrátt fyrir mörg áföll og spítalavistir tókst henni alltaf að rétta úr kútn- um af ótrúlegri þrautseigju og allt- af hélt hún lífsgleði sinni og léttri lund. Þótt líkaminn væri farinn að heilsu, var langt því frá að andleg heilsa hennar væri buguð og hægt var að tala við ömmu um næstum hvað sem var. Þegar fyrsta lang- ömmubamið fæddist fyrir 16 áram sagði hún mér að hún hefði varla búist við að fá að lifa það að sjá barnabömin, en að sjá langömmu- barn, það hefði hún aldrei látið sig dreyma um. Nú era þau orðin 18 langömmubörnin. Amma fæddist að Hallkels- staðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi hinn 10. júlí 1902, Foreldrar henn- ar vora Magnús Magnússon og Sigríður Herdís Hallsdóttir, áttu þau átta börn auk ömmu, og era þau nú öll látin. Hún giftist afa, Óskari Guð- mundssyni, hinn 15. júlí 1932- og áttu þau samleið í 59 ár, eða þar til afi dó fyrir 19 mánuðum. Þau eignuðust fímm böm. Þau eru: Kristín Hulda, f. 7. mars 1933, gift Bjama Guðbjömssyni og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn; Ágústa Eygló, f. 11. ágúst 1934, gift Hauki Ingólfssyni og þau eiga fímm böm og tvö bamaböm; Sig- ríður Magnea, f. 6. janúar 1937, gift Erlingi Björnssyni, þau eiga fjögur börn og átta barnabörn; Friðbjörg, f. 7. september 1941, gift Þorsteini A. Andréssyni, eiga þau þijár dætur og fímm bama- böm; og Guðmundur Rafnar, f. 16. júní 1946, kvæntur Alice B. Árna- dóttur og þau eiga þijú börn og eitt bamabam. Amma og afí bjuggu víða en 1955 fluttust þau í nýbyggt hús sitt í Melgerði 30 í Kópavogi og buggu þar síðan. Ömmu féll aldrei verk úr hendi og era þær ófáar flíkurnar sem hún saumaði og pijónaði um ævina eða myndimar sem hún saumaði út og dúkarnir sem hún heklaði. Nú síðustu árin átti hún erfítt með handavinnu, en pijónunum sleppti hún ekki fyrr en undir það síðasta. Þær era orðnar margar langömmu- peysumar litríku sem hún pijónaði handa smáfólkinu sínu í jólagjöf, því að allir fengu peysu frá langömmu. Minningin um ömmu sitjandi í stólnum sínum með pijónadótið við hlið sér, að setja saman munstur og liti, spá í hnyklana sína, verður sjálfsagt sterkust í hugum okkar. Elsku mamma, Stína, Eygló, Fífí, Gummi og Alice, þessar síð- ustu vikur og mánuðir hafa verið erfiðir og það hefur virkilega reynt á ykkur er þið gerðuð það mögu- legt að amma fékk þá ósk sína uppfyllta að deyja heima í húsinu sínu og þurfti ekki að fara á spít- ala. Þetta hefði ekki verið fram- kvæmanlegt nema með dyggri að- stoð heimahjúkrunarinnar og öldr- unarþjónustunnar í Kópavogi og vil ég þakka þeim sérstaklega fyrir. Það er von mín og trú að nú sé amma komin til afa og annarra ástvina sinna sem vora farnir á undan henni. Minning Andrés Ottósson Mig langar til þess að minnast nafna og frænda með nokkrum orðum, en hann lést laugardaginn 13. febrúar síðastliðinn. Andrés fæddist á Eyrarbakka hinn 3. apríl árið 1928 og var sonur þjónanna Ottós Guðjónssonar klæðskera sem nú er nýlátinn, og Guðbrandtnu Tómasdóttur, en hún lést 24. mars árið 1981. Árið 1982 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur með böm sín þijú, au Sigurð, Andrés og Þorbjörgu. Reykjavík bættist í systkinahóp- inn Guðjón, sem lést ungur að áram, Þórir Hans og Erla. Þá áttu þau eina hálfsystur er Kristín hét. Andrés átti viðburðaríka ævi. 18 ára gamail hóf hann nám í svif- flugi og gekk í Svifflugfélag ís- lands árið 1945. Einnig stundaði hann fímleika með Ármanni hér í Reykjavtk. Þá þótti hann liðtækur akíðamaður og lauk skíðakennara- prófí frá Síðakennaraskólanum á lsafirði árið 1946, og vanntil nokk- urra verðlauna á íslandsmeistara- mótinu á skíðum árið 1948. En lífíð var ekki aðeins dans á rósum. Andrés var mikill vinnu- þjarkur og stundaði ýmis átörf í gegnum árin. Hann vann sem há- seti vetrarlangt á áranum 1948- 1963, en á sumrin var hann hjá Pósti og síma við lagningu símalínu hringinn í kringum landið. Oft sat maður hjá Adda og hlustaði á hann segja manni sögur frá þessum árum, þá sérstaklega sveitaböllun- um og skemmtanahaldi þess tíma. Hann var laginn á nikkuna og greip oft til hennar á góðri stund og tókst þannig ætíð að skapa góða stemmningu með söng og spili. Árið 1953 gefst honum svo tækifæri til að heija nám í vélflugi og fékk hann bráðabirgðaloft- ferðaskírteini fyrir skólaflug sama ár. Eftir nokkurra ára vinnu við ýmis störf tók hann sig til, hóf nám í Iðnskólanum og tók þar sveins- próf sem múrari. Meistararéttindi öðlast hann svo árið 1972 og lagði þar með granninn að því starfi sem hann helgaði sig til dánardags. Andrés var hæglátur maður sem ekkert aumt mátti sjá, og var hann Við kveðjum þig með söknuði. Fyrir hönd systkina minna og fjölskyldna okkar. Jóhanna. Mig langar með nokkram orðum að kveðja kæra vinkonu mína, Jó- fríði Magnúsdóttur, sem lést 18. þessa mánaðar á heimili sínu. Jófríður var á margan hátt sér- stök kona og leið flestum vel í návist hennar. Hún átti mjög gott með að skilja aðra og ekki síst unga fólkið. Aldrei heyrði ég hana dæma nokkra manneskju. Mann sinn, Óskar Guðmundsson, missti hún fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þessi heiðurshjón vora nágrannar mínir í fjölda ára og var mikill samgangur á milli þeirra. Var mjög ánægjulegt að koma til þeirra í heimsókn. Þeim hjónunum varð fimm barna auðið, fjögurra dætra og eins sonar og öll eru þau myndarfólk. Jófríður var á 91. aldursári þeg- ar hún lést. Hún var rúmföst síð- ustu vikurnar og fyrir einstaka umönnun barna sinna og tengda- barna gat hún legið heima og fékk að kveðja í húsinu sínu. Tengda- dóttir hennar var henni alla tíð eins og ástkær dóttir. Ég veit að hún kvaddi þetta líf full af þakk- læti og kærleika til fólksins síns, fyrir allt sem það gerði fyrir hana. Hún lagði mikið upp úr því að fá öll bömin sín og flölskyldur til sín á jóladag, þrátt fyrir að hópurinn væri orðinn stór og tókst að halda þessari hefð á meðan hún lifði. Hún bar sérstaka umhyggju fyrir velferð frændfólks síns og systk- ina, en systkini hennar era nú öll látin. Yngstu systur sína missti hún fyrir nokkram árum og syrgði hún hana mjög mikið. Jófríður var sérstök handa- vinnumanneskja. Hún pijónaði all- ar jólagjafírnar á ömmu- og langömmubömin sín og var unun að sjá hve vel henni fórst það úr hendi. Hún var mjög trúuð. Nægju- semi og sparsemi voru eitt af aðals- merkjum þeirra hjóna og þau undu ævinlega glöð við sitt. Nú kveð ég þessa kæru vinkonu mína og þakka henni fyrir allt sem hún var mér og mínu fólki gegnum árin. Ég bið henni blessunar Guðs í dýrðarsölum hans. Börnum, tengdabörnum og öðrum standend- um sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þau öll. Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir. Það mun hafa verið á haustdög- um árið 1987, að leiðir okkar Jó- fríðar lágu fyrst saman. Þá var ég ráðin til aðstoðar hálfan daginn á heimili hennar og manns hennar. ætíð fyrstur manna til að bjóða manni hjálparhönd á hveiju sem gekk. Hann var léttur í lund og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðamar á tilveranni og fékk mann oft til að brosa. Eg mun ætfð sakna hans. Árið 1968 kvæntist Andrés Helgu Ólafsdóttur, eftirlifandi eig- inkonu sinni, og sendi ég henni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Andrés Erlingsson. Óskars Guðmundssonar. Þá þegar var stofnað til þeirra kynna er síð- an hafa verið allt til dánardægurs hennar, hinn 18. þ.m. þá, og ætíð síðan, var viðmót þeirra hjóna og allra barna þeirra á þann veg, að ég fann mig fremur sem fjölskyldu- meðlim á heimilinu en starfskraft. Alltaf fékk ég þakkir frá þeim hjónum í lok hvers starfsdags. Slíkt er mikils virði og fyrir það vil ég þakka sérstaklega, nú að leiðarlok- um. Fljótt fann ég að fornar dyggð- ir svo sem iðjusemi, nýtni og reglu- semi vora svo í hávegum hafðar, að mér fannst heimilið að Melgerði 30 minna mig á gamalgróið sveita- heimili. Þar var hver hlutur á sín- um stað. Hún Fríða mín, eins og ég kallaði hana, var fagurkeri og allt lék í höndum hennar. Hann- yrða- og prjónakona var hún svo mikil að t.d. lopapeysumar hennar urðu víðfrægar. ófáar vora þær stundir er við sátum við að rekja upp og vinda saman alls kyns afganga og hnykla er hún átti í fóram sínum. Ur þessu urðu svo til í höndum hennar mjög fallegar barnapeysur í alls konar munstrum og litum sem hún gaf langömmubörnunum í jólagjöf. Þessara og margra annara sam- verustunda okkar minnist ég með eftirsjá; þegar við ræddum um heima og geima og liðna atburði í lífi hennar, ráðgátur lífsins og fleira. Fríða var greind og hugs- andi kona og átti dulargáfur í rík- um mæli eins og fleiri ættingjar hennar, þótt ekki minntist hún á það við hvem sem var. Við fyrstu sýn tók ég eftir því hversu svip- hrein og broshýr Fríða var. Og úr augum hennar skein ljómi sem sjaldgæft er að sjá hjá öldraðu fólki. Öll sín veikindi og þjáningar í mörg ár bar hún með reisn og æðraleysi, enda var uppgjöf fjarri henni. Einnig bar hún harm sinn í hljóði þegar hún missti sinn góða mann sumarið 1991. En þau höfðu alla tíð verið mjög samrýnd og hann var henni einstaklega um- hyggjusamur og nærgætinn í veik- indum hennar. Upp úr síðustu áramótum fór heilsu hennar mjög hrakandi og andaðist Fríða eftir stutta, en erf- iða legu á heimili sínu 18. febrúar, sem áður er getið. Hún var fædd 10. júlí 1902 og var hún því 90 ára er hún lést. Eins og að líkum lætur tengd- umst við í gegnum árin traustum vináttuböndum og tel ég mér það mikinn ávinning að hafa eignast að vini slíkan fulltrúa aldamóta- kynslóðarinnar þar sem hún Fríða mín var. Margar minningar leita á hug minn á þessari stundu. Ein mynd er mér þó öðram fremur hugstæð. Um hálfum mánuði fyrir andlát hennar kom ég til hennar að morgni um níuleytið eftir venju. Virtist hún þá í einhverri leiðslu eða dvala, og var erfítt að komast í samband við hana, enda var hún þá mjög þrotin að kröftum. Allt í einu sneri hún sér að mér, fjarlægt og dulúðugt bros lýsti upp andlit hennar og hún sagði svo lágt að ég rétt heyrði það: „Það er ólýsan- legt, sem fyrir mig hefur borið.“ Ég vil að lokum votta öllum aðstandendum samúð mína og óska þeim alls góðs. Blessuð sé minning Jófríðar Magnúsdóttur. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Minning Fjóla Einarsdóttir Fædd 2. mars 1946 Dáin 20. janúar 1993 Að standa andspænis dauðanum er alltaf erfítt. Við vitum öll að þetta er hluti af tilveru okkar og eitt sinn verðum við öll að deyja. Okkur fínnst samt ósanngjarnt þeg- ar fólk er kallað frá okkur langt fyrir aldur fram. Það sem á eftir að lifa svo margt, gera svo margt og njóta lífsins svo lengi. Okkur langar til að minnast yndislegrar konu, Fjólu Einarsdótt- ur. Hún féll fyrir illvígum sjúk- dómi, krabbameini, aðeins 46 ára gömul. Barátta hennar var hetjuleg allt til hinstu stundar. Með henni barðist traustur og elskandi eigin- maður, Bergur Ólafsson. Okkar kynni af þeim hjónum hófust í upphafi árs 1990 í gegnum samvinnu karlanna. Sú samvinna færðist fljótt yfir í traustan og góð- an vinskap. Af þessum ástföngnu hjónum lærðum við margt. Þau voru svo full af lífsorku, ást og útgeislun. Samheldnari hjónum höf- um við ekki kynnst. Við litum á Fjólu og Berg eins og okkar uppal- endur, enda hefðu þau vegna ald- ursmunar getað verið foreldrar okk- ar. Á þessum tíma vorum við sjálf að hefja sambúð og lærðum að meta þá ást og tillitsemi sem ríkti þeirra á milli. Þau vora alltaf jafn ástfangin, alltaf eins og unglingar. Haustið 1991 fluttum við til út- landa. Sambandið hélst en í ann- arri mynd en áður, þar sem fjar- lægðin var orðin mikil. Okkur til mikillar gleði og ánægju komu þau í heimsókn til okkar þetta sama haust. Þá var sjúkdómur Fjólu í lægð. Við áttum saman stór- skemmtilega samverustund sem því miður varð okkar sfðasta. Fjóla var þá eins og áður. Lífskrafturinn á sínum stað. Hún tók á sjúkdómi sínum eins og kjarnakona. Hún vissi sjálf hversu veik hún var orðin, en baráttunni var langt frá því lokið. Fjóla hafði verið ipjög veik sumarið áður en hún kom til okkar. Við vorum svo heilluð af þessari konu, heilluð af því hversu vel hún tók þessu og hversu opinskátt hún tal- aði um sjúkdóminn. Frá því í haust var Fjóla orðin mikiö veik. Það sem kemur upp í huga manns er hversu harður þessi heimur er. Af hveiju þarf að leggja svona mikið á suma? Við vonuðum að við ættum eftir að eiga svo margar skemmtilegar samverustundir saman. Innst í hjörtum okkar bjó líka sú von að hægt væri að finna bót á meinum Fjólu og hún gæti orðið heilbrigð á ný. Við eram svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Fjólu. Minn- ingin um merka konu lifír í hjörtum okkar. Elsku Bergur. Þú hefur misst svo ósegjanlega mikið. Orð era svo fá- tækleg þegar dauðinn er annars vegar og enn erfiðara þegar við eram svo langt í burtu. Við hugsum til þín, kæri vinur, og sendum góða strauma yfir hafið. Við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þig í þess- ari miklu sorg. Sonunum, þeim Ein- ari og Óla svo og öðram ástvinum, sendum við einnig innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Fjólu. Hvíli hún í friöi. Gunnar Kjartansson og Hjördís Edda Broddadóttir, Karlsruhe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.