Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 7 Héraðsdómur Vesturlands Ákærður fyr- ir kynferðis- afbrot gegn stúlkubami ÞINGFEST hefur verið mál fyrir héraðsdómi Vestur- lands gegn 65 ára gömlum manni sem ákærður er fyrir kynferðisafbrot gegn 5 ára gömlu stúlkubarni. Meint brot áttu sér stað á tímabil- inu 1987 til 1990 á Akranesi. Kæra var lögð fram í málinu í framhaldi af sjónvarpsþætti um kynferðisafbrot gegn böm- um seint á síðasta ári. Sam- kvæmt upplýsingum frá hér- aðsdómi mun maðurinn hafa verið fyrrum vinnuveitandi móður bamsins er það var á aldrinum 5 til 8 ára og áreitt það kynferðislega á því aldurs- bili. Annar úr þjófaflokki í gæslu TÆPLEGA tvítugur piltur hefur verið úrskurðaður i gæsluvarð- hald til 8. mars í tengslum við rannsókn á málum þjófaflokks. Meintur höfuðpaur flokksins, 17 ára piltur sem talinn er hafa beitt fyrir sig drengjum um og jafnvel undir fermingu, var handtekinn um helgina og þá úrskurðaður í gæslu- varðhald í 14 daga. Hann og sá sem nú hefur verið settur í gæsluvarðhald eru grunaðir um að hafa staðið saman að afbrot- um. -----» ♦ ♦--- Vegarkafli í Bröttubrekku boðinn út TÓLF verktakar buðu í lagningu eins kílómetra vegarkafla sem liggur um Suðurá á Bröttu- brekku. Lægsta tilboð átti Rækt- unarsamband Flóa og Skeiða, 10,8 milljónir. Er það 64% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 16,9 milljónir kr. Verktaki á að skila þessum veg- arkafla af sér fyrir 10. ágúst næst- komandi. Tilboðin tólf voru af ýms- um fjárhæðum, flest undir kostnað- aráætlun en nokkur yfir, það hæsta var tæpar 19,5 milljónir kr. ----» ♦ ♦---- Þijár kind- ur komu úr Vogaheiði Vogym. ÞRJÁR kindur fundust við Snorrastaðatjarnir syðst í Voga- heiði í síðustu viku. Það var Theodór Guðlaugsson, fyrrum fjárbóndi í Njarðvík, sem sá til kindanna og rak þær í rétt við Vogastapa. Kindurnar reyndust vera lamb- hrútur frá Sandgerði og ær með lambi en eigandi þeirra frá Grinda- vík. Kindurnar þykja furðu vel á sig komnar eftir að hafa gengið úti í vetur en veturinn hefur verið ill- viðrasamur og snjóþungur. - E.G. Mjög hefur dregið úr at- vinnuleysi í Njarðvíkurbæ VEL hefur gengið að ráða í stöður lyá ígulkeraverksmiðjunni í Njarðvík, að sögn Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra. Þar eru 24 manns í vinnu. Hún segir að verksmiðjan hafi virkað sem vít- amínsprauta í atvinnulífið. Mikið hefur dregið úr atvinnuleysi í Njarðvík, en karlmenn eru í fyrsta sinn í a.m.k. sjö ár fleiri á atvinnuleysisskrá en konur. Forsvarsmenn verksmiðjunnar gera ráð fýrir að geta fjölgað enn starfsmönnum með auknum afla, að sögn Hjördísar. Hún sagði að 153 hefðu verið á atvinnuleysis- skrá fyrir tveimur vikum en nú væru 95 manns á skrá. 58 manns hefðu því farið af atvinnuleysis- skrá. Færri konur atvinnulausar Hjördís sagði að hér væri eink- um um að ræða áhrif vegna loðu- veiða og -vinnslu og starfsemi íg- ulkeraverksmiðjunnar. Hins vegar mætti búast við að eitthvað bætt- ist á atvinnuleysisskrá þegar loðnuvertíðinni lyki. „Það hafa verið fleiri karlar á skrá en konur í u.þ.b. einn mán- uð, en það hefur ekki gerst áður í a.m.k. sjö ár. ígulkeraverksmiðj- an réði aðallega konur til starfa. Nú eru 54 karlar á atvinnuleysis- skrá en 41 kona,“ sagði Hjördís. Fylgstu meb á föstudögum! Daglegt líf, feröalög og bílar kemur út á föstudögum. Þetta er upplýsandi og skemmtilegt blað sem fjallar um allar hliöar mannlífsins. Eins og nafnið bendir til er blaðinu ekkert mannlegt óviðkomandi. Fróðlegar greinar um fólk á öllum aldri, áhugamál þess, mál sem varða fjölskylduna, vinina, skemmtileg mál eða vandamál em til umfjöllunar auk greina um allt sem snertir ferðalög og bíla. Famar em troðnar slóðir sem ótroðnar í greinum um ferðalög og skoðaðir em bílar af öllum stærðum og gerðum. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.