Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Minning Anna Sigríður Jóhannesdóttir Fædd 7. nóvember 1903 Dáin 18. febrúar 1993 Mig langar í fáeinum orðum að minnast Siggu ömmu minnar sem lést 18. febrúar síðastliðinn. Sigga amma var fædd 7. nóvem- ber 1903. Á þeim tíma lærðist fólki snemma að lífíð er erfið þraut, enda vann amma ávallt hörðum höndum fyrir sér og sínum, og fylgdi hjarta- hlýja og hjálpsemi hveiju verki. í einu ljóða Jóns úr Vör er minnst á þessar góðu konur. „Konur, sem bera mjólkurkönnu undir svuntu sinni í hús nágrann- ans, þegar böm eru veik, konur, sem lauma í rökkrinu nýskotnum fugli eða fiskspyrðu inn um eldhúsgætt grannkvenna sinna, ef farið hefur verið á fjörð." (Þorpið 1946). Þegar ég lít til baka til áranna þegar Sigga amma og Ella amma áttu heima á Patró, finn ég fyrir inniiegri hlýju. Mínar fyrstu æsku- minningar eru tengdar hvíta húsinu við ána, Grýtu, þar sem Ella og Sigga amma áttu heima. Ég man eftir mér á fjórða ári vera að labba alein til ömmu, án þess að hafa lát- ið nokkum vita af þessum heim- sóknum mínum. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og alltaf var vel tekið á móti mér, jafnvel þótt ég kæmi rennblaut upp fyrir haus eftir eitt af mörgum óhöppunum við ána. Um haustið 1977 flytjast amma og Ella til Reykjavíkur, en hugurinn leitaði mikið til Patreksflarðar. Ella átti erfitt með að ferðast en amma var bæði heilsuhraust og drífandi og kom oftast vestur í nokkrar vik- ur á hverju sumri. Og tíminn var vel nýttur til að heimsækja ættingja og vini. í Álfheimunum líkaði Siggu ömmu og Ellu ömmu vel að búa og var þar ætíð gestkvæmt. íbúðin var full af hlýju og kærleik og alltaf höfðu þær meira að gefa. Þegar Ella amma lést 1986, varð Sigga amma fyrir því slysi að brenn- _ ast illa og eftir sjúkrahúsvistina fluttist hún á Sólvang í Hafnarfirði. Amma varð aldrei söm eftir slysið, enda rak síðan hvert áfallið annað. Á þessari kvc-ðjustund hef ég þá trú að það hafi verið vel tekið á móti Siggu ömmu hinum megin og minningamar munu lifa með okkur, sem eftir sitjum um ókomna tíð. Blessuð sé minning hennar. Far þú I friði, fiiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elín Jóhannesdóttir. Nú er lífshlaupi elsku ömmu okk- ar lokið. Okkur langar til að minn- ast Siggu ömmu í örfáum orðum. Þegar við lftum til baka koma margar minningar um samveru- stundir með Siggu ömmu upp í hug- ann. Hún og Ella amma, systir hennar, bjuggu í kjallaranum hjá okkur í mörg ár. Við minnumst þess þegar við vorum að fara niður til þeirra að heilsa upp á þær. Við fengum alltaf jafn hlýlegar móttökur og það var notalegt að vita af þeim í kjallaran- um. Okkur er einna minnisstæðast •BLCM ©ÁVEXTIR HAFNARSTRÆTI 4 SÍMI 12717 Skreytingar unnar af fagmönnum OPIÐ KL. 9- 19 þegar við fórum niður til þeirra að borða í hádeginu. Það brást aldrei að á slaginu tólf var Sigga amma tilbúin með matinn handa okkur; hafragraut eða gijónagraut. Við minnumst þess einnig að þær systur fengu litasjónvarp á undan okkur uppi. Þá hlupum við systkinin á harðaspretti niður í kjallara til að fá að horfa á Tomma og Jenna í lit. Það var jú miklu meira varið í það heldur en að sjá þá í svarthvítu. Já, við áttum svo sannarlega góð- ar samverustundir með Ellu og Siggu ömmu. Hún Ella amma dó fyrir tæpum sjö árum og nú hefur Sigga amma einnig fengið hvíldina. Hvíli elsku amma okkar í friði. Ingibjörg og Ólafur. Fullu nafni hét hún Anna Sigríð- ur, en seinna nafnið, Sigríður, var tamara í tungu og verður það því notað í þessari minningargrein. Hún var fædd í Geirseyri við Patreks- Qörð 7. nóvember 1903, yngsta bam hjónanna JóhannesarÁmason- ar, f. 1858, d. 1917, og Herdísar Jónatansdóttur, f. ^1872, d. 1940. Herdís og Jóhannes vom bæði und- an Jökli, hún frá Hellu í Bervík, en hann frá Einarslóni. Þótt bæði væm úr sömu sveit munu kynni þeirra f millum fyrst hafa orðið er þau vom samtíða í ólafsvík á ámnum upp úr 1890. Þaðan lá svo leiðin í at- vinnuleit til Flateyjar, þar sem þau stofnuðu heimili. í Flatey gerðist Jóhannes stýrimaður á skútu í eigu Islands Handels og Fiskeri Co. (IHF), sem þá rak verslun og út- gerð á ýmsum stöðum vestanlands, en faktor í Flatey var þá Pétur A. Ólafsson. Árið 1902 fluttist fjöl- skyldan til Patreksfjarðar. Pétur A. Ólafsson hafði þá keypt útgerð og verslun IHF á Geirseyri og þar hélt Jóhannes áfram að stunda sjó- inn. Systkini Sigríðar vom þau Elín hjúkranarkona, f. 1895, d. 1986, Ami, f. 1896, d. 1903, Ólafía Þómý, f. 1897, d. 1961, og Siguijón, f. 1899, d. 1903. Þeir Ami og Sigur- jón dóu með mánaðar millibili úr bamaveiki, sem þá geisaði. Þau Herdís og Jóhannes vora alla tíð fátæk, en samt tókst þeim að eignast lftinn bæ á Geirseyrinni, sem Baldurehagi nefndist. Faðir Sigríðar lést árið 1917, en hún var á fjórt- ánda ári. Systur hennar tvær, sem Er ég frétti andlát elskulegs frænda míns hingað til Danmerkur langaði mig til þess að setjast niður og setja eitthvað af minningum á blað um hann „Gúnda frænda". Faðir hans, Kristinn kaupmaður á Laufásveginum, hafði gaman af þegar ég sem lítill drengur kom í heimsókn í búðina hans og stakk hann jafnan að manni einhveiju góðgæti. Hlýju og áhuga á velferð annarra erfði Gúndi frá föður sín- um. Föðuraystir Gúnda bjó í næsta húsi og hét Guðbjörg. Hún var bam- laus og fékk drenginn lánaðan til uppeldis og leit alltaf á hann sem son sinn. Gúndi hafði verslunarblóð í æðum og fór í gegnum Verelunar- skólann en þar eignaðist hann þá vini er héldu tryggð við hann til æviloka. Ég kynntist frænda mínum fyrir alvöra mörgum áður síðar eða um 1969. Þá réðst ég til starfa hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli og af tilviljun var frændi minn vakt- stjóri og yfirmaður minn í farþega- þá vom um tvítugt, héldu áfram heimili með móður sinni, og Sigríður einnig er hún komst til fullorðinsára. Sigríður ólst upp við svipuð kjör og þá gerðist í sjávarplássum þessa lands. Atvinnuöryggi lítið, engin ákvæði um lágmarkskaup, engar sjúkratryggingar eða neitt af því, sem við teljum svo sjálfsagt í dag. Hún var því ein af þeim hljóða fjölda, sem með ótrúlegri vinnusemi, heið- arleika og kjarki lögðu undiretöð- urnar að því nútíma íslandi, sem við þekkjum í dag. Að lokinni skólagöngu í bama- skóla biðu ekki mörg störf. Hlut- skipti Sigríðar varð því eins og svo margra annarra kvenna að vinna hin ýmsu störf, sem til féllu, aðal- lega fiskvinnu og vinnukonustörf. Hún vann lengi á heimili Hönnu og Friðþjófs Jóhannessonar, útgerðar- manns og konsúls á Patreksfirði og tengdist þeim sterkum vináttubönd- um. Sem áður segir hélt Sigriður heimili með móður sinni og systmm. Var svo alla tíð. Einu breytingarnar á því urðu við fráfall móður hennar árið 1940, og systra hennar, Ólafíu 1961, og Elínar 1986. Um 1940 er bærinn að Baldurshaga orðinn því nær ónýtur. Réðust þær systur þá I það stórvirki, nánast með viljann einan að vopni, að byggja nýtt og myndarlegt steinsteypt hús á lóð- inni, sem tekið var í notkun 1945. Sigríður eignaðist sex böm, sem öll komust til fullorðinsára og em öll vel gefið og myndarlegt fólk. Þau em Agnes Ágústsdóttir, f. 1926, starfsstúlka á Landspítalanum, Hannes Ágústsson, f. 1928, skrif- stofumaður á Patreksfirði, Jóhannes Ámason, f. 1935, d. 1989, sýslu- maður Barðstrendinga og síðar Snæfellinga, Herdís Heiðdal, f. 1939, kennari í Reykjavík, Haukur Heiðdal, f. 1941, sjómaður í Reykja- vík, og Elín Heiðdal, f. 1942, sjúkra- liði í Reykjavík. Auk þess ólst upp á heimilinu Elín Þorkelsdóttir, f. 1946, dóttir Agnesar. Það má nærri geta að erfítt hefur verið fyrir ein- stæða móður að sjá þessum bama- hópi farboða, en það tókst allt giftu- samlega með hjálp systra og móð- ur, sem segja má, að lagt hafí allt í sölurnar fyrir uppeldi barnanna. Sigríður átti heima á Patreksfirði mestan hluta ævinnar, eða frá fæð- ingu til ársins 1977, er hún fluttist til Reykjavíkur ásamt systur sinni Elínu. Kynni mín af Sigríði hófust árið 1970, er ég gekk að eiga dótt- ur hennar. Þá mynduðust vináttu- bönd við hana og Elínu systur henn- ar, sem aldrei bar skugga á. Það var gott að heimsækja þær systur á Patreksfjörð, enda var gestrisni þeirra viðbmgðið. Á árinu 1977 skipast mál þannig, að þær systur selja hús sitt á Patreksfírði og kaupa með okkur hjónum tveggja íbúða hús f Álfheimum 22 hér í Reykja- vík. Höfðu þær litla en snotra íbúð afgreiðslunni. Hann tók á móti mér með sinni alkunnu hlýju og kenndi mér alit sem laut að starfsháttum þar. Mest var hann stoltur og glað- ur yfir að tveir skólafélagar hans og vinir úr Versló störfuðu þar einn- ig, þeir Jón Óskarsson stöðvarstjóri og Grétar Br. Kristjánsson, þá æðsti yfirmaður Keflavíkurstöðvarinnar. Gúndi hafði brennandi áhuga á öllu sem laut að flugrekstri, vár frábær tungumálamaður og í allri umgengni við farþega lipur og þjón- ustufús. Hann hafði reyndar megn- ustu skömm á allri pappírsvinnu og setti hann mig í hauginn eins og hann kallaði það. Eitthvað klúðraði ég þessu af reynsluleysi fyrsta miss- erið, en hann tók allt á sig og reyndi aldrei að koma mistökum á aðra. Þegar ég hugsa til baka til gömlu flugstöðvarinnar furðar mig oft á hvað honum tókst að halda vaktinni gangandi snurðulaust því að í þá daga var Völlurinn millilendinga- völlur fyrir næstum allt flug flugfé- laga milli Ameríku og Evrópu. Við á „vaktinni" voram sem ein ijjöl- á jarðhæðinni til umráða og héldu þar heimili allt þar til Elín lést á árinu 1986. Hér í húsinu ríkti því lengi andblær liðins tíma, þegar margar kynslóðir bjuggu undir sama þaki. Heimilin höfðu styrk hvort af öðra, börn okkar tvo áttu athvarf hjá ömmu sinni og frænku, þegar þau komu úr leikskóla eða skóla, og við önnuðumst útréttingar og annað það sem þær þurftu með út á við. Börnin sóttust eftir að vera hjá þeim systram, enda ekki í köt vísað. Þar voru mjólk og kökur og annað matarkyns eins og hver vildi og ekki sköðuðu nú sögumar sem þeim vom sagðar eða lesnar vom fyrir þau. Börnin minnast þessa tíma með gleði en um leið trega í huga. Þarna nutu þau öryggis, sem bömum er svo mikils virði, og ekki má gleyma hinum góðu uppeldislegu áhrifum, sem þetta veitti. Elín systir Sigríðar lést i apríl 1986. Um sama leyti brenndist Sig- ríður illa og komst hún ekki til góðr- ar heilsu á ný. Dvaldist hún á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi frá þeim tíma. Síðustu tvö árin hefur hún verið mikið veik og rúmliggjandi, og má því segja, að dauðinn hafi komið sem líkn. Á Sólvangi naut hún góðrar hjúkmnar og hafi starfs- fólk þar allt innilegustu þakkir fyrir. Á þessari kveðjustund em Sigríði færðar þakkir fyrir allt sem hún var fjölskyldu minni. Við vitum, að á nýjum slóðum líður henni vel í hópi ástvina sinna. Magnús Ólafsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Sigríðar Jóhannesdóttur. Sigríður fæddist á Patreksfirði 3. nóvember 1903, dóttir hjónanna Herdísar Jónatansdóttur og Jóhann- esar Árnasonar, sem ættuð vom af Snæfellsnesi. Sigríður var yngst skylda undir ömggri og föðurlegri stjóm Gúnda. Ég og Trausti Tómas- son tókum á móti flugvélunum á „rampinum" og hjálpuðum með far- angur, María Eyþóra sá um innritun farþega ásamt Henný Hermanns og Gúndi hljóp í allt það sem um- fram var með hjálp Gísla Holgere. Og að hugsa sér að við tókum á móti allt að 27 flugvélum á dag. Ég er frænda og þessum fyrrver- andi samstarfsmönnum mínum þakklátur fyrir þessa eldskírn í starfí. Guðmundur var kvennagull, enda glæsimenni á velli og einn sá mesti húmoristi sem ég hefí kynnst og eftirsóttur í samkvæmislifínu. Hann var virkilegur heimsmaður og var það mér unun að ferðast erlendis með honum. Vel lesinn var hann um alla þjóðháttu erlendra, og hafði einstakt lag á að sjá björtu hliöar lifsins. En þegar maður lifir hátt og hratt tekur það sinn toll. Heilsa hans brást og við sameiningu flug- félaganna 1973-1974 lenti ég ásamt honum undir hnífnum. Hann lét reyndar af störfum aðeins fyrr þar sem hann sá hvað verða vildi. Næstu árin starfaði hann við umsýslan eigna Guðbjargar og hafði á höndum innflutning. Hann hafði verið giftur sem ungur maður og átti eina dóttur, en eftir ára- langa einvera giftist hann Henný fimm systkina, en einungis komust upp þijár systur: Elín, fædd 1895, Ólafía Þómý, fædd 1897, dáin 1961, og Sigríður. Bræður hennar tveir, Árni og Sigurjón Hannes, dóu í æsku. Kynni mín af Sigríði hófust árið 1960, er ég í fyrsta skipti kom til Patreksfjarðar með syni hennar, Jóhannesi Ámasyni, sem varð eig- inmaður minn. Tókum við okkur ferð á hendur með Esjunni um pásk- ana ásamt systram hans. Eftirvænt- ing mín var mikil og sjálfsagt hefur Sigga verið jafn spennt að sjá tilvon- andi eiginkonu sonarins. Esjan kom til Patreksfjarðar kl. 6 að morgni og er við komum í Grýtu, en svo var hús þeirra systra jafnan nefnt, beið okkar rjúkandi kakó og kökur og þessi einstaka hjartahlýja og kærleikur sem alla tíð einkenndi heimili þeirra systra. Nú að leiðarlokum rifjast upp margar minningar frá Patreksfjarð- arámnum, en þar átti ég eftir að búa í tæp 20 ár. Heimilið í Grýtu varð eins og hornsteinn í lífi mínu sem alltaf var hægt að treysta á. Ég sé Siggu alltaf fyrir mér með drifhvíta svuntuna á fleygiferð í til- tektunum. Það var engu líkara en það væri hennar líf og yndi að gera allt tandurhreint, og vandvirk var hún með afbrigðum. Því átt.i ég eft- ir að kynnast betur því margsinnis hugsaði hún um heimili mitt, þegar ég þurfti að skreppa til Reykjavík- ur, og þá var nú gott að koma heim. Þvotturinn í skápunum svo vel straujaður að það var eins og hann væri nýkominn úr þvottahúsi og allt spegilgljáandi og í pottinum venjulega ijúkandi kjötsúpa. Sigríður eignaðist sex böm, sem öll hafa komist vel til manns eins og sagt var í gamla daga. Þau era í aldursröð: Agnes, fædd 1926, Hannes, fæddur 1928, Jóhannes, fæddur 1935, dáinn 1989, Herdís fædd 1939, Haukur, fæddur 1941, og^ngst Elín, fædd 1942. Arið 1977 flytjast þær systur til Reykjavíkur og búa í lftilli notalegri íbúð í sambýli við Herdísi, dóttur Siggu, og manns hennar, Magnúsar Ólafssonar, í Álfheimum 22. Þar held ég að Siggu hafi liðið mjög vel þar til Elín systir hennar deyr 1986, en þá verður hún fyrir því að brenn- ast á fótum og náði sér aldrei full- komlega eftir það. Síðustu árin hefur Sigga dvalist á Sólvangi í Hafnarfirði og hafa síðustu tvö árin verið henni ákaflega erfið. Hjartans þökk fyrir samfylgdina. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hermannsdóttur fyrram samstarfs- félaga okkar og danskennara. Ekki giftist Henný honum fyrir fótalip- urð, enda kunni hann aðeins einn dans er hét „Lazy Man“ að hans sögn. Þau skildu eftir nokkurra ára sambúð sem góðir vinir og héldu alltaf sambandi, enda áttu þau fal- legt barn saman. Heilsubrestur og veikindi lögðust nú þungt á hann. Er ég var staddur f nokkra mán- uði á Islandi 1989 fékk ég mörg góð ráð við stofnun fyrirtækis míns hér í Danmörku og stæret var gleð- in þegar Grétar Kristjáns birtist í dyranum og áttum við innilega og skemmtilega stund saman. Þetta var f síðasta sinn sem við Gúndi sáumst og þegar maður sem hann deyr fínnst mér eins og einhver hluti af sjálfum mér deyi um leið. Ég vil senda séretakar samúðar- kveðjur til Margrétar á Laufásveg- inum, sem er trúuð hvítasunnukona og annaðist Gúnda gegnum öll árin f veikindum hans af trúfesti og móðummhyggju. Systkinum hans, Kristínu og Kristjáni, sendi ég inni- legar samúðarkveðjur, en Drottinn þekkir þjáningu okkar og nú er hann frændi minn í faðmi hans og nýtur huggunar og hvíldar eftir ára- tugalanga þjáningu þessa jarðlífs. Drottinn blessi minningu hans. Ragnar Haraldsson, Danmörku. Sigrún Siguijónsdóttir. Guðmundur S. Krist- insson — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.