Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.02.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 íslendingar og Svíar kosta smíði rann- sóknarskips fyrir Grænhöfðamenn Þorgeir og Ellert áttu lægsta tilboðið SKIPASMÍÐASTÖÐIN Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi átti lægsta tilboðið í smíði rannsóknarskips fyrir Grænhöfðamenn upp á 102 milljónir króna, sem er hálfri milljón yfir kostnaðaráætlun. Alls bárust sex tilboð í smiðina og fela þau öll í sér kostnað við véla- og tækjakost skipsins. Smíðin sjálf var eingöngu boðin út innan- lands, en útboð véla og tækja fór fram bæði innanlands og utan. Næstlægsta tilboðið átti Vél- stofnunar íslands. smiðja Seyðisfjarðar, 105,5 milljón- ir. Slippstöðin á Akureyri bauð 108 milljónir í verkið. Þrír aðilar, Skipa- smíðastöð Marselíusar á ísafirði, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Stál- smiðjan, buðu allirtæpar 110 millj- ónir króna í smíði skipsins. „Við höfum nú þegar sent stjóm- völdum á Grænhöfðaeyjum niður- stöðurnar og bíðum nú bindandi svars um hvort þetta sé eindreginn vilji þeirra áður en farið verður út í samningaviðræður um smíðina," segir Bjöm Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- Gripnir við innbrot ÞRÍR piltar 14 og 15 ára gamlir piltar brutust inn í mannlaust einbýlishúsi í Hafnarfirði í fyrra- kvöld og voru handteknir þegar húsráðendur komu að þeim. Piltamir höfðu stungið á sig ein- hveijum verðmætum þegar fólkið kom heim. Það króaði þá af inni í stofunni og kallaði til lögreglu sem kom strax á staðinn og handtók piltana. Þeir vora í haldi hjá lögreglu sem jrfirheyrði þá í gær en þá var ekki ljóst hvort þeir hefðu fleiri innbrot á samviskunni. „Hafrannsóknir við eyjamar munu án efa taka stórt stökk fram á við þegar Grænhöfðamenn eign- ast eigið hafrannsóknaskip, sem við reyndar áttum framkvæði að og tökum nú þátt í að láta byggja hér á landi ásamt Svíum." Að sögn Bjöms er forsaga málsins sú að stjómvöld á Grænhöfðaeyjum fóra þess á leit við íslendinga hvort við gætum á einhvem hátt hjálpað þeim við að eignast rannsóknarbát. í opinberri heimsókn sjávarútvegs- ráðherra Grænhöfðaeyja, Helenu Semedo, til íslands sl. sumar ítrek- aði hún þessa beiðni, „en þá voram við farin að íhuga smíðina af alvöru í samvinnu við aðrar hjálparstofn- anir. Rannsóknarskipið Fengur hef- ur á undanfömum áram sinnt haf- rannsóknum við eyjamar og þá fiskifræðilegu aðstoð, sem íslend- ingar hafa veitt eyjaskeggjum, má rekja tíu ár aftur í tímann. Gert er ráð fyrir að smíði skips- ins kosti rúmar 60 milljónir, sem fellur í hlut Þróunarsamvinnustofn- unar íslands að ijármagna. Hins- vegar verður allur vélbúnaður, auk fiskileitar- og rannsóknartækja, fjármagnaður með peningum, sem sænska hjálparstofnunin SIDA hef- ur veitt til Grænhöfðaeyja. Gert er ráð fyrir sá kostnaður nemi 40 milljónum króna. Grænhöfðamenn hafa lagt áherslu á að skipið, sem verður 22 metra langt, verði tilbúið á árinu. Aðföng til landbúnaðarframleiðslu Allt að 60% verðmun- ur á vörutegundum VERÐKÖNNUN sem Verðlagsstofnun hefur gert á aðföngum til landbúnaðarframleiðslu leiðir í ljós að meðalverð á þeim fóðurvörum sem í könnuninni eru hefur hækkað á bilinu 2,4-20,4% á tímabilinu desember 1991 til febrúar á þessu ári. Verulegur verðmunur, allt upp í 60%, er á einstökum vörutegundum. Könnunin náði til 26 sölustaða á kg af girðingarlykkjum er lægst 216 kr. en hæst 330 kr., sem er 53% verðmunur. Eitt tonn af fískimjöli kostar á bilinu 37.350 kr. ti! 47.800 kr., sem er 28% verðmunur. Með Samuraisverðið STEFÁN Guðjohnsen með Samurai-sverð, tákn um heiðursverð- laun sem bresk hljóðtæknifyrirtæki veittu fyrirtæki hans fyrir hönnun á hljóðkerfi Perlunnar. Með Stefáni á myndinni er Harry E. Greenaway, forstjóra TOA, sem afhenti verðlaunin. Verðlaun breskra hljóðtæknifyrirtækja Gullna eyrað til Perlunnar „GULLNA EYRAГ er veitt fyrir bestu sameiginlegu hönnun á hljómburði og hljóðtæknikerfum og það er hljóðhönnun Perl- unnar sem hlýtur þessi alþjóðaverðlaun fyrir árið 1993. Það var fyrirtækið Hljóð hf. sem sá um hljóðhönnun Perlunnar í sam- ráði við arkitektinn Ingimund Sveinsson. Áttatíu fyrirtæki kepptu um verðlaunin, sjö fengu viðurkenningu og voru kölluð til viðtals við dómnefndina í London, sem síðan tilkynnti að verðlaunin gengu til í fyrsta sinn út fyrir Bretland. Hljóð hf. átti í samkeppni við samtvinnaðri hönnun hljómburð- leiðandi hljóðhönnunarfyrirtæki á alþjóðagrandvelli. Meðal sjö fyrirtækja sem fengu viðurkenn- ingu vora: Canon fyrir nýjasta hátalarakerfi sitt, Dolby fyrir nýjasta hljóðkerfið í kvikmynda- húsum, Carter Voce fyrir nýjasta hljóðtölvubúnaðinn. Glasgow- fyrirtækið, TG Baker, fékk viður- kenningu fyrir hönnun á St. Pancras brautarstöðinni og á fé- lagsheimili knattspymufélagsins Manchester United og enska fyr- irtækið AREAC fyrir hljóðhönn- un í Worchester-dómkirkju. Samtök hljóðtæknifyrirtækja í Bretlandi sem standa fyrir verð- laununum., era styrkt af jap- anska fyrirtækinu TOA, sem er einn af stærstu alþjóðlegu hljóð- tækjaframleiðendunum. Þetta er í þriðja sinn sem „Gullna eyrað" er veitt fyrir bestu hönnunamýj- ungar í hljóðbúnaði, en hljóð- tæknifræði er vaxandi alþjóðlegt fag. Dómnefndin var skipuð óháð- um dómendum frá alþjóðlegum samtökum ráðgjafafyrirtæka á þessu sviði. í niðurstöðu dóm- nefndar sem var samhljóða, segir að hún hafi einkum hrifíst af ar og hljóðtæknikerfa innan Perl- unnar. „Við eram mjög stoltir af að hafa unnið þessi verðlaun og hafa orðið fyrsta fyrirtækið utan Bretlands til að vinna þau,“ sagði Stefán Guðjohnsen, fram- kvæmdastjóri Hljóðs hf. „Heppilegt var að þessi þáttur skyldi vera tekinn svona snemma inn í hönnun hússins. Það kemur víða fram í byggingunni, hvað mikið er gert til að mæta þessum sjónarmiðum og mjög ánægju- legt að þetta skuli fá alþjóðlega viðurkenningu,“ sagði Ingimund- ur Sveinsson arkitekt. Hljómburður reiknaður út í tölvumódeli Þeir sem unnu mest að verk- efninu á vegum Hljóðs hf, vora Stefán Guðjohnsen, sem stjórn- aði verkinu, Hannes Sigurðsson og Viðar Geirsson. Tölvumódel var gert af Perlunni til að reikna út hljómburð og dreifingu hljóðs frá hátöluram. Stefán, fram- kvæmdastjóri Hljóðs hf, er menntaður rafeindatæknifræð- ingur með hljóðtæknifræði sem sérgrein. Formaður kúabænda Hafa ekki efni á at- vinnubóta- vinnu GUÐMUNDUR Lárusson, for- maður Landssambands kúa- bænda, segir að afkastageta mjólkurvinnslunnar í landinu sé tvöfalt meiri en þörf sé fyrir. Á fundi sem landbúnaðarráðuneytið efndi til um stöðu og framtíð ís- Ienskrar mjólkurframleiðslu á Akureyri á miðvikudag sagði Guðmundur að bændur hefðu ekki Iengur efni á því að halda uppi atvinnubótavinnu um land allt í óþörfum vinnslustöðvum. Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, sagði að bændur þyrftu að ná sterkari tökum á framleiðslu sinni og vísaði til þess að bændur ættu aðeins eitt mjólkursamlag- anna. Guðmundur Lárusson sagði í ræðu sinni að afkastageta mjólkur- vinnslunnar væri um 200 milljónir lítra á ári sem væri tvöföld núver- andi framleiðsla. Hann sagði að á undanförnum árum hefðu tvö sam- lög hætt og eitt myndi hætta á næstunni en það samsvaraði aðeins um 1 ‘/2% af framleiðslunni. Mikið verk væri því óunnið í þessu efni. Bændur ráða ekki mj ólkursamlögunum Guðmundur vakti athygli á því að í nágrannalöndunum réðu bændur yfir vinnslu mjólkur sinnar en hér réðu þeir ekki alfarið yfir nema einu mjólkursamlagi. Flest væru í eigu blandaðra kaupfélaga sem bæði bændur og neytendur ættu aðild að. Bændur gætu því ekki haft úrslita- áhrif á hagræðingu í vinnslunni. Hann sagði að hagsmunir bænda og annarra, t.d. verkalýðsfélaga, færu sjaldnast saman þegar rætt væri um framtíð mjólkursamlags. Hann sagði að vissulega hefðu sam- lögin þýðingu í atvinnu viðkomandi staða. „En bændur hafa ekki lengur efni á því að halda uppi atvinnubóta- vinnu um allt land í óþörfum vinnslu- stöðvum," sagði Guðmundur. Ráðherra sammála Fram kom hjá Páli Svavarssyni, mjólkursamlagsstjóra á Blönduósi, að hann teldi að umframafkastageta mjólkurvinnslunnar væri ekki eins mikil og fram kom hjá Guðmundi. Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, tók undir þau orð Guðmundar að bændur þyrftu að ná sterkari tökum á framleiðslu sinni og vísaði í því efni til þess að aðeins eitt mjólk- ursamlag væri í eigu bænda. landinu. A tímabilinu hækkaði verð á hreinsuðu fóðurlýsi um 20,4% að meðaltali og kálfafóður um 6,7%. Meðalverð á mótatimbri lækkaði hins vegar að meðaltali um 6,5% á sama tímabili. Aðrar meðalverð- frétfMVerð7aSfnmunnBvSng- Landsvirkjun telur úrskurð um bætur vegna háspennulínu skapa fordæmi arvísitala hækkaði um 1% á tímabil- inu desember 1991 til desember TB 9 m J J m sæ Bændur hyggjast nu skjota Veralegur verðmunur kom í ljós _ á einstökum vörutegundum. 100 P "■ ® A ™ J T P eses malmu til domsmeö t er oar Verðmunurinn er 60%. Verð á einu LANDEIGENDUR á Ytri- og Syðri-Löngumýri I Svínavatns- hreppi hyggjast ekki una úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta um bætur vegna eignarnáms Landsvirkjunar á spildum á jörðum þeirra undir háspennulínustæði. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar telur úrskurðinn hins vegar skapa fordæmi, sem farið verði eftir í framtíðinni. Landeigendur höfðu farið fram. á samtals 7,4 miiyónir króna í bætur en fengu samtals um 440 þúsund. Fyrirlestur með tóndæmum RÚSSNESKI píanóleikarinn A. Makarov heldur fyrirlestur um rússneskan pianóskóla nk. þriðju- dag, 2. mars, í sal Nýja tónlistar- skólans á Grensásvegi 3 kl. 20.30 og leiðir fram tóndæmi. Fyrirlesturinn er sérstaklega hugsaður fyrir píanóleikara svo og lengra komna nemendur, gegn gjaldi. Framhaldsnámskeið, „Mast- erclass", í píanóleik fyrir nemendur skólans mun Makarov sjá um nk. laugardag og mánudag. (Fréttatilkynning) „Ég býst við að þessi úrskurður verði hafður að leiðarljósi í framtíð- inni við matsgerðir í hliðstæðum málum, bæði þegar Ieitað er lausna á samkomulagsgrundvelli og þegar til matsgerðar af þessu tagi þarf að koma í þeim tilvikum sem menn ná ekki saman,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þar sem heimilt væri að skjóta úrskurðum nefndarinnar til dómstóla, væri ekki komin endanleg niðurstaða í málið. Halldór sagði að mál af þessu tagi hefðu yfirleitt verið leyst með samkomulagi. Að þessu sinni hafði Landsvirkjun boðið Birni á Löngu- mýri rúmlega þrefalda þá upphæð, sem honum var síðan úrskurðuð. „Við teljum þetta að sjálfsögðu ásættanlegt fyrir Landsvirkjun," sagði Halldór. Yfirgangur og rán Bjöm Pálsson, bóndi á Ytri- Löngumýri, sagði að málið bæri vott um yfírgang og rán. „Úrskurð- urinn styðst ekki við nein lög og bætumar eru engar. Ég ætla ekki að hirða þessar bætur en höfða mál bæði út af eignarnáminu og skaða- bótum. Svo fóra þeir langt út fyrir þá línu sem þeir þykjast vera búnir að taka eignamámi. Það var 60 m breið spilda í gegnum landið, á tvær hliðar. Þeir ýttu upp bletti þar fyrir utan. Þetta ætla ég að kæra sem sakamál ef ég get fengið saksókn- ara til þess að höfða mál, en ég býst ekki við að hann sé fáanlegur til þess,“ sagði hann. Út í hött Sigurður I. Guðmundsson, bóndi á Syðri-Löngumýri, sagði að sér fyndist úrskurðurinn alveg út í hött. „Maður getur alls ekki skilið hvem- ig landið er eiginlega metið. Ég hélt satt að segja að það væri í eignarnámslögum að landverð væri miðað við fordæmi af svipuðum svæðum. Við byggðum bótakröfuna á slíkri viðmiðun og slógum heldur af,“ sagði Sigurður. Hann sagðist eiga eftir að tala við lögfræðing sinn en það væri alveg öruggt að hann myndi fara fram á annað mat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.