Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 5

Morgunblaðið - 26.02.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1993 5 Grundarfoss á siglingu GRUNDARFOSS hefur nú verið seldur til Sameinuðu arabísku furstadæmanna eftir að hafa verið í flota Eimskips i 19 ár. Eimskip selur Grundarfoss til Sameinuðu arabísku furstadæmanna Söluverð var 29 milljónir kr. A A Formaður LIU um lágmarksverð á fiski hjá EB Háir okk- ur ekki KRISTJÁN Ragnarsson formað- ur LIU segir að sú ákvörðun sjáv- arútvegsnefndar Evrópubanda- lagsins að setja lágmarksverð á innfluttan ferskan fisk hái ekki útgerðarmönnum hérlendis. „Raunar er það svo að þeir gera viðmiðunarverðið sem gilt hefur að lágmarksverði en við höfum ekki mátt selja fisk í EB-löndum á verði sem var lægra en viðmið- unarverðið," segir Kristján. Lágmarksverð það sem mun gilda næstu sex mánuði í Evrópubandalag- inu er 70 krónur fyrir kg af þorski, 54 krónur fyrir ýsu, 58 krónur á karfa og 38 krónur á ufsa. „Við sjáum'ekki að þetta lágmarksverð muni breyta nokkru fyrir okkur,“ segir Kristján. EIMSKIP hefur gengið frá sölu á Grundarfossi til Oman Mar- ins Engineering í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sömu aðilar keyptu Ljósafoss á sl. ári. Söluverð skipsins er um 450 þúsund dollarar eða sem svarar um 29 milljónum króna. Grundarfoss var smíðaður í Fredrikshavn Værft skipasmíða- stöðinni í Danmörku árið 1971 og er því orðinn 22 ára gamall. Eim- skip keypti skipið í maí árið 1974 og hefur það verið í þjónustu fé- lagsins frá þeim tíma. Fyrst var skipið í áætlunarsiglingum til Norðurlanda auk strandsiglinga hér við land og síðar, eða frá árinu 1979, í ýmsum stórflutningaverk- efnum. Þetta er minnsta skipið í flota Eimskips og hefur það verið nokk- uð lengi á söluskrá. Sala skipsins er liður í hagræðingu í stórflutn- ingum félagsins en ætlunin er að stærra og hagkvæmara skip ann- ist þá flutninga sem Grundarfoss hefur sinnt. í því sambandi er tal- ið koma til greina að Selfoss verði sett í stórflutningana en hentugra skip fengið í þess stað í strand- flutninga. Hjarta grætt í 4 ára dreng NÝTT hjarta var grætt í Snorra Ásbjörnsson, fjögurra ára, á sjúkrahúsi í Gautaborg aðfaranótt fímmtudags. Snorri hafði fengið veirusýkingu í haust sem lagðist á hjartavöðvana en það er fátíður kvilli og sagði Hróðmar Helgason, hjartasérfræðingur barna, að hans eina lífsvon hafi verið nýtt hjarta. Er talið að Snorri sé yngsti hjarta- þegi á Norðurlöndum til þessa. Snorri hélt utan fyrir tveimur festing á að hjartað var illa farið vikum ásamt foreldrum sínum. og var Snorri þá settur á for- Eftir rannsókn þar fékkst stað- gangslista. „Aðgerðin gekk von- um framar og eru allir ánægðir með að þessum fyrsta áfanga er lokið,“ sagði Hróðmar. „Þetta er erfíðara að því leyti að börn eru minni en tæknilega er það yfír- stíganlegt. Þettá eru aðgerðir, sem eru vel þekktar og hafa lengi verið framkvæmdar þó svo að nýlega sé farið að framkvæma þær á börnum." iSAF lim LADA ^ip4.500$^. og 10.05 ljyUíEADÆ í 36 inánuði AÖA l lfeADA L í 36 tnánuði D A L og 12.568,- kr. í 36 mánuði SPORT ^m^98.000| L og 19.172,- kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslmnÖguleikí Tekið hciiir verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargrciðslum. A FAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.