Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993
23
Vaxandi andstaða í Banda-
ríkjunum gegn innflytjendum
Æ fleira fólk frá þriðja heiminum breytir hefðbundinni ásýnd landsins
New York. Frá Huga Ólafssyni, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
Yersnandi sambúð
Reuter
LÖGREGLUMENN í Los Angeles, en í baksýn má sjá brennandi
hús eftir kynþáttaóeirðir í South-Central hverfinu í fyrra.
ANDSTAÐA gegn straumi
innflytjenda til Bandaríkj-
anna virðist fara vaxandi
og varð meðal annars til
þess að Bill Clinton forseti
sveik kosningaloforð um
að veita flóttamönnum frá
Haiti hæli. Nú kemur yfir
milljón löglegra og ólög-
legra innflyljenda til lands-
ins ár hvert og meðal
þeirra sem uggandi eru um
sinn hag eru bandarískir
blökkumenn sem horfa
upp á innflytjendur taka
að sér láglaunastörf fyrir
kjör sem innfæddir láta
ekki bjóða sér.
Aldrei hafa jafn margir flust
ólöglega til Bandaríkjanna og á
síðasta áratug ef undan er skilinn
fyrsti áratugur aldarinnar. Sumir
telja þó að þegar ólöglegir inn-
flytjendur eru taldir með sé talan
hærri nú en þá. Ólöglegir Mexi-
kóbúar eru taldir vera um 3,5
milljónir og kannski eru hátt í
jafn margir af öðru þjóðemi.
Flestir flytja til stórborga eins
og New York og Los Angeles sem
hafa gjörbreytt um ásýnd á ára-
tugnum og eru nú líklega fjölþjóð-
legri en nokkrar aðrar borgir fyrr
og síðar. Yfír 40% íbúa í Los
Angeles hafa spænsku að móður-
máli og dijúgur hluti hinna er af
austurlensku eða öðru bergi brot-
inn. Um tvær milljónir af 7,5
milljónum New York-búa eru
spænskumælandi og þriðjungur
íbúanna er fæddur utan Banda-
ríkjanna, flestir í þriðja heiminum.
Eins og íslenskir ferðamenn hafa
reynt eru færri en einn af hveijum
tíu leigubílstjórum í borginni inn-
fæddir Bandaríkjamenn.
Fleiri spænskumælandi en á
Spáni
Fátt bendir til þess að straum-
urinn dvíni á næstunni og með
sama áframhaldi munu fleiri tala
spænsku í Bandaríkjunum en á
Spáni eftir 20 ár og afkomendur
Evrópubúa verða komnir í minni-
hluta um miðja næstu öld. Kali-
fomía er komin lengst á þessari
braut en eftir um tíu ár verða
„minnihlutahópar" sem svo em
nefndir orðnir meirihluti þar.
Marga óar við þessari framtíð-
arsýn og byggja andúð sína á
innflytjendum á kynþáttafordóm-
um. Pat Buchanan, keppinautur
George Bush í forkosningum
repúblikana, sagði ljóst að Súlú-
menn væru ekki jafn æskilegir
gestir og til dæmis Englendingar
og hann sagðist mundu reisa
„Buchanan-múr“ á landamærun-
um við Mexíkó til að stöðva fólks-
strauminn þaðan.
Aðrir telja innflytjendur „stela“
frá sér vinnunni. Til dæmis veita
kínverskar saumastofur á Man-
hattan bandarískum fataiðnaði
sömu samkeppni og vörur frá lág-
launalöndum Asíu - þær flytja
bara vinnuaflið þaðan.
Ólöglegir innflytjendur hafa
lagt undir sig atvinnumarkaðinn
hvað húshjálp og barnagæslu
varðar. Eins og kunnugt er varð
það Zoe Baird, dómsmálaráð-
herraefni Bills Clintons, að falli
að hún hafði ráðið hjón með ríkis-
fang í Perú til að gæta barna
sinna og síðan hefur það komið á
daginn að slíkt er alsiða hjá efnuð-
um og framagjörnum nútímahjón-
um og hjá ófáum stjómmála-
mönnum. Atvinnumiðlanir viður-
kenna að þær hafí varla nokkrar
„barnapíur" með alla pappíra í
lagi á skrá.
Undirboð og lúsarlaun
Vinsældir innflytjendanna
byggjast vitanlega á því að þeir
vinna yfirleitt möglunarlaust (og
skattlaust) fyrir lúsarlaun og und-
irbjóða láglaunafólk sem fyrir er.
Atvinnuleysi meðal ungra svartra
karlmanna í fátækrahverfum Los
Angeles er um 50% og margir
talsmenn blökkumanna kenna
innflytjendaflóðinu þangað um og
krefjast hertra aðgerða. Margir
telja óeirðirnar í Los Angeles í
fyrra vera beina afleiðingu þessa
ástands, þar sem innibyrgð reiði
svartra braust út og bitnaði hvað
harðast á innflytjendum eins og
Kóreubúum.
Bölsýni
Hinir bölsýnustu (eða fordóma-
fyllstu) spá „Balkaníseringu"
bandarískra borga, þar sem Los
Angeles-óeirðirnar væru boðberi
nýrra og verri tíma eða líkja þró-
uninni við þjóðflutningana miklu
við hrun Rómarveldis. Ef marka
má sögu Bandaríkjanna til þessa
mun breytingin hins 'vegar verða
meiri á hörundslit en þjóðlífi og
stjórnkerfí. Kannanir sýna að yfír
90% spænskumælandi Banda-
ríkjamanna telja að allir eigi að
læra ensku og innflytjendur frá
þriðja heiminum virðast ekki eiga
erfiðara með að fínna sig í við-
skiptum eða stjómmálum en evr-
ópskir fyrirrennarar þeirra.
Bílavörubúöin
:JÖÐRIN.
a-—- j-t
SKEIFAN 2, SÍMl 812944
Frétt í breska dagblaðinu Financial Times
Stór hlutí Rússafisks-
ins kemur frá Islandi
Tóm vitleysa, segir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva
og talsmenn Evrópubandaiagsins kannast ekki við málið
ÓDYRAR sjávarafurðir frá ríkjum sem standa utan Evrópu-
bandalagsins (EB) eru ein ástæða þess óstöðugleika sem
einkennir fiskmarkaðina í Evrópu, segir í frétt er birtist
í gær í breska dagblaðinu Financial Times. í fréttinni er
haft eftir embættismönnum í höfuðstöðvum Evrópubanda-
lagsins í Brussel að stór hluti þess fisks sem berist inn á
markaðinn frá Rússlandi komi í gegnum ísland og brjóti
það í bága við upprunareglur þær sem í gildi eru. Arnar
Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir
frétt þessa rakalausan þvætting og talsmenn Evrópubanda-
lagsins báru áskanir þessar á hendur íslendingum til baka
er fréttaritari Morgunblaðsins í Brussel ræddi við þá í gær.
í frétt blaðsins segir að mikið
af ódýrum sjávarafurðum berist nú
inn á Evrópumarkað frá Rússlandi,
Póllandi, Noregi og íslandi. Segir
þar og að tollur á físk frá Rúss-
landi sé að öllu jöfnu 12% en hins
vegar greiði íslendingar aðeins
3,5% toll á innflutning til EB í sam-
ræmi við gildandi samningá. Upp-
runareglur hafi ekki verið í heiðri
hafðar og því hafí rússneskur fískur
komist inn á markaðinn frá íslandi.
Innflutningsbann?
Höfundur fréttarinnar segir að
fram hafi komið í máli embættis-
manna EB að það megi heita ör-
uggt að innflutningsbann verði sett
skili nýjar reglur um lágmarksverð
á innfluttum sjávarafurðum ekki
tilætluðum árangri. „Láti þeir sér
ekki segjast eða fari svo að þeim
takist ekki að hafa hemil á útgerð-
armönnunum verður það næsta
skrefíð," segir ónafngreindur við-
mælandi greinarhöfundar. „Ég held
að íslendingamir muni skilja um
hvað málið snýst,“ segir sá hinn
sami í viðtali við fréttaritara Fin-
ancial Times í Brussel.
Aðspurður um frétt þessa sagði
Arnar Sigurmundsson að hún væri
„tóm vitleysa". Það hefði alltaf leg-
ið ljóst fyrir að Rússafískurinn hér-
lendis væri einkum unninn í blokk
á Bandaríkjamarkað. „Financial
Times hefur þarna orðið á í mess-
unni en hvemig vitleysan er til kom-
in veit ég ekki, kannski er okkur
ruglað saman við Norðmenn," sagði
Amar.
Talsmenn Evrópubandalagsins
sögðust í gær ekki kannast við að
íslendingar hefðu sættt neins konar
rannsókn vegna grunsemda um
brot á samningum um uppmna
sjávarafurða sem njóti tollfríðinda
vegna fríverslunarsamninga íslands
og EB. Hins vegar hafa fram-
kvæmdastjórn EB borist kvartanir
vegna mögulegra brota Norðmanna
á uppmnareglum. Að sama skapi
kannast talsmennimir ekki við að
nein áform séu uppi um það innan
EB að setja innflutningsbann á
sjávarafurðir og alls ekki við að
ísland hafí verið sérstaklega nefnt
í því sambandi. Hins vegar er full-
yrt í Bmssel að íslendingar hafí
gert mikil kaup á rússneskum
þorski á síðustu vikum, allt að 4.000
tonn og hafa þær vangaveltur
heyrst að þeir hyggist selja hann
inn á EB-markaði sem íslenska af-
urð.
Fimm gerðir af vórubrettum. Þau eai ekki
fyilt með Polyurethane. Timburbretti eru
bðnnuð í matvœlaiðnaði í EFTA og EB,
FRAUÐ-
PLAST-
KASSAR
Sjö stœröir fyrir
flök og bolfisk.
BpvaaipGlFJLl LLi:_L
Sefgörðum 3,170, Seltjamamesi. Sími 91-612211. Fax 91-614185