Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 Minning Elín Oddleifsdóttir Fædd 25. júlí 1895 Dáin 13. febrúar 1993 Nýlátin er á sjúkradeild Hrafn- istu í Reykjavík merkiskonan Elín Oddleifsdóttir frá Langholtskoti í Hrunamannahreppi. Hún var án alls efa meðal þeirra sem ég og systkin mín stöndum í mestri þakk- arskuld við frá uppvaxtarárum okk- ar. Því langar mig að minnast henn- ar í fáum orðum. Elín var fædd á Berghyl í Hruna- mannahreppi 25. júlí 1895. Hún var elsta barn hjónanna Helgu Skúla- dóttur og Oddleifs Jónssonar er þar bjuggu þá ásamt foreldrum Helgu, Skúla alþm. Þovarðarsyni prests, síðast á Prestsbakka á Síðu, Jóns- sonar, og Elínu Helgadóttur frá Steinum undir Eyjafjöllum. En Odd- leifur var sonur Jóns bónda í Hellis- holtum, Hrun., Jónssonar hrepp- stjóra á Kópsvatni í sömu sveit, Einarssonar, og seinni konu hans, Guðnýjar Filippusdóttur frá Marka- skarði í Hvolhreppi. Þau hjón eign- uðust sjö börn alls. Þau voru, auk Elínar: Gestur, lengi bifreiðastjóri í Reykjavík, Jón, síðast húsvörður á Flúðum, Skúli, húsvörður í Kefla- vík, Guðný, búsett í Reykjavík, dó á fertugsaldri, Sigríður, húsfreyja í Reykjavík og Ástbjört, húsfreyja í Haukholtum, Hrun. Elín lifði öll systkini sín og vantaði tæpt hálft þriðja ár í tírætt þegar hún lést. Elín fluttist með foreldrum sínum að Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi 1899 og ólst þar upp. Á jóla- dag 1915 lést móðir hennar. Hún gerðist þá ráðskona föður síns og stóð fyrir heimili með honum til 1923 er hann brá búi. Hún fluttist þá með honum til Reykjavíkur og mun hafa verið helsta stoð hans meðan hann lifði, en hann dó árið 1938. Ég þekki lítið til þessa þáttar í ævi Elínar. En víst er að hún afl- aði sér góðrar menntunar til munns og handa, starfaði mikið við sauma og varð afburða fær á því sviði. En svo fór að hún fluttist aftur á æskustöðvarnar og nú að Haukholt- um til Ástu systur sinnar. Þar átti hún heimili í allmörg ár en fluttist þó aftur til Reykjavíkur á 6. áratug aldarinnar og vann þar um skeið á saumastofu. Fáum árum seinna kynntist hún Margréti Sigurðar- dóttur nuddkonu frá Hrygg í Hraungerðishreppi. Hún mun þá hafa búið ein en þurfti á aðstoð að halda til að geta stundað starf sitt sem best. Er skemmst af því að segja að Elín réðst til hennar og hélt með henni heimili, fyrst á Sel- fossi en síðar í Reykjavík á annan áratug. Eftir lát Margrétar fluttist Elín svo á Hrafnistu í Reykjavík og þar andaðist hún, sem fyrr seg- ir, laugardaginn 13. febrúar sl. Starfsfólki G-deildar Hrafnistu og öllum þeim, sem önnuðust hana síð- t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓSEFSDÓTTIR, áður Laugavegi 100, lést á Droplaugarstöðum 24. febrúar. Guðrún Rósa Ragnarsdóttir, Gunnar Björnsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Agnes G. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginkona mín og móðir, ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR, Kvisthaga 2, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 24. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Hafliði Halldórsson, Sveinbjörn Hafliðason. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÍÐAR GESTSDÓTTUR frá Sæbóli, Haukadal f Dýrafirði. Sérstakar þakkir sendum við frændfólki og vinum í Dýrafirði svo og starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Systkinin frá Sæbóli og fjölskyldur þeirra. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR frá Saltabergi, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju á morgun, laugardaginn 27. febrúar, kl. 14.00. Hlöðver Johnsen, Agústa Guðmundsdóttir, Guðni Pálsson, Margrét Johnsen, Sigríður Johnsen, Anna Svala Johnsen, Haraldur Geir Johnsen, Svava Björk Johnsen, Ásta Haraldsdóttir, Hrafn Steindórsson, Garðar Jónsson, Guðjón Þ. Jónsson, Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir, Eggert Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ustu árin, eru hér færðar bestu þakkir. Elín giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur. En öll ævi hennar, meðan kraftar entust, einkenndist af þjónustu við aðra, fyrst foreldra og yngri systkin, síðar lengi aldrað- an föður, þá skyldfólk þar sem þörf var mest og loks dugmikla atorku- konu sem helgaði sig því verkefni að bæta líðan annarra. Eins og áður er að vikið er ég einn þeirra sem vitnað geta um drengskap Elín- ar og mannkosti. Árið 1942 varð sá atburður á bernskuheimili mínu, Kaldbaki í Hrunamannahreppi, að húsmóðirin lést af völdum lungna- bólgu, 46 ára að aldri, frá 7 börnum á aldrinum 0-15 ára. Elín Oddleifs- dóttir og hún voru systradætur, nöfnur og nær jafnaldra. Faðir okk- ar systkinanna bjó áfram í 12 ár og elsta systirin sá um heimilisstörf- in. Öll þessi ár kom Elín, sem við systkinin kölluðum jafnan frænku, til okkar öðru hvoru, stansaði yfir- leitt nokkrar vikur í senn, fór yfir allan fatnað, saumaði, pijónaði og sá um það í stuttu máli sagt að við hefðum flíkur upp á kroppinn. Oft hef ég dáðst að því í huganum eft- ir að ég þroskaðist nokkuð hve fá- gætlega nærfærin hún var að láta okkur finna hlýju sína og umhyggju án allrar viðkvæmni eða blíðuhóta. Sem dæmi um velgjörðir hennar við heimilið má nefna að síðsumars 1945 lagðist einn bræðra minna, þá 15 ára gamall, í taugaveiki. Eins og ekkert væri sjálfsagðara flutti Ella frænka inn til sjúklingsins, sem einangra þurfti í þröngum húsa- kynnum, og hjúkraði honum þar til hann var albata. Enginn annar veiktist á heimilinu. Enda þótt ég kynntist Elínu fyrst og fremst sem bam og unglingur þykist ég geta fullyrt að hún hafi verið í hópi vönduðustu manna. Hún var hlédræg jafnvel fáskiptin og ekki allra, sem stundum er kallað. Jafnlynd mun hún hafa verið, ætíð góðleg á svip og skipti aldrei skapi. Það var áreiðanlega hollt ungum og böldnum að vera í návist henn- ar. Og ef sú kenning er rétt — sem ég dreg raunar alls ekki í efa — að það sé gæfan mesta að setja umhyggju fyrir öðrum ætíð ofar eigin hag, þá var Elín frænka mín sannarlega gæfumanneskja. Þökk sé henni og blessuð minning henn- ar. Kristinn Kristmundsson. Ottó Guðjónsson klæðskeri - Minning Fæddur 1. ágúst 1898 Dáinn 20. febrúar 1993 Við brottför Ottós Guðjónssonar er brostinn ómfagur og ómríkur strengur í þeirri hörpu sem fegurst hljómaði á samfundum okkar Góð- templara á liðinni tíð. Með slíkum hugblæ minnumst við okkar burt- kvadda bróður og vinar, sem í ára- tugi lagði flestum meira af mörkum til eflingar tónlistar og tónlistarlífs innar Góðtemplarareglunnar. Ottó Guðjónsson var Austfirðingur að uppruna, fæddur á Eskifirði 1. ág- úst 1898 en uppalinn á Vopnafírði. Hann kom ungur til Reykjavíkur og árið 1917 hóf hann nám í klæð- skeraiðn hjá Andrési Andréssyni klæðskerameistara. Eftir það starfaði hann að iðn- grein sinni allt til ársins 1963 eða þar um bil. Kona hans var Guð- mundína Tómasdóttir. Þau eignuð- ust sex böm. Af þeim eru nú að- eins tvö á lífi, Erla og Þórir, bæði búsett í Reykjavík, hin fjögur hafa látist á þremur síðustu árum. Guð- mundína andaðist árið 1981. Ottó gerðist félagi í stúkunni Framtíðin nr. 173 árið 1939 og var virkur í starfi allt fram á síðustu ár. í allmörg síðari árin var hann í stúkunni Freyju nr. 218. Árið 1945 gekkst Ottó fyrri því að endur- vekja Söngfélag IOGT, sem þá hafði ekki starfað um nokkurt skeið. Af eldmóði listamannsins vann hann að þessu hlutverki sínu um árabil. Farið var í söngferðir víðsvegar um landið og auk þess haldnir tónleikar í Reykjavík við góðar undirtektir. Þá mun Ríkisútvarpið hafa tekið upp tuttugu hljómplötur með söng kórsins. Stórsöngstjóri í Stórstúku íslands var Ottó frá 1952 til 1988. Frá Stórstúkuþingum verður mörg- um minnisstætt, hversu frábærlega honum fórst úr hendi bæði söng- stjóm og orgelleikur. Þegar hann var orðinn áttatíu og tveggja ára fór hann að læra á fótspil á pípuorgeli á vegum söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar. Náði hann þar ótrúlegum árangri og sjálfsagt einstæðum miðað við ald- ur. Ottó var margt fleira en tónlistin til lista lagt. Hann saumaði út af mikilli snilld, eins og veggteppið, sem prýðir sal Templarahallarinnar, ber svo augljóst vitni um. Ottó lék forspil við hátíðarguðs- þjónustur í Akureyrarkirkju í tilefni 100 ára afmælis Góðtemplararegl- unnar árið 1984 og í Dómkirkjunni í Reykjavík þegar við minntumst 100 ára afmælis Stórstúkunnar vorið 1986. Þrátt fyrir sinn háa aldur gerði hann það með þeim glæsibrag sem gleymist ekki. Orgelleikurinn í Dómkirkjunni árið 1986 var svana- söngur hans í þjónustu þeirrar hug- sjónar sem var honum helgust og dýmst í heimi hér, bindindishug- sjónarinnar. Við Góðtemplarar blessum minn- ingu Ottós Guðjónssonar og þökk- um hans miklu, margþættu og gifturíku störf í okkar þágu. Börn- um hans og öðrum ástvinum send- um við einlægar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Björn Jónsson stórtemplar. Hákon SvanurMagn- ússon - Minning Hann Hákon er farinn, dáinn langt fyrir aldur fram. Þetta er stað- reynd sem erfítt er að sætta sig við en maðurinn með ljáinn spyr ekki hver sé næstur. Maður spyr sjálfan sig af hveiju? En þegar stórt er spurt er fátt um svör og það er eins farið með þessa, það er að segja ekkert svar. Sjúkdómur Hákonar tók hann alltof fljótt frá okkur. Þegar ég minnist Hákonar koma margar yndislegar stundir í huga mér. Hákon var ávallt hress og góður heim að sækja. Hann og kona hans Bubba, eins og ég kalla hana alltaf, voru okkur vinkonunum alltaf góð og þegar ég hugsa til baka sé ég betur og betur hversu góða og skilningsríka foreldra Hild- ur vinkona mín átti. Aldrei gleymi ég þeim stundum þegar við Hildur lékum okkur saman á Freyjugötu 10A, þar sem þau bjuggu, og tók þá Hákon ósjaldan þátt í leik okk- ar. Minningarnar hrannast upp í huga mér þegar hann hélt mér hátt uppi, setti mig ofan í vask eða þóttist ætla að setja mig inn í skáp, það var svo gaman hjá okkur. Þessa fengu barnabömin hans alltof stutt að njóta. Hákon var giftur Svanhildi Guð- björgu og áttu þau þijú börn, Helgu, fædd 18. júní 1957, Hildi, fædd 24. janúar 1962 og Magnús, fæddur 29. október 1966. Bamaböm þeirra eru þijú, Svanhildur Guðbjörg og Brynjar Freyr, börn Hildar og Þor- geirs, og „nafni“, Hákon Svanur, sonur Helgu og Þórs. Ég vil með þessum fátæklegu orðum mínum þakka góð kynni mín af Hákoni og munu þau lifa með mér að eilífu. Elsku Bubba mín, Helga, Hildur, Maggi og fjölskyldur ykkar, megi guð styrkja ykkur og styðja á þess- ari erfiðu sorgarstund. Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Svanhvít. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hjálp vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar, bróður, mágs og afa, ÓLAFS B. JÓHANNESSONAR, Gyðufelli 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til áhafnar og útgerðar Guðrúnar VE-122 og sömuleiðis til allra sem hjúkruðu honum. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Antonsdóttir, Bjarni Ólafsson, Dagmar Kristjánsdóttir, Jóhannes Ólafsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Aðalheiður Bjarnadóttir, Dóra Jóhannesdóttir, Ingi Þorbjörnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.